Vísir - 25.10.1963, Blaðsíða 2
f
VISIR . Föstudagur 25. október 1963.
MfWM 'imm
ALLTAFMINNKAR EFNIÐ!
Eins og sagt var frá í grein
hér á síðunni í gær, varð knatt-
spyrnan í heiminum 100 ára nú
fyrir skömmu. Knattspyrnan
sjálf hefur vissulega þróazt og
breytzt á þessum tíma og ekki
er nokkur vafi á að knatt-
spyrnumenn nú eru miklu
snjallari en t. d. knattspyrnu-
menn, sem voru uppi fyrir 30—
40 árum, hvað þá þeir, sem
voru og hétu fyrir 100 árurn,
þegar skipulagt starf knatt-
spyrnumanna var að fæðast.
Hér undir birtum við mynd af
þeirri þróun sem orðið hefur á
klæðnaði leikmanna, því ekki
er hægt að birca neinar tölur
sem sanna neitt um getu
manna í þessari ágætu íþrótt.
Fyrsta myndin er af elztu teg-
und búninga, og svo koll af
kolli; Alltaf minnkar efnið, sem
notað er í búningana, alltaf létt-
ast þeir, allt er gert til að leik-
mennirnir verði frjálsir í hreyf-
ingum og óþarfa efni tefji ekki
hreyfingar þeirra.
Reykjavíkurúrvalið í körfu
knattleik vann í gærkvöldi
stóran sigur yfir úrvali
Keflavíkurflugvallar, sem
spáir góðu um framtíðina,
því lið Vallarmanna er
mjög sterkt. Reykjavíkur-
úrvalið vann leikinn með
71:62, en í hálfleik var stað
an 40:35 fyrir Bandaríkja-
tnennina.
Leikurinn var frá fyrstu mínútu
til hinnar síðustu hnífjafn, hraður
og spennandi og skemmtu hinir
mörgu áhorfendur sér mjög vel.
í seinni hálfleik jöfnuðu íslend-
ingar £ 49:49 og eftir fylgdi „sjálfs-
karfa“, óvenjulegt fyrirbrigði, en
boltinn hrökk af Bandarikjamanni
beint upp í spjaldið og datt svo
af tilviljun beint niður í körfuna.
Myndirhar voru teknar í gærkvöldi
í keppni Rvíkur-úrvals við úrval
Keflavíkurflugvallar
Þorsteinn Hallgrímsson, bezti mað-
ur vallarins í gærkvöldi, skoraði
svo 53:49 og fyrr en varði var ís-
lenzka liðið búið að ná 9 stiga
forskoti 59:50 og næstu mínútur
tókst því að halda 10 stiga for-
skoti. Bandaríkjamennirnir reyndu
mjög að vinna þetta upp en róður-
inn var þungur .og enda þótt þeir
minnkuðu það í 6 stig, tókst
Reykjavíkuríiðinu að sigra með
71:62.
Beztu menn í gær voru Þorsteinn
Hallgrímsson, Agnar Friðriksson og
Birgir Birgis. Flest stig í reykvíska
liðinu: Þorsteinn H. 22, Birgir 15,
Agnar 12.
í Vallarliðinu var Bracey lang-
beztur en Horvath og Runyan á-
gætir. Stigin: Bracey 19, Runyan
17, Horvath 10, Nunn 9.
Dómarar voru þeir Guðjón Magn
ússon og Björn Arnórsson og
dænidu allsæmilega.
- jbp -
Í.R. innanfélagsmót verður á
'östudag kl, 5 og laugardag kl. 2.
íeppt verður í köstum og 800 m
ílaupi. Stjórnin.
Óheppnin eltir þau
Ein kunnasta handknattleiksstúlka Vals Sigríður Sigurðardóttir, i
meiddist illa á æfingu með félagi sínu á þriðjudagskvöldið. Hún tví-.
braut bein í handabakinu og mun verða í gibsumbúðum næstu 3 (
vikurnar.
Guðjón Jónsson, eiginmaður hennar, slasaðist illa í knattspyrnu-1
Ieik með Fram í sumar eins og kunnugt er og lá á sjúkrahúsi, en |
hefur nú nýlega byrjað vinnu, en hann starfar hjá Kexverksmiðj-
unni Esju, og byrjaði hann einmitt að starfa allan daginn sama ^
dag og kona hans Varð fyrir óhappinu.
Þaö ætlar ekki af þeim að ganga Guðjóni og Sigríði, en slys '
sem þessi er fremur sjaldgæf í íþróttum, sem betur fer. Framarar ’
vonast eftir Guðjóni í sínar raðir þegar íslandsmótið í handknatt-1
Ieik hefst í vetur, en í því liði er Guðjón mikill stólpi. Vonandi |
tekst Sigríði einnig að komast í sinn hóp áður en varir, því hún |
er og hefur verið skærasta stjarna Valsliðsins undanfarin ár.
E53