Vísir - 25.10.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 25.10.1963, Blaðsíða 16
Björgun brezka togarans hætt Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæzlunni í morgun er vonlaust orðið um björgun brezka togarans Northern Spray sem l strandaði vestur við Rit í ísa- I fjarðardjúpi í fyrrakvöld. f Tilraunir þær sem gerðar voru : 1 gær til að ná togaranum á flot mistókust, enda sat hann fastur á stóru bjargi í fjörunni og varð ekki bifað. Varðskipið Óðinn gerði ítrekaðar tilraunir til að ná togar- anum út en án árangurs. 1 morgun tjáði Landhelgisgæzlan Vísi að frekari tilraunir til að bjarga togaranum myndu ekki verða gerðar. Hann er fullur orð- inn af sjó og er tekinn að brotna. Aftur á móti mun f dag verða reynt að bjarga þeim verðmætum úr togaranum sem tiltök eru á að bjarga. Að því er fréttaritari Vísis á ísafirði símaði í morgun er þetta ; Framh. á bls. 5. í Stolna Vetrardagskrá útvarpsins: ÚtvarpiB hefst kl. 7 á morgnana Vetrardagskrá ríkisútvarpsins er að ganga f gildi nú um helgina. Verður margt nýjunga f dag- skránni. T.d. hefst útvarp kl. 7 á hverjum morgni frá og með fyrsta vetrardegi og það nýmæli verður tekið upp, að kl. 9 á hverjum morgni verður lesinn stuttur út- dráttur úr leiðurum blaðanna. Af nýjum þáttum má nefna skemmtiþátt f umsjá Flosa Ólafs- sonar leikara, sem hefst n. k. sunnu dagskvöld og' þátt með vinsælum íslenzkum lögum, sem Egill Bjarna son mun annast á hverju sunnu- dagskvöldi kl. 22.10. Þáttur dr. Gunnars G. Schram ritstjóra „Á blaðamannafundi" verður áfram, einnig „Efst á baugi“ í umsjá Björg vins Guðmundssonar og Tómasar Karlssonar og þáttur með ungu fólki, er þeir Markús Örn Antons- son og Andrés Indriðason annast. Eftir áramót mun Svavar Gests verða með skemmtiþætti á móti Flosa Ólafssyni. Einhver merkasti liður vetrardag skrárinnar í vetur verður erinda- flokkur á sunnudögum f tilefni af 300 ára afmæli Áma Magnússonar. Munu ýmsir flytja erindi en þau verða 7—8 talsins. Margt merkra leikrita verður flutt í vetrardag- skránni. Annan laugardag verður Grettissaga flutt f samtalsformi en Gunnar Þórðarson bóndi frá Grænu mýrartungu hefur búið söguna til flutnings. Ævar Kvaran, hefur stjórn á hendi en Helgi Skúlason leikur Gretti. Ný útvarpssaga hefst eftir helg ina, Brekkukotsannáll eftir Halldór Kiljan-Laxness. Höfundur flytur. Föstudagur 25. október 1963. Háskólahátíð- in á morgun Á morgun, fyrsta vetrardag, verður Háskólahátíðin haldin og hefst hún kl. 2 í Háskólabíói. Hefst hún með því að leikinn verður háskólamars etfir dr. Pál Isólfsson. Fluttir verða þættir úr háskólaljóðum Davfðs Stefánsson- ar við lög dr. Páls ísólfssonar og syngur dómkórinn undir stjórn Framh. á bls. 5. 70 þús. stolið Bygging sú, sem meðfylgj- andi mynd er af, er að rfsa á homi Gunnarsbrautar og Egils- götu f Reykjavík, Heilsuverndar stöðin er f baksýn. Það er læknahúsið, Domus Medica, sem er þarna f smíðum, reist fyrir sameiginlegt átak Lækna- félags íslands og Læknafélags Reykjavíkur, allir læknar lands- ins láta eitthvað af mörkum til þessarar framkvæmdar, sagði Snorri P. Snorrason læknir í viðtali við Vísi f morgun. Þetta á að verða 4ra hæða hús, auk kjallara. Þar verður félagsheim- ili lækna og lækningastofur og rannsóknastofur. Sérfræðingar á sviði læknisfræðinnar munu hafa þessar stofur og er stefnt að þvf að þarna komi upp alls- herjar rannsóknarstöð, Poly- Klinik, þar sem menn geti feng ið sem flestar læknisrannsókn- ir á einum og sama staðnum, en það hefir löngum verið mikill þvælingur á sjúklingum hér á landi milli sérfræðinga hér í borginni. Arkitektamir Gunnar Hansson og Halldór E. Jónsson hafa teiknað læknahúsið og er nú verið að slá upp fyrir fyrstu hæðinni. Byggingameistarinn segir að unnið verði að bygg- ingu hússins f vetur og piuni ekki taka nema rúma viku að slá upp fyrir hverri hiæð. Á morgun opnar Magnús Á. Árnason sýningu á 50 málverk- um, og sex höggmyndum eftir sig í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Tíu þessara málverka, eru mál- uð í Mexico, en þar dvaldi Iistamaðurinn um 3 mánaða skeið ásamt konu sinni sinni, og tóku þau þar þátt f stórri sam- sýningu. Bíllinn ónýtur og þrír slösuðust Þrfr drukknir menn slösuðust er þeir óku bifreiS út af Klepps vegi í nótt og hvolfdu henni. Bifreiðinni höfðu mennirnir stoIiS og var ökumaðurinn ekki aðeins drukkinn heldur og rétt- indalaus. Við fljótlega í nótt var ekki annað en bifreiðin væri ónýt. Skömmu síðar varð bflstjór- inn þess var að bifreiðin var horfin og gerði lögreglunni þá aðvart. Var verið að leita henn- ar þegar óhappið varð, en þá var klukkan orðin 3 eftir mið- nætti. Bifreiðinni hefur, þegar hún valt, verið ekið austur Klepps- veginn, sýnilega á ofsalegri ferð. ökumaðurinn hefur ætlað sér að beygja inn á Langholts- veginn, en hraðinn verið of mikill svo hann náði ekki beygj unni. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma verður ekki annað séð en bifreiðin hafi tekizt á loft, Framh. á bls. 5. Um hádegið í gær var stoiið peningakassa úr skrifstofu heild- verzlunar Kr. Ó. Skagfjörðs í Tryggvagötu 4. Skrifstofurnar voru mannlausar f hádeginu að undanteknu því að tveir menn voru þar við störf, en hvorug þeirra varð mannaferða var. í peningakassanum voru mikil verðmæti bæði í ávísunum og reiðufé, líklega allt að 70 þús. kr. í seðlum voru á 12. þús. kr. í kass anum, en í ávísunum 50 — 60 þús. kr. Málið er í rannsókn. Múlverkasýning Hér var um leigubifreið ræða, Chevrolet, árgerð 1955. Eigandi hennar, leigubílstjóri að atvinnu, hætti akstri um miðnættið og lagði þá fyrir utan hús Hverfisgötu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.