Vísir - 25.10.1963, Blaðsíða 15
V í SIR . Föstudagur 25. október 1963.
15
— Guð minn góður, veinaði
Léon í örvæntingu sinni, hun er
dáin, hún er dáin.
Stöðvarstjórinn fór ekki í nein
ar grafgötur um, að það var
um meira en kunningsskap að
ræða af hálfu piltsins — vinar
René Dharville.
— Verið rólegur, herra minn,
sagði hann, það er að minnsta
kosti ekkert sem bendir greini-
lega til, að stúlkan eigi skammt
eftir ólifað. En hún hefir meiðzt
eða særzt og vafalaust orðið fyr
ir einhverjum blóðmissi. Nú læt
ég menn mína bera hana þegar
til Saint-Julien-du-Sault. Og þar
verður gert allt sem unnt er til
hjálpar stúlkunni.
— Ég fer á undan herrar
mínir, sagði René, berið stúik-
una til húss móður minnar, og ég
skal sjá um, að allt verði haft
reiðubúið og læknir viðstaddur.
Hann þrýsti hendur vinar síns
og sagði:
— Vertu hugrakkur, — trúðu
því, að allt fari vel.
Meðan teppi voru vafin utan
um stúlkuna og hún lögð á und-
irsængina, sem lögð hafði verið
; á börurnar, þreif René veiði-
byssurnar og lagði af stað heim
leiðis og fór eins greitt og hann
frekast gat, til þess að gera móð
ur sinni aðvart og ná í lækni.
Flokkurinn var í þann veginn
að leggja af stað, þegar stöðvar-
stjórinn gaf merki.
— Bíðið andartak sagði hann.
Ég þarf að athuga nákvæmlega
hvar slysstaðurinn er. Ég verð
að tilkynna lögreglunni það, sem
gerzt hefir, og ég verð að vera
nákvæmur.
Hann fór að leita að næsta
i steini, sem mílufjöldinn var letr
aður á, og fann hann fljótlega.
Á honum var talan 131.
— Þá skulum við leggja af
stað, sagði stöðvarstjórinn eftir
að hafa skrifað töluna í vasa-
bók. Hann og Léon fóru fyrir
burðarmönnunum.
— Ég sé á öllu, að þér þekkið
þessa ungu stúlku, sagði hann
við Léon.
— Já, hún er í heimavist hjá
frænku minni, frú Fontana,
| kennslukonu í Laroche. Stúlkan
I heitir Emma-Rose. Ég sá hana
seinast í gær hjá frænku minni.
— Sáuð þér hana í gær?
Otx
Nokkurrar undrunar gætti í
rödd stöðvarstjórans.
— Já,
— Og vissuð þér, að hún á-
formaði að fara í ferðalag?
— Móðir Emmu-Rósu hafði
skrifað frænku minni og beðið
hana að fylgja stúlkunni á stöð-
ina, í tæka tíð, svo að hún næði
lestinni, sem færi klukkan 5.58
og átti að vera í París kl. 7.35, en
móðir hennar ætlaði að vera í
Parísarstöðinni til þess að taka
á móti henni.
— Blessað barnið átti þá að
ferðast á eigin spýtur?
— Það var talið áhættulaust
— hún átti að vera í dömuklefa.
— Vitanlega hefir engan órað
fyrir, að hörmulegur atburður
gæti gerzt. Hvað ætlið þér að
gera?
— Ég mun gera frænku minni
.grein fyrir því, sem gerzt hefir.
— Já það verðið þér að gera.
— Ég sendi henni skeyti undir
eins og ég kem til Saint-Julien
-du-Sault. Henni mun falla þetta
mjög þungt. Henni þykir mjög
vænt um Emmu-Rósu.
— Og ég mun síma til Parísar.
Heyrðuð þér nokkurt neyðaróp?
— Við René vorum að fara á
veiðar, er við allt í einu heyrðum
skerandi • vein — aðeins . eitt.
Það var óhugnanlegt. Mér rann
kalt vatn milli skinns og hör-
unds. Og samstundis lagðist eins
og í mig, að eitthvað illt hefði
hent einhvern, sem mér er kær.
— Var lestin á fullri ferð?
— Já, svo sannarlega, með
eldingarhraða.
— Og þið sáuð vitanlega ekk-
ert — að minnsta kosti ekki
greinilega?
— Ekki greinilega, vegna
skafrenningsins, — René hélt
að hann hefði séð einhverjum
hrundið út gegnum opnar vagn-
dyr. Við vorum líka að hugleiða,
hvort dyrunum hefði ekki verið
lokað traustlega, þær opnazt og
maður dottið út.
— En þið hafið fráleitt verið
trúaðir á þá tilgátu?
— Mér fannst hún ekki alveg
fráleit?
— Nú?
— Gat ekki hugsazt, að þetta
hafi átt sér stað. Eða að hurðin
hafi opnazt er stúlkan var að
loka glugga. En hvað haldið þér?
rn-
— Ég get ekki komið með
neinar tilgátur. Kannske meiðsli
eða sár ungfrúarinnar gefi ein-
hverja vísbendingu. Læknirinn
gæti komið lögreglunni á spor-
ið?
— Segið mér, yður grunar
sennilega, að um tilraun til að
fremja glæp hafi verið að ræða.
— Ég vil ekkert um þetta
segja. Læknirinn einn getur varp
að ljósi á þetta.
— Ég skýri lögreglufulltrúan-
um frá öllu og hann lætur bóka
það og gerir svo sínar ráðstafan-
ir.
Burðarmennirnir lögðu frá sér
börurnar sem snöggvast til þess
að kasta mæðinni. Veðrið var
batnandi og það skóf ekki leng-
ur, en það var erfitt að vaða
snjóinn með börurnar, þótt
byrgðin væri ekki þung.
Meðan burðarmennirnir hvíldu
sig fáein augnablik, notuðu þeir
tækifærið Léon og stöðvarstjór-
inn, gengu að börunum og lyftu
teppinu til þess að sjá framan í
stúlkuna. en á henni hafði engin
breyting orðið. Hún var náföl og
hreyfingarlaus og blóðrákin
vakti að nýju óttann í brjósti
Léons.
— Guð minp góður^ *ið yerð-
Uin að 'hi-aða okkxir. Ég sé ekkert
lífsmark með henni. Gúð gefi,
að allt verði ekki um seinan.
Burðarmennirnir tóku þegar
upp börurnar og héldu áfram
erfiðri göngunni. Eftir rúmlega
klukkustundar göngu var komið
til Saint-Julien-du-Sault. Dagur
var runninn og bjart orðið.
René Dharville tók þar á móti
þeim.
— Ég hefi talað við móðir
mína, og beðið hana að hafa allt
tilbúið, og læknirinn er vafalaust
kominn þangað. Herrá stöðvar-
stjóri, viljið þér ekki koma með?
— Það vil ég gjarnan, sagði
hann, en fyrst verð ég að senda
skeyti til Parísar. Haldið áfram
með stúlkuna til móður yðar.
Ég kem á eftir.
— Og ég líka, sagði Léon. Ég
þarf að síma til frænku minnar.
Við verðum komnir næstum jafn
snemma og þið því að við getum
gengið hraðara.
René kinkaði kolli og gaf burð
armönnunum merki um að fylgja
sér eftir, en stöðvarstjórinn og
Léon urðu eftir og sendu eftir-
farandi skeyti:
Stöðin Saint-Julien-du-SauIt
til stöðvarinnar í París.
Fundin nálægt mílnasteini
131 meðvitundarlaus ung
stúlka —: meidd á höfði
stopp — tók hraðlest númer
13 í Laroche kl. 4,58.
Landry stöðvarstjóri.
Léon hafði símað.
Frú Fontana, Laroche
Komdu fljótt til móður René
Dharville í Saint-JuIien-du-
Sault. Emma-Rósa særð —
kannske lífshættulega.
Léon Leroyer.
Þessi skeyti fóru sitt í hvora
áttina. Svo lögðu þeir af stað
til húss frú Dharville stöðvar-
stjórinn og Léon, og komu þang-
að, þegar burðarmennirnir voru
nýkomnir þangað með börurnar.
IV.
Á sama augnabliki og sím-
skeytin voru komin áleiðis var
gefið merki um það á aðaljárn
brautarstöðinni í París, að hrað
lest nr. 13 væri að koma. Það
var í þessari lest, sem hryllilegt
morð hafði verið framið, og að
minnsta kosti tilraun gerð til að
fremja annað — og launmorðing
inn enn í lestinni.
Það var ys og þys og margt
um manninn þstöðinni sem. jafn
an,. er’ von var ú Jifaðleátúm, og
stöðvarkarlarnir ' lögðu af stað
með smávagna sína út á brautar
pallinn, sem lestinni yrði lagt
við. í stóra salnum var skilrúm
með vírneti og þar fyrir innan
var staflað upp farangri, sem far
þegar höfðu ekki getað haft með
sér í klefum sínum og vitjuðu
eftir á. Þarna biðu nokkrir menn
afgreiðslu. En í biðsalnum sjálf
um var kalt svo snemma dags.
Þarna munu hafa verið um 50
manns flestir karlmenn, sem
biðu ættingja eða vina, er þeir
áttu von á með lestinni. Menn
voru yfirleitt vel búnir til skjóls
gegn vetrarkuldanum.
í þessum hópi voru 5—6 kon-
ur og ein þeirra var ákaflega
óþolinmóð og óeirin. Hún gat
ekki setið eða staðið kyrr heldur
gekk fram og aftur og virtist í
mikilli hugaræsingu. Það var auð
séð, að hún ætlaði að gefa
nánari gætur að öllum, sem
kæmu, til þess að missa ekki af
þeim, sem hún átti von á.
R
1
Það er betra að þú segir þeim ara sem við fundum. Gana kinkar sem lengi hefur ráðið Scarab ætt svikari. Medu, höfðingi þekkir
þetta Gana, og reynir að útskýra
þetta vel, segir Tarzan við vin
sinn. Og reyndu að beina athygli
þeirra sem mést að þessum svik-
kolli, og tekur eina grímuna. Líttu
á vinur minn, segir hann við Mu-
Mu. Mér er gríma töframannsins,
bálknum. Þið hafið aldrei séð and
lit hans, og þekkið hann því ekki.
En hérna er hann. Það er þessi
hann og segir að hann sé þræla
sali, sem er að fela sig meðal
ykkar. Þetta er töframaður ykk-
ar.
ER FYRIRLIGGJANDl
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO.
Suðurlandsbraut 6
-
LAUGAVEGI 90-02
Góður fjallabíll óskast
14—20 manna.
Ýmsar tegundir koma
til greina.
Btlakjör
Nýir bílar.,
Commer Cope St.
8IFREIÐALEIGAN,
Bergþórugötu 12 Simai 13660,
Í4475 02 J6598