Vísir - 25.10.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 25.10.1963, Blaðsíða 1
VISIR 53. árg. — Föstudagur 25. október 1963. — 137. tbL Sólfaxi á Thule-flugvellinum í Græniandi ásamt bandariskum herþotum Sjómann tók út Sólfaxi tryggður fyr- ir nærrí 10 milljónir Það slys varð vestur á Hala í ofviðrinu kl. rúmlega 5 í fyrra dag að mann tók út af togaran- um Apríl frá Hafnarfirði og náð ist hann ekki aftur. Maður þessi Líkams- aras Skömmu fyrir miðnætti í nótt réðust tveir menn, að talið er, á aldraðan vaktmann í m.s. Reykja- fossi, þar sem skipið lá f Reykja- vikurhöfn. Vaktmaðurinn, Guðmundur Guð- mundsson, Barmahlíð 18, er 82 ára að aldri. Hann var leikinn mjög grátt og barinn sundur og saman í andliti, þannig að flytja varð hann á sjúkrahús. Framh. á bls. 5. hét Knútur Guðjónsson, var hann annar matsveinn á togar- anum og átti heima að Suður- landsbraut 94 D i Reykjavik. Hann var 42 ára gamall. Togarinn Apríl var svo til ný- farinn á veiðar þegar þetta slys varð og er ennþá úti. Skipstjór- inn tilkynnti þennan atburð þeg- ar til Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar. Knútur Guðjónsson. — Það er mjög erfitt um sam band við Narsassuaq, ekkert beint sfmasamband en við fengum skeyti frá Þorsteini Jónssyni, flug stjóra í grækvöldi, sem var um beðin staðfesting á ýmsu því sem okkur hafði verið sagt um brun- ann að enginn hefði slazast og gjöreyðileggingu Sólfaxa, sagði örn Johnson, forstjóri Flugfélags íslands við Vísi I morgun. Flugvélin, sem hefur verið í leiguflugi fyrir dönsku Grænlands®" verzlunina, brann seint í fyrra- kvöld í Narsassuaq inni í fiug- skýli úr timbri ásamt tveimur Katalínuflugbátum og lítilli einka flugvél. Engin slys urðu á mönn- um. Flugvélin, sem var sérlega vel búin tækjum, m. a. sérstaklega stórum radartækjum til leitar- flugs, er talin 10 milljón króna virði og nam vátrygging því sem næst þeirri upphæð, að sögn for- stjóra Flugfélagsins. Eldurinn breiddist svo skyndi- lega út að ekkert varð að gert til að bjarga Sólfaxa. Var flugskýlið brunnið til grunna á einni klukku stund' og fiugvélar gjörónýtar. Ó- kunnugt er um éldsupptök, en gizkað er á að skammhlaup hafi orðið í rafmagnskerfinu. Skymasterflugvélin Sraumfaxi mun að einhverju leyti koma í stað Sólfaxa. Fer flugvélin f fs- könnunarflug á mánudag, kemur við í Narsassuaq og sækir áhöfn Sólfaxa, en lendir síðan í Reykja vík. Á miðvikudag fer Straumfaxi svo í farþegaflug til Narsassuaq, en kemur strax til baka. Ekki er unnt að geyma flugvélina þar Framh. á bls. 5. Orsakir ÍSA GA -brun* ans Erlendir sérfræðingar, sem fengnir voru til að rannsaka orsakir ísaga-brunans f sumar hafa skilað áiiti. Að þeirra dómi kemur ekki til mála að kviknað hafi í útstreymi frá gashylki regna þess að heitur skrúf- Iykill var borinn að út- streyminu, eins og álitið var í upphafi. Vfsir skýrði fljótlega frá því að þessl skoðun væri ekki talin hafa við rök að styðj ast og hefur það nú verið stað- fest. Tveir aðrir möguleikar komu til greina. 1 fyrsta lagi að um sjálfsíkviknun f útstreyminu sjálfu hefði verið að ræða. Þetta telja hinir erlendu sérfræðingar ósennilegt f þessu tilfelli. Þeir hallast fyrst og fremst að öðr- um möguleika. Segja þeir hugs- anlegt og sennilegast að maður inn, sem var að vinna við hylk- in, þegar íkveikjan átti sér stað, hafi verið hlaðinn rafmagni, sem hafi neistað f útstreymi f gas- hylkinu er hann var að fást við, þegar eldurinn blossaði upp. Þar sem um ákaflega sjald- gæft fyrirbæri er að ræða er maðurinn ekki talinn bera minnstu sök á þessu. Bent er á að hann hefði átt að afhlaðast er hann skrúfaði fyrir annað gas hylki, skömmu áður en eld- urinn kviknaði, en endurhleðsl- an geti átt sér stað á örfáum sekúndum. Það renni m.a. stoð- um undir skýringu sérfræðing- anna, að maðurinn var í skóm með gúmmfbotnum, þegar hann var að vinna, og þess vegna „einangraður frá jörð“. Þessi mynd er af eldhafinu í ísagabrunanum, þegar mesta spreng- ingin átti sér stað. Lítill neisti varð að miklu báli. (Ljósm. Vfsis B.G.) Bls. 2 Iþróttir. — 3 í Iðnskólanum. — Myndsjá. — 7 Föstudagsgreinin: Tilviljanir eða . . . — 8 Þegar Danir drógu úr þenslunni. 9 Ferðamannalandið Island. — Stofnun fleiri verkolýðssambanda í undirbúmngi: Samband byggingarmanna undirbúið Vísir skýrði frá þvf fyrir nokkru, að kommúnistar væru að undirbúa stofnun verka- mannasambands. Hefur Þjóð- viljinn nú staðfest þá frétt. Nú hefur Vísir fregnað, að einnig sé Iangt á veg kominn undir- búningur að stofnun sambands byggingarmanna. Forustufélagið í undirbúningi að stofnun sambands byggingar manna er Trésmiðafélag Reykja víkur. En auk þess er gert ráð fyrir, að Málarafélag Reykja- víkur, Félag húsgagnasmiða og húsgagnabólstrara verði með svo og Félag byggingarmanna f Árnessýslu, Múrarafélag Reykja víkur og Félag pípulagningar- manna munu hins vegar ekki taka þátt í stofnun þessa sam- bands, nema hún verði aiger- lega á grundvelli tillagna Al- þýðusambandsins um skipulags- mál. Nokkur ágreiningur mun uppi um það f herbúðum kommún- ista, hvort taka eigi verka- menn úr byggingariðnaðinum með í samband byggingar- manna. Kommúnistar í verka- mannafélögunum vilja ekki sleppa verkamönnunum, t. d. má Eðvarð Sigurðsson í Dags- brún ekki heyra það nefnt. En Jón Snorri Þorleifsson formað- ur Trésmiðafélags Reykjavfkur mun hins vegar þeirrar skoðun- ar, að stofnun sambands bygg- ingarmanna verði að fara fram á grundvelli tillagna ASl og því verði að taka verkamenn í bygg ingariðnaðinum með. Hvað ofan . á verður er enn óvfst. Augljóst er, að fyrir komm- únistum vakir það eitt að skipta Alþýðusambandinu upp f sér- sambönd er þeir geti sjálfir ráð- ið, missi þeir Alþýðusambandið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.