Vísir - 11.11.1963, Side 8

Vísir - 11.11.1963, Side 8
Utgetandi: Blaðaútgáfan VISÍÍL Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteínson Fréttastjöri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. I lausasólu 5 kr. eint. — Slmi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Vonir vaktar {>au tíðindi að verkalýðsfélögin aflýstu nú um helg- ina hinum ólöglegu verkföllum, sem hefjast áttu í morgun, eru mikið fagnaðarefni. Framkvæmd þeirra verkfalla hefði verið í fullkomnu trássi við landslög og ósýnt er hvernig þeim átökum hefði lyktað. Hér hefir skynsemin ráðið hjá þeirri verklýðsforystu, sem fyrr í vikunni hafði ætlað að grípa til óyndisúrræða gegn stöðvunarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þegar þessi tíðindi urðu kunn ákvað ríkisstjórnin að fresta afgreiðslu stöðvunarfrumvarpsins til 10. des- ember. Eins og Ólafur Thors forsætisráðherra sagði yfirlýsingu sinni þá var það megintilgangur stöðv- unarfrumvarpsins að fá ráðrúm til undirbúnings efna- hagsaðgerða og viðræðna um kjaramál. Meginefni frumvarpsins var því tryggt eftir að öllum verkföll- um var frestað til 10. des. og því óþarft að láta sam- þykkja það. Markmið ríkisstjórnarinnar með stöðvun- arfrumvarpinu hefir því náðst í öllu og einu. Á þessu stigi málsins er það tilgangslaust að karpa um það, hvor aðilinn hafi boðið upp á frestinn, en bæði Tíminn og Þjóðviljinn lýsa því yfir í morgun að „ríkis- stjórnin hafi heykzt á ofbeldislögum sínum“! Þeir sem til þekkja vita, að sannleikurinn er allur annar. Hitt varðar nú mestu, að þessi frestur fram til áramóta verði notaður til þess að finna frambúðarlausn vanda efnahagsmálanna. Unnið er nú að þeirri lausn af hálfu ríkisstjórnarinnar, eins og margskýrt hefir verið frá, og munu niðurstöður hennar senn liggja fyrir. Það mun allra manna mál, hvar í flokki sem þeir standa, að það sé frumskilyrði þess að framfarir og farsæld þjóðarinnar sé tryggð að nú takist að koma aftur jafnvægi á í efnahagsmálum og stöðva verðbólg- una. Til þeirra ráðstafana verður að grípa um áramót- in, sem tryggja óbreytt verðgildi krónunnar og óskert hfskjör allra þegna landsins. Nú munu verða teknir upp samningar við verklýðsfélögin um slíka frambúð- arlausn. í þeim samningum mun eitt aðalatriðið verða það á hvern hátt unnt er að veita hinum lægst laun- uðu raunhæfar kjarabætui. Allir eru sammála um nauðsyn þess, og ríkisstjórnin lýsti því yfir í umræð- unum fyrir helgina að slíkar kjarabætur yrðu senn veittar. Á miklu ríður að í þeim viðræðum sem í hönd fara ríki heilindi og raunsæi. Þeir atburðir sem nú hafa gerzt vekja vonir um að samkomulag náist, sem tryggi það, að þau góðu lífskjör, sem hér á landi hafa verið síðustu misserin, verði meir en stundarfyrir- brigði. Stöðvua 1 hinum miklu umræðum, sem fram hafa farið á Alþingi síðan 1. nóvember s.l. um frumvarp ríkisstjórnarinnar um launamái o. fl. hefur einkum verið deilt á ríkisstjómina fyrir að vilja svipta laun- þega samningsrétti sínum, og koma í veg fyrir að hinir lægst laun- uðu fengju launahækkanir eins og aðrar og betur launaðar stéttir höfðu fengið. Þá var því haldið fram að ríkisstjórnin bæri í einu og öllu ábyrgð á því hvemig efnahagsmálunum væri nú komið, að til sérstakra aðgerða væri nauðsynlegt að grípa. Þessu svöruðu málsvarar stjórnarinnar með því að minna á for- dæmi fyrir tillögum rfkisstjómarinnar, og rekja hinar raunverulegu ástæður fyrir verðbólgunni, sem væm miklar launabætur í landinu umfram greiðslugetu atvinnuveganna, svo að við lægi að grípa yrði til gengisfellingar, ef iaunakapphlaupið yrði ekki stöðvað þegar í stað, Ólafur Thors, forsætisráðherra fylgdi frumvarpi ríkisstjómar- innar úr hlaði í neðri deild, en Gunnar Thoroddsen fjármálaráð- herra gerði grein fyrir því í efri deild. Aðrir ráðherrar sem tóku til máls um frumvarpið voru Bjarni Benediktsson, dómsmálaráð- herra, Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra og Ingólfur Jóns- son landbúnaðarráðherra í umræðunum um vantraust á ríkisstjórn- ina, en þær umræður fjölluðu fyrst og fremst um frumv. ríkis- stjórnarinnar. Langfiestir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls í umræðunum, enda voru þær lítið annað en það sem kallað er málþóf, á köflum. Hér fer á eftir útdráttur úr helztu ræðum máisvara ríkisstjórnar innar, og er þar að finna meginsvör þeirra við gagnrýni stjómar- andstæðinga. kvæmt jafnmikið og aldrei lagt upp jafnmikið, sem síðustu tvö ár“, eins og forsætisráðherra Ólafur Thors orðaði það. Fyrst og fremst hafði verið treyst á aðgerðir í peningamál- um og fjármálum ríkisins. Á hinn bóginn var ljóst að fullur árangur af hinni nýju stefnu gat ekki náðst, varanlegt jafnvægi í efnahagsmálum gat ekki skapazt nema stefnan í launamálum væri einnig í jafnvægisátt, að launhækkanir yrðu ekki meiri, hlutfallslega, en vöxtur þjóðar- framleiðslu og hækkanir á verði útflutningsafurða leyfðu. Sam- tök launþega og vinnuveitenda voru frá upphafi hvött til að hafa þetta í huga, og staðfesta þessa stefnu með samningi sín á milli. Ríkisstjórninni var ljóst að óhóflegar víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags gátu valdið verðbólgu, sem fyrr en síðar myndi eyðileggja ávexti þess sem bezt hafði tekizt. Saga fyrri ára, orðin til vegna skipu- lagsleysis í samtökum launþega, JVúverandi ríkisstjórn hóf við- reisnarstarf sitt fyrir tæp- um fjórum árum. Þá hafði verið halli á greiðsluviðskiptum þjóð- arinnar við önnur lönd að heita mátti óslitið frá styrjaldarlok- um. Var loks svo komið að gjaldeyriseign þjóðarinnar var þorrin lánstraust erlendis glatað og ríkið á barmi gjaldþrots og algjör glundroði í þjóðarbú- skapnum. Verðlag og kaupgjald hækkaði á víxl, kostnaður jókst stöðugt, sparnaður minnkaði í hlutfalli við þjóðartekjur, geng- isskráningin var margfölsuð, gjaldeyrisviðskipti að lang- mestu leyti háð leyfum og upp- bætur og háir tollar leiddu til óhagkvæmni í rekstri fyrirtækja. Afleiðing þessa var m. a. að þjóðarframleiðsla og þjóðar- tekjur uxu hægar en í flestum nágrannalöjidum og lífskjör bötnuðu hægar að sama skapi. Róttækra ráðstafana var þörf, til að endurskipuleggja efnahagslíf íslendinga. Ríkis- stjórn eftir ríkisstjórn lét rann- saka efnahagsmálin, en ætíð skorti samstöðu til róttækra að- gerða þar til samsteypustjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins tók við völdum, en áð- ur hafði ríkisstjórn Alþýðu- flokksins fengið tækifæri til bráðabirgðaaðgerða til stöðvun- ar yfirvofandi verðbólguöldu, sem risið hafði upp úr aðgerðum vinstri stjórnarinnar. Viðreisn- arstjórnin hefur verið samhent og notið dyggilegs stuðnings meirihluta þjóðarinnar í við- reisnaraðgerðum sínum. Árang- urinn lét heldur ekki á sér standa. Bundinn var endir á halla í greiðsluviðskiptunum við útlönd, tekið var fyrir aukningu gjaldeyrisskulda og gjaldeyris- forði myndaðist. Unnt reyndist að gefa innflutning frjálsan að langmestu leyti. Sparnaður jókst mikið í landinu, þegar þjóðinni varð ljóst að söðlað hafði verið um til heilbrigðari stjórnarhátta og úrbótaaðgerða. Þjóðinni jókst efnahagslegur þróttur og traust hennar erlendis varð endurreist. Þessum árangri varð ekki náð nema lífskjör rýrnuðu í bili og dregið yrði úr framkvæmdum. En leitazt var við og það tókst, — að létta þessum byrðum viðreisnar og endurnýjunar af þeim sem bjuggu við bágust kjörin. Ólafur Thors forsætisráðherra gerir grein fyrir frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um launamál. Þannig hafði á árunum 1961 og 1962 tekizt að skapa heil- brigðan grundvöll, efnahagslegt jafnvægi, sem sköpuðu undir- stöðu til aukinna framkvæmda og bættra lífskjara. ,,í stuttu máli má segja að aldrei hafi lífs- kjör íslendinga verið jafn góð, sem nú, aldrei hafi þjóðin veitt sér jafnmikið, aldrei fram- kapphlaup um launahækkanir, skorts á heildarsamningum mátti ekki endurtaka sig. Efna- hagur landsins var enn of veikur til að þc'.a slík átök, jafnvel um skamma hríð. Þess vegna var gengislækkunin 1961 óhjá- kvæmileg. En sömu erfiðleikarn- ir í launamálum gerðu aftur vart við sig 1962. Þetta ár var

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.