Vísir - 23.11.1963, Page 1

Vísir - 23.11.1963, Page 1
/ S3. árg. — Laugardagur 23. nóvember 1963. — 155. tbl. Líf ög starf Kennedys, bls. 3 Myndir frá morðinu á bls. 5 Akærður fyrir morð KENNEDYS 24 dra bandarískur kommúnisti L. Oswald NTB - í morgun. Saksóknarinn í Dallas tilkynnti í morgun, að þrír menn hefðu verið handteknir eftir morðið á Kennedy forseta. Einn þeirra að nafni Lee M. Oswald, 25 ára gamall, er talinn morðingi forset- ans. Maður þessi er bandarískur kommúnisti. Hann hefur nú verið ákærður fyrir morðið á Kennedy, þó hann neiti enn staðfastlega að hafa framið það, berast böndin nú að honum. Fyrir fjórum árum var hann á ferð austur í Moskvu og var þá tilkynnt að hann hefði ákveðið að yfirgefa Bandaríkin og hefði sótt um rússnesk- an ríkisborgararétt. í Moskvu var hann á skemmti- ferð. Síðan dvaldist hann í tvö ár í Rússlandi, starfaði sem iðnverkamaður í borginni Minsk, en varð þá leiður á dvölinni í Sovétríkjunum og fékk aftur leyfi til að koma heim til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir það er vitað að Oswald hefur starfað síðan hann kom heim aftur í róttækum vinstri fé- lagsskap, sem barðist fyrir því að Bandaríkin ving- uðust við Castró. Morðið fór fram, þegar Kennedy og fyldarlið hans hafði Iokið ökuferð gegnum verzlunar hverfi Dallas. Bifreiðin var á hægri ferð, um 5 km. á klst. og veifaði forsetinn til fólksins sem hyllti hann. Bifreiðarnar óku fram hjá vörugeymsluhúsi, sem notað er til að geyma skólaáhöld fyrir borgarskólana. Rétt við byggingu þessa liggur gatan und ir akvegarbrú og átti bílalestin að fara þar upp á bilabraut I í áttina til hinnar stóru sýning- arhallar, þar sem Kennedy átti að flytja ræðu. Ekið var fyrir götuhorn og blasti vöruskemma þessi þá við. Blaðaljósmyndari, sem sat f bif- reið næst fyrir aftan bifreið fþr- setans, segir, að eftir að bifréið forsetans hafi ekið fyrir hornið, hafi hann heyrt þrjá skothvelli, en þá sá hann ekki bifreið for- setans handan hornsins. Á næsta augnabliki ók bifreið Ijósmynd- MIKILL BARÁTTUMAÐUR OG MIKILL MANNASÆTTIR Forsætisráðherra Bjarni Benediktsson minnist J. F. Kennedys Bandarikjaforsefa 1 gærkvöldi kl. 22 minntist forsætisráðherra Bjarni Bene- diktsson John F. Kennedys Bandaríkjaforseta í Ríkisútvarp- inu. Forsætisráðherra fórust orð á þessa leið: „Mér varð vissulega orða vant, þegar ég heyrði hina hryllilegu og hörmulegu fregn um morð Kennedys Bandaríkja- forseta, glæsimennis í blóma lífsins, æðsta manns mesta stór- veldis heims og leiðtoga allra frjálsra þjóða. Ég tek mér því i munn orð Matthíasar Jochums- sonar, sem mælti óviðbúinn, þegar honum barst andlátsfregn merkismanns: „Aidrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins snögglega og nú, og aldrei er svo svart yfir sorg- arranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú“. Allir vita, að trú Kennedys hafði næstum því kostað hann forsetadæmið. Til þess var hann samt kjörinn og hefur gegnt því með þeim ágætum, sem lengi munu í minni höfð. Morð hans sýnir, að öllum líkaði ekki jafn vel við hann, en þó mun hann hljóta mesta frægð af því, sem sennilega hefur kostað hann Iíf- ið, baráttunni fyrir jafnrétti svartra manna og hvítra. í al- þjóðamálum reyndist Kennedy trúr þeim orðum, sem hann mælti, er harin tók við embætti, að menn ættu aldrei að semja af hræðslu en heldur ekki að vera hræddir við að semja. Kennedy var í senn mikill bar- áttumaður og mikill mannasætt- ir. Þess vegna er hans nú sakn- að um alla heimsbyggðina, á Is- landi ekki síður en annars stað- ar. Islendingar sameinast um að votta konu hans og fjölskyldu, hinum nýja forseta og allri Bandarikjaþjóðinni innilega samúð“. Hér sltur Kennedy ugglaus í bifreið sinni í Dallas f gær nokkrumsekúndum áður en skot morðingjans reið af. Við hlið hans situr Connally ríkisstjóri sem særðist hættulega. Myndin var símsend ígærkvöldi. < iÆe H. Oswald, sem snemmb - morgun var ákærður fyrir morð Fennedys. Hann dvaldist í Sovét rikjunuum 1959—1961. arans fyrir hornið og kveðst hann þá hafa séð að verið var að draga riffilhlaup inn um glugga á fimmtu hæð vöru- geymslunnar. Eftlr að Kennedy hafði verið veginn varð uppnám á götunni og lögreglan þurfti að leggja sig fram um að halda uppi röð og reglu. Þó var mönnum ljóst úr hvaða húsi hinnar þröngu götu miðborgar Dallas skotin höfðu komið og gripu tveir lögreglu- menn upp skammbyssur sfnar og hófu skothríð upp í glugg- ana, þar sem tilræðismennirnir höfðu hafzt við. Vegna uppnáms ins og undrunarinnar niðri á götunni leið nokkur stund þar til lögreglumönnum gafst tóm til að leita tilræðismannanna í byggi^unni, en þá voru þeir allir á bak og burt. I herbergi á fimmtu hæð skólans fundu lögreglumenn tvo kraftmikla rifla. Annar þeirra var italskur ur, að hlaupvídd 0.435, með sjón pipu, og hinn brezkur veiði- riffill með hlaupvidd 0.303. Tal- ið er að morðinginn hafi skotið úr japanska rifflinum. Ríkislögreglan gaf út tilkynn- ingu um að allt handbært lög- reglulið væri önnum kafið við að Ieita að tilræðismönnunum, og um hálfri klukkustund hand- tóku þeri Oswald, þar sem hann sat í kvikmyiídahúsi. Hafði hann flúið undan lögreglunni. Þegar átti að handtaka hann greip hann upp skammbyssu og myrti einn Iögregluþjóninn. Hann var tötralega klædd- ur f slitnum sportjakka. Honurn Framh á bls 5

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.