Vísir - 23.11.1963, Side 6

Vísir - 23.11.1963, Side 6
\L V í S I R . Laugardagur 23. nóvember 1963. Sklðaráð Reykjavíkur hefur ákveöiO að nota snjóinn til skiðanámskeiða, sem haldin verða á Amarhólstúni, þegar vel viðrar. — í gær fór fyrsta námskeiðið fram og hér sést kennarinn ásamt nemendum sínum í gærkvöldi. Skíðanámskeiðin verða auglýst nánar næstu daga. Ný sjúkrasamlagsskírteini Núna um helgina og næstu daga verða borin út ný skír- teini fyrir Sjúkrasamlag Reykja vikur. Reynt verður að hafa sam band við einhvem heimilismann i hverri ibúð, og bannig fá vissu fyrir að skfrteinin komist til réttra aðlla. Á beim stöðum sem póstkassar eru fyrir hverja íbúð, með nöfnum allra heimil- ismanna árituðum, munu skir- teini þó lögð, án þess að heim- iiisfriðurinn verði truflaður. óskað er eftir upplýsingum ium það, hvort vitað sé um ein- hvern skírteinishafa, sem með réttu ætti ekki að vera í sam- laginu, vegna þess að hann sé vistmaður á hæli til langframa, vegna lögheimilis utanbæjar, vegna þess að hann sé látinn, eða vegna þess að hann sé flutt ur úr bænum. Öll heimilisföng á skírteinunum eru miðuð við 1. desember 1962, og munu skír Nsinin því ekki berast þeim, er flutt hafa síðan. Þau munu held ur ekki berast þeim sem hinn 12. júli s. 1. voru taldir í van- skilum við samlagið, eða þeim sem um vantar vissar upplýsing- ar varðandj fjölskylduhagi eða annað slíkt. Með skírteinunum mun einnig berast bæklingur, 32 bls. að stærð, sem sjúkrasamlagið hef- ur tekið saman og hefur hann að geyma ýmsar upplýsingar um helztu atriði sem samlagsmeð- limir þurfa að kunna skil á. Bæklinginn fá meðlimir ó- keypis. 1 hönum er meðal annars fjallað um hlutverk og starfs- hætti heimilislæknis og heim- ilissérfræðings (en svo eru háls-, nef- og eyrna læknar nefndir). Einnig um skipan og verkefni læknavarðar, þ. e. kvöldvaktar, næturvaktar, helgidagavaktar og neyðarvaktar. Þá er og lýst regl um um sérfræðilega læknis- hjálp og tilvísanir til sérfræð- inga. Skýrt er frá því hvernig samlagið greiði læknishjálp og hvað sjúklingum ber sjálfum að greiða, bæði heimilissérfræðing- um og öðrum sérfræðingum. Af öðru efni en því er snertir læknamál, má sérstaklega benda á kaflann um sjúkradagpeninga, en frá næstu áramótum taka gildi mjög breyttar reglur um dagpeningaréttinn. Þá eru kaflar sem snerta sam bandið milli iðgjaldagreiðslu og samlagsréttinda, og milli búsetu og samlagsréttinda. Fram að áramótum er heimilt að nota hvort sem er gömul eða ný skír- teini, og til sama tíma má til- greina gamla númerið á reikn- ingnum og tilkynningum til sam lagsins, svo og á lyfseðlum. Eftir áramót skal nýja núm- erið alltaf notað. Núna um helgina, og nokkra næstu daga, munu um 160 skáta- piltar og stúlkur setja svip sinn á bæinn, þar sem þau fara hús úr húsi með hin nýju skírteini sjúkra- samlagsins. Forstjóri samlagsins, Gunnar Möller, sneri sér til skátanna fyrir skömmu, og samdi við þá um að bera út þessi skírteini. Kvað hann það gert til þess að tryggja aiger- lega að þau lentu í réttum höndum, og færu ekki á flæking um bæinn. Ef skírteinin væru send eftir Kona fEeygir sér út úr brennandi húsi Mikill eldsvoði varð að Steinnesi á Seltjarnarnesi i gærdag, en það sem verra var að kona slasaðist illa, er hún stökk út um glugga til að bjarga sér úr eldinum. Hún var lögð inn í Landspitalann að athug- un lokinni i slysavarðstofunni. Eldsins varð vart um kl. hálf fimm í gærdag og slökkviliðinu þá gert aðvart. Þegar það kom á stað- inn stóðu eldtungurnar út um glugga á efri hæð hússins og öll hæðin alelda að innan. Þetta hús — Steinnes — er einlyft með risi og kvistir á risinu bæði að porðan og sunnan. Útveggir voru steyptir, en timburklætt að innan og tré- texklæðning á efri hæðinni. Uppi á hæðinni var kona, Sol- veig Andersen að nafni. Bar eldinn svo brátt að að hún sá sér ekki fært að komast niður stigann svo hún átti ekki annars kost en kasta sér út um glugga. Við fallið slas- aðist hún illa, mun hafa beinbrotn- að og var flutt f Landspítalann að athugun f slysavarðstofunni lok- inni. Brunaskemmdir urðu mjög mikl- ar á efri hæðinni, svo mjög að hún má teljast eyðilögð að mestu eða öllu. Neðri hæðinni var hægt að forða frá eldsskemmdum, en talið að mikið tjón hafi orðið þar af vatni, og e. t. v. einnig af reyk. Um eldsupptök er blaðinu ekki kunnugt. venjulegum Ieiðum, myndu póst- arnir skilja þau eftir við það heim- ilisfang sem á þau væru rituð, og hafa svo ekki frekari áhyggjur af því. Skátarnir aftur á móti munu hringja, og tala við fólk, til þess að fullvissa sig um að réttir aðilar byggju þar. Ef svo reyndist ekki, myndu þeir taka skírteinin með sér aftur, og yrðu þá aðrar ráð- þeir gætu ekki hugsað sér að stafanir gerðar. Vísir innti Gunnar eftir því, hvers vegna skátarnir hefðu verið fengnir til þess að vinna þetta verk, og sagði hann, að með þessu vildi samlagið Iétta undir með meðlimum þess. Hann sagði einnig að þeir hefðu frétt, að skátarnir væru I bygging- arhugleiðingum, og því hefði sér Sjénvsirp — Framh. af bls. 16. lendisins og Borgarfjarðar, eða hvort samtímis yrði hugsað um að koma upp endurvarpsstöðvum á Skálafelli, við Esju og Norðanlands til að koma sjónvarpinu þangað. 1 bréfi menntamálaráðherra er óskað eftir nákvæmum áætlunum um stofnkostnað sjónvarpsstöðvar og hvort taka ætti þetta í áföngum, byrja með litilli stöð og stækka hana síðar. Þá æskir ráðuneytið tillagna um starfrækslu slíkrar sjónvarpsstöðvar, daglegan sending artíma fyrstu starfsárin og skipu- lag dagskrárstjórnar. Þá er sér- staklega óskað eftir að athuguð verði skilyrði til hagnýtingar sjón- varps í þágu skóla. Að lokum óskar ráðuneytið eftir að gerð verði áætlun um árlegan reksturskostnað og tillagna er ósk að um fjáröflun til greiðslu stofn- kostnaðar og árlegs rekstrarkostn- aðar. Guildhall — Framn. af bls. 16. 19. nóvember 1963. Þegar litið er inn í matseðil- inn sést að fimmréttað hefur verið í veizlunni. Réttirnir eru þessir: Súpa var Creme St. Hubert og með henni annað hvort Sherry — Paladar Misa Amontillado eða Madeira — Old Trinity House Bual. Fiskréttur var koli — Dover Sole Bagration, Sauce, Vérte og Elsassvín með — Vin d’Alsace: Gewurztminer Chateau de Mittelwihr 1959. Kjötréttur var kindakjöt. Double Mutton Cutlets, Red- currant Jelly og Lyonnaise Potatoes, en vín var Claret: Chateau Pontet Canet (French bottled) 1955. Ávaxtaréttur var Pineapple Haroun E1 Raschid Gavootes og vín með Champagne: G. H. Mumm 1953 (Magnums). Eftirréttur var rækjur Bou- chées of Curried Shrimps og vín með Portvín Dow 1943. Að iokum var kaffi og brandy. dottið í hug að spyrja þá, hvort krækja sér í dálítinn aukaskilding. Ekki treysti Gunnar sér til þess að nefna ákveðna upphæð, en sagð ist reikna með að það yrðu rúm 80 þúsund. Drer.gur slasast alvarlega við að hanga aftan íbifreið í gær slasaðist drengur verulega við það að hanga aftan í bifreið. Þessi atburður skeði vestur á Kaplaskjólsvegi um klukkan 3 e. h. í gærdag. Atvikin að slysinu voru í aðal- atriðum sem hér segir: Stór sendi- ferðabifreið var að flytja sig milli sambýlishúsa á Kaplaskjðlsvegin- um, og þurfti áður að snúa við til að komast þangað sem hún ætlaði. Áður en bifreiðarstjórinn fór inn í bifreiðina veitti hann athygli krökkum sem gerðu sig líklega til að hanga aftan í bifreiðinni og reyndi hann eftir megni að stugga beim frá. Er hann hafði hreyft bíl- inn eitthvað til leit hann út um bíldyrnar og sá þá dreng framan við afturhjól bllsins og virtist hon- um sem drengurinn væri að skríða undan bifreiðinni. Nú er mjög óljóst hvað þarna 1 hefur skeð, hvort drengurinn hef- ur orðið milli afturhjóla bifreið- arinnar, eða hvort annað hjólið hefur farið yfir hann. Er þýðingar- mikið’ fyrir rannsóknarlögregluna að fá frásögn sjónarvotta að slys- inu og biður þá að koma til viðtals. Drengurinn, sem slasaðist er sex ára að aldri. Hann heitir Ríkarður Sverrisson og er til heimilis að Kaplaskjólsvegi 29. Hann var flutt- ur í slysavarðstofuna og þaðan í sjúkrahús. Visir hefur óljósar fréttir af meiðslum hans, en veit þó að hann hlaut heilahristing, fann til eymsla fyrir brjósti og víðar um llkamann og hafði hlotið höfuðmeiðsli. Lögreglan vill nota tækifærið og benda foreldrum barna á að brýna fyrir þeim hættuna, sem stafar af því að hanga aftan I bílum. Krakk- ar hafa Iöngum leikið það er snjóa tekur að hanga aftan í bifreiðum, en það er stórhættulegur leikur og hefur hvert slysið á fætur öðru hlotizt af því. Úr því að minnzt er á umferðar- hættu í sambandi við snjóalög er líka rétt að benda á hættuna sem skíðaferðir barna og unglinga hafa í för með sér. Lögreglan í Reykja- vík hefur þegar lokað allmörgum götum borgarinnar fyrir annarri umferð en sleðum og ætlast jafn- fram til að krakkar noti einmitt þær götur til sleðaferða, en ekki aðrar umferðargötur. >! « " i t f V ■’# ’í í 3-í f *' f. \ ■ \ . ./ 'í

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.