Vísir - 23.11.1963, Síða 9
VÍSIR . Laugardagur 23. íóvember 1963.
9
Albert Guömundsson formaður stjómar Tollvörugeymslunnar fyrir framan bygginguna.
Toll vt'rvge ymslon - vísir að
í RCYKJA VlK
Tjegar hln nýja tollvöru-
geymsla hefur verið tekin í
notkun, mun aðstaða innflytj-
enda geibreytast, segir Albert
Guðmundsson formaður stjómar
Tollvörugeymslunnar í viðtali
við VIsi. Tollvörugeymslan mun
spara innflytjendum mikið
rekstursfé og vafalaust gera
þeim kleift að ná hagkvæmari
innkaupum. Þannig mun þetta
fyrirtæki einnig verða til hags-
bóta fyrir allan almenning, seg-
ir Albert.
— Hvaða aðilar áttu frum-
kvæðið að stofnun tollvöru-
geymslu hér?
— Sá, sem fyrst hóf baráttu
fyrir framgangi málsins, mun
hafa verið Gunnar Ásgeirsson
stórkaupmaður. En Verzlunar-
ráð íslands tók málið þegar upp
á sína arma og allur undirbún-
ingur var unnin á vegum þess.
Gunnar Ásgeirsson var formað-
ur undirbúningsnefndar og vann
þar mikið og gott starf.
Hvenær var hlutafélagið stofn
að?
— Það var stofnað 24. febrúar
1962.
— Voru stofnendur margir?
— Ja, þeir voru 130, en nú
eru 270 innflytjendur hluthafar
í Tollvörugeymslunni.
— Hvernig er stjórnin skipuð?
- Af hálfu stórkaupmanna
erum við Sigfús Bjarnason í
Heklu og Einar Farestveit í
stjórninni en af hálfu Kaup-
mannasamtakanna Sigurliði
Kristjánsson og frá SÍS Hjalti
Pálsson. Varamenn eru Hilmar
Fenger og Kristján Jóh. Krist-
jánsson.
2500 fermetra hús.
— Hvert var fyrsta verkefni
hlutafélagsins?
— Það var að hefjast handa
um byggingu húss yfir toll-
vörugeymsluna. Borgaryfir-
völdin veittu mjög góða fyrir-
greiðslu í sambandi við lóðarút-
vegun og félagið fékk lóð á á-
gætum stað á Laugarnestanga.
Samið var við Byggingariðjuna
um, að hún tæki að sér fram-
kvæmdir og hefur húsið verið
byggt úr strengjasteypu.
— Er framkvæmdum langt
komið?
— Já, fyrsta áfanga er mjög
langt komið. Hús með 2500 fer-
metra gólfflöt er komið upp, en
eftir er að vinna nokkurt verk
við innréttingar. Vegna skorts á
iðnaðarmönnum hefur það verk
ekki gengið eins fljótt og æski-
legt hefði verið.
— Hvenær reiknið þið með
að taka þennan fyrsta áfanga í
notkun?
— Við vonum, að það verði
fyrir áramót og miðum allt okk-
ar starf við það. T. d. eiga inn-
flytjendur þegar 1 pöntun vörur,
er þeir þurfa að koma inn í toll-
vörugeymsluna sfðari hluta des-
ember.
— Er búið að ráðstafa öllu
geymslurýminu?
’ — Já, það er allt farið.
— Hverjir hafa tekið á leigu
stærstu svæðin?
— Heildverzlun Rolf Johan-
sen hefur fengið stærsta hlut-
ann eða 200 fermetra en Heild-
verzlunin Hekla og Gunnar Ás-
geirsson h.f. eru einnig með
stór svæði.
— Þarf Rolf á svo miklu rými
að halda fyrir hjólbarða?
— Já, hann ætlar að hafa
þarna japanska hjólbarða en
mun m.a. hafa í huga að Iáta
af sínum birgðum til annarra
Evrópulanda, þurfi þau snögg-
lega á sendingum að halda.
Hagræði fyrir
innflytjendur.
— Verður ekki mikið hagræði
að þvl fyrir innflytjendur að
geta legið með vörurnar í toll-
vörugeymslu og þurfa ekki að
greiða af þeim toll fyrr en þær
eru seldar?
— Jú, það verður allt annað
en það ástand, sem nú er. Eins
og ástandið er nú eiga innflytj-
endur iðulega á hættu að sitja
uppi með vörur, er þeir panta
til landsins. Þeir verða að greiða
toll af þeim vörum, sem þeir
fá send^r og geta ekki endur-
sent þær, ef þær seljast ekki.
Af þeim ástæðum flytja þeir ef
til vill ekki inn nóg af varahlut-
um og geta ef til viil ekki veitt
eins mikla þjónustu og æski-
legt væri. Með tilkomu toll-
vörugeymslu gerbreytist þetta.
Innflytjendur þurfa þá ekki að
vera hræddir við að verða fyrir
skakkaföllum af of miklum inn-
flutningi, þar eð ef varan sem
þeir liggja með í tollvöru-
geymslunni selst ekki, er vand-
inn ekki annar en sá að senda
hana út aftur.
— Gerir þetta ekki einnig
kleift að ná hagkvæmari inn-
kaupum?
legið með vöruna í fslenzkri
tollvörugeymslu.
Ströng tollgæzla.
— Mun Tollgæzlan ekki gera
strangar kröfur um eftirlit í
geymslunni?
— Jú, hún mun fá sérstaka
aðstöðu þar. Traust girðing
verður umhverfis aðalbygging-
una og aðeins eitt hlið á henni,
sem Tollgæzlan mun gæta.
Viðtal v/ð Albert Guð-
mundsson stórkaupmann,
formann stjórnarinnar
— Jú, innflytjendur geta
keypt inn meira magn í einu
og náð auknum afslætti og þeir,
sem kaupa vörur frá framleið-
endum í fjarl. heimsálfum mnuu
sérstaklega njóta góðs af toll-
vörugeymslum eða fríhöfnum í
Evrópu en nú verður það mun
hagkvæmara fyrir þá að geta
— Verða þarna einnig full-
trúar frá tollstjóra?
— Við gerum okkur vonir um
það, en ekki hefur endanlega
verið frá því gengið enn. Hitt
er ljóst, að mikið hagræði yrði
að því fyrir innflytjendur að
geta gengið frá greiðslu tolla og
afgreiðslu allra tollskjala I
sjálfri Tollvörugeymslunni. Hef-
ur tollstjóri það mál nú til at-
hugunar.
— Er ætlunin að bæta við toll
vörugeymsluna síðar?
— Já, áformað er að reisa
7000 fermetra viðbyggingu, þann
ig að alls verði nær 10000 fer-
metrar undir þaki.
— Liggur fyrir kosnaðaráætl-
un fyrir þann hluta, sem eftir
er?
— Nei, ekki endanleg. En geta
má þess, að sá hluti fram-
kvæmdanna sem lokið er við, er
hinn kostnaðarsamasti af öllu
verkinu einkum vegna þess hve
öll undirbúningsvinna á lóðinni
var dýr.
Haldið áfram
næsta sumar.
— Hvenær verður byrjað á
næsta áfanga?
— Ef allt gengur að óskum,
er hugsanlegt að byrjað verði á
honum þegar næsta sumar.
— Þetta verður gífurlega mik-
il bygging, þegar hún er öll kom
in upp?
— Já, og við hugsum þessa
tollvörugeymslu sem fyrsta
skrefið í þá átt að köma upp
fríhöfn hér. Væntanlega líða
ekki mörg ár, áður en hún verð-
ur að veruleika.
— Er nokkuð, sem þú vilt
taka fram að lokum, Albert?
— Ekki annað en það, að ég
vil færa öllum þeim, er veitt
hafa okkur góða fyrirgreiðslu í
sambandi við stofnun Tollvöru-
geymslunnar beztu þakkir. Eink
um vil ég þakka Gunnari Thor-
oddsen fjármálaráðherra, Geir
Hallgrimssyni borgarstjóra og
Jóhanni Hafstein dómsmálaráð-
herra, en þeir^hafa allir veitt
hinu nýja fyrirtæki góða fyrir-
greiðslu og aðstoð.
i trmm
Vilja bann við netaveið-
um við ósa veiðivatna
Á aðalfundi Landssambands is-
lenzkra stangveiðimanna, sem hald
inn var nýlega, var samþykkt til-
laga þess efnis, að nauðsynlegt
væri að vernda lax- og silungsveiði
með s'rangari reglum en áður aafa
gilt um netaveiðar í sjó við ósa
veiðivatna. Fundurinn lagði til við
Veiðimálanefnd, að bönnuð verði
öll netaveiði lax- og silungs
í sjó, og þá yrði engin neta-
veiði af neinu tagi leyfð i sjó
nær ósi veiðivatns en 2 þúsund
metra og öll netaveiði lax og sil-
ungs á ósasvæðum verði algerlega
bönnuð.
Tilaga þessi var samþykkt í sam-
bandi við það, að Veiðimálanefnd
hafði óskað eftir áliti Landssam-
bandsins á breytingum á lax- og
silungsveiðilöggjöfinni.
Á þessum sama fundi var stjórn
Landssambandsins kjörin og skipa
hana nú Guðmundur J. Kristjáns-
son, Reykjavík, formaður, Sigur-
páll Jónsson, Rvik, varaformaður,
Hákon Jóhannsson, Rvík, ritari,
Friðrik Þórðarson, Borgarnesi, gjald
keri, Alexander Guðjónsson, Hafn-
arfirði, og i varastjóm Bragi Ei-
ríksson, Reykjavfk, Helgi Júlíusson,
Akranesi, og Hjalti Gunnlaugsson,
Reykjavík.