Vísir - 05.12.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 05.12.1963, Blaðsíða 2
2 V í S I R . Fimmtudagur 5. desember 1963. Safnið öllum tíu miðunum saman og sendið þá alla í einu til Jólagetraunar Vísis og þér hafið möguleika á að vinna _ Fréttagetraun \ 10 myndum Hvaða innlehdan atburð ársins táknar þessi mynd? 2. MYND VECAFRUMVMPHB Framhald af bls. 5. marka þess, verður því frjálst að verja framlagi sínu til almennrar gatnagerðar eftir eigin vali. Ástand vegakerfisins. í athugasemdum með frumvarp inu er nokkuð rætt um ástand vegakerfisins eins og það er nú, til rökstuðnings því að gert verði í framtíðinni, stærra átak í vega- málum en fram að þessu, þar seg ir m.a.: Vegagerð hefur ávallt verið ís- lendingum dýr, enda er þjóðin dreifð um stórt torfarið land. Þjóð in hefur lagt mikið að sér í þess- um efnum, enda hafa ýmis byggð arlög ekki aðrar ^samgöngur en vegina, og mörg bíða raunar enn eftir fullnægjandi vegasambandi. Á síðasta áratug hefur þjóðinni fjölgað ört og lífskjör hennar batn að hröðum skrefum. Er nú svo komið hér eins og í nágrannalönd unum, að bifreiðar eru að verða aimenningseign. Um 1960 átti að meðaltaii nálega önnur hver fjöl- skylda í landinu einkabifreið, og fróðir menn áætla, að 1966 muni þrjár af hverjum fjórum fjölskyld um eiga bifreið. Þessi stökkbreyting í bifreiða eign landsmanna hlýtur að leiða til alvarlegra vandræða, ef ekki verður sambærileg breyting á vega- og gatnakerfi landsins. Er því óhjákvæmilegt ,að gera stór- felldar framkvæmdir á þessn sviði. Því miður fer því fjarri, að þróun vegakerfisins hafi verið eins ör og nauðsynlegt er Verður núverandi ástandi vegakerfisins bezt lýst með nokkrum dæmum sem hér fara á eftir: 1) Bifreiðaeign landsmanna i heild jókst um 100% frá 1950 til 1960 og ekki er ólíklegt, að aukn ingin nemi öðrum 100% til 1966. Þar að auki hefur fjöigað stórum og þungum bifreiðum, sem .kiíta vegakerfinu mikið og krefjast breiðari vega. 2) Vegamálastjórnin telur, að tæplega þriðjungur af allri um- ferð um vegi á íslandi sé á rúm- iega 160 kílómetrum. sem eru að- eins 1,7% af heildarvegakerfinu. 3) Umferðin hefur aukizt lang- mest um þá vegi, sem lagðir voru fyrst við írumstæðast skilyrði og þola álagið verst Er feikilegt verkefni að endurbyggia þessa vegi, syo að seir standist lágmarkskröfur tímans, hvað þá meira. 4) Þar sem umferðin er mest er nú þeg^r svo komið, að ill- mögulegt er að halda gömlu mal- arvegunum sómásamlegum við Erlendis er byrja^ að setja varan legt siitlag á vegi, þegar umferð nær 200 — 300 bifreiðum á dag. Hér er rétt byrjað að gera varan lega vegi. 5) Nýjum vegum hefur verið bætt í þjóðvegatölu, án þess að unnt væri að leggja þá fyrr en seint og síðar meir. Eins og mál- um er nú komið, mundi taka um 25 ár að gera alla þjóðvegi í landinu að sæmilegum maiarveg um með þeim fjárframlögum, er verið hafa síðustu árin. 6) Enn eru ófullgerðir mikil- vægir kaflar í vegakerfinu, jafn- vel höfuðvegir milli landshluta, og mikið vantar á, að nægilega greitt samband sé milli ýmissa stórra landbúnaðarhéraða. 7) Enn eru óbrúaðar hátt á annað hundrað ár á þjóðvegum. Aðkallandi er að endurnýja marg ar stórar brýr. Aðeins á einum stað eru jarðgöng á vegi í notk- un. Þannig mætti lengi telja dæmi um óleyst verkefni, á sama tíma sem þörfin fyrir vegi stóreykst með hverju ári. Vegakerfið verð ur að vaxa með bættum lífskjör- um fólksins, aukinni framleiðslu og alhliða framförum. Á fylgiskjali með frumvarpinu eru birt tafla yfir verðlag á benz íni í 20 löndum í Evrópu og Ame ríku. Samkvæmt henni verður Is land áfram meðal þeirra landa, sem selja benzín á hlutfallslega lágu verði. Aðeins fjögur ríki af þessum tuttugu selja benzín ó- dýrara en það verður eftir að hinn nýji benzínskattur verður samþykktur. SKIPAFRÉTTIR ,SKIPAUTGCRB.B1K«S1NS M.s. HiICLA M.s. Hekla fer vestur um land 10. þ.m. Vörumóttaka á föstudag til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldu- dals, Þingeyrar, Flateyrar, Suður- eyrar, ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar. Farseðlar seldir á mánu dag. M.s. Hekla fer frá. Reykjavík 17. þ.m. vestur um land til Akureyrar Tekið á móti farpöntunum frá og með 10. þ.m. Farseðlar seldir mánu daginn 16. desember. Ms. isp M.s. Esja fer frá Reykjavík 14. þ.m. austur um iand til Akureyrar. Tekið á móti farpöntunum frá og með 6. þ.m. Farseðlar seldir fimmtu daginn 12. desember. Vinsamlegast athugið að þetta eru síðustu ferðir ofangreindra skipa fyrir jól. TÝND! SONURINN eftir JÓN MÝRDAL höfund hinnar rammíslenzku skáldsögu dANNAMUNUR er komin á markaðinn Atburðir eru fjöþættir og spennandi og manniýsingar iifandi Bókin ætti því að vera aufúsgestur allra þeirra, sem unna íslenzkum sögum. BÓKAÚTGÁFAN VÖRÐUFELL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.