Vísir - 05.12.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 05.12.1963, Blaðsíða 9
V1SIR . Fimmtudagur 5. desember 1963. Gosið og viðbrögð eyjaskeggja ■p- ' "" > F | , ‘p’g hélt mig þekkja Vestmanna eyinga dável eftir tólf ára dvöl mína úti í Eyjum. Kom mér því á óvart, þegar ég heyrði þaðan æðrusögur f sambandi við náttúruundur þau og ham- farir, sem nú eiga sér stað. skammt frá bæjardyrum þeirra. Að vísu varð þeim ekki láð, þó að þætti þeim gosmökkurinn, er þyrlast upp úr neðansjávareld- sprungunni suðvestur af Geir- fuglaskeri ,heldur ótryggur granni, ekki heldur að þeir leyfðu sér að draga í efa þá full- yrðingu „sérfræðinganna“, að ekki væri neina vá að óttast af hans hálfu, þvf að oft munu þeir hafa komizt að raun um, að ekki koma slíkar fullyrðingar alltaf heim við sérfræði reynsl- unnar. En því komu mér æðru- sögurnar fyrst og fremst á ó- vart, að ég mundi einmitt telja það helzt sérkenni á Vestmanna eyingum hve lítt þeim bregður við voveiflega hluti ,en taka með ró og jafnaðargeði hverju, sem að höndum ber. Og þegar mér voru sögð talsverð brögð að því að fólk væri farið að flýja Eyjarnar, vildi ég ekki trúa því, að margt væri þeirra í þeim hópi, sem þar væru bornir og barnfæddir. Tjegar ég svo skrapp til Eyja síðastliðna helgi, sá ég brátt að mér hafði ekki skjátl- azt verulega, þegar ég hélt mig þekkja „allt mitt heimafólk“ þar. Ekki heyrði ég þó neinn lá þeim sárafáu, sem leitað hafa til meginlandsins af ótta við gos ið, eða frýja þeim hugar. En fullorðin kona lét svo ummælt við mig, þegar þetta bar á góma að aldrei gæti sér komið til hugar að flýja Eyjarnar, jafnvel þótt augsýnileg hætta vofði yf— ir — sem hún og allir þar von- uðu, að ekki kæmi til. „Fari Eyjarnar, hef ég ekkert á móti því að fara með þeim, ég mundi hvort eð er ekki festa rætur annars staðar'1 — það voru hennar óbreytt orð. Reyndur og dugmikill formaður kvað ekki hafa verið laust við, að færi um sig, þegar hann heyrði haft eftir vísindamönnunum, að ekki mundi nein hætta á ferðum, „þeir hafa kennt mér það á veð- urstofunni, að lesa úr slikum spám“, bætti hann við og glotti. Er ég spurði hvort honum hefði þá dottið f hug að hverfa á brott, svaraði hann með annarri spumingu: „Hvert? Ég er hvergi hræddur um lff mitt nema á göt- unum í Reykjavík . . .“ Annað mál er svo það, að hvimleið eru eyjaskeggjum ó- þægindin, sem af gosinu stafa; fallaskan, sem leggst eins og seig, biksvört leðja á gangstétt- ar og húsaþök, smýgur alls stað ar inn og mengar drykkjarvatn, nema höfð sé stöðug aðgát. Til var það, að þeir hentu gys að þeim niðurstöðum sérfræðing- anna fyrir sunnan, að sá ófögn- uður gerði drykkjarvatnið ein- göngu heilnæmara. „Kannski þeir fari nú að sækja vatn hingað, sér til heilsubótar", sagði einn eyjaskeggja, „ekki skyldi maður telja eftir þeim gruggið". Og mér fannst ég kannast við Vestmannaeyjatón- inn í svarinu, er ég spurði, hálft í gamni, hvort menn væru ekki stoltir af því, að Eyjamar mundu einna nafnkenndastur staður á jarðrflíi þessa stund- ina: „Við höfum sjálfir fjandi lítið til þess unnið ...“. Einhvers staðar hafði ég lesið jmð, að þungir draumar hefðu ásótt eyjaskeggja áður en gosið hófst, og yrðu varla ráðnir nema á þann einn veg, að miklir og válegir atburðir ættu eftir að gerast í sambandi við þær náttúruhamfarir. Ekki tókst mér að fá þetta staðfest, enda dvaldist ég ekki nema einn dag úti f Eyjum, og hafði mörgu að sinna. Hitt komst ég að raun um, að ekki lægju þeir draumar á lausu, ef nokkrir væru og var það ekki annað en ég bjóst við — en óneitanlega mundi þarna merkilegt rannsóknar- efni. Nokkuð munu lagaákvæði ó- ljós varðandi eignarrétt á hinni nýju ey og réttarstöðu hennar yfirleitt.Sýnist ekki hafa verið ráð fyrir því gert af íslenzkum lagasmiðum, þrátt fyrir alla elju þeirra og hugkvæmni, að eyjar tækju að rfsa úr sjó; er það kannski ekki tiltökumál, en ef- Iaust verður þessu kippt f lag með löngum lagabálki, sem sam þykktur verður eftir margra kílómetra langar umræður á næstu þingum. Eins og stendur, sæ og þar eru nafngreindar. Ef til vill kemur það eitt í veg fyrir að þetta verði lög- fræðilegt deiluefni, að álitið er að eyjan muni brátt hverfa í sjó fyrir átök brims og storma. Það getur þó breytzt, taki hraun glóandi að vella úr gígnum og binda það forgengilega efni, gjallið, sem eyjan er mynduð af. Fari svo, er ekki að vita nema æðstu fulltrúar réttar og laga f landinu klæðist klofhá- um sjóstígvélum og galla, inn- anundir eða utanyfir dómara- skikkjurnar eftir atvikum, og hæstiréttur verði settur úti í Gosey með pomp og pragt. Ekki ætti það að verða ónýtt fyrir blaðaljósmyndara og kvik- myndatökumenn sjónvarps- stöðva hvaðanæva, því að senni lega yrði þar um að ræða ein- stæðan atburð í allri réttarsögu heimsins. Vel á minnzt — nafn eyjar- innar. Gamall maður í Vest- mannaeyjum komst þannig að orði við mig, að aldrei hefði það þótt vænlegt til gæfu eða langlífis að skíra barnið fyrr en það væri fætt, og yfirleitt fannst mér það sjónarmið ráð- andi. Aftur á móti hafa eyja- skeggjar gefið þeim nafn nokk- urt, sem mest hafa verið á þön- um og Iátið á sér bera í sam- bandi við þessa atburði alla. Þá kalla þeir „gosa“ og telja réttnefni. Þá kýmni kannaðist ég við frá fornu fari. Þeim hef- ur alltaf þótt það dálítið bros- legt, eyjaskeggjum, að vera með læti eða komast f uppnám, jafn vel þó að væri af nokkru til- efni. II. /~kft kalla vfsindamenn það ^ hindurvitni, sem alþýða manna telur sig veita athygli og tekur nokkurt mark á fyrir reynslu sfna, en stundum kemur það líka á daginn, að „hindur- “lliKiiK 'iHiíjl I tif! litJlillla bBMBIí... American University í Washing ton, verður mér, þó að kynlegt kunni að virðast, fyrst fyrir að bera það undir Jón, hvort ým- islegt, sem fólk í Eyjum taldi sig verða vart við, fyrir gosið, yrði vísindalega skilið og skýrt. Til dæmis það, að athugull og greinargóður maður þóttist Loftur Guðmundsson riíar heimsókn á fornar sðóðir mun helzt að vitna í ævaforna hefð um landnám, og telst sá þá eiga eyna, sem fyrstur stígur þar á Iand, þó að hún teljist svo að öðru leyti til Vestmanna- eyja. En jafnvel það mun nokk urt vafamál, því að eyjaskeggj- ar keyptu eyjar sínar af ríkinu fyrir nokkrum árum — en af- salsbréfið mun taka til þeirra eyja eingöngu, sem þá voru ur vitni“ þessi byggjast á vísinda- legum rökum. Gætnir vísinda- menn eru því farnir að dæma athygli alþýðu manna af meiri hófsemi en áður. Þegar Herjólf- ur lætur úr höfn í Vestmanna- eyjum á laugardag, og ég var setztur að uppi f reyksal, hjá þeim Jóni Jónssyni jarðfræðingi og bandaríska jarðeðlisfræðingn um Paul S. Bauer, prófessor við heyra óvenjumikið sjávarhljóð dagana áður, en gosið hófst. Jón telur það alls ekki ósenniiegt. Og þegar ég spyr hann álits á því, að Eyjaformenn teldu aö ekki hefði fengizt „bein úr sjó“ undanfarin tvö eða þrjú ár á þeim stað, sem eyjan hefur nú myndazt, enda þótt þar væru áður fengsæMiskimið, kann Jón aðra sögu, ekki ómerkilegri. Kunnur formaður og aflamaður í Eyjum hafði skýrt honum svo frá, að um langt skeið hefði hann aldrei getáð greint þarna botn með fisksjánni; hann hefði virzt hulinn einhverri gráleitri móðu. Það væri því ekki óhugs- andi, að þarna hefði verið um eitthvert gasuppstreymi að ræða, sem hrakið hefði á brott fiskinn, en ekki vildi Jón full- yrða neitt um það. — Hvað myndir þú, svona í fjótu bragði, telja merkilegast við þetta gos? — Það er vandsagt, svarar Jón. ICannski það, að gjósa skyldi á þessum stað. Hefðj á annað borð verið búizt við neð- ansjávareldgosi, er áreiðanlegt að flestir myndu hafa talið að það yrði einhvers staðar úti fyr ir Reykjanesi. En ekki þarna. . — Og „það bendir kannski til, að ekki sé víst að forn jarðeídasvæði séu dauð úr öll- um æðum, jafnvel þó þið, jarð- fræðingarnir, hafið litið svo á? — Vissulega. Frh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.