Vísir - 05.12.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 05.12.1963, Blaðsíða 1
V 53. árg. — Fimmtudagur 5. desember 1963. — 165. tbl. ' i ^ Séra Felix Ólafsson Séra Grímur Grímsson Séra Ólafur Skúlason Sex nýir prestar í Úrslit á hndegi: Grímur Grímsson, ÓBuf- ur Skúluson og Felix Ólufsson kjörnir 1 dag bjóða Reykvíkingar 6 nýja presta velkomna til starfa í höfuðborginni. Prestskosningar fóru fram s.l. sunnudag sem kunnugt er en lögum samkvæmt má ekki hefja talningu fyrr en eftir 3 sólarhringa og er það kærufrestur. Talning atkvæða hófst í biskupsskrifstofunni kl. 9 í morgun að viðstöddum em- bættismönnum og fulltrúum um- sækjenda eins og venja er til og hafði verið talið í þremur presta köllum af 6 er blaðið fór í prent un. Talið er í prestaköllunum eftir stafrófsröð. Úrslit urðu því fyrst kunn í hinu nýja Ásprestakalli sem verður milli Laugarnespresta- kalls og Langholtsprestakalls. Þar var séra Grímur Grtmsson prestur í Sauðlauksdal kjörinn lögmætri kosningu, hann hlaut 639 atkvæði en hinn umsækjánd inn, séra Jónas Gíslason f Vík í Mýrdal hlaut aðeins 70 atkvæð- um minna, eða 569 atkvæði. 14 atkvæðaseðlar voru auðir og 4 ógildir. Á kjörskrá voru 2067 og alls kusu 1126 manns eða 59 af hundraði. Næst urðu úrslit kunn í Bú- staðaprestakalli, sem einnig er nýtt prestakall, var áður sókn, er Kópavogsprestur þjónaði á- samt Kópavogssókn. Séra Ólafur Skúlason æskulýðsfulltrúi þjóð kirkjunnar var eini umsækjand- inn um þetta nýja prestakall. Hann hlaut 1155 atkvæði eða 98% greiddra atkvæða. 19 at- kvæðaseðlar voru auðir og 6 ó- gildir. Á kjörskrá voru 2438 manns og kusu alls 1180 eða 48,5% atkvæðabærra manna. Vantaði aðeins 26 atkvæði upp á að helmingur kjósenda greiddi atkvæði, en 50% kosningaþátt- töku þarf til þess að kosning teljist lögmæt. Þetta þykir þó góð kjörsókn þegar ekki er nema einn umsækjandi, og hlaut hann 98% greiddra atkvæða sem fyrr segir. Þriðja prestakallið í stafrófs- röðinni er hið nýja Grensás- prestakall, vestan Grensásvegar og sunnan Miklubrautar, eða á Háaleitinu. Umsækjendur voru tveir. Felix Ólafsson, cand. theol og fyrrverandi kristniboði, var kjörinn þar lögmætri kosningu. Hann hlaut 488 atkvæði, en sr. Ragnar Fjalar Lárusson prestur í Siglufirði hlaut 408 atkvæði. Auðir seðlar voru 13 og 7 vafa- atkvæði. Á kjörskrá voru 1336, en 917 kusu, eða 68,6, og var það mesta kosningaþátttaka f prestskosningunum á sunnudag. Vísir Ieyfir sér að bjóða hina nýkjörnu presta velkomna til starfa og óskar þeim velfarnað ar í embættunum. Eftir var að telja í Háteigs,- Langholts- og Nesprestaköllum er blaðið fór i prentun. Sr. Grímur Grímsson, hinn ný kjörni sóknarprestur í Áspresta kalli er 51 árs Reykvíkingur. — Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1933 og síðar verzlunarskóla- prófi í Kaupmannahöfn, en var síðar skrifstofumaður hjá Toll- stjóraembættinu í Reykjavík. Guðfræðinám hóf hann síðar við Háskóla Islands og lauk þaðan embættisprófi 1954 og var vígð ur til Sauðlauksdalsprestakalls sama ár og hefur þjónað því síðan. Sr. Grímur er kvæntur Guðrúnu S. Jónsdóttur og eiga þau 3 börn. Sr. Ólafur Skúlason, er fædd- ur í Birtingaholti í Hrunam,- hreppi 1929. Hann er Verzlunar skólastúdent frá 1952 og lauk embættisprófi frá H. í. 1955. Hann var kallaður til prestsþjón ustu hjá íslenzku söfnuðunum í Norður Dakota 1955 og vígður sama ár. Hann þjónaði 7 söfn- uðum í rúm 4 ár og kom heim 1959. Hann þjónaði Keflavíkur prestakalli í nokkra mánuði í fjarveru sóknarprestsins, en hef ur undanfarin ár verið æskulýðs fulltrúi þjóðkirkjunnar. Hann er kvæntur Ebbu Sigurðardótt- ur og eiga þau tvær dætur. Sr. Felix Ólafsson, cand. theol og kristniboði, er fæddur í Rvík 20. nóv. ’29. Eftir nokkurra ára framhaldsnám hérlendis, stund- Framhald á bls. b Tillögar ríkis- stjórnar rædd- ar á sáttafundi Unnið að talningu á skrifstofu biskups í morgun. Talið frá vinstri Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, Guðmundur Benediktsson, fulltrúi, herra Sigurbjörn Einarsson, biskup og Otto A. Michelsen full- trúi séra Ólafs Skúlasonar. ''jj'aAPKa Sáttafundur hófst í gærkvöldi til þess að ræða um tillögur rík- isstjómarinnar til lausnar vinnu deilunum. Tóku þátt í þeim Bfioðið í dag 3 Myndsjá: Jólakon- fekt búið til. 7 Húsmæðraskólinn á Laugarvatni. 9 Loftur Guðmunds- son skrífar um gos- ið. fundi fulltrúar úr samstarfs- nefnd verkalýðsfélaganna, samn inganefnd vinnuveitenda og sáttanefnd ríkisins. Fundurinn stóð til kl. 2 í nótt sem leið. Eins og ríkisstjórnin tók fram er hún birti tillögur sínar í kjara málum, gerir hún ráð fyrir, að tillögur hennar verði samnings- grundvöllur, í samningaviðræð- unum. En áður en þessar tillög- ur komu fram höfðu samninga- nefndirnar ekki annað að ræða um en kröfur verkalýðsfélag- anna um 40% kauphækkun. Áður en sáttafundurinn hófst í gærkvöldi var haldinn sameig- inlegur fundur allra samninga- nefnda verkalýðsfélaganna. Var þar lögð fram ályktun sú, er samstarfsnefnd verkalýðsfélag- anna hafði gert um tillögur rík- isstjórnarinnar og var sú álykt-- un samþykkt þar einnig. 33 SÍLDARBÁTAR FENGu\ 8 ÞÚS. TUNNUR í NÓTT Síldaraflinn í nótt nam um 8000 tunnum, en nær allur flot inn á veiðum. Ágætis verður var á síldar- miðunum í nótt aðra nóttina í röð. Lóðað var á allmiklar síld- artorfur báðar næturnar, en þær stóðu yfirleitt djúpt, og í fyrri nótt neðar 50 föðmum flestar, enda veiði ekki teljandi, en síð- astliðna nótt glæddist hún nokk uð og fengu 33 skip 8000 tunn- ur. Síldin veiddist á sömu slóð um og áður, í Kolluál. Það er stöðugt prýðileg síld sem veið- ist. Síldarbátarnir fengu afla sem hér segir: Helga 650, Skarðsvík 400, Áskell 400, Gnýfari 350, Loftur 500, Sigurpáll 200, Guðmundur Þórðarson 250, Eldey 250, Gísli lóðs 200, Faxaborg 300, Hafrún 350, Hrafn Sveinbjarnarson II 150, Rifsnes 200, Lómur 300, Engey 350, Þorgeir 60, BÍíðfari 100, Árni Geir 150, Hólmanes 350, Sigrún 200, Ingibergur Ólafsson 250, Snæfell 700, Sæ- fari AK 170, Ársæll Sigurðsson II 150, Björn Jónsson 100, Árni 200, Auðunn 100, Hannes lóðs 200, Guðm. Pétursson 40, Húni II 25, Stapafell 70 Halkion 100, Sigurður SI 200. ■MHnnMrssanaMMM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.