Vísir - 05.12.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 05.12.1963, Blaðsíða 8
‘X a zæ&zmm 5SSZILBíCL.iwa' . jmfr* Hl.3l1L*LIí. .£jíí*&Z T La± Utgetandi: Blaðaútgátan VISIH. Ritstjóri: Gunnat G Schrajn. ASstoðarritstjóri: Axel Thorstemson Fréttastjóri: horsteinn Ö Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. í lausasólu 5 kr eint. — Sfmi 11660 (5 linur). Prentsmjðja Vísis. — Edda h.f. Tillögur rikisstjórnarinnar í tillögum ríkisstjórnarinnar kemur fram fullur skilningur á nauðsyn þess að bæta kjör þeirra sem verst eru settir. Hins vegar er ríkisstjórninni Ijós nauðsyn þess, að stilla hækkunum svo í hóf, að þær leiði ekki af s'ör það ástand, sem rnundi fljótlega gera þær að engu. Þá er það einnig kjarabót, að útsvör verði lækkuð, en mörgum hættir til að gleyma því, að lækkun opinberra gjalda jafn- gildir kauphækkunum og er meiri kjarabót heldur en hækkað kaup í krónutölu, sem aftur leiðir af sér hækk- anir á því, sem fyrir krónurnar þarf að kaupa. Það væri t. d. lítið gagn að kauphækkun, sem hefði þau áhrif, að landbúnaðarafurðir og aðrar brýnustu lífs- nauðsynjar fólks hækkuðu að sama skapi, og þannig héldi svikamyllan áfram endalaust. Þá er það og nauðsynlegt, til þess að einhver varanlegur árangur verði af þessum samningum, að samið verði til lengri tíma en nokkurra mánaða, eins og tíðkazt hefur. Slíkir samningar þekkjast vart hjá nokkurri annarri þjóð, enda hefur reynslan alls staðar sýnt að þeir eru einni versti þrándurinn í götu þess, að yaranlegur vinnufriður komist á. Og auðvitað þurfa samningarnir líka helzt að gilda til sama tíma hjá öll- um félögum um allt landið, því að við eigum frá liðn- um árum átakanleg dæmi um það, hvaða tjóni það getur valdið þjóðfélaginu, ef einhver smáhópur getur gert verkfall og stöðvað með því og lamað margar atvinnugreinar í landinu. Þrátt fyrir stóryrði og hótanir nokkurra pólitískra æsingamanna hefur enn ekkert komið fram, sem ráða mætti af, að ábyrgir menn innan verklýðshreyfingar- innar vilji vísvitandi spenna bogann svo hátt, að í ófæru lendi. Hins vegar er sú hætta ávallt fyrir hendi, að pólitískir öfgamenn telji flokkum sínum' stundar- hag að því, að stofna til æsinga og gera kröfur, sem þjóðarhagsins vegna er ekki hægt að samþykkja. Því miður hafa t. d. skrif Tímans og framkoma sumra Framsóknarmanna á Alþingi undanfarið borið nokk- urn keim af þessari afstöðu. Foringjar stjórnarandstöðunnar fá nú tækifæri til þess að sýna það í verki, að þeir hafi mælt af heilum hug, þegar þeir létu í veðri vaka að þeir vildu vinna að lausn kaupdeilunnar með alþjóðarhag fyrir augum. Allir vita að það getur skipt miklu máli hvort þeir beita áhrifum sínum til góðs eða ills. En komi í ljós þegar á reynir, að þeir hugsi sér fyrst og fremst að nota þessi mál til pólitísks framdráttar fyrir sig og flokka sína, verða þeim gætnari menn innan verklýðssamtakanna, að taka í taumana og afstýra vandanum. Allir, sem hér eiga hlut að mali, verða að gera sér þess grein, að fjárhagslegt öryggi og afkoma þjóðar- innar ge'tur verið undir því komin ófyrirsjáanlegan tíma, að þessi deila verði leyst af viti og sanngirni. Ruby banar Oswald, sem heita átti, að væri í lögrejjluvernd. smanannnar Borgin Dallas, olíubær og mikið spillingabæii, hefur aldrei verið í áliti menningarlega, hvorki heima fyrir í Bandaríkj- unum né út um heim, en nú hefur Dailas fengið á sig óaf- máaniegan vansæmdarblett vegna forsetamorðsins — og morðsins, sem kom í kjölfar þess, og viðhorfs og framkomu ráðándi manna þ’ar: rögr ma'/gra annarra borgarbúá. Danskur blaðamaður brá sér til Dallas og birtir grein um það, sem fyrir augu hans bar og að eyrum barst, og hann segir: í Dallas kostar 10 dollara á mann að gægjast inn í her- bergið, sem skotið var úr, á Kennedy Bandaríkjaforseta, í Dallas er mikið um nætur- klúbba og nektarsýningar, i Dalias flaggar í háifa stöng oliujarl sá, sem mikinn þátt hefur átt i að gera Dallas að borg hatursins, í Dallas eru 600 kirkjur, en ekkert vei- sæmi, í Dallas visna blómin á blettinum, þar sem Kennedy var myrtur, í Dallas hlakka menn til jólanna og búa sig undir þau, án þess að það sem gerzt hefur, dragi úr gleð- inni. © Ekkert er ef til vill kaldhæðn- islegra en það, segir hinn danski blaðamaður, að lok þátt- arins um lát Kennedys forseta, sem syrgður er hvarvetna í heiminum, skuli minna á ómerki legan glæpareyfara af þeirri tegund, sem fæst í Iitprentuð- um útgáfum og seidar eru í blaðasölum járnbrautarstöðva. Frú Johnson í Dallas er hætt að hleypa inn hverjum sem kem ur til þess að fá að líta inn í herbergið, sem Osvald leigði hjá henni mánaðartíma og greiddi fyrir 8 dollara á viku. Nú kost- ar það 10 dollara að fá að líta þarna inn, og virða fyrir sér þá fáu húsmuni, sem eru þar, rúm og klæðaskápur, og mynd af vagni, sem kona í fyrri tíma kjól með krinolinu, situr í. Það var hér, sem hánn átti heima, maðurinn, sem var sakaður um að vera banamaður Kennedys forseta. En það, sem frú Johnson harmar, er, að hinn frægi leigj- andi hennar skyldi ekki hafa leigt hjá henni stærra herbergi. ^É^baMHSiniim það m'árgsinn- Ts , sagði ’hún, „en hann var svo ánægður, og sagði, að svo sannarlega væri herbergið sem hann hefði peninganna virði“. Og konan rausar áfram um, að hlunnindi hefðu verið innifalin í 8 dollara leigunni, aðgangur að eldhúsi, kæliskápur og bað- herbergi, og að „horfa á sjón- varp með öðrum einmana mönn um í setustofunni". Menn borga og fara, segir fréttaritarinn og finnst óhreinn sá heimur, sem Kennedy ól um bjartar vonir. MENN SKEMMTA SÉR 1 DALLAS f „Caroussel" varpa sýning- arstúlkur af sér klæðum, kippa af sér brjóstahöldurum, með lostaörvandi hreyfingum, og svo brjálæðisleg er tilveran, að þetta er hluti þeirrar „myndar- innar af forsetamorðinu", — morðinu á forseta, sem trúði 4 fegurðina og mannvirðinguna, list, göfgi, gáfur ... Hér ríkti Jack Ruby þar til fyrir viku, næturklúbbseigand- inn, sem reyndi að slá á strengi tilfinninganna með því að halda því fram, að hann hefði myrt Oswald vegna sárrar meðaumk- unar með Jacqueline Kennedy. Aðgangseyrir er 2 dollarar og ölglasið kostar 60 cent... og hvað rekur annað, allt óspilltum mönnum til þjáningar ... Séu lokatölurnar á aðgöngu- Framh. á bls. 6. Örin sýnir herbergið, sem skotið var úr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.