Vísir - 05.12.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 05.12.1963, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Fimmtudagur 5. desember 1963. m Fjárhagsáæflun Reykjavíkurborgar 1964: AUKIN FRAMLÖC TIL FRAMKVÆMDA iSIKII EiGNAAUKNIHG Fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1964 verður tekin til 1. umræðu í borgar- stjórn í dag. Niðurstöðutölur á- ætlunarinnar eru 545 millj, 235 þúsund krónur. Helztu tekjulið- ir eru: Tekjuskattar: 352,242 þús., framl. úr Jöfnunarsjóði 73 millj. og aðstöðugjöld 78 milljón ir. Fasteignagjöld eru áætluð 20 milljfnir. Helstu gjaldaliðirnir eru: Gatna- og holræsagerð: 102.130 þús. kr., félagsmál 142,756 pús. fræðslumál 55,255 þús., hrein- lætis- og heilbrigðismál 51,718 þús., stjórn borgarinnar 25.261 þús., listir iþróttir og útivera 23.052 þús. og löggæzla 21.126 þúsundir. Til. eignabreytinga er fært 98 milljónir og 200 þús- und krónur. Gert er ráð fyrir að byggðir verði skólar fyrir um 36 millj., þar af greiðir ríkið helminginn, til nýrrar lögreglustöðvar er gert ráð fyrir 1,5 millj. kr., til Borgarsjúkrahúss 25 millj. að frádregnu 7 millj. kr. framlagi ríkissjóðs, til Kjötmiðstöðvar 1,2 millj. kr. og barnaheimila 12 millj. kr. Til nýrra leikvalla er gert ráð fyrir tveim milljónum króna, íþrótta og sýningarhúss tveim milljónum, íþróttasvæðis og sundlaugar í Laugardal, 6 millj. króna. Framlag til bygg- ingarsjóð Reykjavíkurborgar mun nema 12 milljónum króna. Framlög til verklegra fram- kvæmda á vegum Reykjavíkur- borgar eru hækkaðar talsvert, í sumum tilfellum allmikið. Gert er ráð fyrir mikilli eignaaukn- ingu. Eins og skiljanlegt er setja launahækkanir svip sinn á fjárhagsáætlunina, en laun starfsmanna Reykjavíkurborgar og stofnana, sem tengd eru borg arstarfseminni hækkuðu eins og kunnugt er mikið á þessu ári. WF Tg-K.!- Bnarax TJTyMT Sínioniu- tónieikar iyrir jól Jón Nordal verður einleikari á síðustu tónleikum sinfóníuhljóm- sveitarinnar fyrir iói, sem haidnir verða í Háskólabíöi f kvöld. Stjóm andi verður Proinnsias O’Duinn, og eru þetta 13 tónleikamir sem hann stjórnar, þar af voru 5 æsku lýðstónleikar. O’Duinn, sem nú er á förum til ’ kki ús1 Hólmari Eftir nápari athugun á brak- inu, sem talið var, að væri úr Hólmari, hefur komið í ljós, að það er ekki úr Hólmari. Skýrði Jón Finnsson fulltrúi bæjarfóget ans í Hafnarfirði Vísi svo frá í gær, að útgerðarmaðurinn Einar Gíslason og Bjami Einarsson skipasmiður, er sá uni smíði Hóimars hafi litið á brakið og eftir athugun þess talið, að það mundi ekki vera úr Hólmari. Hins vegar mun belgurinn, sem merktur var „Dux“ vera úr Hólmari. ............. ...........* M/S DRONNING ALEXANDRÍNE fer frá Reykjavík til Færeyja og Kaupmanna hafnar þann 16. désem- ber n. k. Skipaafgreiðsla JES ZIMSEN írlands, lét mjög vel 'af starfi sínu með sinfónfuhljómsveitinni. Sagði að mjög gott væri að vinna með henni og að hann héfði eignazt marga vini í hópi tónlistarmann- anna. Á efnisskrá þessara tónleika er: Sinfónía nr. 3 í D-dúr eftir Schu- bert, Hinzta kveðja eftir Jón Leifs, konzert fyrir píanó og hljómsveit í A-dúr, K488 eftir Mozart, einleik ari á píanóið er Jón Nordal, og loks sinfónía nr. 2 í D-dúr eftir Sibelius. inn óvissa — Framh. af bls. 16. mismunandi fiskveiðilögsaga hefði skapað öngþveiti, sem ráða þyrfti bót á. Afstaða V-Þýzkalands og Belgíu er talin óbreytt, þ.e. þau vilja 3. mílna lögsögu, en að brezku stjórninni er lagt æ meira heima fyrir, að færa út fiskveiðimörkin. Hvort þeir gera það eða hve míkið er enn óvíst. Ráðstefnunni mun ijúka á morgun. Prestar — Framh. af bls. 1. aði hann nám við kristniboðs- skóla norska lútherska kristni- boðssambandsins í Osló í 6 ár (1946-1952). Árið 1953 dvaldi hann í London við framhalds- riám í ensku en hélt um haustið til Addis Abgba í Eb’ópíu, þar sem hann las amþar^’-i í eitt ár. Felix lauk gi’" "í frá H.I. snemma á Hann var vígður til 1952 og var á vegum Samb. ísl. kristniboðsfélaga í Eblópíu á ár- unum 1953—1958. Felix hefur verið kennari í ga'rnfræðaskól- um Reykjavíkur síðan 1959. — Hann er kvæntur Kristínu Guð mundsdóttur qg eiga þau 2 börn r Isak — Framh. af bls. 16. Hvanneyri 1919 og kennaraprófi 5 árum síðar. Næstu árin kynnti hann sér barnafræðslu í mörgum Iöndum álfunnar og kenndi síðan við barnaskóla hér í Reykjavík frá 1925 til 1935. Hann stofnaði sinn eigin skóla, Skóla í^aks Jónssonar, 1926 og var skólastjóri til dauða- dags. Þeim skóla var breytt í sjálfs eignarstofnun, sem byggði nýtt skólahús við Stakkahlíð 1953, og þar eru nú um 600 börn við nám. Isak starfaðj með óvenju miklum áhuga og dugnaði fyrir Barna- vinafélagið Sumargjöf og var for- maður þess f 15 ár. Eftir hann liggur fjöldi rita um barnafræðslu og blaðagreinar um uppeldismál. Isak Jónsson var kvæntur Sigrúnu Sigurjónsdóttur og áttu þau 5 börn. Hikgtt — Framh. af bls. 16. jólin en á öðrum árstímum og eru skip, hlaðin ávöxtum nú á leið til landsins, bæði frá Ame- ríku og Evrópu. Eru þau vænt- anleg til landsins næstu daga. „Allir fá þá eitthvað fallegt í það minnsta kerti og spil“, seg ir í kvæðinu. Kertin gegna nú ekki sama hlutverki og áður, þar sem rafmagn er nú svo að segja í hverju húsi á landinu — en þó er eitthvað hátíðlegt við kertin. Kertagerðin „Hreinn" vinnur allt árið um kring að gerð þeirra kerta sem einkurp er ætlað að fara á jólamarkað- inn ,en það eru ýmsar gerðir skrautker. Eru kertin pú óðum að koma á markaðinn. Þegar lfður á haustið fara sæl gætisgerðirnar að hugsa fyrir jólasælgætinu, en það er fyrst og fremst konfekt og suðusúkku laði. Salan eykst ótrúlega mik ið með hverju árinu og til að anna eftirspurninni verða sæl- gætisgerðirnar alltaf að 'auka framleiðsluna. Verzlanir úti um landið eru margar búnar að fá sína skammta af jólasælgætinu en hér f Reykjavík mega við- skiptavinir búast við að sjá aukningu á sælgætisforða kaup- mannanna hvað úr kverju. Ennisvegur — Framh. af bls. 16. það til baka í morgun. Hann sagði raunar að fjögurra drifa bíll hafi farið leiðina en notið til þess að- stoðar. Umferð yrði ekki hleypt á veginn fyrr en hann væri talinn sæmilega fær, og það yrði naumast fyrr en rétt fyrir áramót. Að nýja Ennisveginum er mikil samgöngubót fyrir utanvert Snæ- fellsnesið, einkum þó fyrir Hellis- sandsbúa. Með þessum vegi opn- ast hringakstur um allt Snæfeflfs- nesið og hvað náttúrufegurð snert ir er það í röð fegurstu ferða- mannaleiða hér á landi. Það er því ástæða fyrir fleiri en Snæfellinga að fagna opnun þessarar nýju leiðar. Stálkufuar — Framhald af bls. 7 ið til minningarsjóðs Rósu Þor- grímsdóttur og eru verðlaun úr þeim sjóði veitt á vorin við skólaslit fyrir beztan námsárang ur. Einnig er veittur silfurbikar fyrir námsárangur”. „Nú, ekki má gleyma hljóm- sveitinni okkar Brak og Brest’'r heitir hún. I hljómsveitinni eru nokkuð frumleg hljóðfæri, t.d. sleifar, potthlemmar, ryksugu- rör, og svo auðvitað píanó, harm oníkkur, trommur og fleira. Á árshátíðinni koma allar stúlkurn ar okkar fram í einhverju hlut- verki. Við álítum það mjög þroskandi að allir séu með, eng inn út undan. Þannig er það þegar afmælisveizlur eru haldn ar, þá flytja allar stúlkurnar minni afmælisbarnsins". DALIAS — Framhald af bls. 8. miðanum „réttar" getur hand- hafinn valið um kampavíns- flösku eða grammófónplötu sem á er letrað: Hvemig afklæðast konur frammi fyrir eiginmönn- um sínum? Búktalari kemur fram á svið- ið og brúðan er Iátin blaðra um „tengdamömmu sína". Hvað segir hún? spyr búktalarinn. Um það veit brúðan ekki og seg- ist hafa verið á Italíu og kom- ið til Rómaborgar og Napoli. — En til Firenze? — Hana þekki ég ekki, segir brúðan. Og að þessu eiga menn að I HÁLFA STÖNG Olíujarlinn H. L. Hunt var einn hinna fáu í Dallas, sem dró fána í hálfa stöng, maðurinn, sem kona sú, sem á sæti í öld- ungadeild þjóðþingsins fyrir Oregon-ríki, sagði um, að ef nokkur bæri sök á forsetamorð- inu, væri það hann. Hann býr í stórri hvítri höll, sem stendur á vatnsbakka ... Þegar spurt er hvort Hunt sé heima, svarar vopnaður vörð- ur gegnum vfrnet: „Herra Hunt er ekki heima og ekki vitað, hvenær hann kemur. Fáni með bandaríska gamm- inum blaktir yfir skorsteinunum og á stöng á grasfletinum s'tjörnufánisn hinum látna for- seta til heiðurs, en á póstkass- ann við hliðið er málað nafn blaðs öfgaflokks, og blaðið er gefið út fyrir peninga herra Hunts. KIRKJURNAR í DALLAS I Dallas eru yfir 600 kirkjur. Þar er stærsta meþodistakirkja í heimi, stærsta baptistakirkjan, stærsta kirkja presbyteriana og næststærsta Gyðmgakirkjan ... Það skortir ekki afsakanir. Hver þrýsti á gikkinn 22. nóv- ember kl. 12.31 annar en Lee Oswald, — sem alls ekki er Dallasmaður, heldur farfugl, sem settist þar að um tveggja mánaða skeið. Og herópið óm- ar: Lýsið Dallas saklausa. Get- um við gert að því, að brjálað- ur maður var í bænum, þégar Kénnedy kom í heimsókn sína? Getum við gert að þvf, að á fyrra ári voru framin 103 morð í Dallas? Herra trúr, Dallas er borg frjálslyndisins, segir Ed- win A. Walker, fyrrverandi hers höfðingi, sem f fyrra hjálpaði Ross Barnett ríkisstjóra f Missi- sippi að bera við á bálköstinn. Hann hefur stjörnufánann, Suðurríkjafánann og fána Tex- as í garði sínum, og í glugga- kistu stendur lampi í líki „Uncle Sam“ — og skermur „þjóðrækn innar" yfir pípuhattinum hans. Og hershöfðinginn fyrrver- andi talar í aðalbækistöð sinni, sem er í húsi í hverfi hinna rfku, og hann segir, að á bak við morðið hafi verið „þriðja aflið" — Kennedy hafi verið orðinn tákn alls þess, sem menn voru á móti, og vitanlega varð að losna við hann, áður en and- spyrnan yrði of sterk. Þannig rökra:ðir hann forsetamorðið, sem hann annars harmar mjög. Og hann segir horfurnar alvar- Iegar, þvf að Oswaldarnir séu margir meðal þjóðarinnar, minnist á stúdentana 50, sem brutu ferðareglurnar og fóru til Kúbu, víkur að þvf, að Rubin- stein sé Gyðingur, en hagar orð um sínum þannig, að hann forð- ast að nefna Ruby, segir bara, að „Rubinsteinar séu alltaf Rub- insteinar", og er hann er spurð- ur hvort að hans áliti beri að hafa það sérstaklega í huga, segir hann: — Ég veit það ekki. En hann veit hins vegar, að forsetinn var valinn sem fórn- arlamb , „þriðja aflsins" -- og Dallas valin til þess að hægt væri að skella skuldinni á bandarísku hægriöflin. Þrátt fyrir kirkjurnar 600 hef- ur ekki heyrzt f nema tveimur prestum, sem látið hafa í ljós kvíða — það sem borgarbúar sem heild hafa áhyggjur af er hverjum augum umheimurinn lítur á Dallas. Það var ósköp leiðinlegt, að þetta forsetamorð skyldi vera framið, en væntan- lega skaðar það ekki framtíð bæjarins? Þannig spyrja menn. En olían gengur vart til þurrð- ar, skepnurnar fiýja ekki, menn munu framvegis greiða atkvæði á móti því sem hingað til, að skuggahverfin séu rifin, þar sem olíuborgin hafi ekki efni á því án stuðnings sambands- stjórnarinnar. Blómin visna á staðnum, þar sem Kennedy lét lífið, en hand- an götunnar eru brosandi og blómlegir jólasveinar í litklæð- um, og lofa indælum jólum. Mál Ruby kemur ekki fyrir rétt fyrr en í febrúar og nú geta menn brátt haldið jólin há- tíðleg. Taktu innilega í hönd mér, hve blessunarrík er ekki tilver- an f borg, þar sem bróðir ákær- anda Ruby er félagi verjanda næturklúbbseigandans — sá Tom Howard, sem af hentugri tilviljun var á morðstaðnum þeg ar skjólstæðingur hans og vinur drap Lee Harvey Oswald. Stytt. Greinin er eftir Hans Morten Rubin í B.T.).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.