Vísir - 05.12.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 05.12.1963, Blaðsíða 3
3 V1S IR . Himmtudagur 5. desember 1963. hxÍ::::'í ••••:••••••:•:•• •:•:•:••••••• • 'f . «Sf* ’’ ••>>>•; .>:•>»»»»»•>:-»' f p Yfir jólin margfaldast kon- fektneyzla landsmanna, enda hefur konfektið ætíð þótt einna bezt af því sælgæti, sem á markaðinum er. Góður konfekt- kassi hefur oft þótt góð jóla- gjöf og margir hafa þann sið að stinga konfektkassa með í jólapakkann. Það var ekki laust við að það kæmi vatn í munninn á okkur, er við gengum um Sælgætis- gerðina Nóa í gærdag. Konfekt molarnir runnu á færiböndum framhjá okkur og ilminn lagði af þeim. Er lokið var við að framieiða konfektmolana, voru þeir flutt- ir inn f pökkunarsal, þar sem 30 stúlkur unnu að því að pakka þeim inn í skrautlegar umbúðir. Á undanförnum árum hafa kon- fektkassarnir tekið alveg gífur- legum breytingum. Nú eru á markaðinum skrautlegar og skemmtilegar umbúðir, einnig er mikið af konfekti sett í box. Hallgrimur Björnsson fram- kvæmdastjóri sagði okkur að Nói sendi frá sér konfekt f 30 mismunandi umbúðum, þar af væri konfekt pakkað. í sex gerð ir af boxum. Boxin virðast njóta mikilla vinsælda, endá geymist konfekt betur í þeim og margar húsmæður geyma ýmsa smá- hluti í boxunum, eftir að kon- fektið hefur verið borðað. Vinsælustu konfektkassarnir frá Nóa eru án efa svonefndir „Ævintýrakassar. I hverjum kassa eru 100 grömm af kon- fekti og eru til fimm mismun- andi tegundir, allar með ævin- týramyndum. Áætla má að Nói framleiði um 5 konfektmola á hvert mannsbarn í landinu. Mótunum snúið við á færibandinu. Stærstu konfektkassarnir sem Nói framleiðir taka 2 kíló af komfekti. Á myndinni heldur ein starfs stúlkan á einum af stærstu kössunum frá Nóa. 5 konfektmolar á mannsbarn • . . : :■••••■•:■: Ein blómarósin sézt hér vinna að pökkun á hinum svonefndu ævintýrakonfekt- Unnið að því að slá komfektið úr mótunum. Ljósm. Vísis B.G.í kössum, en af þeim er um fimm tegundir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.