Vísir - 06.12.1963, Síða 5
V í SIR . Föstudagur 6. desember 1963.
5
utlönd í rnorgmi
útlönd í rnorgim útlönd í morgun
utlönd í morgun
Forsetí Hæstaréttar og
nefnd hans fara tíl DALLAS
Nefndin, sem Johnson, Banda-
rikjaforseti skipaði til æðstu
rannsóknar á morðinu á Kenn-
edy forseta héit fyrsta fund
sinn í gær og að honum Iokn-
um tilkynnti formaður hennar,
Earl Warren, forseti Hæstarétt-
ar Bandaríkjanna, að nefndin
myndi fara fram á heimild
þjóðþingsins til þess að Ieiða
menn sem vitni að viðlagðri
Páfí til
Páll páfi VI tilkynnti í lok Kirkju
þing:íns i gær, að hann hygðist
fara til Landsins helga í pílagríms
ferð í næsta mánuði, og hefir á-
kvörðunin vakið alheims athygli.
Verður þetta í fyrsta skipti, í 150
ár, sem ríkjandi páfi fer frá Ítalíu.
Fcrsætisráðh. ísraels og Jordan
iu fagna heimsókninni, en Landinu
iielga var skipt milli þessara ríkja
og eru helgir staðir í báðum.
Páfi kveðst fara til þess að biðjast
fyrir á helgum stöðum — fyrir
kristilegri einingu og friði.
refsingu, hlýði þeir ekki kvaðn-
ingu.
Ennfremur var frá því skýrt,
að nefndin mundi fara til Dall-
as í Texas og krefjast þess af
yfirvöldunum, að þau létu í
té allar upplýsingar, sem þau
hafa i fórum sínum.
Einn nefndarmanna sagði, að
nefndin væri einhuga um að
fylgja eftir hverjum einasta orð
rómi, sem komizt hefði á kreik
til þess að kveða niður allt, sem
ósatt væri,
Það vakti mikla athygli, þeg-
ar Johnson forseti skipaði þessa
nefnd, í kjölfar skipunarinnar
til FBI, að rannsaka málið frá
rótum, en jafnframt var lýst
yfir, að engu skyldi leynt. Var
þegar litið svo á, að nefndin
ætti að vera yfir FBI og henni
til aðhalds.
Rannsókn nefndarinnar nær
að sjálfsögðu til morðsins á
Oswald, og það vekur sem að
líkum lætur mikla athygli, að
nefndin hyggst fara til Dallas,
þar sem margra ætlan er að
mörgu sé leynt varðandi morðin
► Finnska stjórnin hefir ákveð-
ið að 1965 skuli minnzt aldar-
afmælis Sibeliusar, og skuli ár-
ið helgað minningu hans og
heita „Sibeliusar-jubileumárið“.
íhaldsflokkurinn
brezki enn í hættu
Páll páfi VI
Úrslit eru kunn í tvennum auka
kosningum á Bretland og sýna þau,
að íhaldsflokkurinn verður enn að
horfast í augu við þá hættu, að
hann tapi næstu almennum kosn-
ingum.
í. kjördæmi í Manchester sigraði
Verkamannaflokkurinn og hélt þing
I sætinu með nokkru meira fylgi en
J áður eða 8962 atkvæða meirihluta
j saman borið við 8438 atkv. meiri-
hluta í almennu þingkosningum.
Frambjóðandinn hlaut 16,01 at-
kvæði og íhaldsflokkurinn 7,139,
en kommúnistar 1,185 og glataði
frambjóðandinn tryggingarfé sínu.
í tryggu íhaldskjördæmi i Lond-
on sigraði fhaldsflokkurinn með
5000 atkvæða meirihluta, en hafði
12.000 atkvæði fram yfir krata í
almennu kosningunum. — Þarna
hafði íhaldsflokkurinn eina af
„stjörnum" sínum í framboði,
Quentin Hogg, sem til skamms
tíma var Hailsham lávarður, og I
nefndur meðal þeirra, sem líkfeg-
astir þóttú að ve'rða fýrir Valinu
til þess að taka við af McMilIan.
En þess er að geta, að’kosningabar
áttan var miklu minni en I almennu j
þingkosningunum, og fjöldamargir
kunna að hafa setið heima, sökum
þess hve viss Hogg var talinn, en
samt segja stjórnmálafréttaritarar
almennt að íhaldsflokkurinn sé enn
í hættu.
Edgar J. Hoover, yfirmaður
FBI.
OBcefur —
sér völl sem hún mun byggja
á í framti'Oinni. Nú, þegar 6
nýir prestar eru komnir í
Reykjavík, ætti eftirmaður minn
að eiga auðveldara starf fyrir
höndum en ég hef haft, því að
nú ættu prestarnir að fá meiri
tíma til að gefa sig að málum
æskulýðsins".
„Hverjar eru helztu ástæð-
urnar fyrir því að þér sóttuð
um prestakall f Reykjavík?"
„Hugur minn hefur alltaf
stefnt að því að þjóna ákveðnu
kalli. Ég hef oft saknað þess
að messa ekki reglulega á sunnu
dögum, þvf að eitt af því dá-
samlegasta sem ég veit er að
koma í kirkju á sunnudögum.
Mér þótti það ætíð mjög á-
nægjulegt er ég var í Bandaríkj
unum að mega eina von á að
sjá heilu fjölskyldurnar í kirkju
á hverjum sunnudegi. Svo er
annað, og það er að ég hef
aldrei verið þjónandi prestur á
íslandi. í sambandi við starf
mitt hef ég ferðazt mikið um og
talað við presta, en það sem ég
hef verið að ræða við þá um
hef ég ekki sannreynt sjálfur
og langar mig nú mikið til að
reyna það. í þriðja lagi hafa
öll þau ferðalög sem ég hef orð
ið að fara f sambandi við starf
mitt sem æskulýðsfulltrúi, kom
ið niður á fjölskyldunni. Hef ég
oft verið fullt eins mikið að
heiman og heima, enda hlakkar
frúin nú mikið til að fá mig
tjóðraðan við ákveðinn bæjar-
hluta“.
„Hvað verður nú fyrsta mál
á dagskrá, er þér takið við Bú-
staðaprestakalli?"
„í Bústaðasókn er engin
kirkja og er því kirkjubygging
fyrsta mál á dagskrá. En það
er erfitt viðfangsefni, því að
lánsfé til kirkjubygginga er erf-
itt að fá. Eins og er er engin
aðstaða til félagsstarfs í hverf
inu og þyrfti kirkjan þvf nauð-
synlega að geta veitt heilbrigð-
um félagsskap, þeirra eldri sem
yngri stuðning og jafnvel húsa-
skjól. Svo þarf að stofna æsku-
lýðsfélag og bræðrafélag —
kvenfélag er fyrir og starfar af
miklum krafti".
„En þér eruð þrátt fyrir allt
bjartsýnn?"
„Já, þótt kirkju vanti hlakka
ég mjög mikið til að taka til
starfa. En einn getur maður ekk
ert. Eins og er er kirkjan frekar
prestakirkja en safnaðarkirkja.
Því hlýtur að verða breytt og
vona ég að allir þeir sem reynzt
hafa frambjóðendum svo tryggir
stuðningsmenn í þessum prests-
kosningum reynist ekki aðeins
stuðningsmenn prestanna heldur
og stuðningsmenn kirkjustarfs-
ins“.
Frank —
vil þakka þeim góðan stuðning,
svo bg safnaðarfólkinu öllu fyr
ir mikið traust.
Teljið þér ekki, að þér hafið
einnig notið góðs af kennslu-
störfum yðar við Hagaskóla?
Jú, ef til vill. Ég hef þar átt
mjög gott samstarf við nemend-
ur og kennara s. 1. 4 ár. Og ég
vil gjarnan láta það koma fram,
að mér hefur verið mikil ánægja
að störfum mínum við skólann.
Áður kenndi ég við Mýrarhúsa-
skóla, og störf mín þar voru
einnig hin ánægjulegustu.
Ákváðuð þér snemma að
nema guðfræði og gerast prest-
ur?
Já, ég tók þá ákvörðun á unga
aldri.
Hafið þér starfað mikið í
KFUM?
Já, ég gekk kornungur í þá
hreyfingu og starfaði þar lengi
meðal drengja sem sveitarstjóri.
Hvaða skoðun hafið þér á
prestkosningum?
Ég sé þæði kosti og lesti á
því fyrirkomulagi. Ég tel það
kost, að sóknarbörnin skuli sjálf
geta ráðið vali á þeim presti,
er þau helzt vilja, að starfi með
al þeirra. Og að sjálfsögðu er
hér um lýðræðislegasta fyrir-
komulagið að ræða. Hins vegar
er það löstur á þessu fyrirkomu
lagi, að áróður getur orðið mik
ill og leiðindabragur verið á
kosningunum stundum. Ekki te!
ég þó hafa borið mikið á því í
þessum kosningum.
Hvað viljið þér segja um
væntanlegt starf í Nessókn?
Ég lít með mikilli ánægju til
þess. Söfnuðurinn á ágæta
kirkju og í kjallara hennar er
salur til fundahalda, þannig að
aðstaða til safnaðarstarfs má
teljast góð.
Hafið þér áhuga á nokkrum
sérstökum málum í sambandi
við safnaðarstarfið?
Ég tel ekki tímabært að ræða
um það ennþá. En ég hef ávallt
haft mikinn áhuga á æskulýðs-
málum og svo mun verða áfram.
— Og hvernig líkar þér við
önnur hér e þar, þvf að í fá-
ing mfnum, sem ég met mikils
í nýafstöðnum prestkosningum,
prestkosningar niður?
Sigurður
RíSiaiiaM
Framhald at bls. 8.
legasta fólk og félagslynt mjög,
og það er mér mjög óljúft að
þurfa nú að kveðja það, en af
mörgum ástæðum fannst mér
nauðsynlegt að fá nýtt brauð,
og sérstaklega vildi ég fá fleiri
sóknarbörn en ég hafði fyrir
norðan. Þar hafði ég 241 sókn-
arbarn, — en í næsta húsi við
Langholtskirkju búa 270 sóknar-
börn, — í einu einasta húsi!
Viðhorfin verða eflaust allt
önnur hér en þar, því að í fá-
menninu þekkti maður öll sín
sóknarbörn, — en hér er þetta
ekki þannig að mér skilst, og
líklega er þetta eitt okkar
stærsta verkefni, nefnilega að
ná enn betur til fólksins og
kynnast vandamálum þess bet-
ur. Æskulýðsstarfið er mjög of-
arlega á baugi og ég held að
við ættum að reyna að tileinka
okkur stefnu séra Péturs Sigur-
geirssonar á Akureyri, en hann
er mjög mikilhæfur unglingaleið
togi og hefur fengið miklu áork
að í þeim málum, eins og kunn
ugt er“.
- Hyernig líkar yður núýér-
andi fýrirkomulag prestskosn-
inga?
„Ég er því algjörlega mótfall-
inn. Því er t. d. ekki kosið um
barnakennara? Það væri alveg
eins hægt, og kennarar hafa
ekki minni áhrif en prestar. —
Þetta mál hefur verið rætt mik-
ið á prestaþingi og ályktun
send Alþingi, en ekkert hefur
enn gerzt í þeim málum. Það
eru einkum yngri prestarnir,
sem eru þessu skipulagi mót-
fallnir, en hinir eldri vilja flest-
ir hafa kosningafyrirkomulagið.
Það er oft mjög erfitt fyrir
prest að koma til sóknarbarna
eftir harða kosningu og rígurinn
og togstreitan valda oft sárum,
sem tekur mörg ár að græða.
Ég vona, að svo verði ekki nú,
enda allt undir því komið að
full eining sé milli prests og
sóknarbarns. Ég vil að lokum
þakka stuðningsmönnum mínum
traustið, og ekki síður andstæð-
ingi mínum, sem ég iv.et mikils
eftir að hafa kynnzt honum í
þessari þaráttu".