Vísir - 07.12.1963, Síða 1
0
VISIR
53. árg. Laugadagur 7. desember 1963. — 167. tbl.
MBeins þrir dagar tii stefnu
Sáttafundur hófst í kjaradeil-
unum I gær kl. 4 1 húsakynnum
Sjómannafélags Reykjavikur og
Dagsbrúnar á Lindargötu. —
Voru þá mættir fulltrúar úr sam
starfsnefnd verkalýðsfélaganna
og samninganefnd vinnuveit-
enda, ásamt sáttanefnd ríkisins.
Fundurinn í gær stóð til klulck
an 7,30 og hefir nýr fundur ver-
ið boðaður kl. 2 í dag.
Fundir stóðu til kl. 2 í fyrri-
nótt. Var þá einkum rætt um
möguleika á því að veita laun-
þegum verðtryggingu I formi
takmarkaðra vísitöluuppbóta.
Aðeins þrfr dagar eru nú tfl
stefnu til þess að ná samkorau-
lagi í vinnudeilunum, en frest-
urinn, sem verkalýðsfélðgin
veittu, rennur út á mánudags-
kvöld. Verður nú um helgina
gerð úrslitatilraun til þess að
ná samkomulagi og afstýra þvi
að til vinnustöðvunar komi.
I
j
t
Laffon, í fjöru Goseyjar, skömmu eftir Iendingu. Hjá honum eru gúmmíbáturinn og mótorinn sem bilaði. (Ljósm. Paris-Match). —
ÞRIR FRANSKIR BLADAMCNN
RCISTU FÁNA A COSCYIGÆR
Sluppu naumlega frá gosi eftir 15 mínútna dvöl
Þrir úfnir, en ánægðir Frans-
menn klifruðu út úr flugvél á
Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi
eftir að I.afa stigið fyrstir
manna á land á Gosey og slopp
ið naumlega frá yfirvofandi
gosi. Þeir voru ljósmyndarinn
Gery frá milljónavikuritinu
Paris Mrtch og tveir fjallgöngu
garpar, Laffon og Mazeaud,
sem m.a. hafa unnið sér það til
ágætis að klífa Mont Blanc,
hæsta tind Evrópu. Á sama
tíma voru nokkrir Islendingar
að búa sig undir að fara út í
Gosey, og setja íslenzkan fána
á eyna. Þegar þeir fengu grun
um fyrirætlan Frakkanna hófst
ákaft „kapphlaup“.
Frakkarnir komu til Vestm.-
eyja á miðvikud. með það í huga
að kvikmynda eyna, og jafn-
vel einhver gos. Þegar þeir sáu
að eyjan bærði ekki á sér á-
kváðu þeir með sjálfum sér að
stíga á land ,og setja upp þjóð-
fána sinn og fána blaðsins. Þeir
höfðu meðferðis frá Frakklandi
gúmmíbát og kraftmikinn mótor
ásamt venjulegum útbúnaði til
ferðalaga um öræfi og gosslóð-
ir. Þeir komu sér fyrir á hóteli
í Vestmannaeyjum, en hófu
fljótlega eftir komu sfna und-
irbúning að ferðinni. í Vest-
mannaeyjum urðu ýmsir varir
við aðfarir þeirra, og grunaði
hvað til stæði.
Þetta barst til eyrna nokk-
urra manna, sem búnir voru að
ákveða ferð til Goseyjar í því
skyni að gangá þar fyrstir
manna á land og reisa íslenzka
fánann á eynni. Þeir hófu þegar
undirbúning og þat með mikið
kapphlaup við Frakkana. Með
Eyjamönnum voru Gestur Þor-
grimsson og Þorgeir Þorgeirs-
son, frá kvikmyndafélaginu
Geysi, en þeir ætluðu að kvik-
mynda eyna og gos á eynni.
Frakkarnir komust fyrr af
stað, eða kl. 11 í gær og stóðu
á eynni ki. 13. Þar reistu þeir
fyrst þjóðfána sinn og síðan
annan fána, með merki Paris-
Match. Síðan byrjuðu þeir að
mynda hvern annan og eyjuna.
Þeir réðu sér ekki fyrir kæti.
En skammt undan eynni voru
Islendingarnir og horfðu á, með
fánann sinn bundinn á stöng.
— Það er ekki hægt að neita
því að þetta var talsverð kapp-
sigling, sagði Gestur Þorgríms-
son í viðtali við Vlsi f gær. Bát
urinn þeirra gekk vel. Hann var
Iéttur og þeyttist áfram á öldu-
toppunum.
Frakkarnir gengu á Iand aust
anmegin á eynni, klæddir í gula
stakka með hjáima á höfði. Þeir
gáfu sér góðan tíma til að koma
fánanum fyrir. Að þvf loknu
gáfu þeir ánægju sinni iausan
tauminn, böðuðu út handleggj-
Framh. á bls. 6.
STÆKKUN ABURDAR VCRK
A þessu ári nam notkun Kjarna
áburðar hér á Iandi 28 þús. lest-
um og yex notkunin um 2000 lest
ir árlega. Af þessum 28 þús. lest-
um varð að flytja 8000 frá útlönd
um. Framleiðsla áburðarverk-
smiðjunnar í Gufunesi nemur 20
þús. lestum í ár, en hún getur
framleitt 4000 1. meira með full-
um afköstum. Afköst hennar nýt-
ast hins vegar ekki til fulls vegna
rafmagnsskorts. Frá þessu skýrði
Hjálmar Finnsson forstjóri verk-
smiðjunnar í viðtali við Vísi í gær
og lét þess jafnframt getið að
athugun færi nú fram á möguleik-
um til stækkunar verksmiðjunn-
ar og jafnframt á því hvemig
bezt mætti nýta afkastagetu þeirr
ar verksmiðju, sem fyrir er, en
ramagnsskortur háir fullnýtingu
hennar.
Áburðarverksmiðjan er orðin
Framh. á bls. 6.