Vísir - 07.12.1963, Síða 7
V1SIR . Laugardagur 7. desember 1963.
7
Setberg í röð stærstu út
gefenda á þessu hausti
Gefur út samtals 23 bækur fyrir jólin
Einn í hópi stórútgefenda bóka
á þessu hausti er Arnbjöm Krist
insson eigandi Setbergsútgáfunn
ar á Freyjugötu 14, en hann gefur
út samtals 23 bækur fyrir jólin,
fleiri bæður en hann hefur nokk-
ru sinni áður gefið út á einu
ári.
Meiri hluti bóka hans í ár er
raunar ætlaður ungum lesendum,
allt til 16 ára aldurs, en auk
þeirra er hánn með 7 meiri háttar
bækur ætlaðar fullorðnum, ævi-
sögur, atburðasögur, þjóðsögur
og þjóðlífslýsingar og eina skáld
sögu.
Stærst þessara bóka er ævisaga
de Gaulle eftir Þorstein Thoraren
sen fréttast.. De Gaulle er óþarft
að kynna, hann er að heita má
dagl. í heimsfréttum og stendur
þar á sama þrepi og aðrir helztu
forystumenn stórþjóðanna. De
Gaulle á þó að vissu leyti sér
stöðu í þessum hópi, jafnt sem
yfirburðasnjall hershöfðingi,
viljasterkur persónuleiki og fram-
sýnn stjórnmálavitringur. Til
hans leitaði franska þjóðin á ör-
lagastund, þegar allt virtist kom-
ið í öngþveiti bæði hvað stjórn
mál og efnahagsmál snerti. Síðan
hefur þessi maður Ijóslega sýnt
hvað í honum bjó og hvers hann
var megnugur. Bókin er á 4.
hundrað síður að stærð, auk sér
prentaðra mynda sem eru fjöl-
margar.
Jón Helgason ritstjóri skrifar
alllanga bók um Tyrkjaránið,
einn hroðalegasta atburð íslands
sögunnar, og um leið einn hinn
sérstæðasta, sem ekki á neinn
sinn líka. Jón hefur gerkynnt sér
öll gögn og heimildir, sem til hef-
ur náðst. Bókin er 235 bls. með
teikningum sem Halldór Péturs-
son listmálari hefur gert.
„Afreksmenn" heitir bók sem
Jónas Þorbergsson fyrrv. útvarps-
stjóri hefur skráð. Fjallar bókin
einkum um tvo menn, Kristján
ríka í Stóradal og sonarson hans,
Jónas Sveinsson frá Bandagerði,
sem er tengdafaðir höfundar. Þar
er ennfremur skýrt frá draumum
Jónasar Sveinssonar og dulræn-
um fyrirbærum ýmsum. Bókin i
tæpar 200 síður að stærð
nokkrum ljósmyndum.
Eftir Þorstein skáld á Ham
gefur Setberg út Þjóðlífsþætti, I
að tölu, sém höfundur nefn
„Skuldaskil“. Margar þær persón
ur og mörg þau atvik sem við
sögu koma í þessari bók kannast
lesandinn að vísu við, en engu að
síður gæðir höfundurinn þær lífi
á sinn persónulega hátt. Elzti þátt
urinn fjallar um Svartadauða og
úr því allar aldir aftur. Teikning-
ar við efnið hafa Ragnar Lárus-
son og Ágústa Sigurðardóttir
gert. Bókin er röskar 200 síður
að stærð.
Vilhj. S. Vilhjálmsson blaða-
maður hefur fært í letur viðtöl
við 33 sjómenn og útvegsmenn.
Ilöfundar Setbergsbóka. Sitjandi frá vinstri: Vilhjálmur S. Vil-
hjálmsson, Þorsteinn frá Hamri, Einar Guðmundsson. Standandi
frá vinstri: Þorsteinn Thorarensen, Jón Helgason, Jónas Þorbergss.
Sýnisbók íslenzkr-
ar sjómennsku
Jónas Guðmundsson stýrimað
ur sendi í fyrrahaust bók á mark
aðinn, sem hann nefndi Sextán
ár á sjó. Sú bók þótti um marga
hluti mjög góð, varð vinsæl og
mikið lesin.
Nú hefur Jónas skrifað nýja
bók, sem helguð er sjónum og
sjómannalífi, nokkuð sundurlaus
að vísu, en þeim mun fjölbreyti-
legri og einkar skemmtileg aflestr
ar. Bókin h'eitir „Skip og menn“
og er röskar 200 síður að stærð.
Formála skrifar Helgi Sæmunds-
son, en bókaútgáfan Hildur gef-
ur bókina út.
í formála að bókinni segir
Helgi Sæmundsson svo, að hún sé
„eins konar sýnisbók íslenzkrar
sjómennsku frá árabát til gufu-
skips". Þetta eru orð að sönnu,
því þarna segir frá svipmyndum
úr lífi sjómanna í blíðu og
ströngu, slysfarasögur og háska-
siglingar í ofviðri, nokkrir þættir
fjalla um ýmsa menn, sem mikið
koma við sögu útvegsmála eða
þá skipstjórnar, þ. á m. um Pál
í Selárdal og Eyvind duggusmið,
Bjarna riddara Sivertsen og um
skipstjórana Sigurð Símonarson,
Geir Sigurðsson, Sigurð Sumar-
liðason, Árna Gunnlaugsson og
Elías Jónsson
í bókinni eru frásagnir og end-
Framh. á bls. 13
Bókina kallar hann „í straum-
kastinu" og er tæpar 230 síður
að stærð. Myndir eru af öllum,
sem segja frá. Kennir þarna
margra grasa frá mismunandi
tímum í hinni hraðfara þróun
sjávarútvegsins síðustu áratugina.
Eftir Einar Guðmundsson kenn-
ara og fræðaþul kemur á veg-
um Setbergs 8. sagnakver höf-
undar undir heitinu „Dulheimar“.
I því eru þjóðsögur, sagnaþættir,
þjóðlífsmyndir, alþýðukveðskap-
ur o. fl., m. a. eru í kverinu ýms-
ir þættir, sem „ljósvíkingurinn"
Magnús Hj. Magnússon, skráði af
Vestfjörðum og eru nú í geymslu
í handritasafni Landsbókasafns-
ins. Bókin er tæpar 150 síður í
fremur litlu broti.
Sjöunda bók Setbergs er skáld-
saga „Morgunroði" eftir Ragnar
Þorsteinsson rithöfund og bónda.
Eftir Ragnar hafa áður komið út
tvær bækur, Víkingablóð, 1951,
og Ormur í hjarta 1961. Ragnar
hefur valið sér hafið sem höf-
uðviðfangsefni í skáldsögur sín-
ar, enda er hann sjálfur alinn
upp við sjó og hefur stundað sjó
árum saman. „Morgunroði" er
190 bls. bók og er aðeins fyrri
hluti sögunnar.
Otgefandinn, Arnbjörn Krist-
insson, kvaddi blaðamenn á fund
sinn í gær og afhenti þeim fram-
antaldar bækur. Um leið gat hann
þess, að það væri misskilningur,
sem ríkti meðal almennings, að
bókaútgáfa hafi aukizt stórlega
á íslandi með hverju árinu sem
liði. Fyrir 17 árum voru fleiri bæk
ur gefnar út heldur en gefnar
voru út í fyrra. Þá var fjöldi út-
gefinna bókatitla 574, en ekki
Bók um þekkta aflamenn
Höfundar bókarinnar „Aflamenn“.
Komin er út hjá Heimskringlu
bókin Aflamenn, þættir um
nokkra aflakónga eftir 5 þekkta
rithöfunda en ritstjórn bókarinn-
ar hefur Jónas Árnason annazt
Forstöðumenn Heimskringlu
þeir Kristinn E. Andrésson, dr.
Jakob Benediktsson og Sigfús
Daðason skýrðu blaðamönnum
frá hinni nýju bók í gær en við-
staddir voru höfundar bókarinn-
ar.
1 bókinni eru þessir þættir:
Binni í Gröf eftir Ása í Bæ Á
stund skyttunnar, þáttur um Jón-
as Sigurðsson skólastjóra Stýri-
mannaskólans, sem verið hefur
skipstjóri og skytta á hvalveiði-
skipi mörg sumur eftir Indriða G.
Þorsteinsson. Pétur Hoffmann
Salómonsson álaveiðimeistari,
ár 1962, eftir Stefán Jónsson. Með
kvíasmalanum úr Önundarfirði,
Garðari Finnssyni aflakóngi á
Höfrungi II. eftir Björn Bjarnason
og Frá Hafnarnesi til Mangalore,
þáttur af Guðjóni Illugasyni skip
stjóra eftir Guðjón Iilugason. —
Sem fyrr segir sá Jónas Árnason,
rithöfundur um ritstjórn bókar-
innar. Mikill fjöldi mynda prýðir
bókina.
Þá er ennfremur komin út hjá
Heimskringlu bókin Borin frjáls
eftir Joy Adamson. Er það heims
fræg bók, sem þýdd hefur verið
á mörg tungumál. Fjallar bókin
nema 532 í fyrra. Fyrir 10 árum
voru ekki gefnar út nema 427
bækur. Frændþjóðir okkar á Norð
urlöndum gefa árlega út 3 —6 þús.
titla.
Ef bókum s.l. árs væri skipt
niður í flokka, ber mest á skáld-
Framhald ð bls 13.
Ferðabók
landkönn-
uðar
„Ferð í leit að furðulandi“ heit
ir nýútkomin ferðabók eftir hinn
kunna landkönnuð og rithöfund
Ejnar Mikkelsen.
í fyrra kom út á íslenzku ferða
bók eftir sama höfund „Af hunda
vakt á hundasleða", sem náði
verulegum vinsældum meðal ís-
lenzkra lesenda, enda er frásagn-
argáfa höfundarins mikil og bæði
er það að hann hefur lent í marg
háttuðum ævintýrum og mann-
raunum, en jafnframt það að
hann gæðir frásögnina sérstöku
lífi og fær í hana spennu eins og
skemmtilegustu skáldsögu.
Þessi nýja bók „Ferð í leit að
furðulandi“ hefur alla kosti hinn
ar fyrri bókar hans og er ævin-
týraleg og skemmtileg aflestrar
frá upphafi til enda. Bókin er
röskar 180 síður að stærð, Her-
steinn Pálsson íslenzkaði, en
Skuggsjá í Hafnarfirði gaf út.
um líf ljónynju meðal manna og
dýra. Er hér um fyrsta bindi af
þremur að ræða.
Þá skýrði Sigfús Daðason blaða
mönnum frá því, að væntanlegar
væru á næstunni nokkrar bækur,
þ. e. Leikfönp leiðans, smásögur
eftir Guðberg Bergsson, Reikni-
vélin, leikrit eftir Erling Halldórs
son, Ritgerðir Mao Tse Tung 2.
bindi, er inniheldur 14 ritgerðir
hins kínverska leiðtoga, skrifaðar
á árunum 1945 — 1949. Blómin
anga, þýdd saga eftir sænsk-
amerisku skáldkonuna Iru Morris
en hún gerist í Hirosima og Um
sumarkvöld, ný útgáfa af barna
bók Ólafs Jóh. Sigurðssonar.