Vísir - 07.12.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 07.12.1963, Blaðsíða 9
V í S I R . Laugardagur 7. desember 1963. . m «** •**?« að meðtaka nú hina válegu fregn? ■ Forsetinn veginn, sem veittist þó gcgn vígum, en jafnrétti mat, og lýðræði kaus fyrir þeldökkan þegn og þjóð, sem í herfjötrum sat. Því h'ann gat af þori og manndáðum mætt til miðlunar, hvar þá sem friðnum var hætt, og samlyndi þjóða í bróðerni bætt, bótt bæri hann hita þess einn. Hann óttaðist ekki að semja um sætt, en samdi ei af ótta við neinn. Og fyrir því málefni staðfastur stóð að styðja með dáð hverja lýðræðisþjóð, þótt fyrir þær hugsjónir blæddi hans blóð, skal borið hans merki um sátt. Og ætíð skal varinn sá varði er ’ann hlóð á vegi í réttlætisátt. Baldur Púlmason útvarpsf ulltrúi: „Ég fékk ekki fréttina um ævi- lok Kennedys forseta fyrr en seint á níunda tímanum um kvöldið, er ég kom heim og konan mín tjáði mér þau hörmulegu tíð indi. Ég varð strax miður mín, og er reyndar langt frá því, .að ég sé búinn að jafna mig á þessu enn. Svo fráleitt og hryggilegt finnst mér það vera, að þessi hreinlyndi og hugrakki stjórnmála skörungur skuli svo ungur á burt genginn frá óleystum verkefnum sínum og hugsjónum. Mér þótti sem náinn vinur minn hyrfi — og heimurinn væri langtum ó- tryggari eftir. „Saknaðarhugsanir mínar urðu svo ásæknar næstu dagana, að þær fóru að taka á sig ljóðræna mynd, og á sunnudagskvöldið síðia settist ég við og lauk þessu litla ljóði, þegar liðið var að óttu. Sendi ég svo Gunnari ritstjóra það morguninn eftir til birtingar í Vísi þá um daginn, en það var einmitt útfarardagur Kennedys“. Inn hvíti ás mildi og mikilla dáða er fallinn i valinn einu sinni enn fyrir mistilteini mannhaturs og blindu. Andvarp liður frá iþyngdu brjósti og innir þér harmslátt sinn: I öndvegi ríkis hneig öndvegismaður, — einkavinur minn. Friðarfáninn drúpir, fara dunur um löndin. Heyrum vér dauðadyn? Nei, hefja skal fánann að húni, hefja skai merki hins fallna. Hvar er nú hvítur ás? múlorameistari: „Ég veit ekki, hvað skal segja, þetta sló mann svo voðalega, svona hiutir verða oft til fyrir snögg áhrif. Ég varð alveg lostinn af þessum ósköpum; eins og svo margir aðrir dáði ég þennan mann og hugsjónir hans, og hjá mér fékk þetta áfall útrás i ljóði. Hugmyndin og heildarmyndin komu á svipstundu, en auðvitað tók lengri tíma að vinna úr þeim kvæði“. Andlátsfregn áð eyrum mínum óvænt barst, svo sár og hljóð: Hann er dáinn — horfinn sýnum, hann, sem efst á tindi stóð; — ljúfmennið með lífstrú bjarta, lítilmagnans skjól og vörn; góðmennið með göfugt hjarta, er gleðja vildi jarðarbörn. Frelsishetjan frjálsa, glæsta, frækin glímdi störfin við — átti sér þá hugsjón hæsta heiminum að tryggja frið. Kærleikans með brandi barðist, bezti vinur friðarþings. Með heiðarleikans vopnum varðist, vann sér hylli almennings. Hin syrgjandi eiginkona, Jacqueline Kennedy, við útför hins látna. Vakir sorg um veröld alla, vonarljósið hvarf svo skjótt. En friðarmerkið mun ei falla meðan sigrar dagur nótt. nútímaatburð í kvæði mfnu, er sú, að hugsjón völunnar og mann kynsdraumurinn, sem hún sér, brýzt síðar fram i starfi Kenne- dys, er ieitast við að gera hann að veruleika. En þrátt fyrir fall hans mun draumurinn rætast og nýir menn rísa upp og bera merk ið fram til sigurs". „Sól tér sortna sígr fold í mar hverfa af himni „Sér hon upp koma öðru sinni jörð ór ægi iðjagræna falla forsar flýgr örn yfir sá es á fjalli fiska veiðir. Sal sér hon standa sólu fegra gulli þakðan og íslenzk ljóðlist Eiaar Markan söngvari: „Þetta sótti svo sterkt á mig, að ég komst ekki hjá því að yrkja ljóðið. Ég hef alltaf verið hrif- inn af Kennedy forseta, frá því að ég sá fyrst mynd af honum; mér fannst hann svo svipbjartur og drengilegur, og þegar þessi voðalega fregn barst, var eins og ég gæti ekki annað en skrifað eitthvað. Ég hef lengi bægt frá mér öllu slíku með vilja, en í þetta sinn réð ég ekki við það. Ég skrifaði kvæðið á iy2 klukku- tíma' morguninn eftir morð for- setans". yifur Ragnarsson læknir: Er sorgarfregn að eyrum okkar bar var allur lýður sleginn þungum harmi. Hann sannur maður vissulega var og velferð heimsins ríkti í hans barmi. Hann barðist fyrir frelsi allra þjóða og friðarhugsjón var hans innsta þrá. Nú er hann horfinn, glæsimennið góða, sem göfuglyndir munu eftir sjá. Þín saga geymist meðan menning lifir og mannsins hjörtu slá og finna til. Ó, guðdóms máttur veröld vaki yfir og veiti jarðarbömum styrk og yi. „Ég orti þetta kvæði daginn eftir fregnina um morð Kennedys, en þannig hittist á, að nokkrum dögum áður hafði ég ort annað kvæði: um gosið við Vestmanna- eyjar. í því kom fram óhugnan- leg feigðarspá, og endirinn boðaði komu styrjaldar. Ég veit ekki, hvernig ég fékk það hugboð, en þegar þessi ógnvænlega frétt um lát forsetans kom í útvarpinu, fannst mér eins og rekinn væri í mig rýtingur. Þetta var reiðar- slag fyrir heiminn eins og fráfali Hammarskjölds á sínum tíma. Draumurinn um jörðina, sem rís úr sæ, er táknrænn fyrir andlega þróun mannanna, og allt mann- kynið ber þann draum í hjarta sínu, en sumir menn eins og t. d. Kennedy og Hammarskjöld virð- ast útvaldir til að hrinda honum í framkvæmd, og því harmar all- ur heimurinn fráfall þeirra. „Ástæðan til þess, að ég leyfi mér að tengja saman Völuspá og heiðar stjörnur geisar eimi ok aldrnari leikr hár hiti við himin sjálfan" Rísa úr hafi háar súlur loga leiftur í ljósrofum berst lág stuna um storð alla er hnígur að brúði höfuð alblóðugt. Harmflaug hættlig hrund svipti von þeirrar veraldar er vá óttast. Veginn er sá er sfzt skyldi sona jarðar og upphimins. Fellur húm á hvarmstjörnur leggjast um láð langskuggar vaknar vala á velli Iða sér hún í dul daga óborna. á Gimléi þar skulu dyggvar dróttir byggja ok of aldrdaga ynðis njóta“. Frú Halldóra B. Björnsson skúldkona: „Mér varð svo hverft við, þegar ég heyrði fregnina í útvarpinu, að ég fór inn og kúrði þarna ein f myrkrinu í meira en hálftíma. Þá var eins og ég sæi fyrir mér þessa mynd. Sfðustu línurnar urðu til fyrst. Þetta var svo miklu meira en morð á einum manni; það var reiðarslag fyrir allan heiminn". Homfagur hjörtur á tindi heimsbyggðum ofar óttalaus — séður af öllum uggir ei háska. Varúlfur liggur f leyni læðist og bítur. Ein gengur hindin sú hvita heim - þar er sorgin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.