Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 24.12.1963, Blaðsíða 1
VÍSIR 53. árg. Þriðjudagur 24. desember 1963. — 272. tbl. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□! □ □ 1 Yísir óskar lesendum n n ' I sínum, nær og fjær, GLEÐILEGRA JÓLA □ O aannnnnnnannnnnnnnnnnnQnannnnannnr: aaaaanaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaiq JÓLAHUGLEIÐING EFTIR SÉRA EMIL BJÖRNSSON Faeddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu. (Lúk. 2. 7). ÞAÐ ERU MÖRG heimlislaus böm í heiminum í dag. Nafnlaus, foreldralaus og ættjarðarlaus lifa flóttabömin af brjóstgæðum fólks og þeirri sam- vizku, sem mannkynið á ennþá eftir. En í raun- innl er ekki rúm fyrir þau í gistihúsinu. Margir finna til með þeim, en of fáir taka þau að sér. Ég hugsa um gamlan mann, sem beið eftir hvíld- inni og var að tala f síðasta sinn við prestinn sinn. En hann minntist ekki á dauðann. Hann talaði um eiginkonu sina og böm og aðra ástvini, þá sem hann hafði gefið lff sitt eins fúslega og maður gefur þyrstum manni svaladrykk. En tfðræddast varð honum um bam, sem aldrei hafði verið gefið ljós skynseminnar, og þennan minnsta bróður höfðu þau hjónin tekið að sér og alið upp í stór- um bamahóp sem sitt eigið barn. Og gamli mað- urlnn trúði prestinum sínum fyrir því, að innst inni hefði hann unnað þessu bami meira en sínum eigin bömum og kvaðst biðja til guðs að hann fyrirgæfi sér það. 1 öllu þurfti að hjálpa þessum dreng eins og hvítvoðungi, þótt hann næði fullum líkamsþroska, unz hann lézt sem fulltíða maður. Hvers vegna þótti þér svo óumræðilega vænt um þetta bam, vænst um það af öllum, spurði prest- urinn, og vissi þó svarið með sjálfum sér. Ég held, sagði gamli maðurinn og ljómaði eins og bam, ég held að það hafi verið af því að það þurfti mín mest með. Þegar jafn hreinir og skærir geislar fómandi kær- leika falla á veg vom frá mannlegum hjörtum, hvað mun þá um kærleikssólina sjálfa, „... er fegurst skein um fyrstu jól við fæðing guðs f heim“. 1 hvert sinn er bami opnast leið til lffs hér á jörðu, opnar það jafnframt kærleika guðs nýjar leiðir að sálum þeirra, sem fá það til umönnunar. Lítið bam er lykill kærleika guðs að hjarta mannsins. í rauninni fæðumst við tvisvar í þennan heim, í seinna skiptið endurfæðumst við í því barni eða bömum, sem við gefum líf okkar, hvort sem við erum tengd þeim blóðböndum eða ekki. Band kærleikans getur jafnvel verið sterkara öllum blóðböndum. Það sannar saga gamla mannsins. Frá okkar eigin fæðingu emm við sjálf umvafin þeim óumræðilega kærleika, sem guð leggur ást- ríkum foreldmm okkar í brjósL Og við endurfæð- ingima gefum við aftur það sem við höfum þegið, og þessa óslítandi keðju nefnum við ástvinakær- leika og heimilislíf, og það h'f er aldrei sælla en um jólin. En hversu sælt sem það er að þiggja, er ennþá seella að gefa, gefa sjálfan sig skilyrðis- laust jafnvel þeim, sem hvorki veit né skilur, en finnur aðeins til, spyrja ekki um neitt nema það, hvort þörf sé fyrir gjöfina, hugsa aldrei um þakk- læti, hvað þá um laun. Þetta er að elska og geta ekki annað. „Svo elsk- aði guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn“. Þetta er í senn hin djúpa og einfalda uppspretta jólagleðinnar. Sé lifað I þessum anda, höfum við varið gjöf lífsins rétt, þá eykur hún á hamingju heimsins í stað þess að auka á kvöl mannlifsins, eins og of oft vill verða. Þá fyrst er hjartarúm fyrir öll munaðarlaus böm heimsins. Ef hjarta* rúmið er ekki smátt, er ekkert gistihús of þröngt, engu barni ofaukið, hvorki stóm eða smáu. Þá og þá fyrst verður fögnuður jólanna fullkominn og friður á jörðu, og jólafriðurinn er friður þeirrar fullvissu, að kærleiki guðs í Jesú Kristi sé skii- yrðislaus, fómandi, almáttugur og eilífur. „Það sem þér gerið einum þessara minna bræðra, það hafið þér mér gjört“. GLEÐILEG JÓL BARN ER OSS FÆTT laaaaaaaaaaaaaoannaaaoti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.