Vísir - 28.12.1963, Side 7

Vísir - 28.12.1963, Side 7
VI S IR . Laugardagur 28. desember 1963. 7 Adenauer Isínar um rifjar upp minningar fræga stjórnmálamenn Konrad Adenauer, elzti stjórn- j málamaður álfunnar, sem enn 'l tekur virkan þátt i stjórnmálum, !þótt hann hafi nú fyrir nokkru látið af embætti sem forsætis- ráðherra, hefir átt mikil sam- skipti við forseta Bandaríkjanna, allt frá því er Harry S. Truman var forseti. Hvert er álit Adenauers á Lyn- don B. Johnson, hinum nýja for- seta Bandaríkjanna, sé hann bor- i inn saman við fyrirrennarana? Hefir það breytt friðarhorfun- t. um, að nýr forseti er tekinn við ; stjórnartaumunum í Bandaríkjun- um? Við hverju getur Lyndon B. Johnson búizt af hálfu Nikita Krúsév, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, og De Gaulle Frakk- i landsforseta? Á hvern hátt mun r Johnson leitast við að leysa I heimsvandamálin? Þessum og fleiri spurningum, sem aðkallandi er að fá glögg svör við, svarar Adenauer í einka viðtali við Kurt Lachmann, al- þjóðamálafréttaritara U.S. News and W.orld Rcport, en hann átti mörg viðtöl við Adenauer, þegar hann var forsætisráðherra Vest- ur-Þýzkalands. -/- KYNNI í TEXAS Þeir Konrad Adenauer og Lyn- don B. Johnson fengu gott tæki- færi til aukinna persónulegra j kynna, er Adenauer heimsótti • hann á búgarði hans í Texas í ; apríl 1961. Fréttaritarinn minnti hann á þessa heimsókn. — Já, ég var næturgestur á búgarði hans. Seinna vorum við saman í Dallas, þar sem var hald- in mikil hátíð undir beru lofti. Þar voru flokkar úr þýzkum skemmtiklúbbum og leikið á hljóðfæri og sungið. Þetta var indælt og friðsælt. Skoðun mín á núverandi forseta er, að hann sé gáfaður raunsæismaður. Við töluðum ekki um öll stóru heims- J málin þá, eða sérstaklega um ut- Ianríkismálin, — þessi mál voru ekki þá í hans verkahring. Er fréttaritarinn spurði hann nánara um viðræðuefnin, svaraði, Adenauer: -/- TEXAS EFST Á BAUGI — Nú, þér eruð Bandarlkja- maður, og þér vitið, að þegar þér hittið einhvern frá Texas, þá er Texas efst á baúgi. Það kemur eins og af sjáifu sér, — er það ekki reyndin? Manni er sagt hve Texas sé stórt og mikilvægt. Við töluðum ekki sérstaklega um hin alvarlegri vandamál, en ég mynd- aði mér þá skoðun á honum af kynnum mínum þá, að hann væri maður, sem stæði traustum fótum á jörðu. -/- HEIMSVANDAMÁLIN Fréttaritarinn spurði næst hvoft hann teldi, að Johnson væri mað- í ur, sem gæti tekið erlend vanda- Adenauer um Johnson: Mér koi mál og heimsmál traustum tök- um? — Á þessum tíma þurfti hann ekki að fást við slík mál í ein- stökum atriðum — og hver, þeg- ar öllu er á botninn hvolft, hefir það á vaidi sínu, að ráða við slík mái? Á þessum tíma var John- son varaforseti. Hann hafði að- eins ,fárra mánaða reynslu, og eins bg þér vitið eru varaforsetar vart þjálfaðir undir það, að verða að taka við forsetaembætti hve- nær sem er. Mér lcom Johnson þannig fyrir sjónir, að hann væri traustur maður, sem léti ekki bil- bug á sér finna, maður, sem veit hvað hann viil og stendúr á traust um grunni. í stuttu máli — ég fékk gott álit á honum. -/- KRÚSÉV Og nú spurði fréttarjtarinn: Haldið þér, að hann muni standa sig gagnvart Krúsév? — Ég er alveg viss um það, — hann lætur ekki Krúsév leika á sig. Þegar ég hugsa um þá báða í einu get ég ekki ímyndað mér, að Johnson guggni og fari að riða, eða ef svo mætti segja, að hon- um muni finnast óskaplega mikið til um Krúsév. — Og hvað haldið þér að Krús- év geri nú? -/- HVAÐ GETUR KRÚSÉV GERT? — Hvað getur Krúsév gert? Ef hann er hygginn mun hann blða átekta nú. Athugið hversu ástatt er. Hinn 3. nóvember næsta ár n Johnson þannig fyrir sjónir, að fara fram forsetakosningar I Bandaríkjunum. Ég geri ráð fyrir, að það sé ákveðinn ásetningur Johnson’s að verða kjörinn for- seti. Við venjuleg skilyrði fyrr á tímum var mikill kosningaviðbún- aður seinasta ár hvers forseta- tímabils. I ræðu sinni, er hann ávarpaði þjóðþingið 27. nóvem- ber, lagði hann áherzlu á hvað mikilvægast væri á sviði innan- landsmála. Ef ég reyni að setja mig I hans spor kemst ég að þeirri niðurstöðu, að hann muni reyna að koma fram þeim málum, sem mestu varða Bandaríkjamenn, og á sviði utanríkismála mun hann reyna að forðast árekstra. En vilji menn I hinum „herbúð- unum“ árekstra verður öruggum ieiðtoga að mæta. Ég tel mig sjá það greinilega, að við slíkar að- stæður mundi hann ekki draga iengi að beita sér, en ég á ekki við það, að hann mundi byrja á því, að beita kjarnorkuvopnum. -/- ER JOHNSON HARÐARI í HORN AÐ TAKA EN FYRRI FORSETAR? Fréttaritarinn spurði Adenauer hvort hann teldi, að Johnson mundi reynast harðari I horn að taka en Kennedy var, — eða Eis- enhower, — eða Truman? - Við skulum líta á Harry Truman fyrst, svaraði kanslarinn. Að mínu áliti mun hans einhvern tíma verða minnzt sem eins hinna mestu forseta Bandaríkjanna. Það, sem ávannst I Japan og Kóreu, hann væri traustur maður, sem el var svo mikilvægt, og ávannst fyr ir forystu hans. Með því var sann- arlega mikil dáð drýgð. Of lítið hefir verið gert úr því, að mínu áliti, að framkvæmd Marshallá- ætlunarinnar var hafin, er hann var forseti. Við hans forystu fæddist hugsjónin. -/- EISENFIOWER OG DULLES Eisenhower hafði nána sam- vinnu við John Foster Dulles (þá- verandi utanrlkisráðherra). Ég hefi það milliliðalaust frá þeim hvorum um sig, að þeir voru sem einn maður I hug og hjarta. Ef ég ræði þá báða I einu vil ég segja, að milli þeirra var hið fullkomna samstarf. Þér vitið hve mikið álit ég hafði á þeim. Ég tel, að þeim megi þakka að veru- legu leyti, að heimurinn I dag stendur enn óhruninn. -/- MESTA ÞOLRAUN KENNEDY’S Fréttaritarinn spurði einnig um Kennedy — hver hefði verið mesta þolraun hans. Að því er Kennedy varðar: Hann var gáfaður maður, sjón- deildarhringur hans víður. Mér virðist, að Kúba hafi verið hin mikla þolraun á forsetatímabili hans — og ekki enn séð fyrir endann á þeim málum. Eftirmað- ur hans er ekki búinn að sýna hvað hann hyggst fyrir. Ég fór til Washington skömmu eftir á- reksturinn á Kúbu. Og ég talaði við helztu menn, þeirra meðal Dean Rusk utanríkisráðherra (I tki léti Krúsév leika á sig. nóvember 1962, eftir að hafn- bannið var sett). Rusk sagðl mér, að Bandaríkin væru við öllu búin. Og Kennedy guggnaði þá ekki, guði sé lof. MacNamara hafði bú- ið svo f haginn fyrir hann, að hann gat sent mikið lið suður á Floridaskaga og til alls hættu- svæðisins og þess vegna reyndist kleift að gera út um málið. Þetta var hið mikla afrek Kennedys. -/- ÁREKSTUR MILLI JOHNSON OG DE GAULLE? Fréttarltarinn vék að því, að mikið væri rætt og ritað í Banda- ríkjunum um að til áreksturs kynni að koma rrjilli L. B. John- sons og De Gaulle. — Það held ég ekki, svaraði Adenauer. De Gaulle hafði að minnsta kosti áhuga á að fara I heimsókn til Bandaríkjanna á fyrsta fjórðungi næsta árs og hafði látið hann I ljós. Hann hef- ir nú staðfest þetta á ný. De Gauile mun þannig, að ég hygg, fara þangað I opinbera heimsókn, sem ekki má verða of stutt til þess að náð verði gagnlegum árangri. Þannig ætti að vera unnt að uppræta það, s^m misskiln- ingi hefir valdið og er persónu- legt fremur en efnisiegt. Ég hygg, að flestir Bandaríkjamenn muni taka honum með jnikilli virðingu. -/- AFSTAÐA DE GAULLE TIL ANNARRA ÞJÓÐA — Hvern teljið þér kjarna Frh. á bls. 10. ‘i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.