Vísir - 03.01.1964, Page 10
STRANDHÚS -
Framhald af bls. 7
þeir benda jafnframt á að þetta
fyrirkomulag miðist fremur við
þá sem hafa sjaldan gesti og
hugsa sér ibúðina þannig, að
allir, jafnt börn og fullorðnir,
geti notið hennar allrar hindr-
unarlaust. Aðrir myndu segja,
að skilveggir milli barnaher-
bergja væru allt of veikir, og
að milli herbergja bærist of mik
ið af tali og hávaða. Auðvitað
berst eitthvað á milli ,en ekki
meira en svo, að börnin vita
hæfilega mikið af því.
Húsið er raunverulega i tveim
ur hlutum. Aftari hluti hússins
með baðherbergi, geymslum,
þvottahúsi o. s. frv., er hlaðinn
úr steyptum steinum, eins og
fyrr er getið. Fremri hlutinn er
byggður úr léttari efnum, timbri,
gleri og stáli. Lofthæð aftari
hlutans er minni en fremri
hlutans, en það skiptir talsverðu
máli í þessu tilfelli. Sá, sem
gengur inn I fremri hluta húss-
ins, íveruhlutann, sér útsýnið
opnast fyrir sér, stærra og við-
áttumeira, eftir því sem hann
gengur lengra inn. Komið er inn
í setustofuna. Milliveggurinn,
sem að henni snýr ásamt þeim
mismun, sem á lofthæðum er,
eykur á tilfinning þess sem inn
gengur fyrir viðáttu útsýnisins.
Fyrst þegar komið er inn, lok-
ar milliveggurinn að verulegu
leyti fyrir það, nema það sem
má sjá beint framundan sér, en
eftir því sem framar er gengið,
verður hann minni fyrir aug-
unum og loks opnast útsýnið al-
veg.
Gluggastærðir miðast við að
allir, sem inni eru, geti notið
útsýnisins. 1 öðru húsinu eru
engin giuggatjöld, heldur sér-
stakar rúllugardínur, sóltjöld,
vafin upp á rúllu með gormi, og
eru aðeins notuð þegar skin sói-
arinnar verkar truflandi. í hinu
húsinu eru notuð venjuleg
gluggatjöld, sem eru dregin til
hliðar.
Ýmislegt fleira má sjá í þess
um húsum, sem ekki sést víða
annars staðar i húsum á íslandi.
T. d. er ekki hægt að opna nema
einn glugga. Loftræsting fer
fram með öðrum hætti en venju
lega. (Sjá mynd). Burðarstoðir
eru af nýrri og einfaldari gerð
en víðast tíðkast. (Sjá mynd). í
öðru húsinu eru ekki notaðar
rafmagnshelluri í eldhúsi, heldur
tenglar, sem eru tengdir pottum
og pönnum. (Sjá mynd). Þannig
má lengi telja.
Húsin eru björt, umgangur
um Ibúðina mjög frjálslegur og
auðveldur. Það er létt yfir þeim,
fjarri þvl að um innilokunartil-
finningu sé að ræða, þá til-
finningu, sem margir finna til
í sterklega byggðum steinkum-
böldum okkar. En rétt er að
taka fram, að hús sem þessi
njóta sín alis ekki I venjulegum
íbúðarhverfum, á litlum ióðum,
með hús allt I kring, sem
þrengja að þeim og byrgja fyrir
útsýni.
Hér er loftræstingin í húsi
Manfreðs. Hún fer eins og áð
ur sagði ekki fram um
glugga. Bak við plötuna eru
flatir rimlar, sem hallast á
þann veg að engin hætta er
á að vatn berist með þeim.
Þegar Manfreð vill fá loft
inn í herbergið, tekur hann
í snúru efst til vinstri og
platan eða hlerinn opnast
inn og loftið getur streymt
óáreitt. Hjarir eru neðan á
hleranum.
lilll
wmzm
VANDERVELL
_ Véialequr^
Þ JONSSON &CO|
BRAUTARHOLTI 6 - SIMI /9215 n
□
□
VINNA
Vélhrein-
gerning
og
teppa-
hreinsun
ÞÖRF. -
Simi 20836
□
□
□
□
□
□
□
D
□
□
□
□
□
□
n
a
□
Hreingerningar < glugga-
hreiiisun. — Fagmaður I
hverju starfi.
Þórður og Geir
Símar 35797 og 51875
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
□
VÉLAHREINGERNING
Vanir
menn.
Þægiieg
Fljótleg.
Vönduð
vinna.
ÞRIF. -
Sími 21857.
Vélahreingern-
ing og húsgagna-
Vanir og vand
menn
Fljótleg og
rifaleg vinna
ÞVEGILLINN
Sími 34052.
TePpa- og
húsgagnahreinsunin
Simi 34696 á daginn
Simi 38211 á kvöldir.
og um helgar
V f SIR . Föstudagur 3. janúar 1964.
j , horgin í dag gg
Slysavarðstofan
Útvarpið
Opið allan sólarhringinn. Sími 21230. Nætur- og helgidagslækn- ir í sama slma. Föstudagur 3. janúar. Fastir liðir eins og venjulegc.
7.00 Morgunútvarp.
Lyfjabúðir 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna“. Tónleikar. 14a0 „Við, sem heima sitjurn".
Næturvakt I Reykjavík vikuna 15.00 Síðdegisútvarp.
28. des. til 4. janúar er I Ingólfs- 18.00 Merkir erlendir samtíðar-
Apóteki. menn: Séra Magnús Guð-
Hafnarfirði frá kl. 17. 3. jan. til mundsson talar um Stanley
kl. 8 4. jan. Kristján Jóhannesson, Jones.
sími 50056. 18.30 Lög leikin á strengjahljóð-
færi.
Blöðum
flett
Yfir hljóðum daladrögum
dagurinn fór að settum lögum,
áleiðis að vesturvegi
viðburðina tók með sér.
Niður I dýpi drafnar fer.
Drungi rikir yfir legi.
Er sem hálfa sögu segi
særinn út við flæðisker.
Guðmundur Friðjónsson.
Sumarið 1858 komu hingað
tveir brezkir náttúrufræðingar
þeirra erinda að ná I geirfugl, ef
rekkur fyrirfyndist þá enn. Reit
Grímur Thomsen á Bessastöðum
þeim meðmælabréf til Ketils
Jónssonar, bónda I Kotvogi og
dvöldust þeir I Höfnum lengi
sumars, að þeim byrjaði út I
Eldey — en aldrei gaf, enda þá
ekki fært að leggja að eynni
nema I mestu stillum. Mann
sendu þeir austur I Múlasýsiur
að svipast um eftir geirfugli,
guldu honum 600 kr. fyrir ferð-
ina — sem áreiðaniega var ríf-
legt kaup I þann tíð — og hétu
honum 200 krónum fyrir hvern
geirfugl að auki. Ekki varð sendi-
maður þó feitur á því fé, því að
engan fann hann geirfuglinn
austur þar, og urðu brezku nátt-
úrufræðingarnir að snúa heim
aftur fogllausir.
Heimildir: Minnisblöð Finns
á Kjörseyri.
fram að snúast eins og það gerir
og hefur gert; það er víst svo
sem engin hætta á þvf að tfm-
inn fari I verkfall, fyrst manni
er frekar þægð í því en hitt —
þegar maður er kominn á þennan
aldur ...
Eina
sneið...
... 1964 ... stjörnuspámenn
segja fyrir merkisár eins og
venjulega, og kannski verður
þetta Iíka merkisár — maður
veit það aldrei ... kannski senda
Rússar menn til tunglsins, kann-
ski sættast þeir við Kínverja,
kannski gera þeir eins konar
bandalag við Bandarlkjamenn,
kannski verður betra samkomu-
Iag með Bandaríkjamönnum og
Kínverjum, það er aldrei að vita
... kannski kemur á daginn nýtt
hneykslismál I sambandi við
kvennafar brezkra ráðherra, eða
ráðherra I öðrum löndum . . .
kannski verða stjórnarskipti á
Frakklandi, stjórnarbyltingar I
Suður-Ameríku, verkföll hér á
Iandi, kannski rakar Castró af
sér skeggið og kannski safnar
Krústjoff alskeggi ... þannig má
lengi telja, ef maður vill láta
sem maður sé spámannlega vax-
inn, en þó er maður engu nær
... eitt er þó víst, að þetta ár
Iíður eins og öll undanfarin ár
og árið 1965 tekur við af þvl
og menn halda áfram að spá og
verða þó engu nær
I
Sumir halda því fram, að það
sé ekkert að marka þessi ára-
mót lengur ... ekki síðan nýja
árgerðin af bílunum fór að koma
á markaðinn löngu fyrir hin eig-
inlegu áramót ...
Tóbaks
korn
... undarlegt hvað maður verð
ur lítið var við þessi áramót —
beljurnar baula og rollurnar
jarma öldungis eins eftir þau og
fyrir; maður skyldi þó halda að
skepnurnar fyndu slíkt á sér eins
næmar og þær eru fyrir öllu I
náttúrunni ... væri það ekki
fyrir hann Vilhjálm minn Þ. og
kirkjuklukkurnar, þá færu þessi
tímamót sennilega framhjá okk-
ur, mannskepnunum, líka og
satt bezt að segja, þá veit ég
ekki hvernig fer með áramótin,
þegar útvarpsstjóri er allur ...
en ••'tanlega heldur þetta allt á-
Kaffitár
... það er nú alltaf rómantlskt
við þessi áramót — þegar mað-
ur lítur um öxl og horfir yfir far-
inn veg og allt það ... annars
kvíði ég alltaf hálfpartinn fyrir
áramótunum ... eiginmennirnir
verða alltaf svo viðskotaillir
fyrstu dagana á eftir, að þeir
geta varla kallast viðmælandi;
það mætti segja mér að þessir
blóðtappar, sem alla eru lifandi
að drepa nú orðið, ættu yfirleitt
rætur sínar að rekja til áramót-
anna og að sóttkveikjurnar að
þeim væri að leita hjá skattstof-
unni ...
Streetis
vagnshnoð
Hið nýja ára segir:
„Fram úr sæng þinni — og gakk!
Nú er fargjaldið
fjórar krónur, takk ...“
h