Vísir - 03.01.1964, Page 15

Vísir - 03.01.1964, Page 15
V í SIR . Föstudagur 3. janúar 1964. 75 skoðun á því. Að því búnu verð ur það afhent yður til þess að útför geti farið fram. — Vesalings faðir minn, vein- aði Cecile og fór nú að hágráta. Úthellti hún þessum tárum vegna þess, að hið góða hafði brotizt fram í huga hennar, ást barns til föður endurvaknað, og yljaði nú huga hennar og gerði hana meyra? Vafalaust var hún — þessi kaldlynda stúlka, grip in viðkvæmni á þessari stund, er hún stóð þarna við líkbörur föð- ur síns, en mundi hún ekki verða allt öðru vísi skapi farin innan stundar, er þessi áhrif dvínuðu, — er hún færi að hugsa um, að hún væri auðug og mundi að minnsta kosti fá alla peningana, sem geymdir voru í Marseille — og þurfti nú ekki lengur að óttast reiði föður síns. — Mundu ekki vakna hugsanir um allt það, sem hún gæti veitt sér, ef hún héldi rétt á spilunum, — jafnvel geta notað þá til þess að fá aðalstitil? — Verið hugrakkar, ungfrú sagði de Rodyl samúðarlega. Ég skil hvert áfall þetta hefir verið fyrir yður. Farið nú heim. Ég endurtek. Rétturinn mun vernda yður og hefna föður yðar. Ef þér eruð í vafa um eitthvað eða í vanda þá komið til mín. Cecile leit hlýlega til hans og þakkaði honum. Svo felldi hún hattslörið og fór. Þeir sátu þögulir langa stund. Loks tók yfirmaður leynilögregl unnar til máls og lýsti þeirri skoðun sinni, að morðingi Jacqu es Berniers hefði myrt hann til fjár, en hann taldi hálfsysturn ar grunsamlegar, og önnur þeirra kynni að vera meðsek um morðið, en de Rodyl mót- mælti þessari skoðun, og kvað haldið á villigötu, ef þessi skoð un væri höfð að leiðarljósi, — aðaláherzlu bæri að leggja á, að finna morðingjann, sem vafa laust hefði rænt Bernier til fjár. Ljósormurinn tók undir þetta. en bætti því við, að ef til vill hefði Cecile Bernier óafvitandi orðið til þess, með því að týna bréfinu, að morðið var framið. Samvizkulaus þorpari kynni að hafa fundið bréfið, og lesið f því um allt það, sem hann þurfti að vita, til þess að geta framið ó- dæðisverkið. Þessi maður væri hinn seki og hans bæri að leita. Tók nú yfirmaður leynilögregl- unnar undir þetta og kvað nauð synlegt, að leita að Oscar þeim Rigault, sem fyrr var nefndur, því að hann gæti verið hinn seki. Ljósormurinn hafði verið fjarverandi, er nafn hans bar á góma áður, og bað nú um nánari upplýsingar, og er hann hafði fengið þær, stakk hann upp á, að grennsiazt væri eftir því bæði í Marseille og Dijon, hvort mað- ur hefði sézt þar, sem vakið hefði á sér grun. De Rodyl minnti á, að eftir væri að yfir- heyra Emmu-Rósu, og kvaðst sjálfur mundu fara til Saint-Juli en-du Sault, undir eins og hann fengi skeyti frá frú Angelu Loks var ákveðið að Ieynilög reglan skyldi leita Oscars Rig- ault. Járnbrautarfulltrúi kom inn og sagði, að allt væri tilbúið undir flutning á líki Berniers í líkhúsið. Og þá fyrst er líkið hafði verið flutt burt fóru em- bættismennirnir á brott. Þegar frú Angela hafði tekið sér sæti í fyrsta flokks vagni í lestinni til Marseille, sem átti að koma við í Saint-Julien-du-Sault huldi hún andlitið í höndum sér og grét sáran. Hún hafði staðið sig eins og hetja, en nú var sem hún væri gripin örvæntingu, og kraftarnir á þrotum. En þegar lestin nam staðar í Saint-Julien- du-Sault var hún farin að jafna sig dálítið. Hún skundaði þegar á fund stöðvarstjórans og spurði þegar angistarlega: — Lifir dóttir mín enn? Ó, hún er vfst dáin . . . Honum skildist þegar hver konan var. — Yður skjátlast, frú. Dóttir yðar er á lífi. Hún var ekki lífs hættulega meidd og mun lifa. Ég hefi þetta frá lækninum sjálf- um Angela varð glaðari en frá verði sagt. Hún mátti vart mæla fyrir geðshræringu og gat loks stunið upp: — Hvar - hvar er hún? Það — það var eins og öll lífslöng- un væri að deyja með mér, en nú langar mig aftur til að lifa. Stöðvarstjórinn sagði henni hvert hún hefði verið flutt og að frú Fontana biði hennar inni í skrifstofu sinni — hefði beðið þar tvo tíma og myndi fara með hana þegar á fund dótturinnar. Frú Angela hneig, er þangað kom, að barmi frú Fontana, og stundi upp: — Barnið mitt, blessað barnið mitt . . . — Verið hugrakkar, sagði frú Fontana, þetta fer allt vel, hætt an er liðin hjá og nú fer ég með yðfir til hennar. — En hún er særð á höfði. — Ekki lífshættulega, sagði frú Fontana. Hún sagði henni hvernig hún ■ hefði meiðzt. og stöðvarstjórinn bætti við: — Trúið mér, hún verður fljót 1 að ná sér — og gleðin yfir að sjá yður mun endurgæða hana þrótti og lífsgleði. Frú Fontana sagði henni nú , nánara frá öllu, og að læknirinn j hefði verið hræddur um hættu-1 legar afleiðingar heilahristings, j en sem betur fer horfði nú vel, I — þess þyrfti aðeins,. að gæta. , að hún kæmir' ekki í mikla geðs hræringu. — Og ég fæ að sjá hana, tala við hana? | — Vissulega, en þér verðið að í fara í öllu eftir fyrirmælum læknisins. — Já, já, vitanlega. Ég sætti mig við allt fyrst dóttir mína lifir. en það er hræðilegt að hugsa um þennan glæp og afleið ingar þær. sem hann hefir haft og kann að hafa. — Glæp, endurtók frú Font- ana undrandi — ég hélt, að að- eins væri um slys að ræða?, Hvernig vitið þér þetta? Angela sagði henni frá morð inu í klefanum. sem Emma-Rósa kom inn í, eftir að morðið var j framið. — og morðinginn hefir vafalaust ætlað að drepa dóttur mína líka. l Frú Fontana náfölnaði og titr j aði frá hvirfli til ilja Og ef þú verður þægur þetta ár, færðu kannske járnbrautarlest ina í jólagjöf næst. Ég er ; mjög slæmu skapi í dag. Þið geríð svo vel að muna það, ef það er eitthvað sem þið viljið mér. XXV. — Hér héldu allir. að um slys j væri að ræða, sagði frú Fontana, er hun matti mæia, en bróður- sonur minn hafði víst einhvern grun .... — Bróðursonur yðar? Er hann hér? — Já, hann ætlaði á veiðar með vini sínum. í gærmorgun fyrir birtingu, er þeir gengu með fram járnbrautinni heyrðu þeir hræðilegt óp um leið og lestin þaut fram hjá. Það var vilji for- sjónarinnar, að þeir fundu Emmu Rósu þar sem hún lá með vitundarlaus.í snjónum, særð á höfði. Hún hefði frosið í hel ef þá hefði ekki borið að. Vinur hans fór eftif hjálp, en Léon hlúði að henni á meðan sem bezt hann gat. — Guð blessi þá fyrir að bjarga dóttur minni, sagði Ang- ela þakklátlega. Ég fæ aldrei endurgoldið bróðursyni yðar um hyggju hans. Ég veit að mér mun þykja vænt um hann sem væri hann sonur minn. T A R I A H !l! w i;i j |! i WITH THE SICK. PUMO TglSE AIHLIPTEZ TO THE VILLASE OF THE AVEZICINE ttEN.TAHZAV, NUESE WAOAVi AK!7 CAF’TAIM WILZCAT EEGIN BUKNIWS THE C0WTAWINIATE7 VILLAGE. COICZECTION.TAr. it's NUfíSE waoa\. HAT'S THE WAV K WAMT IT V ISM'T IT ? Þegar flugvélarnar hafa flutt alla sjúku negrana burt, byrja Tarzan og vinir hans að brenna kofana. Mér þykir dapurlegt að sjá þegar kveikt er í húsum, þar sem einu sinni bjó hamingjusamt fólk, segir Naomi við Tarzan. Þú ert einkennileg stúlka Naomi, svarar Tarzan, einkennileg. Það er Naomi hjúkrunarkona sem er eins og þú vilt hafa hana, ekki satt? spyr stúlkan. Trader diesel vörubíll Lincoln capri ’54, fallegur Ford ’58, 6 cylindra beinsk. Volsley ’50 ódýr. Austin 10, sendiferða, góður Buick ’49, 2ja dyra sport, beinskiptur. Garant ’58, Chevrolet vél, ódýr. Zephyr ’62 Bifreiðarnar eru .ii sýnis. H ídruð annarra bifreiða. RAUÐARÁ SKÚLAGATA 55 — SÍMI I581S SÍMÍ 23136 LAUGAVE6I 90-92 Síærsta úrval bifreiða á einiun stað. Salan er örugg hjá okkur. ÍWíitun p prentsmlðja 5, gúmmlstlmplagcrft Elnholti Z - Slmi 20960 Ifalskcsr næBon- regnkópur -ir. 395.00 Miklatorgi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.