Vísir - 30.01.1964, Page 3

Vísir - 30.01.1964, Page 3
V í S I R . Fimmtudagur 30. j'anúar 1964, 3 S.l. föstudagur var bezti síld- veiðidagur, sem komið hefur í vetur. Hvert síldveiðiskipið fyllti sig eftir annað og alls munu um 50 þúsund tunnur síldar hafa bor- izt á Iand. í Vestmannaeyjum var aðeins hægt að taka við síld af heimabátunum og dreifðust skip- in því á hinar ýmsu hafnir. Nokk- ur skip fóru til Austfjarða, en flest skipin hafa komið hingað til Reykjavfkur. Síldin, sem veiddist, var stinn og falleg og talsvert magn af henni var talið söltunar- hæft, en síldin var mjög misstór og því erfið í söltun. Strax á Iaugardag var auglýst eftir fólki f síldarsöltun og um kvöldið var byrjað að salta hjá ísbirninum og Bæjarútgerðinni. Unnið var fram á nótt hjá báð- um fyrirtækjunum. Vestur í ís- birni mættu um 50 stúlkur á laugardagskvöldið, og ekki er hægt að segja annað en þar hafi verið Iíf í tuskunum. Þar mátti sjá stúlkur úr hinum ýmsu starfs- greinum, sem voru að vinna sér inn smá aukaskilding. Klukkan var komin á fjórða tfmann, þegar hætt var um nóttina og byrjað var aftur snemma á sunnudags- morguninn og saltað fram á kvöld. Alls mun hafa verið saltað í um 300 tunnur vestur f fsbirni um helgina. Síldarsöltun í * / Isbirninum

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.