Vísir - 30.01.1964, Qupperneq 5
VÍSIR . Fimmtudagur 30. janúar 1964.
utlönd í morgun útlönd £ morgun útlönd í morgun útlönd í morgun
NÝ BYLTINGISUBUR- VICTNAM
Ný bylting hefir verið hafin
í Suður-Vietnam. Nákvæmar
upplýsingar eru ekki enn fyrir
hendi, en vitað er, að hér er
um byltingu innan hersins að
rseða, eins og var, er Diem var
steypt.
McNamara landvarnaráð-
--------------------------------
herra Bandarikjanna sagði fyrir
aðeins þremur dögum, að
kommúnistar hefðu verið að
vinna á í Suður-Vietnam að
undanförnu, en þó mætti ekki
mála horfurnar með of dökkum
litum, því að þess sæjust mörg
merki, að vinsæidir byltingar-
stjórnarinnar, sem tók við eftir
Diemstjórninni eða „fjölskyldu-
stjóminni“, væru vaxandi með-
al almennings, og með vaxandi
þjóðarfyigi mundi takast að
sigrast á kommúnistum. Vildi
hann því mæla með, að Banda-
ríkin veittu áfram stuðning í
baráttunni gegn kommúnistum
í Suður-Vietnam.
Ekki vék ráðherrann að því,
að hætta af völdum nýrrar bylt-
ingartilraunar væri fyrir hendi.
Sá hann ekki fyrir hættuna?
McNamara ræðir við fanga úr liði kommúnista á vígstöðvum f S.V.
Þyngsti gervihnötturinn
■H
til þessa kominn á loft
I y
<$>-
Bandaríkjamenn stapda nú miklu
bqtur að, Vígi ’ en áður að verða
fyrstir til að senda mannað geimfar
til tunglsins.
Vísindamenn telja þá komna
fram úr Rússum í eldflaugafram-
leiðslu eftir að þeim' tókst f gær
að skjóta á loft þyngsta gervi-
hnetti, sem til þessa hefir komizt
á braut kringum jörðu, en hann
vegur 19 lestir, og var skotið á loft
frá Kennedyhöfða á Floridaskaga
kl. 15.25 f gær.
Eldflaugin, Saturnus I. notar fljót
andi vetni og súrefni fyrir elds-
neyti, og er aflmesta flaug, sem
framleidd hefir verið. Hún er 50
metra há og vegur 56.2 lestir. —
Saturnus lyftist frá jörðu með fer-
Svar tóbaksframleiðenda í sígarettustríðinu:
VIDARKOL
Sala á sígarettum hefur að
undanförnu minnkað talsvert,
ekki hvað sfzt i Bandaríkjunum.
Hefur þetta valdið framleiðend-
um talsverðum áhyggjum eins
og gefur að skilja.
Þegar skýrsla bandarísku
rannsóknarnefndarinnar var
birt, hófst geysileg auglýsinga-
starfsemi Ligget & Myers fyrir-
tækisins mikla á nýrrl síga-
rettutegund, sem rannsóknar-
stofur firmans hafa unnið að
undanfarln ár og heitir hún
Larks.
Sfgarettur þessar eru með
reyksíum (filter), sem hafa verið
endurbættar frá fyrri gerðum.
Eru siurnar i þrennu lagi með
korkyfirlagi. Siurnar eru búnar
venjulegum filter nema hvað i
þeim er millilag úr viðarkolum
og binda tóbaksframleiðendur
miklar vonir við þessar nýju
gerð af síum.
Er ekki að sökum að spyrja
að sígarettur af Larkstegund
hafa rutt sér inn á markaðinn
á skömmum tíma og eru þegar
í röð vinsælustu sígarettuteg-
unda. Larks mun ekki enn fást
í verzlunum hér að sögn tó-
bakskaupmanna og ekki vitað
hvort hún er væntanleg.
leguní gný ’o^ eftir 10% mfhútu
Var gervihnötturinri kominn á braut
kringum jörðu og fer fjærst henni
751 km. og næst 260. Fer gervi-
hnötturinn kringum jörðu með
25.000 km. hraða á 94,8 mínútum.
Gervihnötturinn er búinn rniklu
fleiri rannsókna- og mynda- og
sjónvarpstækjum en dæmi eru til
um nokkurn gervihnött fyrr eða
síðar.
Ekki er búizt við að gervihnött-
urinn verði á braut kringum jörðu
nema viku til mánaðartíma, en von-
ir standa til að miklar upplýsingar
fáist á þessum stutta stíma.
iýjar fréttir í stuttu múli
► Bandarikjamenn hafa mótmælt
sem miskunnarlausu og hrotta-
legu athæfi, að bandarísk þjálf-
unarflugvél, óvopnuð, var skot-
in niður yfir Austur-Þýzkalandi,
og biðu flugmennirnir, sem f
henni voru, 3 talsins, þegar bana.
— Rússar segja flugmennina
ekki hafa skeytt um viðvaranir
og neita að taka við mótmælun-
um.
^ Fastaráð Norður-Atlantshafs-
bandalagsins kom saman til
fundar í gær. Til umræðu er
að senda alþjóðalið til Kýpur.
Bandaríkjatilkynning segir málið
enn á umræðustigi. Allt virðist
nú velta á afstöðu Kýpurstjórnar
sjálfrar. Hún er sögð vilja held-
ur alþjóðalið sem er á ábyrgð
Sameinuðu þjóðanna.
► Frakkar og Rússar hafa náð
með sér samkomulagi um aukin
viðskipti D’estaing fjármálaráð-
herra, sem fór til Kænugarðs til
viðræðna við Krúsév, segir
Rússar hafa áhuga á að kaupa
efnavörur og vélar frá Frakk-
landi. Frakkar munu kaupa meira
magn af olíu frá Sovétríkjunum
en áður.
$> Landbúnaðarmál sammarkaðs-
landanna vcrða á dagskrá á ný.
Ráðherrafundur þeirra verður
haldinn f Briissel i næstu viku.
► Byltingarstjórnin í Zansibar hef-
ir viðurkennt Austur-Þýzkaland
sem sjálfstætt ríki. — Vestur-
Þýzkaland viðurkenndi Iýðveldið
í Zansibar er það var sett á stofn
í desember, en ekki byltingar-
stjórnina — og gerir sennilega
ekki, þar sem hún viðurkennir
ekki ríkisstjórnir sem viður-
kenna Austur-Þýzkaland. Sovét-
ríkin eru þar þó undantekning.
BINDINDiSMENN!
TRYGGIÐ BÍLINN HJÁ ÁBYRGÐ - ÞAÐ BORGAR SIG!
L.átið ekki blekkjast. Kjörin eru ekki allsstaðar þau sömu. Þau eru hagkvæmust
hjá:
áBYRGÐ h/f.
TRYGGINGAFÉLAG BINDINDISMANNA
Laugavegi 133 — Símar 17455 og 17947.
£' .ims&r