Vísir - 30.01.1964, Blaðsíða 8
8
VlSIR . Fimmtudagur 30. janúar 1964.
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR
'Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði
1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 llnur;
Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f.
Hagur sjómanna
1 samráði við ríkisstjómina hefir nú verið borin fram
tillaga um hækkun fiskverðsins á Alþingi. Mun það
hækka verðið til sjómanna og útvegsmanna um 19
aura á kílóið. Þessar stéttir höfðu mótmælt ákvörðun
yfirnefndar um fiskverðið, en hún ákvað það óbreytt
frá því í fyrra. Rök hennar voru ugglaust þau, að
frystihúsin gætu ekki greitt hærra verð nú fyrir fisk-
inn, þar sem launahækkanimar ykju svo mjög kostn-
að þeirra. Út af fyrir sig er það rétt sjónarmið. En
það leysti hins vegar ekki vanda útgerðarinnar og
sjómanna. Útgerðarmenn bentu á að útgerðarkostn-
aður hefði stóraukizt á árinu, sem erfitt er að véfengja
með rökum, og sjómenn vildu eðlilega bæta kjör sín
eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins.
£fr hefir því orðið, að fiskverðið hækkar um 6%, en
það mun valda hækkun söluskattsins um 52 millj.
króna. Þá upphæð verður almenningur að bera, auk 210
millj. kr., sem komnar voru, og sýnir það enn einu sinni,
að kauphækkanir eru ekki einhlít kjarabót, þegar hluta
þeirra verður að taka þannig aftur til þess að leysa
úr þeim erfiðleikum, sem þær skapa atvinnuvegun-
um. Þá er hringrásin fullkomnuð og metin aftur jöfn-
uð. Sanni nær hefði verið að haga kjarabótunum á
síðasta ári þannig, að þær hefðu ekki valdið hinum
gífurlegu erfiðleikum í útveginum. Þá hefði ekki þurft
að seilast í vasa skattþegnanna til þess að greiða úr
þeim erfiðleikum.
Reykingar og yfirvöldin
|Jm þrjár vikur eru nú liðnar frá því skýrsla banda-
rísku rannsóknarnefndarinnar um skaðsemi tóbaks-
reykinga kom fram. Síðan hafa læknar og prófessorar
undirstrikað hér á landi niðurstöður nefndarinnar og
bent á, að hér er um að ræða eitt stærsta heilbrigðis-
vandamál þjóðarinnar í dag.
Það er því eðlilegt að sú spurning vakni: Hvað
ætlast íslenzku heilbrigðisyfirvöldin fyrir? Hvernig
hyggjast þau bregðast við vandanum? Ugglaust eru
þau ennþá að hugsa málið, en frá þeim hefir ekkert
enn heyrzt. En hér verður að hafa í huga, að auðveld-
ast hefði verið að ná eyra þjóðarinnar fyrst eftir að
niðurstöðurnar lágu fyrir og níálið var ferskt í hugum
fólks. Þegar frá líður fyrnist yfir málið og hætt er
við, að aðgerðir skorti þá vild almenningsálitsins í
sama mæli og nú. Innanríkisráðherra Dana hófst þeg-
ar handa um aðgerðir og sama er að segja um fleiri
ríki. Hér hefir landlæknir áður verið vel á verði. Hann
ritaði erindisbréf um málið þegar 1962 og lagði þar
fram ákveðnar tillögur, sem flestar bíða þó enn fram-
kvæmda.
Því væri illt ef málið drægist úr hömlu. Fullorðnir
ráða sér sjálfir, en æskan á þá kröfu á hendur heil-
brigðis- og fræðsluyfirvöldum að ýtarleg fræðsla fari
fram í skólum um það heilsutjón, sem af reykingum
leiðir, svo enginn þurfi að fara í grafgötur um stað-
reyndir málsins.
Sameinast
anar um
Nú — rúmum tvelmur mán-
uðum eftir morðið á Kettnedy
forseta — er það talið nokkurn
veginn víst, að eftirmaður hans,
Lyndon B. Johnson, verði fyrir
valinu sem forsetaefni flokksins.
Bæði f flokknum og meðal þjóð-
arinnar kom þá fram tiihneiging
til þess að styðja hinn nýja for-
seta, og nú, þegar harmleikur-
rnn er þó nokkum spöl að baki,
og menn eru famir að venjast
Lyndon B. Johnson f forseta-
stóli, hefir komið f Ijós, að eng-
in andspyrna sem heitir er gegn
honum f flokknum, og þá ekki
heldur gegn vali hans sem for-
setaefni f næstu kosningum.
Að því er demokrata varðar
er það því aðeins eitt, sem menn
bíða eftir með vaxandi óþreyju
að komi f ljós, og það er hvern
forsetinn velur sér við hlið sem
varaforsetaefni, en það er hefð-
bundin venja að forsetaefni ráði
því. John F. Kennedy valdi John
son, sem mönnum til almennr-
ar undrunar sagði já. Og nú er
spurt um það, hvort Johnson
muni velja Robert Kennedy, 38
ára, bróður hins látna forseta,
til þess að vera í kjöri með sér,
— hvort einhver annar úr „Kenn
edykvíslinni" verði fyrir valinu,
eða t. d. Hubert Humphrey öld-
ungadeildarþingmaður frá
Minnesota, frjálslyndur maður,
sem ekki hafði heppnina með
sér 1960. Að margra áliti styður
það tilgátuna um að Robert
Kennedy verði fyrir valinu, að
vegur hans hefir vaxið við til-
raunir hans til þess að greiða
fyrir friðsamlegri lausn á Mal-
Asíu-vandamálinu, en þeirra er-
inda fór hann til Tokio, Manila,
Kuula Lumpur og Jakarta —
og seinast til London — sem
sérlegur sendimaður Johnsons
forseta.
Eins og nú standa sakir er
demokrötum ekki neinn stór-
vandi á höndum í þessum efn-
um.
ÖÐRU MÁLI AÐ GEGNA
hjá republikönum
En það er öðru máli að gegna
hjá republikönum — þar er mik
ill vandi, sem leysa þarf, því
að í „þeim gamla, góða flokki",
eins og þeir sjálfir kalla hann,
eða- „The Grand Old Party“, eru
harðar deilur um hver verða
skuli forsetaefni. Og það sem
Rockefeller.
Nixon.
verst er, keppinautarnir, sem
þegar eru komnir fram á vfg-
völlinn til þess að vinna sér
frægð og hylli, standa algerlega
á öndverðum meið málefnalega
og hugsjónalega, svo að það hef-
ir haft lamandi og sundrandi á-
hrif en ekki upplyftandi og sam-
einandi.
GOLDWATER OG
RÖCKEFELLER
Barry Goldwater, öldunga
deildarþingmaður frá Arizona,
og Nelson Rockefeller, ríkis-
stjóri í New York deila svo hart
og svo mikið djúp er staðfest
milli þeirra, að ógerlegt er fyr-
ir hinn almenna kjósanda að
botna í því, að þeir séu í einum
og sama flokki. Þetta hlýtur
hins vegar að vera óblandið
gleðiefni demokrötum, sem vana
lega hafa nóg af innri deilum
að ségja.
Að vísu segir Eisenhower fyrr
verandi forseti, sem republikan-
ar að sjálfsögðu almennt h'ta
upp til, að það sé heilbrigt og
lýðræðislegt, að sem flestir komi
til greina og geri skoðanir sín-
ar kunnar fyrir þjóðinni, en það
er nú einu sinni svo, að þótt
hátt sé til lofts f flokki republik-
ana, verður flokkurinn allar göt-
ur að ganga til kosninga með
stefnuskrá, sem eining er um,
og horfurnar eru ekki miklar,
að Barry og Nelson nái þar sam-
komulagi. Og meðan andstæð-
ingarnir slást til vinstri og
hægri getur L. B. Johnson nokk-
urn veginn rólega treyst stöðu
sína á mið-vígstöðvunum.
„HINN EILÍFLEGA
BJARTSÝNI RÍKISSTJÓRI".
Auk þeirra Barry Goldwaters
og Nelsons Rockefellers hefir
hinn eilíflega bjartsýni, fyrrver-
andi ríkisstjóri, Harold Stassen,
opinberlega lýst yfir, að hann
gefi kost á sér sem forsetaefni
republikana, en sá maður, sem
kann að reynast sigurstrangleg-
astur, Richard Nixon, hefir ekki
enn „kastað hatti sínum í hring-
inn", eins og þeir kalla það
vestra.
En sumt bendir til, aö þess
kunni að vera skammt að bíða,
að hann taki ákvörðunina, því
að hann sagði í fyrri viku i
sjónvarpsþætti, að hann mundi
taka við tilnefningu, ef meirl-
hluti flokksins óskaði þess.
Með tilliti til þess, að hann
hefir áður sagt, að hann sæktist
ekki eftir að verða fyrir valinu,
né væri hann trúaður á, að for-
setaefni, sem ekki leggur sig
fram til þess að fá útnefningu,
mundi fá beiðni um slíkt á
flokksþingi, hlýtur fjöldi manna,
sem hlustuðu á hann í sjónvarp-
inu, að Iíta svo á, að í orðum
hans hafi farizt óbein hvatning
í þá átt, að menn færu að líta
á hann sem hinn eina, sem getur
sameinað flokkinn.
HEFIR MIKIÐ FYLGI
Skoðanakannanir leiða stöð-
ugt í Ijós mikið fylgi Nixons
meðal republikana. Þannig var
frá þvf skýrt í Washington Post
fyrir skömmu, að 43 af hverj-
Goldwater.
um 100 flokksmönnum í repu-
blikanaflokknum. vilji Nixon, 23
af hundraði Gold;ater og 22 af
hundraði Rockefeller.
í fyrrnefndum sjónvarpsþætti
sagði Nixon líka, að hann gerði
sér ljóst, að hann hefði mestar
Iíkur sem sá maður, er flokkur-
inn gæti sameinazt um, ef úr-
slit f forkosningunum leiddu
ekki í Ijós ótvírætt fylgi þeirra,
sem hafa lýst yfir að þeir sæk-
ist eftir að verða fyrir vali og
berjast fyrir því. Af þessum orð
um hans draga ýmsir þá álykt-
un, að hann kunni að bfða enn
um stund, áður en hann geg-
ur fram á orrustuvöllinn.
SKOÐANAKANNANIR ÓHAG-
STÆÐAR REPUBLIKÖNUM
Skoðanakannanir eru annars
yfirleitt óhagstæðar republikön-
um um þessar mundir. f einni
var niðurstaðan sú, að helm-
ingur kjósenda í landinu telji
sig „demokrata", en hinn helm-
ingurinn skiptist nokkuð jafnt
milli republikana og „óháðra".
Niðurstaða annarrar var, aa
48% republikanskra kjósenda
taki Lyndon B. Johnson fram
yfir Rockefeller (44%), en að-
eins 6 af hundraði tóku Barry
Goldwater fram yfir Lyndon B.
Johnson.
nsnaBSJBBHPaE