Vísir - 07.02.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 07.02.1964, Blaðsíða 2
t) 2 VÍSIR . Föstudagur 7. febrúar 1964. Jakob Jakobsson stud. odont. Kveðja frá K.A. Fyrir rúmri viku spurðust þau hörmulegu tiðindi hingað til Akur- eyrar, að Jakob Jakobsson stud odont., Skipagötu 1, hefði farizt af slysförum í Þýzkalandi. Snart sú helfregn næman streng í mörgu brjósti, því að Jakob átti velvild og vinarhug allra þeirra, er honum kynntust. Jakob Jakobsson fæddist á Grenivik 20. apríl 1937, sonur hjón anna Matthildar Stefánsdóttur Stef ánssonar útvegsbónda þar og Jakobs skipasmiðs Gíslasonar frá Ólafsfirði Jóhannessonar sjómanns þar og barnakennara. Á fyrsta ári fluttist Jakob með foreldrum sín- um til Akureyrar og átti þar heima siðan. Um fermingaraldur innrit- aðist hann í Menntaskólann á Ak- ureyri og lauk þaðan stúdentsprófi úr stærðfræðideild 1957. Síðan lagði hann stund á tannlækningar í Erlangen í Þýzkalandi og var kominn fast að lokaprófi, er hann lézt. tilþrif en hans, þegar honum tókst bezt upp. Með þessum kveðjuorðum viljum við vinir hans og félagar í K. A. votta minningu hans virðingu okk- ar og þakka honum af alhug þann vegsauka, sem hann ávann félagi sínu, bæ sínum og föðurlandi. Veit ég og, að ég mæli þau orð fyrir munn allra þeirra, er meta kunna afrekslund, drengskap og prúð- mennsku. Þá viljum við votta aðstandend- um hans öllum, og þá einkum móð- ur, föður og systkinum, sem þyngst um harmi eru slegin við fráfall hans, dýpstu samúð okkar. Sem fyrr er okkur öllum óleysanleg ráðgáta, þegar vaskir menn eru burt kvaddir í blóma lífsins, „en á bjartan orðstír aldrei fellur tím- gjörðin er góðra drengja hjörtu“. Góðan dreng, sem svo sviplega er horfinn, kunnum við ekki betur að kveðja en með þessum línum úr harmljóði Tómasar Guðmundsson- ar: Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum I lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. Gísli Jónsson. Jakob Jakobsson var ágætlega iþróttum búinn, enda landskunnur fyrir afburði sína í knattspyrnu. Mátti og segja, að það væri ættar- íþrótt, er faðir hans, bræður og frændur eru kunnir afreksmenn á því sviði. Hann tók mjög ungur að iðka þá íþrótt í Knattspyrnufé- lagi Akureyrar, og^aðeins 1.7 ára gamall hóf hann að keppa I jneist- araflokki. Bar öllum saman um, að hann væri í hópi okkar allra beztu knattspyrnumanna, enda jafnan í úrvalsliði Akureyringa, þegar hann gat því við komið vegna náms síns. Árið 1957 var hann valinn í landslið gegn Frökkum og Belgum, en gat þá ekki háð þá keppni vegna stúdentsprófs. Þá var hann síðan varamaður í landsliði, og 1961 lék hann í liði íslendinga í Iandskeppni við Englendinga. Þá varð hann og á skömmum tíma mjög snjall golf- leikari. Hafði hann óvenjulega næmt skyn á öllum knattleikum, og var umfram allt vitur knatt- spyrnumaður og prúður á leikvelli. Ég minnist þess ekki að hafa séð hér á íþróttavellinum öllu laglegri reRÍrí rrrtfírtjAfTcc : Um helgina verða haldin tvö skíðamót í Skálafelli. Á laugardaginn kl. 3 hefst af- mælismót KR, sem er stórsvigsmót með þátttakendum frá skíðadeild Ármanns, ÍR, Víkings og KR. Á sunnudaginn kl. 11 hefst Stef- ánsmótið 1964 og er það svigmót í öllum flokkum með þátttakendum frá sömu félögum og í stórsvigi. Mót þetta er minningamót um Stefán heitinn Gíslason, einn af brautryðjendum KR. Stefán dó fyr ir mörgum árum, en félagar hans úr KR halda árlega minningamót um hinn látna félaga sinn. Hinn þekkti skíðamaður Haukur Sigurðsson mun leggja allar braut- ir. Haukur starfar með KR-ingum í vetur. Stjórn skíðadeildar KR hefur séð um undirbúning mótanna og ítrek ar við alla gamla KR-inga að fjöl- menna til starfa í Skálafelli um helgina. í hinum vistlega skála KR mun um helgina verða greiðasá-la. Ferðir í Skálafell eru um helg- ina kl. 1 á laugardaginn (fyrir keppendur og starfsmenn) og enn- fremur kl. 2 á laugardaginn, og fyrir Stefánsmótið á sunnudaginn og fyrir þá, sem gista ekki i Skála felli um nóttina, eru ferðir kl. 9 á sunnudagsmorgun. Myndir frá Þessar myndir eru frá Olymplu- leikunum í Innsbruck, þar sem hin stóra þróttahátíð hefur verið haldin undflnfarna daga, en leik-' unum lýkur nú ó sunnudaginn. Þrídilka myndin er af Mc Der- mett, bundaríska sigurvegaran- Um í 500 m. skautahl. Hann er Innsbruck 23 ára gamall og talinn eini sanni áhugamaðurinn í hópi sigurvegara á OL að þessu sinni. Sigur hans kom mjög á óvart, en búizt hafði verið við hreinu uppgjöri Rússa og Bandaríkjamanna í þessari grein. Myndin sýnir vini hans taka á móti honum eftir hlaupið. Myndin af konunni með ljós- myndavélina er af Farah Diba, en hún er þátttakandi í óopin- berum „01ympfuleikum“, sem fram fara á áhorfendapöllunum, en þar er margt um heimsfrægt fólk, eins og alltaf þegar Olym- pluleikar fara fram. Loks er mynd af rússnesku göngukonunni Claudíu Bosjakin, sem vann 10 km. gönguna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.