Vísir - 07.02.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 07.02.1964, Blaðsíða 5
VlSIR . Föstudagur 7. febrúar 1964. 5 Fundur var fyrst settur í sam- ein. þingi og teknar fyrir tvær fyrirspurnir, hvort leyfðar skyldu. Þá hófust fundir í þingdeildum. UM STOFNLÁNADEILD L ANDBÚNAÐ ARIN S Landbúnaðar-i ráðherra, Ingólfl ur Jónssonj mælti fyrirl stjórnarfrv. uml breytingar á| lögum um stofnl lánadeild land-l búnaðarins. íl þvf er lagt til að óafturkræft framlag til ræktunar á jörðum verði framvegis miðað við 25 ha., en ekki 15, eins og verið hefur. Þessi styrkur hefur smám saman hækkað úr 5 ha. Það er þó ljóst, að þetta er ekkert lokatakmark, en gefur þó möguleika á sæmi-( legum tekjum. Síðan fór ráðherra nokkrum al mennum orðum um þróun land- búnaðarins, sagði m. a., að af 3000 bændum væru 1200 með 100 — 150 þús. kr. tekjur, 12 — 13 hundruð með 50—100 þús. kr. tekjur og aðrir með minna, og það verður aldrei hægt að hækka svo búvöruverð, að þeir bændur geti lifað af því. Búvöruverð hlýtur að miðast við framleiðslukostnað á meðal- búi, enda eru lögin um verðlags- dóm byggð á þessu sjónarmiði, þótt samkomulag hafi ekki orðið um hann. Með þessum lögum er stefnt að því að útrýma smábúunum, af því m. a., að þau geti ekki staðið undir kostnaði af vélakosti o. fl. Einnig er lagt til í þessu frv. að styrkur til landnáms í allt verði aukinn upp í um 13 millj. króna, og þeir sem hafi minna en 25 ha. tún, fái allt að 50% af rækt- unarkostnaði greiddan og meira ef um framræslu er að ræða. Það munu verða milli 3500 — 3800 býli, sem njóta góðs af þess um lögum. Býli alls í landinu munu vera 5500 — 6000, svo hér munar um minna. Byggingarstyrkur til íbúðar- húsa á jörðum hækkar nú úr 50.000 f 60.000 og nemur þessi hækkun alls 1,4 millj. ef miðað er við að byggð séu 40 nýbýli og 100 ný hús á jörðum. Ennfremur gaf ráðherrann þær upplýsingar, að um s. 1. áramót Hefðu tún verið hér 850 ferkm. Ræktanlegt land væri aftur á móti talið vera um 25 þús. fer- km., svo hér mætti mikið gera enn. Að lokum sagði ráðherrann: — Nú vinna við landbúnað um 15% af þjóðinni. Það getur verið að þetta hlutfall eigi eftir að raskast enn meir. Ef öll fjölgun þjóðarinnar verður eingöngu i kaupstöðunum, þá verða um alda mótin aðeins 7% af henni, sem stunda landbúnað, og það er frá- leitt að sá hluti geti framleitt nóg fyrir innlendan markað. Þess vegna hlýtur straumurinn að snúa við. Eysteinn Jóns- ’ son (F) kvartaði ; undan því að |fg hér væri verið að stela málum • J frá Framsókn, ' ■* sem hún væri nýbúin að leggja fram á_________ þinginu. Ennfremur sagði hann landbúnaðinn vera í kreppu vegna þess að á allan hátt hefði verið þrengt að honum af hálfu rfkis- valdsins á síðustu árum. Lána- kjörin hefðu versnað mjög og stofnkostnaður hækkað. Skattur- inn til stofnlánadeildarinnar feng- ist ekki tekinn inn í' verðlagið, en væri hins vegar notaður til að greiða gengistöp sjóðanna. Ekki væri nóg að hækka verð á Iandbúnaðarvörum, heldur þyrfti líka beina styrki, svo og væri nauðsynlegt að lækka vexti af lánum og hafa þau til lengri tíma. Ingólfur Jónsson svaraði og sagði, að Eysteinn gæti verið ánægður með frv. að þvf leyti, að það líktist frv. Framsóknar. í umr. ’57, þegar takmarkið hefði verið hækkað úr 5 í 10 ha., hefði Framsókn þótt þar stigið stórt spor, enda var hún þá í stjórn. Sumir hefðu viljað hækka þetta meira, en Hermann Jónasson ekki talið það fært vegna of mikilla útgjalda ríkissjóðs. Hér er þetta þó hækkað helmingi meira. Eysteinn segir aðstæður verri nú en nokkru sinni áður. En hve- nær hafa bændur átt stuðningi að fagna af hans hálfu. Það er flest um Ijóst, að hann hefur manna mest beitt sér fyrir dýrtíðarvagn- inn og það þýðir ekki að full- yrða, að bændur hafi lifað sæid- arlífi meðan hann var við völd. Ríkisstjórnin skipti sér ekki af verði á landbúnaðarafurðum, en á s. 1. tveim árum hefði verð- lagsgrundvöllurinn verið leiðrétt- ur um 13%. Er hún þá að kúga bændur? Ennfremur ber Eysteinn fyrir sig fullyrðingar bóndans í Árnesi, að afurðirnar hafi ekki hækkað nema um 34% frá ’58. Bezt gæti ég haldið, að hann tryði þessum tölum ekki sjálfur, a. m. k. vill hann ekki gera þær að sínum eigin. Sannleikurinn er sá, að síðan ’58 hefur dilkakjöt hækkað um 75%, ull um 85% og mjólkin um 57%. Hvað viðvíkur verðlagsgrund- vellinum, þá skekktist hann ’54 og ’57, er Framsókn var við völd og hefur aldrei verið fullkomlega leiðréttur síðan. Og nú orðið heyrist gjaldið til stofnlánadeildarinnar ekki nefnt lengur meðal bænda. Það er Framsókn ein, sem reynir að halda í þennan áróður. Eða skyldu þeir hafa getað fengið lán upp á 103 millj., ef ekki hefði verið haldið svona á málum? AÐRAR ÞINGFRÉTTIR Fundur var settur f samein. þingi kl. 5. Þá flutti Páll Þor- steinsson þáltill. um æskulýðs- málaráðstefnu, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Framsóknar- flokksins. Utanríkisráð- herra, Guðmund ur 1. Guðmunds son, mælti fyrir till; um aðild Is lands að menn- ingarmálastofn- un Sameinuðu þjóðanna, UN- ESCO. Stofnunin veitir styrki til menningar- og fræðslumála í að- ildarlöndunum, og hvað íslandi viðvíkur, mun það nema nokkru meira en árgjaldinu, sem er 400.000 kr. Sagði ráðherrann S.-Afríku og Portúgal vera einu löndin utan íslands f Samein. þjóðunum, sem ekki ættu aðild að þessari stofn- un. En fé hefði verið veitt til þess arna á fjárlögum, og nú væri þessu fylgt eftir. Þá flutti Eggert Þorsteinsson (A) till. um breytingar á sfma- gjöldum á Suðurnesjum. © © Líklegt er, að Öryggisráð SÞ komi saman til fundar um Kýp- ur. Svo alvarlega þykir horfa varðandi ástandið þar, að U Thant framkvæmdastjóri SÞ hætti skyndilega við Afríkuheim sóknir sfnar og hélt heimleiðis til þess að geta gefið sig að Kýpurmálunum, en reynt er að finna leið til þess, að gæzlulið er sent verði til Kýpur verði á einhvern hátt tengt SÞ, þar sem Makarios erkibiskup hefir raun verulega hafnað tillögunum um gæzlulið frá löndum NATO, sem ekki væri ábyrgt gagnvart SÞ, þótt hann hafi í grundvall- aratriðum fallizt á, að æskilegt væri og nauðsynlegt að hafa þar alþjóðagæzlulið um stundar- sakir. I brezk-bandarísku tiílögun- um er gert ráð fyrir 10.000 manni liði frá löndum NATO undir brezkri yfirstjórn. Inonu forsætisráðherra Tyrklands sagði í gær, að raunverulega hefði Makarios hafnað tillög- unum, og af Tyrklands hálfu var tekið fram, að það áskildi sér allan rétt til einhliða aðgerða til verndar tyrkneska þjóðar- brotinu, nema samkomulag tryggði að slíkar aðgerðir væru óþarfar. Brezka stjórnin kom saman á fund í fyrrad. og DuncanSandys samveldisráðherra ræddi við r I "1 > • CV • lresmiðir — verkamenn Trésmiðir og verkamenn óskast nú þegar. — Mikil og löng vinna. Uppl. í síma 16298 kl. 5—7 e. h. BYGGINGARFÉLAGIÐ BRÚ h.f. Kiprianu utanríkisráðherra Kýp ur án þess samkomulag næðist. Reynt verður að finna leið til tengsla gæzluliðs og SÞ þann- ig, að Rússar fái ekki aðstöðu til framtíðarafskipta af Kýpur. Um 1200 bandarískar konur og börn vilja burt frá Kýpur vegna ótryggs. ástands og er flutningur loftleiðis hafinn á þessu fólki. I fyrrakvöld var bú- ið að flytja 500 konur og börn til Beirut í Libanon og frestað að flytja fleira í bili. Kveikt var í tveimur bifreið- um bandarískra sendiráðs- manna í fyrradag í Nicosia og í Paposhéraði blossuðu upp á ný bardagar milli tyrkneskra manna og grískra og var a.m.k. einn maður drepinn en margir særðust. SEINUSTU FRÉTTIR: Til blóðugra bardaga kom 1 gær á Kýpur og féllu 25 tyrkn esku mælandi og 11 grísku mæl andi menn. Gerðist þetta um 20 kílómetrum suður af Nicosia (höfuðborginni). Brezkt herlið gat að lokum stillt til friðar — án þess hleypt væri af einu ein asta skoti úr byssu brezkra her- manna. — Við erum hér til að vernda friðinn, ekki til að berjast, sagði fyrirliði þeirra. REST-BEZT KODDAR í fjórum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUNIN Vatnsstíg 3 Sími 18740. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að leggja hitaveitu í Faxa- skjól, Sörlaskjól, Granaskjól og hluta af Kaplaskjólsvegi og Nesvegi. Útboðsgagna skal vitja í skrifstofu vora, Vonarstræti 8, gegn 3.000 króna skilatrygg- ingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Happdrætti ísimés Á mánudag verður dregið í 2. flokki. Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja 2.000 vinningar að fjárhæð 3.680.000 krónur. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 2. flokkur. 2 á 200.000 kr. 400.000 kr. 2 - 100.000- 200.000 - 40 - 10.000 - 400.000 - 172 - 5.000- 860.000 - 1.780 - 1.000- 1.780.000 - Aukavinningar: 4 á 10.000 kr. 40.000 kr. 2.000 3.680.000 kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.