Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 25.02.1964, Blaðsíða 2
2 VÍSIR . Þriðjudagur 25. febrúar 1964. Sonny Liston: „Ekki lengra Cassius Clay“. USTON og CLAY keppa m heimsmeisiaratignina í nótt í nótt um 2 eftir ísl. tíma munu þeir Sonny Liston og Cassius Clay keppa um heimsmeist- aratignina í hnefaleik. Liston er álitinn mjög sennilegur sigurvegari í þessari viðureign, en þó eru talsvert margir sem telja Clay eiga tækifæri á að vinna titilinn af Liston. Keppnin mun fara fram í Miami Beach, en hnefaleikar eru bann aðir í Miami og munu þeir sem að keppninni standa sektaðir eftir hana, líklega um 40-50 þús. krónur, sem er and- virði 5 miða við hring- inn. Ódýrustu miðar á keppnina kosta 900 krónur. Undanfarna daga hefur síð- asti undirbúningur undir keppn ina farið fram. Kappamir voru vigtaðir sinn i hvoru lagi og reyndist Clay 2 kílóum þyngri eða 99 kíló og Liston 97. Sið- ustu æfingar þeirra fóru fram um helgina og auðvitað hélt Clay mikinn blaðamannafund eftir sina síðustu æfingu og kom fram í rauðum sloppi áietruðum „bjarnarveiðimaður“. Liston hins vegar kemur fram á óvanalegan hátt á sinum blaðamannafundum og hefur verið brosmildur og jafnvel skemmtiiegur. Sigrar íslenzka liðið fíug- vallarliðið aftur? Keppa annað kvöld á Keflavíkurflugvelli Körfuknattleikskeppni milli úr- valsliðs Reykjavíkur og úrvalsliðs Bandaríkjamanna á Keflavíkur- flugvelli hefir staðið yfir í vetur og lýkur henni n.k. miðvikudags- kvöld í íþróttahúsi Keflavíkurflug- vallar. Alls hafa þessi lið keppt fjóra leikí í vetur og hefir vart mátt í milli sjá, hvort liðið er sterkara. íslenzka liðið hefir þó haft yfir- höndina, sigrað í þremur leikjum af fjórum. Sem dæmi um hörkuna í þessum leikjum, má geta þess að fyrsta leikinn unnu Bandaríkjamenn eftir framlengdan leiktíma, okkar menn unnu leik á Keflavíkurflugvelli með stigatölunni 83:82 og síðasta leikinn, sem fram fór á Háloga- landi vann íslenzka úrvalið 56:53. Allir hafa þessir leikir verið vel leiknir og skemmtilegir. Glæsilegur verðlaunagripur. Varnarliðsmenn hafa gefið glæsi legan verðlaunagrip, sem sigur- vegaranum í þessari keppni verður afhentur við hátíðlega athöfn að leik loknum í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli á miðviku-( dagskvöldið. Aðgangur fyrir íslendinga. Körfuknattleikssambandið hefir fengið leyfi til að selja aðgang að þessum leik á Keflavíkurflugvelli. Vcrða aðgöngumiðar til sölu I Reykjavík, Keflavík og Njarðvík — En fjöldi aðgöngumiða verður takmarkaður og eru menn þvi hvattir til að kaupa miða tim- anlega. Sölustaðir verða auglýstir t blöðum og útvar-í Sætaferðir frá Reykjavík. Sætaferðir verða á iuikinn frá Bifreiðastöð íslands og verður lagt af stað kl. 18.30. Aðgöngumiðar á leikinn gilda sem vegabréf á flug- völlinn frá kl. 19 til 23 leikdaginn. Leikmenn þeir sem keppa við Fólk hefur aö undanförnu flykkzt til Miami Beach og er búizt við 6000 áhorfendum. Miami býður um þessar mundir upp á 23 stiga hita og fólkið flatmagar á baðströndum. Sérfræðingarnir telja að bardaginn I kvöld snúist um það hvort Clay tekst að halda frá sér hinni hættulegu vinstri hönd Listons, en fyrir henni virðist Clay mjög opinn, ef dæma má af æfingaleikjum hans að undanförnu. Fari svo að honum takist ekki að verjast hinum mikla hrammi Listons, getur spá Listons rætzt: „Hann fær ekki að heyra allan þjóð- sönginn hvað þá meira“. Og takizt Liston að rota Clay verð- ur heldur ekki úr áformi og Iof- orði Clays: „Ef hann slær mig út, sem auðvitað kemur aldrei til greina, þá skal ég kyssa á tær hans og segja: Þú er mest- ur, mestur, mestur ..." Cassius Clay flugvallarúrvalið á miðvikudag- inn, hafa allir verið valdir í lands- liðið, sem keppir fyrir íslands hönd á Polar Cup mótinu f Helsinki 20.- 22. marz n.k. Mun hér gefast sér- stakt tækifæri til að sjá landsliðið keppa, en liðið mun ekki leika fleiri opinbera Ieiki fyrir utanför- ina Á undan leik meistaraflokkslið- anna fer fram keppni milli pilta úr 3. fl. ÍR og pilta úr Gagnfræða- skóJanum á Keflavíkurflugvelli. — Lið þessi hafa mætzt einu sinni áður og sigruðu þá ÍR-ingar eftir hörkuspennandi og jafnan leik. Styrktarfélagar K.K.Í. fá afhenta miða á leikinn gegn framvísun styrktarfélagaskírteina í miðasölun- um, en þær eru hjá B.S.Í. í Reykjavík, verzluninni Kyndli í Keflavik og í biðskýKnu í Njarðvík. Ármann 75 áro Glímufélagið Ármann minnist 75 ára afmælis síns með fjölþættri afmælishátið í Háskólabiói næst- komandi laugardag, 29. febrúar, og hefst hún kl. 9 siðdegis. Þar koma fram ýmsir íþróttaflokkar félags- ins, m. a. þrír fimleikaflokkar og svo glímumenn og judomenn. Auk íþróttasýninganna verða mörg önn ur vönduð skemmtiatriði, svo sem kórsöngur Fóstbræðra, einsöngur Guðmundar Guðjónssonar og einn- ig skemmtir Svavar Gests og hljóm sveit hans. Nánar verður greint frá tilhögun afmælishátíðarinnar eftir helgina. Sala aðgöngumiða hófst í gær, í bókabúðum Lárusar Blöndals á Skólavörðustíg 2 óg i Vésturvéri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.