Vísir - 09.04.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 09.04.1964, Blaðsíða 2
Eftir hinn kunna rithöfund, W. H. Aiiden, sem kom til Iandsins í gær höfum við eftirtaldar bækur: The Poetry of W. H. Auden: the disenchanted is- land, (Monroe K. Spears), 384.00. Collected Shorter Poems 1930-1944, 168.00, Nones, 100.00. The Shield of Achilles, 84.00. The Age of Anxiety, 100.00. For the Time Being, 100.00, Some Poems, 40.00. The Penguin Poests, W. H. Auden, a selection by the author 36.00. An Ariel Poem — Mountains, 16,00. W. H. Auden by Richard Hoggart, 20,00. Nýjar bækur næstum daglega, Símar 11936 10103 Hafnarstræti 9. THEENGUSHBOOKSHOP VÍSIR . Fímmtudagur 9. apríl 1964 LIVERP00L sigrar aHa fyrir Stoke City er með 49 stig og hefur leikið tveim leikjum meira, eða 39, og á vart neina möguleika á sigri. Manch. Uni- ted f þriðja sæti er með 47 stig eftir 38 ieiki. Kom ósigur Manc. United um helgina mjög á ðvart en Iiðið iék á velli Stoke sem er neðarlega í deildinni. Hafði Stoke 2—0 yfir í hálfleik, en barátta Manc. United gerði það að verkum að því tókst að jafna. Á síðustu mínútu kom svo sigurmark Stoke frá hinum unga Bobbington með glæsileg- um skalla. Tottenham, sem er í 4. sæti vann um helgina botnliðið Ipswich sem er dæmt til að verða neðst í I. deild og falla, með 6—3. Ipswich má muna sinn fífil fegri, vann sigur í þessari keppni fyrir 3 árum. Með Ipswich munu falla annað hvort Bolton eða Birmingham. Úr 2. deild munu hins vegar sennilega koma Leeds og Sund- erland, sem eru í tveim efstu sætunum. Leeds vann um iielg- ina Leyton Orient með 2—1, Sunderland vann einnig sinn leik gegn Swansea með I— 0, en úrslitaliðið í bikarkeppninni í næsta mánuði, Preston varð að Iát'a sér lynda 2—4 tap fyrir Rotherham. Slæmt veður í Englandi hélt mjög niðri á- horfendatölunni og varð að fresta alls fimm leikum vegna þess hve blautir og þungir vell- irnir voru. Um helgina sagði hinn vin- sæli markvörður Bert Traut- Næstu daga rnunu góðir gestir koma til handknattleiksmanna Víkings og keppa hér 5 lelki. Það eru norsku meistararnir FRED ENSBORG, sem íslenzkir hanknattleiks menn þekkja vel af afspurn, bví liðið keppti einmitt við danska Iiðið Skovbakkeo næst á eftir leiknum við Fram í Árósum 1962 og tapaði norska liðið þá 10:11 en Danir héldu boltanum langtímum saman og töfðu leikinn. Fredensborg er langsterkasta handknatt- leikslið Norðmanna og frá þvi að liðiö vann sig upp í I. deild 1955 hefur það unn ið I. deildina 5 sinnum, síðast í fyrra. I síðustu heimsmeistarakeppni átti Fredens borg 4 fulltrúa, sem allir munu leika með liðinu hér, en alls eru 10 menn af 12, sem kina þennan flokk fvrrverandi og núver- andi landsl'ðsmenn. Er sanranlagður lands leikjafjöldi þeirra hvorki meira né minna en 225!! Fyrsti leikur Fredensborg verður 17. n.k. við Víklng, þá 19. við Suðvesturlandsúr- val, 21. við Rvk-úrval. 23. við Fram og loks 25. við FH. Leikurinn við SVúrvalið fer fram á Keflavíkurflugvelli. Hefur hlotið nafnið „BEAT-ALLS" enda er liðið frá sömu borg og hinir frægu Beatles Liverpool - kiiatt- spymuliðið frá borg hinna frægu Beatles siglir hraðbyri að hinni eftirsóttu Englandsmeist aratign í ár. Liverpool hefur undanfarið sigrað hvert liðið á fætur öðru og virðist um þessar mundir ósigrandi, — enda hefur hið unga lið hlotið nafnið Beat-alls (vinnur alla) og er þetta nafn sett til samanburð ar við nafnið Beatles. Um síðustu helgi vann Liver- pool einn skæðasta keppinaut sinn í I. deild, Manchester Uni- ted, með 3—0. Sannaði Iiðið að það á eftir að verða verðugur fulltrúi Englands i Evrópublk- arkeppninni. Liverpool hefur nú 52 stig eftir 37 leiki, en Everton, sem um helgina tapaði 2—3 Þakpoppi nýkontinn 1. flokks erlendur þakpappi nýkominn. Tvær gerðir — hagstætt verð. HELGI MAGNÚSSON & CO. Hafnarstræti . Sími 13184 og 17227. Elzta byggingarvöruverzlun landsins. Einn snjallasti leikniaður Norðmanna er Finn Arne Johansen, sem hér er brot'ð svo herfilega á Brezka OL-liðið í knattspyrnu slegið út af Gríkkjum Enska landsliðið, sem „burst- aði“ það íslenzka í fyrrasumar í OL-keppninni er nú úr keppn- inni og mun ekki komast til Tokyo í úrslitakeppnina. Liðið vann Grikkland með 2:1 á heimavelli i London en tapaði í Aþenu í gærkvöldi með 4:1. Grikkir munu því halda á- fram í keppninni á betri marka- tölu, 5:3 samanlagt, og munu þeir næst mæta Tékkum, en sigurvegarinn í þeim leikum fer í úrslitakeppnina í Tokyo. mann, sem er meiddur lítilshátt ar, að hann hygðist leggja skóna á hilluna innan skamms. „Ég vil setjast að I Englandi*, sagði Trautmann, sem er 42 ára gamall, fyrrverandi fall- hlífahermaður frá Þýzkalandi. „Fólkið í Englandi hefur verið einstaklega gott við mig og ég vil hvergi annars staðar eiga heima. Mér líkar ákaflega vel hér. Það er mjög auðvelt að velja,“ sagði hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.