Vísir - 16.04.1964, Page 1
VÍSIR
Nýjasta Ijósmynd af Surtsey
Hér er síðasta loftmyndin af
Surtsey, tekin af Landmæling-
um Islands s. 1. laugardag og er
tekin beint niður yfir eyna.
Vinstra megin á eynni sér í
hraungíginn og leggur gufu upp
af honum. Frá honum sér leggja
hraunstraum, eða hrauná, sem
nær niður á miðja flatneskjuna
neðst á myndinni. Þessi flat-
neskja er nýja Surtseyjarhraun-
ið, sem orðið er um 40 hektarar
að stærð. Þetta er nýtt landnám
og hefur stækkað eyjuna ört á
fáum dögum. Hraunbreiðan er
um 1250 metra löng og nær 600
metra breið, þar sem hún er
breiðustu. Heildarstærð Surtseyj
ar var s.l. Iaugardag 1,6 ferkm.
Framh.,á bls. 5.
Lendingarskilyrði
góð í SURTSEY
„Okkur kom ekki til hugar
að lenda í Surtsey, þegar við
fórum frá Reykjavík. Hugmynd
ina fengum við þegar við flug-
um yfir eyna á leið til Vest-
mannaeyja. Við fórum svo frá
Eyjum skömmu eftir hádegi í
flug út að Surtsey og þá var
ákveðið að reyna, sagði Kristján
Flygenring, verkfræðingur í
stuttu viðtali við Vísi í gærdag.
Hann er einn þeirra þriggja, sem
brugðu sér i stutta heimsókn út
í Surtsey í gær. Farkosturinn
var 3ja sæta Cessna 180 í eign
Bjöms Pálssonar, en flugmaður
Stcfán Þ. Jónsson.
Framh. á 5. siðu.
Ljósmynd tekin lóðrétt dr lofti af Surtsey. Krossinn sýnir hvar flugvélin Ienti í gær.
Helga fékk 721. í róðri í net. Miklar landanir í Þorlókshófn
Uppgripaafli er af rígaþorski á
Selvogsbanka og hefir afli eins
netabáts komizt upp í yfir 70
tonn i róðrí og mun það algert
met.
Vélbáturinn Hclga koni inn i
nótt með 72 tonn af fiski, sem
hún hafði fengið á Selvogsbanka,
og eru þess engin dæmi á yfir-
standandi vertfð, að netabátur
hafi komið inn með eins mikinn
afla úr netum, að minnsta kosti
ekki til Reykjavíkur, en þess er
að geta, að Helga var að draga
í fyrradag og fram á dag i gær.
Bluðið í dag
BIs. 3 Franskt flugvéiamóð
urskip í Reykjavik.
— 6 Heimdallarsíða.
— 7 Hugmynd um' Is-
landshús i London.
— 8 Fall er fararheill. Ný
ir bátar á Akureyri.
— 9 Samtal við Magnús j
Blöndal Jóhannsson.
Afli er annars feikimikill á bank-
anum, en afli bátanna allsmisjafn.
Nótabátar, sem voru að losa í
morgun á Akranesi og f Reykja-
vik, voru með 10—30 tonn, en
bátar, sem eru með nel i flóan-
um, fá lítið.
Fréttaritari blaðsins í Hafnar-
firði var í Þorlákshöfn i nótt og
kvað hann heldur minni afla hafa
verið lagðan á land þar í gær en
i fyrradag, en þá var landað þar
6 — 700 tonnum.
Meitill í Þorlákshöfn tók .’ið
250 — 260 tonnum, en yfir helm-
ingnum þannig ekið til Reykja-
víkur, Hafnarfjarðar og nokkurra
staða annarra.
Hann kvað um 70 bilfarma
hafa farið vestur yfir fjall 1
nótt. Mikið kvað hann þessa
flutninga hafa gengið gre'ðar í
vetur vegna þess hve færð hef
ir verið góð, en í nótt í mikilli
umferð um Hellisheiði var erf-
itt að aka vegna hríðarveðurs
Tveir togarar komust ekki út
í Reykjavík í gær
MIKILL vinnuaflsskortur er nú
á togurunum og verða skipin
iðulega fyrir töfum vegna þess
hve ilia gengur að manna þau.
Er ekki talið, að bót fáist á
þessu vandræðaástandi fyrr en
skólum lýkur og unglingar úr
og hálku, en allt gekk slysa-
laust.
Það eru 8 Þorlákshafnarbátar,
sem Ieggja upp þar og 3-4 Vest-
mannaeyjabátar að staðaldri, svo
að heimabátar geta raunverulega
talist 11, þeir leggja ekki á land
annars staðar, en svo eru 20-40
aðkomubátar, sem leggja þar á
land við og við og stundum róður
eftir róður.
Það eru aðallega frystihús Bæj-
arútgerðar Reykjavíkur og Fisk-
verkunarstöð Jupiters og Marz,
sem taka við fiskinum, sem ekið
er til Reykjavíkur.
Þá er þess að geta, að fisk-
verkunarstöðin á Selfossi tekur
við fiski með vaxandi aflabrögðum
Hún tók við 30 tonnum í gær.
Þótt kynlega kunni að láta í eyr-
um sumra, að flytja fiskinn upp
í sveit til verkunar, er þetta hent
ugt að sumu Ieyti í þessu tilfelli,
— fiskurinn er nærtækur fyrir
fiskverkunarstöðina og hún hefur
nægilegt vinnuafl á staðnum.
Vestmannaeyjabátar fengu alls
um 1400 lestir I fyrradag, sem var
bezti dagur vertlðarinnar, og var
um 400 tonnum landað I Þorláks-
höfn.
iff" i' JTHiri—’—wfflw—g*
Mikil maanekla á
skólunum fást á togarana.
Vísir átti í morgun stutt við-
tal við Hallgrím Guðmundsson
hjá Togaraafgreiðslunni um
mannaleysið á togurunum.
Hallgrímur sagði, að ástandið
hefði verið sérstaklega slæmt
síðustu vikurnar. Nefndi hann
sem dæmi, að í gær hefðu tveir
togarar, Jón Þorláksson og Egill
Skallagrímsson gert tvær til-
raunir til þess að komast út en
hvorug hefði tekizt vegna mann
eklu. Þriðja tilraunin verður
gerð fyrir hádegi í dag. sagði
Hallgrímur. Hann sagði, að
frystihúsin auglýstu nú stöðugt
eftir fólki og segja mætti að
barizt væri um hvern mann á
vinnumarkaðinum. Þess vegna
reyndist togurunum erfitt að fá
nægilegan- mannafla.
Vísir ræddi einnig í morgun
stuttlega við Kristján Rggnars-
son hjá LI’Ú um mannahald bát-
anna. Hann kvað þá einnig í erf
iðleikum með að fá nægilega
marga sjómenn. Sagði hann, að
um 250 Færeyingar væru nú á
bátunum og í frystihúsunum hér
og ef þeirra nyti ekki við mundi
ástandið vissulega vera mjög
slæmt.
i