Vísir - 16.04.1964, Síða 3
ÍX9E23EZ33E
ammmm
3
Buie aðmíráll kannar heiðursvörð. Lengst til hægri er franski aðmírállinn. (Ljósm. Vísis: B. G.)
Fljótandi flugvöllur
La Résoiue var hleypt af
stokkunum f september 1961.
Það er 12 þús. tonn að stærð
með 40 þús. ha. vél, en gang-
hraði þess 26 hnútar. Blaða-
manni og ljósmyndara Vísis var
boðið f stutta kynnisferð um
skipið. Það er f alla staði hið
glæsilegasta, og mikil regla
virðist rfkjandi um borð. Hver
hlutur var á sfnum stað og allt
vandlega merkt. 1 La Résolue er
m.a. stór og mikil veðurstofa,
sjúkradeild, þar sem læknir,
Iæknanemi og tannlæknir
starfa. Stórt og mikið bakarí er
um borð, svo og verzlanir og
kennslustofur bæði fyrir flug-
mannina og liðsforingjaefnin. 1
þyrlugeymslunni, sem er undir
þilfarinu, stóðu átta stórar ame
rískar þyrilvængjur og ein
frönsk. Þær eru fluttar með
lyftu upp á þilfarið. Sérstakur
stjórnklefi er fyrir þilfarið, þar
sem fylgzt er nákvæmlega með
Snemma f gærmorgun kom
franska flugþiljuskipið La
Résolue siglandi inn á ytri
höfnina í Reykjavik. Klukkan
var um 7 f. h., þegar blaða-
maður og Ijósmyndari Vísis
héldu út í skipið, ásamt fulltrúa
varnarliðsins og sendiráðsritara
franska sendiráðsins. La Réso-
Iue lá langt úti á ytri höfn, eða
úti við svonefnda sjöundu
bauju. Þegar við komum um
borð í þetta 12 þús. tonna
glæsilega flugþiljuskip, var mik
ið að gera uppi í brú. Mikill
fjöldi yfirmanna, hver öðrum
borðalagðari, voru þar að und-
irbúa siglinguna inn á ytri höfn
ina. Hafnsögumaðurinn gaf fyr-
irskipun um að sett skyldi á 12
mflna férð, og ekki leið langur
tími, þar til akkeri La Résolue
voru látin síga í sjóinn skammt
frá hafnarkjaftlnum.
-K
Myndin er tekin f þyrlugeymslunni undir þilfarinu. Verið er að undirbúa flutning þyrlanna upp á þilfar.
I
öllu, sem gerist þar og einnig
með fluginu.
-x
Mikill viðbúnaður var á þil-
farinu um níuleytið í gærmorg-
un. Von var á Buie aðmírál,
yfirmanni varnarliðsins, í heim-
sókn. Tveimur stórum þyrlum
var skipað upp, heiðursvörður
kom sér fyrir og Ciotteau,
skipherra og aðmíráll Claude
komu niður á þilfar. Skömmu
eftir níu lenti þyrla Buie, og
aðmírállinn kannaði heiðurs-
vörðinn, en síðan var honum
boðið að skoða skipið.
í gærmorgun gekk vísiaðmír-
állinn Rociers á fund forsætis-
ráðherra. Skipulagðar verða
ferðir fyrir áhöfnina um Reykja
vík og nágrenni hennar. Almenn
ingi var boðið að skoða þetta
glæsilega skip í gær og aftur í
dag milli 3 og 5 e. h. Á morgun
heldur La Résolue til Frakk-
lands, en hefur þar mjög stutta
viðdvöl, því að ætlunin er, að
það sigli þaðan fljótlega til
Danmerkur og Þýzkalands.
íslenzki hafnsögumaðurinn ræðir hér við tvo af yflrmönnunum uppi f
brú um siglinguna inn á ytri höfnina.