Vísir - 16.04.1964, Síða 8
VlSIR . Fimmtudagur 16. apríl 1964.
8
9
Utgerandi: tilaðautgáran VtSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi *178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði.
I lausasölu 5 kr eint. — Simi 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Hagsmunir láglaunafólks
;|eð skattabreytingafrumvörpunum sem ríkisstjómin
lefir nú lagt fram á Alþingi verða skattbyrðarnar á
mdsfólkinu gerðar mun léttbærari. Tekjuskattsbreyt-
igin ein sparar borgurunum 80 milljónir á þessu ári.
Vuk þessa lækkar útsvarsstiginn, en enn er ekki vitað
ivaða áhrif það hefir til lækkunar útsvara, þar sem
mn er óvíst hver afsláttur hinna einstöku sveitar-
'élaga verður. En það er þó ljóst að útsvarsbreytingin
/erður verulega hagstæð láglaunafólki og bammörg-
im fjölskyldum.
\ síðasta ári hækkuðu meðallaun allmjög í landinu,
;amfara því sem verðbólgan fór aftur á skrið. Þetta
iiafði það í för með sér að skattstigarnir skekktust.
æss vegna er það sjálfsögð og réttlát breyting sem
ú hefir verið framkvæmd að hækka skattfrjálsu
ekjurnar í samræmi við hækkuð laun. Það má aldrei
;oma fyrir aftur að skattarnir lami sjálfsbjargarvið-
!eitnina, misbjóði gjaldþoli manna og brjóti í bág við
réttarmeðvitund þeirra. Þannig var það á Eysteinsár-
jnum, og reyndar allt fram til 1960 er viðreisnarstjórn-
n framkvæmdi sína fyrstu miklu skattalækkun. Fram
að þeim tíma var það algeng nauðvörn borgaranna
ð svíkja undan skatti og allir þekktu þá spillingu
>g það misrétti sem því var samfara. Launamenn, sem
•,efa urðu allar tekjur sínar upp til skatts, voru skatt-
mdir en aðrir sluppu með furðu lága skatta. Þetta
íremdarástand hefir núverandi ríkisstjórn afnumið,
7g, nú eru almennar launatekjur algjörlega tekjuskatt-
iausar.
Mynd þessi var tekin af bátnum Venusi frá Árskógssandi, þar sem hann hafði fallið á hliðina á
sandkambinum neðan við skipasmíðastöðina.
„Fall er fararheill “
Nýlega var hleypt af stokk-
unum tveimur nýjum 19—20
tonna bátum frá Skipasmiðastöð
K.E.A. Akureyri. Bátamir eru
Farsæll 2. frá Hrísey og Venus
frá Árskógssandi
Farsæll 2. var sjósettur um
morguninn, en siðdegis þeg-
ar Venus skyldi settur fram
henti það óhapp, að báturinn
féll á hliðina á sandkambinum
neðan við Skipasmíðastöðina
(sjá mynd). Hermann Guðmunds
son skipstjóri á hinum nýja bát,
sagði eftir að hafa gengið úr
skugga um að skemmdir hefðu
ekki orðið neinar vemlegar:
„Fall er fararheill“
Eigendur báta þessara eru:
Farsæl 2. eiga bræðurnir Sigmar
og Gunnar Jóhannessynir og
ÓIi Bjömsson allir frá Hrísey.
Venus eiga Guðmundur Bene-
diktsson tveir synir hans og
Hörður Gunnarsson.
Ennþá er eftir að ganga frá
rafmagni og stillingu tækja. Við
Torfunefsbryggju liggur nú Far-
sæll 2. Skipstjórinn þar um borð
er Sigmar Jóhannesson hann
svaraði nokkmm fyrirspurnum
á þessa leið:
—Hvenær hófst smíði bátanna?
Haustið 1963 var samið við
Tryggva Gunnarsson, for-
stjóra Skipasmíðastöðvar K.E.A.
um að teikna bátinn og byggja
hann síðan, i millitíðinni komu
þeir af Árskógssandinum í sömu
erindum, og útfallið varð að við
slógum saman um þessa gerð
og em bátamir smiðaðir jafn-
hliða og em alveg eins.
Hvernig lizt þér á nýja bát-
inn?
Báturinn er sérlega glæslleg-
ur og hefur auk venjulegra
tækja radar, sem er mjög óvenju
legt, ef ekki einsdæmi af bátum
af þessari stærð. Vélin er Volvo
Penta 200 ha.
— Þið áttuð bát áður Sigmar?
— Já, og eigum hann enn,
það er Farsæll, smiðaður af
Tryggva og teiknaður af honum.
— Hvað ætlastu fyrir?
— Á netaveiðar fyrst, síðan
reikna ég með að við fömm á
handfæri í sumar eins og vant
er.
)tjórnarandstaðan heldur því gjarnan fram, að ríkis-
tjórnin sé stjórn hinna ríku, en ekki hinna efnaminni.
f einhver hefir lagt trúnað á þær fullyrðingar ætti
kattabótin að sýna fram á hve þær eru fráleitar. Það
;r hér einmitt verið að létta skattabyrðunum af
inum efnaminni. Þeir hafa mestan haginn af skatta
g úsvarslækkuninni, eins og töflurnar yfir lækkan-
irnar gjörla sýna.
* Fyrsti áfanginn
Tjármálaráðherra vék í ræðu sinni á Varðarfundi að
ví hvort skattalækkunin myndi ekki hafa óhagstæð
.ensluáhrif, er landsmönnum eru sparaðar 80 millj-
nir, sem þeir geta notað til annarra hluta. Á því er
cneitanlega nokkur hætta en á hinn bóginn verður að
'íta á það, að verðbólgan hefir skekkt skattstigann,
cannig að hér er að miklu um sjálfsagða leiðréttingu
vegna hennar að ræða. Líta verður á skattalækkun-
ína sem fyrsta liðinn í þeim efnahagsráðstöfunum,
sem gérðar verða á næstunni. Þær munu miða að því
«ð stöðva þá óheillaþróun sem myndaðist eftir launa-
skriðið á síðasta ári og koma aftur á jafnvægi
hagslífinu.
verði sett
ur á stofn
Deilur um ýmis atriði nýrra loftferðalaga
1 fyrra var lagt fram á Al-
þingi, en eigi afgreitt frá ping-
inu, frumvarp til nýrra loftferða
laga, sniðið i flestum atriðum
eftir norrænni loftferðalöggjöf,
og sum ákvæðin alveg sam-
hljóða. Þetta frumvarp er nú
mjög til umræðu f þinginu og
hafa 4 þingmenn, einn úr hverj
um flokki, borið fram allmargar
breytingatillögur við það, að
ætla má í samræmi við vilja
flugmanna hér á Iandi. Töluvert
harðar deilur eru um sumar þess
ara tillagna. í breytingatillögun
um er m. a. gert ráð fyrir að hér
verði komið á fót föstum flug-
dómstól, sem ekki er á hinum
Norðurlöndunum, að þvi er
Haukur Claessen, varaflugmála-
stjóri, sagði blaðinu.
í hinu upprunalega frumvarpi
er gert ráð fyrir að eftirlit og
rannsókn óhappa í sambandi við
flug, heyri undir flugmálastjórn
ina, nema i alvarlegum tilfellum,
þá getur flugmálaráðh. skipað
sérstakar rannsóknarnefndir
hverju sinni. En í breytingatil-
lögum fjórmeninganna er sem
fyrr segir gert ráð fyrir aðihér
sé komið upp flugdómstól, sem
rannsaki öll slys.
Þá er ákvæði í frumv. um
að flugmenn séu skyldir til að
ganga undir blóðrannsókn, ef
grunur leikur á að þeir séu und-
ir áhrifum áfengis, en hliðstætt
ákvæði mun vera á hinum Norð
urlöndunum. 1 breytingatillög-
unum er gert ráð fyrir að flug-
maður megi ekki fljúga 12
næstu klukkustundir eftir blóð-
rannsóknina, hvort sem eitt-
hvert áfengismagn finnst f blóð
inu eða ekkert.
Annað ákvæði er I frumvarp-
inu um það að flugmaður megi
ekki neyta áfengis 6 næstu
klukkustundir eftir að hann lýk
ur flugferð, ef ástæða sé til aö
búast við rannsókn á einhverju
varðandi flugið f þeirri ferð. I
breytingatillögunum er það gert
að skilyrði að flugmaðurinn hafi
fengið aðvörun á vaktinni, en
dæmi ekki um þetta sjálfur. En
hafi aðvörunin komið sé honum
óheimilt að neyta áfengis þessar
6 klukkustundir.
Þá er ákvæði i frumvarpi
þessu að loftferðalögum þess
efnis að sekta megi flugmenn
eða setja þá jafnvel í varðhald,
ef þeir mæti of seint í vinnu, en
fjórmenningarnir leggja til að
þetta ákvæði verði fellt úr frum
varpinu.