Vísir


Vísir - 16.04.1964, Qupperneq 9

Vísir - 16.04.1964, Qupperneq 9
9 VISIR . Fimmtudagur 16. aprfl 1964. Tónskáldið við hinn glæsilega rokokóflygil sinn. (Mynd: I.M.) Hann situr við flygil- inn og leikur nýjasta píanóverkið sitt, SONO- RITIES, samið í fyrra. „Situr“ er raunar ekki alls kostar rétt orð, því að hann situr ýmist eða stendur, spilar ýmist á nótnaborðið eða hörp- una sjálfa, stundum með fingrunum, stundum handleggjunum, stund- um með litlu járni til þess gerðu að laða sér- staka hljóma úr strengj- um hljóðfærisins. Magn- ús Blöndal Jóhannsson er nýtízkulegt tónskáld og fer sínar eigin leiðir, hvort sem öðrum líkar betur eða verr. En hann er ekki að eltast við nýj- ungar í því skyni að koma fólki á óvart. Hon um er rammasta alvara. „Hvað er athugavert við að taka upp nýjar aðferðir, ef þær leiða betur í Ijós það sem mað- ur vill segja?“ spyr hann. „Hvers vegna ætti ekki að mega nýta fleiri möguleika hljóðfærisins en þann eina, sem mest hefur ver- ið notaður hingað til? Pað er hægt að gera margt annað en færslunni. Þuríður Pálsdóttir söng strófur, sem ég byggði mestmegnis á sjöundum og ni- undum, og Kristln Anna Þórar- insdóttir sagði fram eitt orð, .Constellation', á ýmsa vegu. Síðan vann ég úr þessu el- ektrónískt, lét Þurlði m.a. syngja fjórraddað og skipti orðinu ,Constellation‘ f sundur og lét það koma írarn á margvlslegan hátt. Raddimar eru þó ekkert aðalatriði í verkinu, heldur að- eins notaðar til sérstakra á- hrifa." Fordómar og fyrirfram skoðanir „Háir þér ekki mikið að hafa ekki til umráða elektrónlskt stúdíó og öll þau tæki, sem nauðsynleg eru?“ „Jú, það er engan veginn gott að hafa ekki almennileg starfs- skilyrði og gerir allt margfalt erfiðara, en þá verður maður að reyna þeim mun meira'á hug- myndaflugið og notast við það sem tiltækt er, þangað til úr rætist". „Og þú heldur, að von sé til þess?“ „Ég veit ekki — mér finnst elektróníska tónlistin mæta miklu tómlæti hér á landi. Fólk segir, að hún sé engin músík, og það er jafnvel útbreidd skoð- un, að verið sé að gera gys að almenningi með þessu. Auðvitað er hugsanlegt, að einhverjir séu að reyna það, en ég trúi ekki, að heiðarlegum tónskáldum detti sli'kt I hug. Það er ótrúlega erfitt að fá fólk til að viður- kenna elektrónísku músíkina sem alvarlegt listform; það álft- ur, að hún sé einungis stundar- tímum hjá frægum píanista, Karl Friedberg, sem hafði verið nemandi Clöru Schumann og þekkt Brahms persónulega. Það var geysigaman að heyra hann tala um fortíðina, og mér fannst hann túlka Schumann og Brahms ólíkt öllum öðrum pían- istum, sem ég hef hlustað á“. „Lagðirðu mesta áherzlu á píanónámið?" „Nei, ég tók tónsmíði jöfnum höndum með því, og I Juilliard is sérstakir hæfileikamenn geta gegnt því vel. Og gagnrýni, sem er byggð á að heyra nýtt verk einu sinni og skrifa síðan um það I flýti undir augnabliksgeð- hrifum, getur ekki orðið annað en fráleit. Það er sök sér að skrifa fyrir tímarit, þegar hægt er að stúdéra verkin gaumgæfi- lega og hugleiða þau í ró og næði, en dagblaðagagnrýni hlýt- ur alltaf að byggjast á yfir- borðskenndri augnabliksstemmn inni I Kaupmannahöfn og eftir það talsvert víða. Og að undan- förnu hefur Karlheinz Stock- hausen kynnt það í fyrirlestrum sínum og flutt skýringar með því, þegar það var leikið 1 Köln- arútvarpið". „Hver er Stockhausen?" „Stærsta nafnið I elektrón- ísku músíkinni í dag og ef til vill þekktasta núlfandi tónskáld Þjóðverja". „Og þekkir þú hann?“ bara spila með fingrunum á nótnaborðið — og mér finnst ekki skipta neinu máli, hvaða aðferð er notuð, svo framarlega sem hún nægir til að tjá það sem tónskáldið vill koma á framfæri". Magnús er einn af brautryðj- endum elektrónlsku tónlistar- innar hér á landi og ef til vill fyrsta íslenzka tónskáldið, er samdi verk f því umdeilda formi.Og nú hefur tónverkhans, „Punktar", sem flutt var á tón- leikum Sinfónluhljómsveitarinn- «r f fyrravetur, verið útvalið til að opna norrænu tónlistarhátíð- ina f Helsinki I haust, og annað af verkum hans, „Samstirni", verður flutt f Los Angeles f næsta mánuði. Elektrónískar kvenraddir „I hvaða stíl myndirðu segja, að ,Punktar‘ væru?“ „Æ, hvað á maður að segja um stfltegundir nú á dögum? Það er erfitt að lýsa því. Þetta er algerlega atónalt verk, að nokkru leyti frjálst, að nokkru leyti byggt á tólf tóna kerfinu, svo eru elektrónísk innskot... það er eiginlega hægara að semja það en lýsa þvi með orð- um!“ „En .Samstirni'? Er það el- ektrónískt?“ „Já. Reyndar koma inn f það tvær kvenraddir, en þær eru meðhðndlaðar elektrónfskt í út- fyrirbæri, en ekki ákveðinn lið- ur í þróunarsögu tónlistarinn- ar“. „Hefur ekki löngum reynzt erfitt að fá fólk til að viður- kenna nýjar stefnur?“ „Jú, menn eru einkennilega tregir til að breyta viðhorfum sfnum til eins og annafs. Ég Iái engum, þó að hann sé ekki hrifinn af t. d. elektrónískri músík, og er alls ekki að heimta, að áheyrendurnir falli I stafi yfir hverri nýjung, sem fram kemur, en mér finnst hægt að ætlast til, að fólk hlusti fordómalaust og gefi sjálfu sér tækifæri til að heyra, hvað um er að vera, í stað þess að mynda sér hei- kvæðar skoðanir fyrirfram". Átta ár í New York „Hvenær byrjaðirðu að fást við tónsmiði?" „Ég man ekki svo langt aftur I tfmann, en mér skilst á for- eldrum mínum, að ég hafi farið að spila eftir eyranu strax á þriðja ári allt mögulegt, sem ég heyrði. Og ég var vlst 5 — 6 ára, þegar ég fór að impróvísera". „Hvar hefurðu lært?" „Fyrst í Tónlistarskólanum hér, síðan í Juilliard skólanum í New York og seinast f einka- skólanum lagði ég stund á kór- stjórn og hljómsveitarstjórn og lærði þessi venjulegu aukafög". „Hvað varstu lengi I Banda- ríkjunum?" „Átta ár og alltaf I New York. Ég kann ákaflega vel við mig I stórborg“. „Hvernig fannst þér að koma aftur heim til íslands?“ „Hálfskrítið fyrst, en maður samlagast umhverfinu smám saman“. „Þú hefur ekki haldið tón- leika hér?“ „Nei, ég ætlaði að gera það, en einhvern veginn varð aldrei úr þvf. Ég er lfka óskaplega nervus að spila fyrir fólk, ef það er nokkur afsökun". Tónlistargagnrýnandi Vísis „Svo gerðistu tónlistargagn- rýnandi Vlsis?“ „Já, ein tvö—þrjú ár, og það starf myndi ég ekki vilja taka að mér aftur“. „Skemmtirðu þér nokkurn skapaðari hlut á konsertum þau árin?“ „Nei, Guð almáttugur, maður hafði nú um annað að hugsa! í alvöru talað, þá er þetta svo mikið ábyrgðarstarf, að einung- ingu og er því óáreiðanlegt mat. Ofan á það bætist, að gagnrýn- andinn er oft langt frá að vera hlutlaus cg dæmir út frá per- sónulegum sjónarmiðum og fyr- irfram mynduðum skoðunum, sem lita smekk hans. En það minnsta, sem krafizt verður af gagnrýnanda, er, að hann sé algerlega hlutlaus I dómum sln- um“. „Getur nokkur lifandi maður verið algerlega hlutlaus dóm- ari?“ Magnús lítur snöggt upp. Svo brosir hann og hristir höfuðið. „Nei, annars, sennilega ekki. En hann á að reyna að vera það“. Verkin flutt á erlendum tónlistarhátíðum „Hvað hefur verið flutt eftir þig af elektrónískum verkum annað en ,Punktar‘?“ „ .Elektrónísk stúdía‘ var frum- flutt vorið 1960 hjá Musica nova. Það var fyrsta verk mitt á því sviði og fyrsta elektrón- íska verkið eftir íslenzkt tón- skáld, sem flutt hefur verið hér á Iandi. ,Samstirni‘ var líka flutt á tónleikum hjá Musica nova, síðan á norrænu tónlistarhátíð- „Nei, nei, en svo vill til, að I Köln er elektrónlsktstúdíó.eitt af þeim fullkomnustu, sem til eru, og þegar ég var þar fyrir tveim-þremur árum, fór ég til forstjórans og spurði, hvort ég myndi geta fengið aðstöðu til að vinna þar að tónsmíðum. Hann tók því vel, en bað mig að senda sér segulbandsupp- töku á einhverju verki, sem ég hefði samið. Ég sendi ,Sam- stirni* og vissi síðan ekki meir, fyrr en þeir skrifuðu útvarpinu hér og báðu um upplýsingar um mig. Stockhausen hafði þá hlustað á verkið og ákveðið að flytja sjálfur skýringar með því, þegar það yrði spilað þar. Og það var hann, sem gekkst fyrir því, að það yrði flutt í Los Angeles". „En þú hefur samið fleira en elektrónísku verkin, er það ekki?“ „Jú, t.d. heilmikið af píanó- verkum og sönglögum. Fyrsta verkið mitt, sem var flutt er- lendis, var sónata fyrir óbó og pfanó. Hún var spiluð á tón- listarhátíðinni I Helsinki 1956. Á annarri hátfð var flutt orgel- verk, og síðan ’56 hefur alltaf verið flutt eitthvað eftir mig á öllum norrænu tónlistarhátíð- unum nema einni“. Frh á bls 10. Samtal við Magnús Blöndal Jóhannsson

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.