Vísir - 28.04.1964, Page 6

Vísir - 28.04.1964, Page 6
VlSIR . Þriðjudagur 28. apríl 1964. 5 Fraitl mtm Framhald af bls. 2. leikmaður. Salurinn ykkar er eitt hið furðulegasta sem fyrir augu bar hér og vart hæfur til að keppa í. Dómararnir hér eru mjög góðir, en nokkurn tíma þarf tll að venjast ykkar regl- um því þær eru talsvert frá- brugðnar því sem við erum van ir heima f Noregi.“ Um leikina sagði Gruben, að Fram væfi áberandi bezta liðið taktískt og skemmtilega leik- andi. Einnig taldi hann að Ieik ur Fredensborgar gegn Fram hefði verið bezti leikur þess í heimsókninni. „Það sem þið haf- ið einkum fram yfir okkur eru þessar stórhættulegar langskytt- ur. Ég held að það hljóti að vera stórkostlegt að sjá tvö ís- lenzk lið með svo miklum skot mönnum keppa sín á milli,“ sagði Gruben að lokum. Bjöm Sogn, 21 árs þjálfari hjá 2. deildarliði f Osló sagði að hann hefði Iært mikið af ís- landsheimsókninni, sérlega af leiknum við Fram, þar sem hann hefði loks séð út taktík, sem hann gæti sýnt og kennt liði sínu. Hann var hrifinn af langskyttunum, Ingólfi, Gunn- laugi og Ragnari Jónssyni, en beztan taldi hann samt Guðjón Jónsson með hinar skemmtilegu sendingar sfnar og lúmsk skot. „íslenzkur handknattleikur er á heimsmælikvarða,“ sagði hann að lokum, „og það er einróma álit okkar í Fredensborg að handknattleikurinn muni rísa enn hærra með tilkomu nýju í- þróttahallarinnar ykkar“. KR vann — Framhald af bls. 2. Valsliðið náði á köflum saman úti á vellinum, en við markið rann allt út í sandinn. Bezti maður liðs- ins var nýliðinn Reynir Jónsson, er Valur fær frá Breiðabliki f Kópa- vogi, en Reynir má þó vara sig á of miklum einleik. Annar nýliði f þessum leik var Ingvar Elísson, en hann kom ekki eins vel út og Reynir, virtist ekki „finna sig“ sem bezt, en eflaust á hann eftir að gera það síðar. Framverðir iiðs- ins voru ekki nógu afgerandi og f rauninni má hið sama segja um framvarðalínu KR. Dómari var Haukur Óskarsson og dæmdi hann mjög vel. SAAB 1964 mi Er líka fyrir yður Sveinn Björnsson & Co. Garðastræti 35 Box 1386 - Sími 24204 Ferðafélagið — Frámh. af bis. 16 þá þurfa íslendingar að vera við- búnir að greiða götu þeirra og skipuleggja Surtseyjarferðir. Ferð Ferðafélagsins hefst n. k. föstudag e. h. og verður farið með flugvél til Vestmannaeyja. Þar hefur félagið fengið svefnpokapláss í skólahúsi, en þátttakendur verða að sjá sér sjálfir fyrir mat. Farðir verður um Heimaey og allir fegurstu og merkustu staðir hennar skoðaðir, þá verður Feng- inn bátur til að fara út að Surtsay, en ekki er þó meiningin að fara þar í land. Komið verður aftur síð- degis á sunnudaginn, flugleiðis hingað til Reykjavíkur. Þegar Vísir átti tal við kr'f- stofu Ferðáfélagsins í morgun, hafði rignt fyrirspurnum út af þess ari ferð.' Er nauðsynlegt að vænt- anlegir þátttakendur sæki farmiða sína í síðasta lagi f. h. á fimmtu- daginn. C • •• o X SmjörBO ■■ Framh. af bls. 16. erlendum markaði, en þær til- raunir hefðu borið lítinn áraag- ur vegna þess hve markaðirnir væru lokaðir ytra. Sigurður sagði, að í Bretlandi og Þýzka- landi væru mikil höft á smjör- innflutningi og erfitt fyrir þá að komast að, sem ekki hefðu „kvótai'. T. d. hefðu Bretar ný: lega birt áætlun um smjörinn- í flutning sinn á timabilinu 1. ; apríl 1964 til 1. apríl 1965 og j hygðust þeir á því tímabili flytja inn 420 þús. lestir af j smjöri. Væri það magn allt flutt j inn frá rikjum, er þeir hefðu ' áður keypt smjör af, svo sem j Dönum og ýmsum Austur-Ev- j rópuríkjum. Bretar segðu, að til j greina kæmi, að þeir flyttu inn 20 þús. lestir til viðbótar, en ef svo yrði, myndu þeir bjóða Útför SVEINS JÓHANNSSONAR kaupmanns verður gjörð frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 29. þ. m. kl. 13,30. Blóm afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hins látna, skal bent á Hallgrimskirkju. Fyrir mína hönd og bamanna. Ingibjörg Kortsdóttir. „viðskiptavinum" sínum þau við skipti áður en til greina kæmi að kaupa það magn af Islend- ingum. Svipaðir viðskiptahættir tíðkuðust í smjörverzluninni I Vestur-Þýzkalandi. Kvaðst Sig- ■urður hafa orðið fyrir miklim vonbrigðum með það hve ófrjáls viðskiptin með þessa fram- leiðsluvöru væru I umræddum Vestur-Evrópuríkjum. ÍSLENZKA SMJÖRIÐ LÍKAR VEL. Sigurður sagði, að send hefðu verið sýnishorn áf íslenzka smjörinu til Bretlands, Vestur- Þýzkalands og fleiri landa og líkaði það mjög vel. Einnig kvað hann íslendinga geta selt smjörið á samkeppnisfæru verði í þessum löndum. Það væri bví hvorki of hátt verð né iéleg gæði, sem spilltu fyrir smjörsölu fslendinga, heldur hitt, að þeir hefðu ekki haft „kvóta“ áður. SELT TIL TÉKKÓSLÓVAKÍU. Sigurður kvað nú hafa tekizt samninga við Tékka um að selja þangað 50 lestir af smj'iri og hefði fengizt ágætt verð þjr. Mundi þetta magn fara út í maímánuði. Væri þessi saia betra en ekkert, en þó nefði þurft að selja meira. Vísir spurði Sigurð hvort nokkuð hefði komið til greina að framleiða nýjar vörur úr smjörinu eða þá að blanda því í smjörlíki. Hann kvað hvorugt á döfinni. Sagði Sigurður, að reynslan af því að bæta smjöri I smjörlíki væri yfirleitt slæm. Freisto Itend- göngu n Surtsey Frá Vestmannaeyjum var Vísi símað I morgun, að nokkrir út- lendingar, sem vetursetu hafa hatt í Vestmannaeyjum og flestir eða allir unnið f fiski, hafi f nuga landgöngu á Surtsey. Þetta er 8 — 10 manna hópur af ýmsu þjóðerni, frá Bandaríkjunum, Englandi, Skotlandi, írlandi, Mar- okkó, Ástralíu og Austurríki. Höfðu þeir pantað vélbátinn Harald með sig út f gærkveldi, en þrátt fyrir afbragðs veður var förinni af ein- hverjum ástæðum frestað og var ieiðangurinn ófarinn f morgun. ^yr irliði hópsins er bandarískur, Micha ei Bird að nafni. Ekki er vitað að þeir eigi neitt sérstakt erindi út i eyna, annað en það að hafast þar við í tver eða þrjár nætur. Telja þeir sig vel búna að vistum og öðrum útbún- aði og að þeir muni geta nafzt þar við dögum saman ef ekki gef- ur í iand. Listmunaupp- boð í Þfóðleik húskjallara- num Á silfur- og listmunauppboði, sem Sigurður Benediktsson heid ur í Þjóðleikhúskjallaranum í dag, eru alls 50 hlutir. Fjöl- breytni er mikil, og margir hlut anna fágætir. Má þar t. d. teíja austurlenzkt teppi, og mann- tafl úr fílabeini, silfurslegið drykkjarhorn, gullslegið Búddha líkan og glæsilegan kaleik. — Einnig eru þar silfurskeiðar, sem taldar eru vera úr búi Ein- ars Benediktssonar. Uppboðið hefst kl. 5. Sýning — Framh .af bls. 1. aðardeild SÍS, Sláturfélag Suð- urlands, Sölufélag garðyrkju- manna, Fiskifélag Isiands, Verzl unarráð íslands, Iðnaðarmanna- féiag Reykjavíkur, Búnaðarféiag Islands, Mjólkursamsalan og Grænmetisverzlun landbúnaðar- ins. Hús Sýningarsamtaka at- ! vinnuveganna verður bæði í- þrótta- og sýningarhús. Mun að staða til að efna til sýninga hér batna mjög við tilkomu hússins en segja má, að ekkert hús sé til er henti fyrir sýningar nú. Félag íslenzkra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna hafa fyrir nokkru ritað stjórn Sýningarsamtaka atvinnuveg- anna og óskað eftir afnotum af húsinu 1965. Telja þessir aðilar ekki veita af að hefja undirbún- ing sýningarinnar strax enda yrði hér um að ræða hina mestu iðnsýningu, er hér hefði verið haldin. Frá þessu er skýrt í nýút- komnu hefti af íslenzkum iðn- aði. SKIPAFRÉTTIK M.s. Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar 29. þ.m. Vörumóttaka til Hornafjarðar í dag. Ms. Herðubreið fer vestur um lnd í hringferð 30. þ.m. Vörumóttaka í dag til Kópa- skers, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar, Borgarfjarðar, Mjóa fjarðar Stöðvarfjarðar, Breiðdals- víkur og Djúpavogs. Farseðlir seld ir á fimmtudag. HÚSEIGENDUR Klæðning s.f. framkvæmir fyrir yður gólfdúka-, flísa-, lista-, mosaik- og teppalagnir. — Hljóðeinangrun, ásamt allri annarri veggfóðrun. Otvegum efni ef óskað er. Fagmenn. Klæðning sf. Símar 32725, 10140 og 14719. BÍLL - ÓSKAST Óska að kaupa nýlegan vel meðfarinn 4—5 manna bíl. Sími 14779. ÖKUKENNSLA Kenni akstur og meðferð bifreiða. Sími 22588. VINNUVÉLAR - TIL LEIGU Leigjum út litlai steypuhrærivélar, ennfremur rafknúna grjót- og múr- hamra, með borum og fleygum, og mótorvatnsdælur. Upplýsingar I sima 23480.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.