Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 2
RITSTJORI: JONBIRGIR PETURSSO, ísaHKHWftitaeffiiffl! IBtBiWffli ffflHHHBlHt! ir skömmu. — Hér er Ray Snow- ball, markvörður Crook Town, að bjarga yfir stöngina hörkuskoti. En- field var óheppið í Ieiknum, þegar markvörðurinn handleggsbrotnaði við að bjarga marki. Crook Town vann Ieikinn, 2:1, og vann bikar áhugamanna í 5. sinn. rww——..«i Körfuknattleiksmenn horfa nú bjartsýnir fram á við. Verkefnin blasa alls staðar við og félögin, sem hafa um þetta leyti oftast hætt að æfa, herða nú enn meir á þjálfunar „prógrami“ sínu og hyggjast æfa í allt sumar. Bogi Þorsteinsson, form. KKÍ sagði í viðtali í gær að KR og ÍR mundu æfa inni í sumar. KR hefur fengið erlendan þjálfara, Banda- ríkjamann, sem piltunum líkar af- bragðs vel við. I haust er von á bandarískum þjálfara hingað til lands og mun hann halda hér nám- skeið fyrir íþróttakennara og á- hugaþjálfara frá 1. —7. september. Bogi sagði að á leikvöllum borg- arinnar hefði verið komið fyrir úti- körfum og þar eru ákjósanlegar aðstæður til að æfa undir tækni- merki KKÍ, en fyrstu merkin voru einmitt afhent s.l. mánudagskvöld í hófi í Tjarnarcafé. Voru þarna af- hent 20 gullmerki, öll til ÍR-inga, 3 silfurmerki, eitt til ÍR-inga og tvö til nemenda úr Laugarnes- skóla, bronzmerki til Laugarnes- skólamanna og 8 merki til sömu nemenda úr járni. Bogi kvað ákveðið að landsliðið í körfuknattleik færi í boðsferðina til Bandarikjanna 28. des. n.k., en kæmi heim 16. janúar. Er þetta gert vegna skólamanna, sem eiga frí um þetta leyti og eiga hægara með að komast frá en ella. I | Forseti People to People Sports Committee er væntanlegur til Rvík- ur í september og mun þá ganga É frá öllum hnútum varðandi þessa ferð. Heitir hann Frank A. Walsh. Þessi mynd var tekin úr úrslitaleik enskra áhugamanna í knattspyrnu milli Crook Town og Enfield. — Leikurinn fór fram á Wembley fyr- VÍSIR . Föstudagur 15. maí 1964 ÍR - ingar og körfuboltameim úr Laugamesskóla vinna tæknimerki eftir 14 mlnútur tekst þeim að not- færa sér mistök Þróttarvarnarinn- ar f að hreinsa frá marki og Her- mann skorar 1:0, en hinn ungi mark vörður var gjörsamlega límdur við marklínuna og bifaðist ekki í átt að boltanum, sem sveif inn I netið. Á 29. mínútu skoraði Bergsteinn Magnússon mark númer tvö, en einnig þá hefði markvörðurinn átt að geta varið, en var ekki nógu „frekur" og lét skjóta í gegnum klof sitt í stað þess að hirða bolt- ann frá Bergsteini. 1 seinni hálfleik komu 3:0 og 4:0. Hermann Gunnarsson lék fimlega á tvo vamarmenn Þróttar og skaut fast á mitt mark Þróttar af heldur stuttu færi. Valsmenn áttu talsvert góð tækifæri eftir þetta og mis- notuðu þa* til á 25. mín. síðari hálfleiks, að Ingvar skoraði, 4:0, eftir að framlínunni tókst að bora sig í gegnum þróttarmiðjuna. Ingv- ar skaut innan markteigs algjör- lega óverjandi. Eftir þetta áttu Valsmenn tæki- færi á 5:0, en tókst ekki. Þróttarar áttu sfn tækifæri f leiknum, eink- um þó fyrst f seinni hálfleik og í eitt skiptið rúllaði boltinn eftir marklfnunni, en ekki tókst að skora. Valsliðið var ekki gott lið, þrátt fyrir sigurinn, eins og fyrr er greint. Það jafngilti þvf að draga liðsmenn sundur og saman í háði og spotti að lofa þá fyrir þennan leik. Með leikmenn á borð við þá, Framh. á bls. 6 Ístigin! í R.víkurifiótinu J Stigin . Reykjavíkurmótinu / standa nú þannig: Valur—Þróttur 4:0 1 Fram 4 3 0 1 13:6 6Í ÍKR 4 3 0 1 11:5 6f Valur 4 2 0 2 10:3 4 7 Þróttur 4 2 0 2 8:12 4) Vík. 4 0 0 4 3:19 O^ Einn leikur er nú eftir f mót-1 inu, milli KR og Fram, sem í urðu jöfn að stigum í mótinu 7 með 6 stig, en ekki mun enn 1 ákveðið hvenær sá Ieikum fer fram. Markhæstu leikmenn eru þess ir: Baldvin Baldvinsson, Fram, 6 Ingvar Elísson, Val, 5 ( Haukur Þorvaldsson, Þrótti, 5 í Baldur Scheving, Fram, 3 ; Gunnar Guðmannsson, KR, 3. ) KNATTSPYRNAN MODEL 1964 hefur nú verið kynnt fyrir vall- argestum. — Reykjavíkurmóti er nú að Ijúka og aðeins eftir að leika úrslitaleikinn milli hinna gömlu andstæðinga á knatt- spyrnuvellinum, KR og Fram. Ekki verður annað sagt en að knattspyrnumenn vorir komi heldur hrörlegir undan hinum milda vetri, sem hefur farið svo mjúkum höndum um okkur. Var þó haft fyrir satt, að aldrei fyrr hefðu æfingar verið stundaðar af slfku kappi sem nú hjá fé- lögunum, sem enn hefur þó ekki látið örla á sér. Aðeins einn Ieikur hefur í öllu Reykjavíkurmótinu tendrað von arneista um góða knattspyrnu í sumar, og það var fyrsti Ieik- ur KR, en síðan ekki söguna meir. Það má vera, að knatt- spyrnan nú sé ekki lakari en undanfarin ár, en hún er ekki betri, það er öruggt. En það er einmitt þetta, sem er það hryggi lega við knattspymuna ár eftir ár ... engar framfarir, en algjör stöðnun. Efnilegir einstaklingar verða aðeins „efnilegir“, en aldr ei meira og hugga sig við, að þeir hefðu getað orðið „ef“ ... Vonandi kemur öll æflng knattspyrnumanna okkar í ljós á íslandsmótinu, sem hefst nú innan skamms. Viljjjð er með vissu, að talsvert ijrargir þeirra hafa lagt sig fram og eiga allt gott skilið. Sumir hafa jafnvel lagt sig mjög vel fram og eru leikþreyttir og ná ekki út því, sem í rauninni býr í þeim. En hitt er útséð, að alltof margir koma mjög illa undirbúnir til Ieiks, svo mjög, að liðin hafa orðið að Iíða fyrir þá æfinga- litlu. Cr leiknum í gærkvöldi. Valsmenn sækja að Þróttarmarkinu. Léleg sýaiag ÞRÓTTAR og VALS á knattspymu Valsliðið í gærkvöldi var lélegt lið. En lélegra lið finnst þó í höfuðstaðnum, því Þróttarliðið varð að tapa mjög stórt, eða 4:0 í leik liðanna í Reykjavíkur- mótinu eftir að liðin höfðu velkzt fram og aftur um völlinn í 90 mínútur að því er virtist án stefnu eða markmiðs. Tækifæri voru algjörlega háð tilviljuninni einni. Sanngjamt hefði ver ið að borga áhorfendum að gangseyrinn til baka við leikslok, því með leik sem þessum er fólki seld svikin vara. Liðin voru frá upphafi mjög léleg. Boltinn hrökk frá manni til manns, frá Þróttara til Valsmanns, frá Vals manni til Þróttara, hrökk frá kálfa legg, handleggjum og afturendum — hroðaleg sjón fyrir þá, sem vilja sjá vel leikna knattspymu. Valsmenn voru þó öliu skárri, og / aivöru iaiaö

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.