Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 6
VlSIR . Föstudagur 15. maf 1964. Góðir norskir gestir heimsækja Island Svo sem greint hefir verið frá í blöðum og útvarpi, heldur stúd entahijómsveitin í Osló hljóm- leika í samkomuhúsi Háskólans í kvöld k!. 9 Það er mikið fagn aðarefni, hve mjög menningar- leg tengsl milli Noregs og ís- lands hafa styrkzt sfðustu ára Itugina. Á það ekki sízt við tengslin milli háskólastofnana og akademiskra félaga í þessum tveimur löndum. Námsdvalir ís- lenzkra stúdenta í Noregi og norskra stúdenta hér á landi hafa sífellt farið í vöxt. Þrír norskir prófessorar hafa flutt fyrirlestra hér við Háskólann á þessu háskólaári og hinn fjórði er væntanlegur eftir nokkra daga. f upphafi þessa háskólaárs komust á veigamikil tengs! milli verkfræðideildar Háskólans hér og tækniháskólans f Þrándheimi, sem tekur nú árlega við 5 fs- lenzkum verkfræðinemum, er lokið hafa fyrrahlutaprófi frá verkfræðideild Háskólans. Einn ig á öðrum sviðum, ekki sfzt i sambandi við skógrækt hafa samskiptin aukizt til mikilla muna, báðum þjóðum til gagns og gleði. Fyrir tveimur árum sótti okk ur heim norski stúdentakórinn í Osló. Var heimsókn kórsins einstaklega ánægjuleg, og stuðl aði hún að auknum áhuga manna hér við Háskólann á að efla sönglíf í skólanum. Það er mikið gleðiefni, að í dag er kom in hingað í heimsókn stúdenta- hljómsveitin f Osló. Hún er enginn nýgræðingur, heldur stendur hún á gömlum merg. Hún er skipuð mönnum, sem eru við nám, svo og eldri há- skólamönnum. Þar standa hlið við hlið fyrsta árs stúdentar og sprenglærðir prófessorar. Hljóm sveitin hefi gegnt mikilvægu hlutverki í tónlistarlífi Háskól- | ans í Osló og í bæjarlífinu þar. B Minnumst við, sem dvalizt höf 1 um í Osló, ánægjulegra hljóm- M leika þessarar hljómsveitar og | hins hressilega og heillandi w blæs, sem á þeim var. f kvöld S hefir hljómsveitin sér við hlið | tvo frábæra norska tónlistar- menn, þau Evu Prytz óperusöng konu og fvar Johnsen pfanóleik- ara. Ég vil leyfa mér að bjóða hina norsku stúdentahljómsveit hjart anlega velkomna, og jafnframt vil ég hvetja menn til að sækja hljómleikana í kvöld í samkomu húsi Háskólans. Ármann Snævarr. Seðlabankinn --- Framhald af bls. .5. Jafnframt er nauðsynlegt að minna á, hve hættuleg áhrif verðtrygging launa getur haft, ef verðlagið á annað borð raskast, t.d. af óraun- hæfum kauphækkunum. Öll vísi- tölubinding verður þá til þess eins að gera víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags enn örari og óhjá- kvæmilegri en ella. Forsenda þess, að kauptrygging leysi fleiri vanda- mál en hún skapar, er því, að ekki eigi sér stað óraunhæfar hækkanir grunnkaups og jafnframt sé reynt að taka út úr vísitölunni gagnkvæm áhrif af launabreyting- um milli stétta. Verði hins vegar farið inn á þessa braut í launamá'.um, mæla sterk rök með því, að samtímis sé tekin upp verðtrygging f peninga- samningum, einkum að því er varð ar lán til langs tíma, verðbréfaút- gáfu og ávöxtun lífeyrissjóða. Hér er um að ræða samninga til langs tíma, þar sem traustur verðmætis- grundvöllur skiptir höfuðmá'i. Sér- staklega mikilvæg hlýtur slík verð trygging að vera, eftir að stórfelld- ar verðhækkanir hafa lamað traust 'mennings á framtfðarverðgildi gjaldmiðilsins. Með því að eyða verðlagsáhættunni sem í löngum Iánssamningum felst, áetti að vera hægt að lækka vexti á slíkum lán- um veru’.ega, frá þvf sem nú er, og gæti það skipt miklu máli að því er varðar íbúðalán og önnur fjár- festingarlán til langs tíma. Rétt er hins vegar að minnast þess, að mik il óvissa er um það, hvernig verð- trygging f peningasamningum mundi verka á peningamarkaðinn í heild, og reynsla annarra þjóða í því efni hvergi nærri ótvíræð. Hér er því nauðsyn’.egt að fara með löndum og láta reynsluna skera úr um það, hve hratt skuli farið. Þau vandamál, sem við hefur Sænsk veiðistígvél úrvals tegundir nýkomin. GEYSIR h.f. Fatadeildin. MYNDAVÉLAR í miklu úrvali. Einnig allar aðrar Ijósmynda vörur. FÓTÓHÚSIÐ verið að glfma í verðlagsmálum hér á landi að undanförnu, eru ekkert einsdæmi. Síðan styrjö’.d- inni lauk hefur það orðið megin- markmið í stefnu flestra þjóða í peningamálum og fjármálum að tryggja, að heildareftirspurn væri ætíð næg til þess, að full atvinna væri handa öl’.um vinnufærum mönnum. Það hefur hins vegar sýnt sig, að mjög erfitt er til lengd ar að sameina slíka stefnu stöðugu verðlagi, nema saman fari aðhald í verðlags og launamálum annars vegar og peninga- og fjármá’.um hins vegar. Verði launahækkanir umfram framleiðslugetu þjóðarbús ins við slíkar aðstæður, hljóta þær að koma fram annað hvort í verð- hækkunum eða minnkandi atvinnu. Reynslan hefir þá orðið sú að menn hafa í lengstu lög viljað ve!ja fyrri kostinn, látið heildareftirspurnina aukast nægilega mikið til að at- vinna yrði óbreytt, enda þótt það kostaði verðhækkanir. Jafnframt hefur það sýnt sig, að við fulla atvinnu er venju’ega um- frameftirspurn eftir ýmsum tegund- um vinnuafls og samkeppni um það milli atvinnurekenda, Hefur þetta leitt til launaskriðs, sem tek ið hefur upp mikinn hluta fram- ’.eiðsluaukningarinnar, svo að svig- rúmið til hækkunar á kaupmætti almennra launataxta hefur verið minna en ella. Þessi vandamál verða þó enn verri viðureignar, ef ofþensla skapast á vinnumarkað- inum og almennur skortu-r vinnu- afls. Það er því ein af forsendum þess, að eð’.ileg stefnumið Iaun- þegasamtaka nái fram að ganga, að heildareftirspurn í þjóðfélaginu fari ekki fram úr þvi marki, sem er nauðsynlegt til að tryggja við- unandi atvinnuástand. Þessar fáu athugasemdir verða gagnkvæmu áhrif stefnunnar í að nægja til þess að benda á hin launamálum annars vegar og pen- ingamálum hins vegar. Almennur skilhingh á þ'éSsum 'meginátflððíh' gæti orðið grundvöllur nýrrar og árangursríkari stefnu I efnahags- málum en við höfum átt við að búa undanfama tvo áratugi. íþrótfir — Framhald af bls. 2. sem það lið skipa, eiga Valsmenn að ná út miklu betri leik. Vallar- skilyrði afsaka ekki nema brota- brot af þeim mistakaflaumi, sem liðunum varð á i gærkvöldi. Þróttarliðið var afar slakt og inn an liðsins virtist hálfgerður kurr, a. m. k. varð ekki annað greint frá áhorfendapöllunum. Þróttarliðið sýndi mjög góða leiki í fyrrasum- ar, einkum þó í fyrravor, og í vetur hefur liðið æft liða bezt. Það verð- ur því að draga þá ályktun, að margir leikmanna séu í rauninni mettir af knattspyrnu í bili. Sem dæmi má nefna Axel Axelsson, landsliðsmann í fyrra, og Jens Karlsson, sem var í úrvalsliði Rvík- ur, — báðir eru í ofþjálfun, og sama má e. t. v. segja um Berg- svein Alfonsson í Val, sem hefur ekki gert mikla lukku á knatt- spyrnusviðinu í vor, þrátt fyrir mjög góða undirstöðuæfingu. Líf í Surtsey — Framh af bls 1 ast því, hvernig landnámi líf- vera er háttað. Nokkuð hefir verið umdeilt meðal náttúru- fræðinga, hvort þurrlendisjurtir og dýr hafi borizt til íslands eftir Iandbrú, sem tengdi eyj- una við meginlandið fyrir síð- ustu ísöld, eða hvort gróður og dýralíf hafi að mestu borizt eftir öðrum leiðum að ísöld lok- inni. Þær lífverur sem við fund- um á Surtsey í gær, sýna hve ltf getur borizt á skömmum tima til eyðieyjar í norðanverðu At- lantshafi og gæti gefið vtsbend- ingu um að stærri hluti ltfvera hafi borizt til landsins eftir ts- öld en nú er ætlað. Landnám lífsins á Surtsey er svo einstakt náttúrufyrirbrigði, að um alþjóðlegt áhugamál vís- indamanna er að ræða. Vísindaleiðangurinn kom til Surtseyjar í gærmorgun með einu af varðskipum rtkisins. í honum tóku þátt auk dr. Sturlu, . ]>eir jarðfræ^mgariúr^drwSi^urð_ ur Þórarinsson, dr. Þorleifur Ein arss., og dr. Guðm. Sigvalda- son, og einnig þeir Gretar Guð- björnsson, starfsmaður í At- vinnudeildinni, og Gunnlaugur Ellsson, efnafræðingur. Þinglausnir — Framh .af bls. 1 hefur staðið frá 10. okt. til 14. maí, eða alls 218 daga. Alls hafa 270 þingfundir verið haldnir, 100 í neðri deild, 90 í efri deild og 80 í sam- einuðu þingi. 122 frumvörp hafa verið lögð fyrir þingið og þar af hafa 39 stjórnarfrv. verið afgreidd sem lög og 16 þingmannafrv. 90 þingsályktunartillögur hafa verið bornar fram í sameinuðu þingi og hafa 36 þeirra hlotið afgreiðslu. Ennfremur hafa 17 fyrirspurnir ver ið ræddar. Mál, sem hafa verið til meðferðar t þinginu eru alls 230 og tala prentaðra þingskjala 701. Síðan hélt forseti stutt ávarp, þar sem hann sagði m.a. að það væri ekki aðalatriöið hvort afgreidd mál á Alþingi eru fleiri eða færri, heldur hitt, ' ern!g til hefur tek- izt að setja réttlát lög, sem verði virt t framkvæmd, þannig að þau nái tilgangi sínum. Störf Alþingis að þessu sinni verða nú lögð undir dóm reynslunnar, en það er ósk mtn, að gæfa og farsæld megi af þeim hljótast. Þá þakkaði hann ríkisstjórn og þingmönnum sam- starfið og óskaði þeim gæfu og gengis, svo og öllu starfsfólki þings ins, og fyrir hönd Alþingis bað hann öllum íslénd' gum árs og friðar. Eysteinn Jónsson bakkaði forseta góða stjórn og farsæla samvinnu og bað þingmenn rtsa úr sætum, honum til virðing . Þá gekk for- seti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs- ■ -i, salinn og las unn forsetabréf ’-'r sem lýst var yfir. að 84. lög farþingi f nds væri slitið Að lokum risu þingmenn úr sætum og hrópuðu húrra fyrir forsétanum og fósturjörðinni. Árásarmálið — Frh. af bls. 1: móðir hennar var í forstofunni beint fyrir framan herbergið. Þau myndu þvt hafa heyrt, ef til einhverrar orðasennu hefði komið á milli þeirra. Kjartan kvaðst svo allt í einu hafa heyrt skerandi angistaróp ^innan úr. herberginu. Spratt hann þá fram úr rúminu og kvaðst á næstu sekúndu hafa verið kominn inn í dyrnar að herbergi Erlu, en kom þá beint I fangið á piltinum, sem hann sagði, að hefði hrint sér frá sér og slitið sig lausan. 1 sömu svif- um kom vinkona Erlu, sem skroppið hafði rétt sem snöggv- ast yfir í annað hús, upp stiga- pallinn. Árásarmaðurinn þurfti að komast fram hjá henni, sló til hennar og þeytti henni upp að vegg um leið og hann ruddist fram hjá og niður stigann. f stig anum missti hann hnífinn og þar hirti lögreglan hann skömmu síðar. Kjartan sagði, að þegar hann hefði litið inn í herbergið, hefði dóttir sín legið þar í blóðpolli á gólfinu, og hafi þau hjónin þá þegar gert ráðstafanir til að kalla á sjúkralið og lögreglu. Kjartan kvaðst alls ekki þekk.a piltinn neitt. Hann hefði séð hann einu sinni áður þar heima og þá í hópi með öðrum unglingum. En hann hefði ekki sett svipmót hans á sig og því ekki þekkt hann í sjón. Hins vegar kvaðst Kjartan vita, að þau hefðu, ásamt öðrum ungl- ingum, kynnzt í „Gúttó" í fyrra og þá haldið hópinn nokkur saman. Hann kvaðst og vita, að Lárus hefði hringt nokkrum sinnum í fyrravetur heim á Hraunteig 18 til að spyrja eftir Erlu. En komur sínar hefði hann ekki vanið þangað. Erla hafði þetta kvöld setið á stóli við borð og verið að teikna, vinkona hennar sat á bekk á móti henni, en Lárus I hægindastól á milli þeirra. Vin- stúlka Eriu þurfti að bregða sér frá yfir í næsta hús, en um sama eða svipað leyti hafði pilturinn gengið yfir í salerni íbúðarinn- ar og þá kvaðst Kjartan hafa séð hann. Hefði það verið I eina skiptið, sem hann sá Lárus þetta kvöld. Ekki kvaðst Kjartan vita hver erindi hans var þangað, en seinna hafi sig grunað að þá hefði hann verið að búa sig undir árásina, enda réðist hann á Erlu þá rétt á eftir. Börn í Hnfnnrfirði VÍSI vantar börn eða unglinga til að dreifa blaðinu í Hafnarfhði (aðallega í suðurbænum) í 10-15 daga. GÓÐ LAUN. Hafið samband við frú Guðrúnu Ásgeirsdóttur, Garðavegi 9. Sími 50641. Vefstóll til sölu vegna brottflutnings. Verð krónur 1500,00. Sími 19458 aðeins í dag. KARLMA"3ASKÓR enskir, nýkomnir. SKÓBÆR, Laugavegi 20.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.