Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 7
VÍSIR . Föstudagur 15. maf 1964. 7 Frá sýningunni. Fremst er höggmynd eftir Gunnfríði Jónsdóttur. TÖPUÐ ORRUSTA MYN DLI Slg' * Gullletrin 1 höfuðstað landsins stendur yfir myndlistasýning um þess- ar mundir og hefur Myndlista- félagið, sem ti’. hennar efndi, boðið gestum sínum með gull- áletruðum kortum. Fór því opn- un sýningarinnar fram með miklum glæsibrag í hvívetna. Af þessu einu mætti ætla, að hér væri um sýningu að ræða, sem lætur sér annt um að kynna almenningi þróunarstig og ástand íslenzkrar myndlist- ar vorið 1964. Frelsi Að þvl er snertir listræn gildi og gæði sýningarinnar, vildi undirritaður helzt undir- strika það, er hann sagði um vorsýningu sama félags í fyrra. Sá er þó munurinn að þessu sinni, að sýningarnefndin virð- ist algerlega hafa geflzt upp við að krefjast nokkurs lág- marks i þessum efnum og rík- ir því að nokkrum dæmum und- anteknum, algjört frelsi — nið- ur á við. Það tekur því ekki að rökræða um listræn viðhorf og markmið Myndlistafélagsins, þar sem það leggur sjálft svo litla áherzlu á það atriði Þeim mun meira beinist athygli gagn- rýnandans að tiltækinu sem þjóðféiagslegu fyrirbæri. Sú spuming vaknar, hvernig getur staðið á því að þeir menn, er standa að þessari sýningu, þykjast eiga heimtingu á al- menningsáliti og viðurkenningu, og krefjast meira að segja, — svo sem raun ber vitni — að fara með umboð fyrir íslenzka myndlist. Bandingjar Einkar athyglisverð finnst mér þátttaka Jón Engilberts (og Kjarvals?) Dettur mér I því sam- bandi í hug knattspyrnuklúbb- ur, sem fær lánaða nokkra „professionals" til að standa betur að vlgi. Reyndar leysir Finnur Jónsson frá skjóðunni, er hann segir I Morgunb’.aðinu (8, maí): „tel ég það mikinn styrk fyrir þessa sýningu." Hvernig má það nú vera? Ætli hann gefi þar með í skyn, að sýningin hefði orðið ómerki- leg án þátttöku þessara manna? Hafa slæmar myndir nokkurn tíma glæðzt af nábýli við góð- ar? Erfitt er að skilja tilgang slíkrar liðveizlu, nema að þörf hafi þótt fyrir bandingja. Ég verð að játa að það tókst giftusamlega að villa almenn- ingi sýn og skapa algjöra ringulreið. Hver á nú að „sort- era“ þennan hóp amatöra, list- málara, „textil designers" meistara og meðhlaupara? S j óndeildarhringur Ekkert annað virðist nú eftir af fátækt hinnar íslenzku þjóð- ar á 19. öld, en leyfar af mynd- list alþýðumannsins frá alda- mótum. Vera má að hann hefði dáðst að sýningunni, þ.e.a.s. á því augnabliki er hann yfirgaf bændamenninguna, lagði til hliðar tréskurðarhníf og kona hans skildi við vefstólinn Þá — í eftirvæntingu þess nýja — þóttu þær landslagsmyndir tilkomumiklar sem voru „eðlilegar, náttúrulegar, sann- ar“ eins og andlitsmyndir, svo fágaðar og smáfríðar, að persónan, sem afmynduð var, virtist helzt standa uppstopp- uð frammi fyrir manni. Nú dá- umst við ekki lengur að þessu, engu að síður vil ég verja mál- stað alþýðumannsins. Svo ólánsamlega vildi til, að þróun listar stökk það hratt á undan honum, að hún var von bráðar horfin bak við abstrakt sjóndeildarhring (sem er eftir frægri lýsingu: ímynduð lína er maður fjarlægist að sama skapi og hann þykist nálgast hana). Þarna stendur nú vinur okkar, ráðalaus og áttavilltur. Er því að furða að hann vilji ekki sleppa tökum á þvl gamla sem hann kallar gott I sjálfs- bjargarskyni, — það „gamla og góða?“ Til þessa vinar okkar snýr vorsýningin sér og færir sér þannig í nyt vandræði alþýðunn ar. Hún hefur fest sér ból- stað I eins konar „no-mans- land“ lista- og menningarþró- unar. Endurminningar Hún byggir tilverurétt fiinn á minningum um liðinn tíma. Hún hefur séð betri daga. Hvernig ber annars að skilja hinar draumsælu endurminningar Finns Jónssonar I téðri grein H um þýzka listfélagið „der Sturm“? það eru nærri 40 ár síðan þessi Stormur geisaði. Hver minnist þess nú á dögum? Hann er liðinn hjá, horfinn, á hverfanda hveli. Finnur særir fram anda Hitlers, sem sagður er hafa drepið „Sturm“ og allt það. Mér finnst heldur óráðlegt að vekja upp þennan draug, því það, sem þessi „listvinur" setti í stað þeirrar listar er hann dæmdi ,,úrkynjaða“ var ekkert annað en — það „gamla og góða“. Lét hann I því skyni tína saman á háaloftum og I kjöllurum safnhúsa verk hinna gömlu og gremjufullu prófess- ora er hin volduga þróun myndlistar 20. aldarinnar hafði sópað I burt. Þessi barátta milli hins nýja og þess gamla, þar sem víglín- an sveigist fram og til baka er ekki bundin við neitt sérstakt land né neina sérstaka þjóð. Vorsýning Myndlistafélagsins sannar það. Sé litið á hana sem listræn- an atburð, er hún töpuð orr- usta. Sem þjóðfélagslegt fyrir- bæri er hún viðvörun, sem kall- ar okkur á varðberg. Kurt Zier skrifar um vorsýningu Myndlistarfélagsins 5ALA A SALTFISKI HEFUR GENGIÐ VEL 15-20% meiri framleiðsla og allt selt f ®kki. f unni að halda dt ' w flutnmgi lengur áfram fram á- sumarið. Undanfarið hefur sala á salt- fiski gengið mjög vel. 1 aflahrot unni miklu fór mikið af fiski I salt, einkum stærsti fiskurinn. Mun saltfiskframleiðslan I ár verða um 15—20% meiri en I fyrra. En allur fiskurinn er þeg- ar seldur og þó meira hefði ver ið, að því, er Vísir fékk upplýst hjá SÍF I gær. I fyrra nam útflutningurinn á saltfiski um 24 þús. tonnum. Helztu viðskiptalönd okkar 1 þessari grein eru Portúgal, Spánn, Ítalía Og Brasilla. Mest fer til tveggja fyrst nefndu land anna. Fer þangað nær eingöngu blautfiskur. Útflutningur stendur nú sem hæst og eru 5 — 6 skip I förum með saltfiskinn út. Skip ifór I gær og fyrradag og stöðugir flutningar eru framundan. Er stefnt að þvl, að öllum útflutn- ingi verði lokið um miðjan júll enda eru hitar orðnir svo miklir við Miðjarðarhaf um það leyti, Nýr hafnsögubátur Reykjavlkurhöfn er að undir- búa samninga við Stálvík h.f. um smlði á nýjum hafnsögubát úr stáli og á hann að verða tiibúinn I des- ember n.k. Þessi bátur verður um 25 lestir að stærð. Reykjavlkurhöfn hefir átt þrjá hafnsögubáta undan farið, fyrir utan dráttarbátinn Magna, sem er miklu stærri, 186 lesta stálskip, smlðað I Stálsmiðjunni h.f. Einn hinna þriggja hafnsögubáta, Jöt- unn , var orðinn svo gamall að hann hefir nú verið tekinn úr notkun. Nýi báturinn á að koma I hans stað. Hinir hafnsögubát- arnir heita Nóri og Haki og verður nýi báturinn állka stór og Haki. Þrjú tilboð bárust I smíði nýja hafnsögubátsins og var tekið til- boði Stálvlkur, sem fyrr segir. Bökamenn athugil Bókin Arnardalsætt, 1.—2. bindi, með auka- myndum, nýkomin úr bókbandi. Sími 15187 og 10647. Aðsteí en ekki björgun Nýlega var kveðinn upp dóm- ur I Hæstarétti vegna aðstoð- ar sem Hafnarfjarðartogarinn Maí veitti Reykjavlkurtogaran- um Skúla Magnússyni á Ný- fundnalandsmiðum um mánaða- mótin september-október 1960. Var héraðsdómur staðfestur og talið að um aðstoð hefði verið að ræða en ekki björgun. BÚR var gert að greiða f þóknun kr. 700.000 og að auki vexti og málskostnað. Eins og menn muna voru málavextir þeir að Skúli Magn- ússon var að veiðum á Ný- fundnalandsmiðum og var að snúa heim á leið með afla sinn, þegar skipið fékk skyndi- lega á sig þungan sjó, sem síð- ar kom I Ijós að hefði sett leka að vélarrúminu. Gekk illa að dæla úr skipinu vegna þess að asbestmulningur stlflaði slum- ar I dælunum. Var send út beiðni um hjálp sem barst morguninn eftir, þegar Mal kom á staðinn. Var ákveðið að koma vírum I Skúla Magnússon og draga hann til næstu hafnar, sem var St. John á Nýfundnalandi, en þar var gert við togarann. Málaferlin spunnust út af þvl hvort hér hafi verið um björg- un eða aðstoð að ræða. Töldu forsvarsmenn Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar að hér hafi ver ið um að ræða björgun úr sjáv- arháska, enda hefði skipið ver- ið stjórnlaust á reginhafi er Maí kom að því. Hins vegar taldi BÚR að möguleikar hefðu -verið á að sigla skipinu á eig- in vélarafli til hafnar, en talið hefði verið hentugra og fljót- legra að fá aðstoð. Einnig taldi skipstjórinn á Skúla Magnús- syni að skipshöfnin hafi verið búin að komast fyrir sjórennsl ið þegar Maí kom á vettvang.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.