Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 8
VÍSIR . Föstudagur 15. maí 1984. VÍSIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. f lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Verðtrygging launa [ merkri ræðu í gær ræddi dr. Jóhannes Nordal, for- raaður bankastjórnar Seðlabankans, um það hvernig bregðast megi við þeim vandamálum efnahagslífsins, sem nú knýja dyra. Bankastjórinn benti á að alvar- legasta afleiðing verðhækkananna undanfarin ár hefir verið sú, að kippt hefir verið fótunum undan því trausti til framtíðarinnar, sem menn voru farnir að öðlast. Verðbólguóttinn hefir þess í stað náð tökum á hugum alls almennings. Langir launasamningar verða ekki gerðir nema með afarkostum, þar sem allir óttast óvissuna, sem framtíðin ber í skauti sér. Þegar að þess- um mörkum er komið, hlýtur öllum að vera það ljóst, að eina úrræðið er að spyrna við fótum og nema al- gjörlega staðar. Ef samningar eiga að takast um algjöra stöðvun kaupgjalds og verðlags, verður að skapa leið- ir til þess að endurvekja það traust, sem glatazt hefir. gankastjórinn vék að þeirri hugmynd, sem rædd hefur verið við verkalýðssamtökin að undanförnu, að taka upp á ný verðtryggingu kaupgjalds í þessu skyni. Taldi hann hana líklega einu færu leiðina, eins og komið er, til þess að ná þessu marki. En hann benti á það meg- inatriði, sem oft vill gleymast, að verðtrygging launa getur haft mjög hættulegar afleiðingar ef verðlagið á annað borð raskast, t. d. af óraunhæfum kauphækk- unum. öll vísitölubinding verður þá aðeins til þess að magna enn víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags, eins og bitur reynsla sýndi hér á landi áður en viðreisnar- stjórnin tók við völdum. Forsendan fyrir því að kaup- trygging leysi fleiri vandamál en hún skapar, er því sú, að ekki eigi sér stað óraunhæfar hækkanir grunn- kaups. fjér er drepið á kjarna þeirra umræðna, sem nú eiga sér stað milli ríkisstjórnarinnar og verklýðssamtak- anna. Verðtrygging getur því aðeins náð tilgangi sín- um, að um grunnkaupshækkun verði ekki að ræða á næstunni. Enda er heldur ekkert tilefni til hennar. Verðtryggingin veldur því, að launin hækka í réttu hlutfalli við hækkað verðlag, þannig að launþegar halda öllu sínu. Athafnasamt t>ing { gær lauk þingi. Það hefir verið athafnasamt og ferill þess einkennist af tvennu. í fyrsta lagi mörgum merk- um stjórnarfrumvörpum, sem samþykkt hafa verið. í öðru lagi af málþófi stjórnarandstöðunnar, án nokk- urra jákvæðra tillagna um það, hvernig leysa skuli vandamál verðbólgu og ofþenslu. Þau framfaramál, sem einna hæst ber frá þinginu, eru nær 100 millj. kr. lækkanir á sköttum landsmanna, lækkanir á tollum, samþykkt nýrra vegalaga, loftferðalaga og skipulags- laga. Er þá fátt eitt talið merkra mála. Á þessu fyrsta þingi eftir kosningar hefir ríkisstjórnin því haldið þann ig á málum, að ,góðu lofar um framtíðina. „Móðuróstin helgust ullru tilfinningu/# Prinsessa í skóla lífs- reynslunnar í flokki ungra glæsikvenna, sem heimsblöðunum hefir orðið tiðrætt um á síðari árum, er Ira prinsessa af Ftirstenburg sem ung kvæntist aðalsmanninum Alfonso prins af Hohenhoe, og eignuðust þau tvo syni, en svo komst einn mesti glæsi- og bílífismaður upp á milli þeirra, Francisco Pignatari, oftast kall- aður „Baby“ Pignatari í blöð- um. í stuttu máli: Ira skildi við mann sinn og giftist Pignatari. Nú fyrir skömmu var Ira aft- ur á forsíðum fréttablaðanna — og myndirnar af henni sýndu þroskaðri og hamingjusamari konu — þrátt fyrir allt — en þegar hún giftist næstum barn að aldri 1955. Um það sem ný- lega gerðist segir í erlendu vikublaði: Gleðitárin streymdu af hvörm um Iru prinsessu, þegar hún fyrir skömmu fékka (pvfj ^tll þess í fyrsta sinn, að fá ao hafa litlu drengina sína hjá sér Ira prinsessa með syni sína Christofer og Hubertus. og dálítið einmana. Hún hefir nú iátið sér skiljast, að menn- irnir verða að sætta sig við, að fá ekki allar óskir uppfylltar - og að móðurástin er svo voldug tilfinning, að fyrir hana getur verið vert að fórna öllu. Frá því Ira yfirgaf mann sinn fyrir 2—3 árum hefir hún barizt fyrir að fá réttinn til sonanna, en Alfonso prins hefir neitað. „Meðan Ira býr ( ^með;, .þessum ,.,suður-ameríska , ' "lúsablesa og telur sig gifta hon- um, tel ég hana ekki liæfa til En Pignatari, sem var vanur að líta á konur sem leikföng, og ávallt umsetinn af fögrum konum, fór að verða leiður á eiginkonu, sem krafðist þess af honum, að hann verði stöðugt tíma og fé — og það eigi litlu — til þess að fá drengina aftur til sín. Og nú fór hann að sinna öðrum konum, hverri af annarri, eins og hann hafði gert áður en hann giftist Iru, og er með- al þeirra brazilisk fegurðar- drottning, sem sagt er, að Pig- natari hafi ætlað að eiga, þeg- ar hann kynntist Iru, en sagt er að hún hafi beðið þolinmóð eftir að hann yrði leiður á Iru, í heilt misseri. Dómstólarnir höfðu áður neitað hvað eftir annað að verða við kröfu hennar í þessu efni, — þ. e. studdu afstöðu manns hennar (fyrrverandi). En það, sem breytti afstöðu hans í þessu máli var, að Ira fékk skilnað frá Pignatari. Hin unga brúður, sem mynd- ir birtust af á forsíðum heims- blaðanna 1955 er í dag þrosk- aðri kona, in fegurri en áður þess að annast börnin“, sagði hann. Pignatari verður þó að segja það. til lofs, að eftir að Ira gift- ist honum studdi hann hana framan af í baráttu hennar, en hinn mikli auður hans dugði ekki til þess, að tryggja Iru neinn sigur. Alfonso prins lét frændfólk sitt I Þýzkalandi annast drengina, þar sem hann gat verið óhultur um það. Ira og Alfonso með synina tvo, er allt lék í Iyndi. Nú er þess að geta, að Ira og Alfonso eru bæði rómversk- kaþólsk og rómversk-kaþólska kirkjan hefir hvorki viður- kennt hjónaband Iru og Pigna- tari né þá heldur skilnaðinn. Ef það nú gerðist — sem nánir vinir Iru og Alfonso hall- ast að, að gæti gerzt, þ. e., að þau gerðu nýja tilraun til sam- lífs — þurfa þau í raun réttri ekki annað en láta til skarar skríða með það án nokkurra formsatriða eða hátiðlegheita, því að samkvæmt lögum kirkju þeirra hafa þau alltaf verið hjón. Með öðrum orðum — hjónaband Iru og Pignatari yrði afgreitt sem eins konar „hlið- arstökk", sem hún hefði tekið, séð eftir og fengið fyrirgefningu manns síns — og þar með búið. Þau sóttu bæði um skilnað Ira og Pignatari, hún f Reno, hjónaskilnaðarbænum banda- ríska, hann í heimalandl sínu, — hún tilfærði þá ástæðu, a(j hann hefði valdið henni „and- legri þjáningu", — hann, að hún hefði yfirgefið sig, — og það er eina gilda hjónaskilnað- arástæðan í BraziIIu. Hvað sem verður er eitt vist og það er, að Ira heldur á- fram baráttunni. Ekki verður neitt um það sagt, hvort þau sættgst nú heilum sáttum, hún og Alfonso, það getur verið tvennt til með það, en hún segir, að hún sé fús til hvers sem vera skal, ef hún gæti allt- af haft drengina sína hjá sér. „Móðurástin er sterkust og mikilvægust allra tilfinninga", segir hún, — það hafi lífið kennt sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.