Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 3
V í SIR . Föstudagur 15. maí 1964. 3 Einn góðviðrisdag brá ljósmyndari Vísis I. M. sér vestur á Ægissíðu og tók þessar myndir. Þangið skolast að fjöru- bakkanum og sezt á steinana. Stundum er svartalogn í Skerjafirðinum, og himinninn er eins og blá kristalskál á spegilgleri. Annað veifið gárar golan vatnið, og sólin glitrar á misfellunum, sem perlar af í endurskininu. TriIIunni hefur verið ráðið til hlunns, og pottormamir úr Grimsstaðaholtinu, synir hrogn- kelsaveiðaranna, bogra í gljúp- um sandinum og fjöruslapinu. Hvað skyldu þeir finna? Öðu- skeljar, kúskeljar, hörpudiska eða kannski ígulker — hver veit? Þetta finnst stundum í flæðarmálinu. Grásleppan hefur verið fiskuð upp á rá, hengt á trönur, eins og vestfirzkir kalla svo. Þarna bakast hún í sólinni og þornar í hafgolunni eftir kúnstarinnar reglum og jafnframt sogar hún í sig efni sjávarins sem gerir bragðið. Hnokkarnir leika sér í fjöru- grjótinu við Ægissiðu, Iausir við göturykið í borginni. Svona Ieið dagurinn — undir kvöldið fór að hvessa, en sólin hélt á- fram að skína. Hrukkumar á sjónum urðu dýpri, og báran, sem brotnaði á Iitlu klöppinni breyttist í kampavínsámu. — Grásleppan hangir á rám og veðrast af sól og vindi, Báran brotnar hvítfyssandi á klöppinni. Snáðamir koma auga á eitthvað óvenjulegt í flæðarmálinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.