Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 15.05.1964, Blaðsíða 9
9 V1SIR . Föstudagur 15. maí 1964. Alþýðlegi forsetinn Tjað er ekki ýkja langt síðan ég skrifaði hér grein um Johnson Bandarfkjaforseta og um frammistöðu hans 1 þessu valdamlkia embætti, sem enginn og allra sizt hann sjðlfur höfðu talið liklegt, að hann þyrfti að takast á hendur. Ég lfkti honum þð við mann á leiksviði, sem hafði statista-hlutverk, þ. e. hann var varaforseti, en var nú skyndilega til þess kallaður að taka við aðalhlutverkinu. Það var ekki nema eðlilegt, að Johnson þyrfti einhvern tíma til að venjast þessari nýju og ábyrgðarmiklu stöðu sinni. Hann fór í fyrstu mjög gæti- iega, eins og hann væri að þreifa sig áfram eftir þröngu einstigi með alls kyns óvænt- ar hættur á báðar hliðar. Fyrst f stað reyndi hann að halda öllu, sem hægt var í horfinu, gerði litlar sem engar breyting- ar á rikisstjórn eða starfsliði. Hvergi var um neina meirihátt- ar stefnubreytingu að ræða. Nú um þessar mundir hefur Johnson forseti verið hálft ár við vöid og gefur það mönnum tilefni til að íhuga, hvernig hann hefur hagað störfum sfn- um, ef svo má segja, hvernig hann hefur staðið í stöðu sinni og er þá varla nema eðlilegt að menn freistist til að gera nokkurn samanburð á honum og Kennedy forseta. 1700 er ekki hægt að segja, að hann hafi framkvæmt neina róttæka stefnubreytingu. Þó er hann upp á síðkastið farinn að verða miklu djarfari og sjálfstæðari f framkomu en áður og taka óteljandi við- fangsefni fastari tökum. Hann hefur haldið áfram stefnu Kennedys í utanríkismálum og barizt fyrir sömu áhugamálum og hann hafði f innanríkismál- um, svo sem mannréttindamál- inu og baráttunni gegn fátækt og atvinnuleysi. Hefur fram- ganga hans þótt ákveðin og kænleg í meðferð innanrikis- mála. Sérstaklega hafa menn veitt einu athygli síðustu vikur, að framkoma Johnsons forseta á mannamótum er mjög óvenju- leg og frjálsleg. Að þvi leyti er hann að koma fram, sem mjög sérstæður persónuleiki I Hvita húsinu. Það má segja að ein- kenni hans séu sérstakur al- þýðleiki, jafnvel grallaraháttur. •yið íslendingar minnumst * þess einstæða atviks, sem gerðist í heimsókn hans hingað tii lands s.l. haust, þegar hann gekk út úr Stjórnarráðinu að aflokinni viðræðu við rikis- stjómina, — þá tekur hann allt í einu upp á því að stiga upp á annan hliðstólpa S'jórnar- ráðsins við Lækjartorg og á- varpa mannfjöldann. Okkur fannst mjög einkennilegt að láta sér detta þetta I hug, hálft f hvoru óviðkunnanlegt, að svo háttsettur og virðuleg- ur maður eins konar þjóðar- tákn, varaforseti, skyldi fara að klifrast upp á mjóan hliðstólpa. En f öðru fannst okkur þetta skemmtileg uppátæki og það var eins og með eftirtekt okkar fylgdi einhver góðvild. 1 og með greip þetta okkur lika sem amerlkanalegur alþýðieiki sem fulltrúi Bandaríkjanna gat leyft sér. Hliðstólpinn við Stjórnarráð- ið getur verið dæmi upp á það, hvernig framkoma John- sons forseta hefur verið sið- ustu vikur. Hann hefur oft kom ið þeim á óvart, sem kringum hann hafa staðið með óvenju- legum uppátækjum. Auk þess hefur hann orðið fjörlegur og skemmtilegur í viðræðum, unir sér við að segja gamansögur og yfirhöfuð að gera að gamni sínu í góðum félagsskap. Það eru auðvitað einkum blaða- mennirnir er fylgjast með hon- um, sem hafa haft aðstöðu til að sjá þessi undur, en einnig fjöldi gesta I Hvíta húsinu og annarra, sem hafa setið með honum í samkvæmum. Ot af þessu spinnast svo stöðugt gamansögur af honum, sem gera hann að persónuleika i hugmynd þjóðarinnar og fylgir þessu miklu oftar góðvild til hans en gagnrýni. Tjað er t.d. frægt orðið, þegar hann bauð hópi blaða- manna að koma með sér og skoða búgarð sinn í Texas. Þar fór hann með þeim til að sýna þeim gripina. Hann var jakkalaus, f bindislausri skyrtu með barðastóran Texas-hatt á höfði. Hann sýndi blaðamönn- unum uxa sína, hesta og svin. Hann klappaði dýrunum vina- lega og klóraði þeim jafnvel á bak við eyrað. Myndir voru teknar af honum, þar sem hann hélt á fallegum bústnum grís og kjassaði hann. Svo segir hann við nokkra blaðamenn, sem stóðu hjá hon- um í hópnum: — Viljið þið ekki hoppa upp í bilinn minn, við skulum fara f ökutúr um landareignina. Sjálfur sett- ist hann siðan undir stýrið og þeystist með þeim á 150—200 km. hraða um vellina. Þeir höfðu aldrei ekið svo hratt í bifreið, en Johnson sat glott- andi við stýrið, sagði sveita- sögur og dreypti á bjórglasi, sem var þar í stativi við stýrið. ■pinnig hefur orðið fræg sag- an um Johnson og veiði- hundana hans. Hann er mikill dýravinur og var eitt sinn að sýna vinum sínum og nokkr- um blaðamönnum tvo veiði- hunda á grasflötinni fyrir fram- an Hvíta húisð. Hann hafði gaman af því að segja sögur af veiðihundum sinum. Allt í einu segir hann þeim, að það sé í bezta lagi að taka þessa hundategund upp á eyrunum. — Ef maður vill fá hund til að gelta, þá er áð taka hann upp á eyrunum, sagði forset- inn, gekk að öðrum hundi sin- um og lyfti honum upp á eyr- unum, öllum nærstöddum til hinnar mestu furðu. u 'm öll Bandarikin hefur ver- ið lesin með ánægju lýs- ing blaðakonu einnar, sem fékk viðtal við forsetann. Hún hafði pantað viðtal við hann og nokkrum dögum síðar var hringt til hennar frá Hvíta hús- inu, hún skyidi vera komiji þangað eftir hálftíma. Það stóð fremur illa á fyrir henDn, þar sem afmæli var í fjölskyld- unni og hún átti eftir að fara í búðir. En hún gat ekki gett það fyrir sig, en hélt til Hvíta hússins, áhyggjufuil yfir því að afmælið færi út um þúfur. Þegar hún náði fundi John- sons kom í ljós, að harm var sjálfur tímabundinn, svo að hann segir við hana: — Ég á að fara í veizlu, viltu ekj.tí bara koma með, við getum talað saman I bilnum. Hún féllst á það og sat I veizlunrá, ætlaði hún síðan að læðast burt og komast í afmælið, en mætti forsetanum í anddyrinu, þegar hann var að fara. - Viltu ekki bara sitja meS til baka? sagði hann og ga.t hún ekki annað en samsinnt. Þegar þau voru komin hálfa leið til Hvita hússins skrapp þó upp úr henni, að hann sonur hennar ætti af- mæli. Johnson lét bíl sinn þá þegar nema staðar bauð blaða- konunni að fá einn fylgdarbil- anna, sem myndi aka henni heim. Meðan hún var að kveðja hann og skipta um bíl safnað- ist manngrúi strax f kringum þau á götunni. jþannig hefur Johnson forseti vakið athygli á sér siðustu vikurnar og stöðugir brandar- ar hans sem hann kryddar ræð- ur sfnar og samtöl með breið- ast út um allt landið. Sumt hneykslar fólk, eins og hinn of hraði bílakstur og bjór- drykkja við stýrið, þó að hann dreypti aðeins á ölinu. Hér er verið að brjóta umferðarreglur. Sömuleiðis að lyfta hundi upp á eyrunum. Það var eins og kveikt hefði verið í púðri í öllum félögum dýravina í land- inu og mótmælabréfin streymdu inn til Hvlta hússins. Alla þá gagnrýni hefur John- son þó staðið af sér hlæjandi og grallaralegur. Og gegnum öll þessi atvik kemur fram myndin af óvenjulegu frjáls- ræði og alþýðleika. Johnson forseti kærir sig kollóttan jafn- vel forðast allan þann hátíð- leika sem menn gera ráð fyrir að fylgi þessu virðulega emb- ætti. Gagnrýnendur segja, að forsetaembættið setji ofan við þetta, virðuleiki sá, sem Kenne- dy skapaði þvi fari dvinandi. Auk þess er það áberandi hve Johnson hefur miklu minni á- huga á fögrum bókmenntum og listum en Kennedy. Með öllu þessu segja þeir, að verið sé að færa forsetaembættið niður á lægra stig. Tlinir virðast þó vera miklu n fleiri sem líkar þetta. Johnson verður i þeirra augum Johsonforseti klifrar upp á hliðastólpann við Stjórnarráðið og ávarpar mannfjöldann. alþýðumaðurinn, sem komizt hefur til æðstu virðingar, al- þýðumaðurinn, sem kærir sig kollóttan um form og hátíðleika Og hvort sem mönnum líkar betur eða verr, er það stað- reynd að þorri bandarísku þjóðarinnar lýsir blessun sinni yfir þessu og er nú talið að það sé mikið þessari framkomu hans að þakka, að Johnson er nú jafnvel vinsælli meðal þjóð- arinnar, en Kennedy var nokkru sinni í lifanda lífi. Vinsældir hans eru svo miklar, að sumir telja jafnvel að hann sé far- inn að skyggja á Kennedy í al- menningsálitinu og það þykii; fjarstæða að nokkur frambjóð- andi republikana geti gert sér von um að sigra hann í for- setakosningunum næsta haust. Er vonleysið I herbúðum repu- blikana orðið svo mikið, að farið er að tala um það í fullri alvöru að leyfa hinum hægri- sinnaða öfgamanni Barry Gold- water að vera í framboði á móti Johnson, það sé hvort sem er engin von til þess, að hann geti náð kosningu, svo að öllu sé óhætt. Þorsteinn Thorarensen. . ... ,^,;v v ... - . ..4-.. Fösiudagsgreinin ¥

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.