Vísir - 28.05.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 28.05.1964, Blaðsíða 3
V í SIR . Fimmtudagur 28. maí 1964. MYNDSJ mm. - ; »" w wi wwmwu 100-150þús. plöntum / vor Gróðursetning stendur yfir af fullum krafti í Heiðmörk, en þar er fyrirhugað að planta út 100— 150 þúsund trjáplöntum í vor. Einar Sæmundsen skógarvörður tjáði Vísi að vegna þess hve snemma voraði, vseri ekki nema stuttur tími eftir af gróðursetning- artímanum og það hefur almenn- ingur ekki haft í huga sem skyldi. Sjálfboðaliðar hafa haft sig tiltölu- lega lítið í frammi til þessa, senni- lega vegna þess að þeir hafa ekki áttað sig á þvi hvað gróðursetn- ingin byrjaði snemma. Einar sagði, að það væri nauð- synlegt að félög, sem ætla sér að gróðursetja í Heiðmöik í vor, láti sig vita með einhverjum fyrirvara hvaða daga megi vænta þeirra, svo hægt sé að aðstoða þau og láta þeim nauðsynlegar plöntur í té. Það var mikið um að vera á Bifreiðastöð íslands í gærmorg- un þegar Norðurleið var að leggja af stað. Meðal farþega voru margir krakkar á aldrinum frá 10—14 ára, sem voru að fara í sveitina, og eftirvæntingin leyndi sér ekki í svipnum. Þessi þarfnast varla skýringar. Það var hlegið og hjalaö, og aliir virtust vera í góðu skapi, en samt voru það nokkrir sem sugu að þvf er virtist óþarflega oft upp í nefið þegar þeir voru að kyssa mömmu bless. Frétta- maður Vfsis rabbaði smástund við kappana tvo á myndinni efst til hægri. Sá sem er vinstra meg in kvaðst heita Pétur B. Snæ- land, og hann sveit var að Kag- aðarhóli við Blönduós. Hinn er Ólafur Baldvinsson sem var að fara að Bóndhóli í Borgarfirði. — Ágætt, svarar Pétur svo — dálftið hikandi — fyrir þá báða. — Hafið þið áður komið á þessa hæl? — Þeir hrista báðir höfuðið. Og þeir eru báðir sammála um að skemmtilegustu skepn- urnar, séu hestar og hundar. Kindumar eru ekki svo ýkja slæmar, en beljumar ósköp leið inlegar . — Þær era svo klunnalegar og heimskar, segir Pétur, — æjá, samþykkti ÓIi. En hann bætír við — hálf- hlæjandi að einhverju atviki frá fyrri sumram — en þær era svo sem ágætar greyin. Og Pét- ur ldnkar kolli Þá er komið að brottfarartíma, og krakkamir þyrpast uppf. Og þegar rútan rennur af stað, fletjast mörg á- köf andlit út að glugganum, til þess að veifa í sfðasta skipti til mömmu. Og mamma veifar á móti og brosir — í gegnum tár- — Hvemig finnst ykkur að vera að fara í sveitina strákar? Þeir líta hvor á annan, og þó að þeir þekkist ekkl, brosa þeir kunnuglega — og dálítið vand ræðalega. Veifað að skilnaði. I Heiðmörk veriur plantsð Kveðjukoss (Myndirnar tók Ijósm. Vísis Ingimundur Magnússon.) Haldið í sveitina

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.