Vísir - 28.05.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 28.05.1964, Blaðsíða 15
V í SIR . Finuntudagur 28. maf 1964. EE7 — Honum þykir áreiðanlega vænt um mig, mamma, heldurðu það ekki? — Ég hef sannfærzt um það, og enn vænna, af því að hann hafði gert okkur órétt, en það er allt gleymt og fyrirgefið, og nú eigum við að endurgjalda honum með því að láta okkur þykja vænt um hann. — Mér þykir líka vænt um hann, mamma. Hann er svo góð- ur. Hann hefir gefið mér loforð, sem hefir fært mér hamingju. Segðu mér kemur ekki Leon og vinur hans að heimsækja mig? - Ég skal fara til þeirra síð- degis í dag og koma með þá, ef læknirinn leyfir. — Þá getum við spurt hann um það rétt strax, því að hann kemur bráðum. Að minnsta kösti sagði hjúkrunarkonan það. Svo er manneskja, sem mig lang ar líka til að komi. — Hver er það? — Katrín, Veit hún að ég er komin í leitirnar. — Nei, ekki e.nn. — En hún verður að fá að vita það sem allra fyrst. Hún hlýtur að vera mjög áhyggjufull. — Ég skal fara til hennar þeg ar á morgun. — Hún hefir víst verið ákaf- lega sorgmædd. Ég veit, að hún hefir oft grátið, því að henni þyk ir svo vænt um mig. Og svo er önnur kona til sem ég á miklar þakkir að gjalda, og mig langar til að komi. - Þú átt við Soffíu Rigault? - Já, og ekki síður bróður hennar. Ég á honum lífið að launa. — Ég skal líka fara til þeirra og koma með þau, að þ"( til- skildu líka að læknirinn leyfi. — Ó, að ég gæti þakkað öll- um, sem eru mér góðir — með því að gera eitthvað fyrir þau. — Guð gefi að þú fáir tæki- færi til þess, þótt síðar verði.. — Hefir ekkert frétzt um þessa morðingja? Hafa þeir ekki náðst enn? — Því miður ekki, öll lög- reglan leitar þeirra. — Lögreglan, endurtók Emma Rósa vonleysislega. Hefði hún ekki enn komizt á slóðina? — Hún hefir að minnsta kosti sitt af hverju við að styðjast. Hún leitar að manninum, sem kom .að setja í rúðuna, og var einn í herberginu, þar sem vasa- bókin var falin. — Guð gefi, að hann finnist, og það leiði til handtöku morð ingjans svo að sakleysi þitt sann ist — guð gefi að ég fái sjónina, því að ég mun þekkja aftur manninn í klefanum. - Vertu róleg, barnið mitt. Treystu á guðs hjálp. í þessum svifum var barið að dyrum og var þar Paroli kom- inn. Hann var á stofugangi með aðstoðarmönnum sínum. Angela reis á fætur og heilsaði honum, en hann hnyklaði brúnir, er hann sá hana. Hann hafði ekki átt von á að sjá hana þarna. En hann áttaði sig strax og brosti: — Þér eruð snemma á ferð- inni, frú. Þér hafið vafalaust komið vegna þess að þér hafið haft áhyggjur af dótturinni - að hún hafði ekki sofið vel. — Nei, ég kom bara með smá vegis, sem ég hélt að hana van- hagaði um. Ég vona, að ég hafi ekki valdið neinum óþægindum með komu minni. — Alls ekki. Angela vék til hliðar fyrir Paroli, sem gekk að rúmi Emmu Rósu og tók í hönd hennar og þreifaði á púlsinum. — Hvernig sváfuð þér, ung- frú? - Ekki vel og ef ég sofnaði dreymdi mig illa og vaknaði fljótt aftur. - Gervasoni læknir, hún hef ir dálítinn hita. Það er bezt að gefa henni eitthvað veikt, en ró- andi. - Augu yðar hafa verið smurð ungfrú? - Já. - Það á að gera það áfram, tvisvar á dag. - Herrar mínir, sagði Paroli við aðstoðarmenn sína. Hér er um óvanalegt tilfelli að ræða, blindu sem hefir orsakazt af falli, og sár hefir myndast, sem hefir lokazt of snemma, en lækn irinn sem fyrst stundaði ung- frúna hefði átt að gæta þess, að það kæmi ekki fyrir, en það er ekki allt og sumt. Stúlkan hefir fengið heilahristing sem afleið- ingu fallsins og það hefir haft alvarlegar afleiðingar. Mér skilst — og nú sneri Paroli sér að Angelu — að dóttir yðar hafi orðið fyrir slysi? — Já, sagði Angela, - en í hvorugu tilfellinu var um slys að ræða heldur tilraun til þess að fremja hræðilegan glæp í síðara skiptið hafði hún verið neydd til þess að taka inn ópíum og er hún var undir áhrifum þess var gerð tilraun til að drekkja henni í Marne. Mikfill kliður heyrðist þegar frá öllum viðstöddum, er þeir heyrðu þetta, og mátti glöggt sjá, að menn voru sem steini lostnir. — Þetta er smánarlegt, — er ekkert öryggi til lengur í þessu landi? Eitthvað dásamlegt hlýt- ur að hafa gerzt, sem varð dótt ur yðar til bjargar? Angela sagði í stuttu máli hvernig þetta allt bar til og allt frá því er Oskar Rigault sá gula vagninn. | — Þið eigið þessum manni j vissulega miklar þakkir að gjalda. — Já, mig langar annars til þess að spyrja yður hvort þessi góðu systkini megi heimsækja dóttur mína, svo að hún geti þakkað þeim betur. Aftur hnyklaði Paroli brúnir rétt sem snöggvast, en enn átt- aði hann sig og varðveitti ró sína. — Ég leyfi það með mestu ánægju, sagði hann, en set að eins það skilyrði, að heimsóknin fari ekki fram á þeim tíma, sem ég geng stofugang. Um þetta gilda fastar reglur. — Það skil ég mæta vel, sagði Angela. Leyfist mér að spyrja hvort þau megi koma i dag og þá á hvað tíma? - í dag, sagði Paroli, ætla þau að koma í dag? Hann gat vart leynt undrun sinni og kvíða. - Það vildi dóttir mín gjarn an. — Þau geta þá komið milli klukkan 12 og 3. — Þakka yður fyrir, læknir. BlómabúMn Hrisateig 1 símar 38420 & 34174 .V.V.V.V.VAV.V.V.V.V, í DÚN- OG \ FIÐURHREINSUN % vatnsstíg 3. Sími 1874C SÆNGllR REST BEZT-koddar. Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurhcld vei. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur - og kodda af ýmsum stærðum. Hópferða- bíiar Höfum nýlega 10 — 17 farþega Merzedes Bens-bfla f styttri og lengri ferðir. HÓPFERÐABILAR S/F Símar 17229, 12662, 15637 Heilsuvernd Tek námskeið í tauga- og vöðvaslökun og önd- unaræfingum. 2. í viku í júnímánuði. Námskeiðið hefst mánudaginn 1. júní Upplýsingar í síma 12240. Vignir Andrésson íþróttakennari. T A R Z A N Tarzan víkur sér mjúklega til hliðar og slær spjóti sínu upp með leifturhraða. Þannig tekst honum að bægja spjóti hins svikula Ganos frá sér. Hann sveikst að þér, hrópar Joe reið- ur. Hann beið ekki eftir að merkið væri gefið. Já, Wildcat, anzar Tarzan. En til allrar ham ingju sást þú hann nógu snemma. Hann tekur spjót Gan os og brýtur það á hné sér. Gano er ofboðslega hræddur. Stöðvaðu hann, Mambo, hrópar hann. Tarzan hefur tvö spjót, en ég ekki neitt. En hjá Mambo er enga miskunn að finna. Þó að Tarzan sé andstæðingur hans, þá er Mambo heiðarlegur sfrfðs maður, og hann segir: Einvígið verður að halda áfram þangað til annar hvor er dauður. Sólvallagötu 72. Sími 18615 Hárgreiðslustofan HAtONI 6, sími 15493. f Uárgreiðslustofan P I R O L A Grettisgötu 31, sfmi 14787. fárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðsltistofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugaveg 13. sími 14656 Nuddstofa á sama stað. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Laugaveg 18 3. hæð Oyfta) STEINU og DÓDÓ Sími 24616. Hárgreiðslustofan Hverfisgötu 37, (horni Klappar- stigs og Hverfisgötu). Gjörið svo vei og gangið inn. Engar sérstakai pantanir. úrgreiðslur. Hárgreiðslustofan PERMA, Gaðsendi 21, sími 33968. Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi FJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin Simi 14662 Hárgreiðslustofan Háaleitisbraut 20 Sími 12614 SENDIBlLASTÖÐIN H.F. BORGARTÚNI 21 SÍMI 24113 Nsmisokkar crepe-nylon ki 29.00 ejh-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.