Vísir - 28.05.1964, Blaðsíða 8
8
V í SIR . Fímmtudagur 28. maf 1964
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjöri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði.
1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 lfnur)
Prentsmiðja Vfsis. — Edda h.f.
Afnám verðlagshafta
Á.FNÁM verðlagshafta er gamalt — og nýtt — baráttu-
mál Sjálfstœðismanna. Flokkurinn hefir ávallt talið að
frjáls samkeppni í verzluninni væri bezta verðlagseftir-
litið. Hámarksálagning og verðlagshöft draga úr frum-
kvæði kaupmanna við að gera sem bezt innkaup, ekki
sízt þegar hagnaður þeirra var því meiri sem þeir
keyptu vöruna til landsins á hærra verði. í útvarps-
viðtali nýlega gerði Gylfi Þ. Gíslason verðlagshöftin
að umræðuefni og komst að þeirri niðurstöðu, að þau
væru óæskileg, þegar jafnvægi hefði náðst í peninga-
málunum. Benti hann réttilega á að langflest lönd
Evrópu hafa nú afnumið verðlagshöftin, en þau heyra
til tímabili styrjaldar og vöruskorts. Má því búast við
að samstaða verði innan ríkisstjómarinnar um afnám
verðlagshafta strax og aðstæður leyfa, en hingað til
hefir slík samstaða ekki náðst nema að mjög takmörk-
uðu leyti. Þau skref í áttina til frjálsrar álagningar sem
fyrir skömmu voru stigin gefa góð fyrirheit um að
frelsið verið ekki misnotað á þessu sviði. íslenzkir
kaupmenn hafa kunnað að taka því og starfa á hinum
frjálsa grundvelli. Þess verður vonandi ekki langt að
bíða, að verðlagshöftunum verði að fullu aflétt. Þá
bera þeir ríkulegastan hlutinn frá borði sem bezta vöru
geta boðið á sem lægstu verði.
Skólasjónvarp
f>AÐ var góð hugmynd hjá samtökum háskólamanna
að láta fara fram skoðanakönnun í sjónvarpsmálinu.
Úrslit hennar koma þó engum að óvömm. Langflestir,
sem spurðir voru vilja helzt íslenzkt og alþjóðlegt
sjónvarp, og taka það eðlilega fram yfir hið banda-
ríska. í könnuninni fékkst staðfesting á því að íslend-
ingar hafa áhuga á sjónvarpi, ekki síður en aðrar þjóð-
ir. Og þurfti raunar engan á því að furða. 1 þessu
sambandi er ástæða til þess að minnast á viðtal sem
birtist hér í blaðinu í gær við fræðslustjóra Reykjavík-
ur, Jónas B. Jónsson. Þar setur hann fram tillögu um
að koma tafarlaust á fót skólasjónvarpi hér. Þetta er
athyglisverð tillaga og tiltölulega ódýr og auðveld í
framkvæmd. Víða um heim hefir sjónvarpið verið tek-
ið í þjónustu skólanna og til er mikið safn fræðslu-
mynda frá öllum heimi. Með sjónvarpinu er kennslan
gerð lifandi og nýir heimar opnast nemendanum, sem
áður voru honum lokaðir. Er ekki ofmælt þótt sagt sé
að einn höfuðkostur sjónvarpsins sé einmitt á þessu
sviði. Þess vegna er skólasjónvarp sjálfsagt við hlið
hins nýja íslenzka sjónvarps, sem áformað er.
gíðastliðinn þriðjudagur — 26.
maí — var merkisdagur í
sögu Vestur-Evrópu, en þá
skáru þrír þjóðhöfðingjar, de
Gaulle Frakklandsforseti, Lubke
forseti Vestur-Þýzkalands og
Charlotte stórhertogafrú í Lux-
embourg, á silkibönd, til marks
um, að tekin væri í notkun
skipgeng siglingaleið um Mosel
frá Luxembourg og Frakklandi
til Rínar. Mosel er þar með orð-
in „þjóðbraut" verzlunar og sigl
inga í þessum hluta álfunnar.
Hér er um að ræða mikilvæg-
asta fyrirtæki í Evrópu sinnar
tegundar eftir styrjöldina, mik-
ilvægt ekki aðeins með tilliti til
stórbættra skilyrða til þess að
auka viðskipti og siglingar, held-
ur og stjórnmálalega og er tákn
þess samstarfs, sem nú er kom-
ið á milli Frakka og Þjóðverja,
og raunar allra þjóðanna á meg-
inlandi álfunnar vestanverðu.
En ekki er þvi að leyna, að á-
nægjan er meiri yfir framgangi
málsins og að marki er náð í
Frakklandi en Þýzkalandi, en
iðjuhöldar I Rínarhéruðum eru
lítt fagnandi yfir hinni nýju leið,
sem opnazt hefir iðnaði Frakka.
Skipgengt til Rínar frá
Luxem borg og Frakklandi
Þr'ir Þjóðhöfðingjar skáru á silkibönd
MOSEL-SÁTTMÁLINN
Það var hinn 27. október 1956
sem Frakkland, Luxembourg og
Vestur-Þýzkaland undirrituðu
sáttmálann um að gera Mosel
skipgenga. Áður höfðu farið
fram margra ára undirbúnings-
athuganir, einkanlega með tilliti
til þess, hvort það væri efna-
hagslega hyggilegt að ráðast í
þetta, þ. e., hvort tilkostnaður-
inn yrði ekki svo mikill, að ekki
væri hægt að láta þetta bera
sig. í 10 mánuði samfleytt náð-
ist eltki samkomulag um eitt
einasta atriði, en þegar vináttu-
samstarf de Gaulle og Aden-
auers kom til sögunnar fór að
komast skriður á málið. Og
marki hefir verið náð á mettíma
3000 LESTA
FLJÓTAPRAMMAR
NVlR BÆIR
Og innan þessa kerfis hafa
risið upp nýir bæir, við Trier,
Merter £ Luxembourg og þrír
Uppdrátturinn sýnir skipastig-
ana i Mosel
lengja kerfið allt til Metz — en
í Lorrain er mikið skipaskurða-
kerfi. Þá yrði það tengt Rhone
og skipaskurðakerfi þess fljóts.
Kannske lifa margir sem nú eru
uppi það, að skipgengt verði
um meginlandið frá Norðursjó
til Miðjarðarhafs.
Engum vafa er það undirorp-
ið, að það er franskur iðnaður,
sem mun njóta mest góðs af
hinni nýju siglingaleið.
Frakkar gera ráð fyrir árs-
flutningi sem nemur 10 milljón-
um lesta, en vestur-þýzkir sér-
fræðingar þriggja milljóna, svo:
að allmikið skilur þar á milli.
En hvað sem þessu liður er
hér um stórmerkt fyrirtæki að
ræða, sem markar tímamót —
en á þessum timamótum mun
mörgum þykja það athyglisverð
ast, að með þvi að vinna þetta
verk og ná markinu á mettima,
er sannað fyrir öllum heiml, að
franskt-þýzkt samstarf er raun-
verulegt.
Framvegis geta nú 3000 lesta
fljótaprammar farið milli Kob-
Ientz við Rín til Thionville í
Frakklandi eftir 40 metra breið-
um og nærri þriggja metra djúp-
um „skipaskurði", en á 270 km.
vegarlengd varð að flytja burt
10 milljónir rúmmetra af grjóti
og möl og sandi, en til þess
að sigrast á þeim erfiðleikum,
sem þvi voru samfara, að 90
metra hæðarmunur er í Kob-
lenz og Thionville, varð að
byggja 14 fyrirhleðslur og skipa
stiga með tilheyrandi lyftibún-
aði, og er hægt að Iáta allt að
175 metra löng skip hækka og
Iækka á tfma, sem er innan við
20 mínútur. „Mosel er þarna
orðin að skipastiga, sem skipin
skríða upp og niður", segir í
grein í erlendu blaði, sem hér
er farið eftir.
í Lorraine. Og miklar hafnar-
endurbætur hafa verið gerðar í
Thionville, Richemond og Hag-
endingen.
300 MILLJÓNIR DM
Langt þref var um hversu
kostnaðinum — 370 milljónum
DM (þýzkra marka) skyldi skipt
niður, en loks varð samkomu-
lag um, að Frakkland greiddi
2/3 kostnaðar, og Vestur-þýzka
land 1/3, en Luxembourg slapp
með „sjmibólskt framlag" —
tvær milljónir. En raunar hefði
Luxembourg átt að fá skaðabæt
ur að margra áliti. Landið mun
ekki græða neitt teljandi á
þessu, en á hinn bóginn verða af
miklum járnbrautatekjum.
ALLT TIL METZ?
Frakkar hugleiða að fram-
Austur-þýzk
sýning
Opnuð hefur verið i Reykja-
vik sýning á austur-þýzkum
trésmíðavélum í vélasal Húsa-
smiðjunnar við Súðarvog. Eru
sýndar þarna margar gerðir
trésmíðavéla alls 20 vélar.
Söluumboð fyrir vélar þessar
hefur Heildverzlun Hauks
Björnssonar en útflytjandi í
austur-þýzkalandi er WMW Ex
port. Er það ætlun hins austur-
þýzka útflytjenda að efna öðru
hvoru til sýninga hér á landi
og verður næsta sýning væntan
lega haldin í september eða
október n.k. Sýningin verður
opin daglega kl. 5-10 laugardaga
kl. 5-7, en sýningunni lýkur á
sunnudagskvöld.