Vísir - 28.05.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 28.05.1964, Blaðsíða 4
V i a .. R . Fimmtudagur 28. maí 1984 4 hM MÖ11 skipulagningin er yfirgengilega góð, þetta er eins og stórkostlegt kameval sett upp al- menningi til fróðleiks og skemmtunar, skrautsýn- ingar í Disneyland-stíl, áhorfendurnir líðandi á færiböndum kringum listaverkin, fróðlegt, lif- andi og skemmtilegt — en sem vörusýning hef- ur það ekkert gildi. Það er fyrst og fremst stækk uð mynd af fjömgu kamevali með veiting- um og minjagripasölu í hverju tjaldi; reyndar vom engin tjöld þama,. „Inngangan í sýningarskála alrikisins minnir dálítið á Inkahofin fomu“. Telstar', og þama er sýnd og sögð með lifandi myndum og tali sagan frá því að menn- irnir byrjuðu að kallast á og koma boðum á milli með því að berja trjáboli o.s.frv. og þangað til talsímatæknin er komin á sitt núverandi stig með sjónvarpssíma, Telstar og öllu tilheyrandi. Þetta er ótrúlega lifandi og skemmti- legt og tæknilega séð bein- línis undravert, því að ná- Sagan lesin af forsíðum dagblaða. „Jæja, segðu mér nú meira um sýninguna í heild". „Já, hún skiptist í megin- atriðum f þrennt: amerísku fyrirtækjasýninguna, alþjóð- legu deildina og alríkissýn- inguna, þ.e.a.s. sýningar- svæði hinna ýmsu ríkja inn- an Bandaríkjanna. Mest ber á sýningarskála alríkisins, og og safn, heldur er meira gert að því að sýna tækniþróun nútímans, gervihnetti og slíkt, en myndir úr fortíð- inni". Stórhættulegt fyrir línumar. „Hvernig er alþjóðlega deildin?" „Hana hafði ég nú einna mestan áhuga á að kynna „Voru það ekki geishur, sem um hana sáu?“ „Jú, einmitt". Og Gimnar rennir augunum til himins, meðan hann rifjar upp töfra þeirra. „Mér hefur aldrei lið- ið betur á ævinni. Þær lásu hverja manns hugsun, töluðu ensku með hljómfögrum, syngjandi hreim, tipluðu um í kímónóum og litu út eins og ímynd kvenlegs yndisþokka. Yfirleitt fannst mér austur- lenzka kvenfólkið bera af þama með fegurð sinni, fram- komu og litríkum búningum. Sem betur fer héldu þær sér við sarí og kímónó, en gengu ekki í vestrænum fatnaði“. „Það virðist vera ýmislegt glepjandi þama". „Ojá, því er ekki að neita, og í gistihúsunum er drukkið sake — það er japanskt rís- vín borið fram volgt í örlitl- um postulínsbikumm - með- an horft er á svið, þar sem sýndir em þjóðlegir dansar. Indónesfska sýningin er lfka geysimerkileg. Hún fer fram í byggingu, sem líkist gömlu musteri færðu í nýtízkulegt horf, þar er sýnd þeirra þjóð- lega list og menning, og uppi Ustaverkifí iböndum en andinn var sá sami“. Gunnar J. Friðriksson, for- maður Félags íslenzkra iðn- rekenda, situr og blaðar í þykkri sýningarskrá og reyn- ( ir að ákveða með sjálfum sér, hvað honum hafi þótt allra skemmtilegast á heims- sýningunni miklu í New York. En hann er svo ný- kominn heim, að honum hef- ur ekki gefizt tfmi til að átta sig á því ennþá. „Hvað varstu lengi?" „Bara þrjá daga, og það væri heilt ævistarf að skoða fætta allt almennilega. Ég er enn alveg ringlaður eftir að hafa séð svona margt á svona stuttum tfma“. „From Drumbeat to Telstar“. „Hvað er þér minnisstæð- ast í svipinn?" „Ja, við skulum nú sjá, líkast til sýning talsímafé- lagsi—. Bell. Það voru mörg fyrirtæki með svipaðar sýn- ingar, t.d. Ford og Coca Cola, Ceneral Motors og General Electric, en biðraðirnar voru svo langar til .að kpmast inn, að ég íagði ekki í nema Bell, enda hefði þá allur tíminn farið í bið og aftur bið; það kostaði 2-3 klst fyrir hverja 15 mínútna sýningu". „Jæja, hvemig var þá þessi hjá Bell?“ „Fyrst byrjar maður á að setjast í hægindastól, sem er á færibandi; þetta ei- enda- laus hringur að því er virðist, en maður sér ekki þá sem sitja við hliðina á manni. Maður hefur heymartæki við eyrun, f þvf heyrist rödd, sem býður mann velkominn, og svo líður stóllinn af stað. Þessi sýning gengur undir nafninu ,From Drumbeat to kvæmninni skeikar aldrei. Maður heyrir alltaf það sem á við myndina fyrir framan, er. óskiljanlegt, hvernig þeir fara áð þessu'*. „Er myndin eins og nokk- urs konar Cinerama?" „Já, ekki ósvipuð, nema hvað tjaldið nær allan hring- inn og maður situr í hreyfan- legu sæti. Á Ford-sýning- unni sezt maður ekki í stól, heldur opinn Thunderbird, sem svo líður áfram með mann á sama hátt. Eftir þetta ferðalag, sem tekur um það bil kortér, er hægt að skoða allar helztu nýjungar í tal- símatækni, þar á meðal sjón- varpssímann, sem hægt er að taka f notkun hvenær sem er, þó að það hafi enn ekki verið gert“. „Eftir hverju er verið að bíða?“ „Ég veit ekki — kannske kærir fólk sig ekki sérstak- lega um að láta sjá framan í sig, meðan það talar í síma“. „Nei, það getur þá ekki grett sig af hjartans lyst, ef upphringjandinn fer mjög í taugarnar á því“. „Ja, það getur auðvitað gætt þess, að það komi ekki sjálft fram á myndinni Ann- ars fyndist mér ágætt að hafa þetta sjónvarpskerfi t.d. í dyrasímum fjölbýlishúsa, því að margir vilja gjaman sjá framan f þá, sem hringja bjöllunni, einkum seint á kvöldin". „Hvemig kemur myndin út í svona síma?“ „Hún er mjög skýr, miklu greinilegri en venjuleg sjón- varp-mynd, því að þetta geng ur eftir þræði líkt og lokað sjónvarp". frá arkítektísku sjónarmiði fannst mér hann glæsilegasta byggingin. Hann er gríðar- stór ferhyrningur, hvílir á fjórum stólpum, en er opinn í miðju, og inngangan minnir dálftið j á Inkahofin fomu. Hliðamar eru úr mislitu gleri eða plasti — maður sér ekki svo vel muninn á því tvennu lengur. Jú, gler er það reynd- ar; ,multicolored glass' stend ur í skránni". „Hvað er til sýnis í hon- um?“ „Það er örlítið yfirlit um sögu Bandaríkjanna, sem maður les að verulegu leyti af forsíðum dagblaða, en þær em stækkaðar og settar upp á veggina. Þetta er ekki eins mér, m.a. til að sjá, hvemig aðrar þjóðir höguðu þátttöku sinni. Island gat ekki verið með í þessari sýningu kostn- aðarins vegna, en hver veit, hvað hægt verður að gera seinna?" ,,Og hvað fannst þér eftir- tektarverðast?" „Flestar þjóðir virðast leggja ríkasta áherzlu á að kjmna matargerð í landi sínu og selja minjagripi. Þarna er urmull af veitingastöðum, þar sem seldir eru þjóðlegir réttir hinna ýmsu landa, og t. d. leggja Danir langmest upp úr því að kynna danskan mat, en skeyta minna um önnur sérkenni lands síns“. „Er þetta ekki stórhættu- legt fyrir línumar?" „Jú, það má segja, að % hlutar sýningarinnar séu veitingastaðir, þar sem allar hugsanlegar og óhugsanlegar kræsingar em á boðstólum. Og auðvitað er freistandi að smakka á sem flestu". Geishumar ímynd kvenlegs yndisþokka. „Af hvaða veitingastöðum varst þú hrifnastur?" „Þeim spænska, indónesíska og japanska. Ó, sá japanski var alveg í sérflokki, matur- inn einstaklega ljúffengur og framreiðslan eftir því“. á loftinu er veitingastaður og svið, þar sem maður getur horft á þjóðdansa og hlustað á tónlist lands þeirra. Spænska sýningin fannst mér þó langglæsilegust, og af þvf og öðru dró ég þá ályktun, að engir legðu sig eins fram þama og þjóðir, sem hafa pressuna á móti sér og vilja þess vegna reyna að snúa almenningsálitinu sér í vil með sýningum á list sinni og menningu. Formósa sýndi að- allega þróun síðustu 10 ára og framfarir f tækni — kannske til að sannfæra bandarísku þjóðina um, að efnahagsaðstoðinni sé ekki kastað á glæ. Svíum var um- hugað um að kynna sig sem ,land hins frjálsa framtaks*, vildu segja, að í velferðar- ríki þyrfti ekki allt að byggj- ast á ríkisrekstri. Mexíkó sýndi ósköp af fjöldafram- leiddum iðnaðarvörum til að gefa dæmi um lífsþægindin í landinu, en það var heldur óspennandi. Aftur á móti voru silfurmunimir mexf- könsku ákaflega fallegir, bæði gamlir og nýir. Hong- kong notaði tækifærið til að græða á verzlun, enda var sú deild eins og stór skranbúð. Yfirleitt voru Evrópulöndin svo alþjóðleg, að erfitt var að sjá nema af flöggunum, hverr Frs. á bls. 5. Samtal v/ð Gunnar J. FriBriksson, formann f ; ’ V Félags íslenzkra iönrekenda, um ferð hans á heimssýninguna i NEW YORK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.