Vísir - 28.05.1964, Blaðsíða 5
V í SIR . Fimmtudagur 28. maí 1964,
5
Frá heimssýningunni. í baksýn er voldugt hnattlíkan, táknmerki sýningarinnar í heild.
Heimssýningin —
Framhald af bls. 4
ar þjóðar skálamir voru.
Danska byggingin minnti
einna helzt á ameríska sendi-
ráðið í Delhi. Hins vegar gera
Asíu- og Afríkuríkin sér
meira far um að sýna í þjóð-
legum stíl og láta bera á
menningu sinni. Afríkuríkin
eru með heilan dýragarð: ljón
gíraffa, úlfalda, fíla og hver
veit hvað“.
„Er það þeirra aðalframlag
til menningarinnar?“
„Nei, nei, þeir sýna líka
þjóðlega list af ýmsu tagi.
Tahitibúar sýna perluköfun í
glerkari, Spánverjar hafa stór
merkilega myndlistarsýningu
með málverkum frægustu
listamanna sinna allt frá
Goya og Velasquez til
Picasso, Dali og annarra
frægra nútímamálara. Eins
eru sýndir spænskir dansar,
já, og jafnvel það sem þeir
segja vera sverð E1 Cids“.
írskt kaffi
í hitanum.
„Voru fleiri Islendingar
þarna um sama leyti og þú?“
„Við Már Elísson hagfræð-
ingur vorum saman á sýning-
unni, og auk þess vissi ég um
hóp íslendinga á vegum ferða
skrifstofunnar ,Lönd og leið-
ir‘. Annars týnist maður
alveg í þessum aragrúa
gesta“.
„Var ekki orðið nokkuð
heitt í New York?“
„Veðrið var indælt, hitinn
um 25 stig í skugganum og
lítill raki. Mér fannst nú ekki
mega heitara vera, og það er
dálítið þreytandi að skoða
svona mikið í einu, en gott
að geta komið við á írska
veitingahúsinu og fengið sér
írskt kaffi. Betri hressingu
fær maður varla“.
„Hvað er svona sérstakt
við írskt kaffi?“
„Samsetningurinn. Það er
kaffi með írsku whisky út í
og þeyttum rjóma ofan á til
að halda bragðinu sem lengst
óskemmdu“.
„Hvað verður sýningin
lengi opin?“
„Fram í október, svo á að
opna hana aftur næsta vor“.
„Sástu Michelangelo-mjmd
ina frægu, ,La Pietá‘?“
„Já, af færibandi. Það var
óhjákvæmilegt, því að annans
hefði fólk staðið tímunum
saman og horft á hana. Ann-
ars finnst mér of mikið reynt
að dramatísera hana með Ijós
kösturum og slfku; hún þarf
ekki á því að halda“.
Aðalatríðið að kynna
þjóðleg sérkenni.
„Hvað finnst þér íslending-
ar geta lært af þessari sýn-
ingu?“
„Fyrst og fremst það, að
ef við eigum eftir að taka
þátt í svipuðum sýningum í
framtíðinni, verðum við að
leggja alla áherzlu á að
kynna það sem sérstætt er í
okkar sögu og þjóðfélagi, en
ekki nútíma tækniþróun, sem
enginn hefur áhuga á að
skoða, því að hún er alls stað
ar lík. Við þurfum að koma
okkur niður á, hvað hæfir
bezt til kynningar í útlöndum
af okkar þjóðarréttum, þjóð-
legum minjagripum og list-
munum, sýna það sem er gam
alt og sérkennilegt, selja vör-
ur eins og lopapeysur, gæru-
skinn o.fl. Maturinn þarf að
vera smekklega framborinn
og með honum drukkið ís-
lenzkt öl og brennivín. Fólk
hefur gaman af að kynnast
nýjum réttum og er ekkert
hrætt lengur við mismunandi
bragðtegundir“.
„Þú heldur að íslenzki mat-
urinn myndi falla í smekk
annarra þjóða?“.
„Ja sumt af honum að
minnsta kosti. Veraldarvant
fólk leggur sér óhikað til
munns rétti eins og froska-
lappir, snigla og jafnvel
maura, svo að íslenzkur há-
karl og brennivín ætti ekki
að þurfa að vekja hjá því
neina skelfingu, ef framreiðsl
an væri nógu glæsileg“.
- SSB
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
Ayub Khan.
® Eamon De Valera, hinn aldraði
ríkisforseti frlands (frska Jýðveld-
isins) kom til Washington í gær og
var fagnað af miklum innileik.
Hér er um opinbera heimsókn að
ræða.
Leið fánamistök urðu við kom-
una, en voru leiðrétt á seinustu
Bálför Nehru fór fram í morgun
í Nýju Dehli að viðstöddu feikna
fjölmenni, en fólk streymdi að úr
öllum áttum þegar í gær, og í alla
nótt voru menn að koma I stór-
hópum.
Ýmsir þjóðaleiðtogar voru við-
staddir útförina, þeirra fremstur
I flokki Ayub Khan, forsætisráð-
stundu. Skakkir fánar höfðu verið
dregnir að hún við þær götur, sem
De Valera og Johnson áttu að aka
um — og það, sem enn verra var,
á sjálfu Hvíta húsinu, og er þetta
uppgötvaðist var ekið þangað i
skyndi og tókst að draga upp frska
Framh. á bls. 6
herra Pakistans.
Fyrir hönd Bretlandsdrottningar
var mættur Mountbatten jarl, síð-
asti landsstjóri Bretlands á Ind-
landi, fyrir hönd brezku stjórnar-
innar sjálfur forsætisráðherrann
Sir Alec Douglas-Home, og fyrir
stjórnarandstöðuna George Brown,
varaformaður Verkalýðsflokksins.
BÁLFÖR NEHRUS
Laos-stjórn fær
herþotur frá
Bandaríkjunm
Bandaríkin hafa látið hlutlausu
stjórninni I Lr.os í té fleiri flugvél-
ar — að beiðni Souwana Phouma
forsætisráðherra.
William Bundy, aðstoðarutan-
ríkisráðherra í Bandaríkjunum, og
sérfræðingur um Suðaustur-Asíu-
mál, kemur í dag til London til
viðræðna við brezka ráðherra um
Laos, og Suðaustur-Asíu yfirleitt,
en Bandaríkjastjórn hefir þar mjög
auknar áhyggjur af ástandi og
horfum.
Fréttin um, að Laosstjórn hefði
beðið um flugvélar — en hún kom
í kjölfar fréttar um, að Bandaríkin
væru byrjuð könnunarflug yfir
Krukkusléttu, hefir vakið mikla at-
hygli, og bendir til að því verði
haldið til streitu af Bandaríkja-
mönnum, að tillaga Souwana
Phouma um sendiherrafund 14-
þjóðanna, sem stóðu að Genfar-
samkomulaginu um hlutleysi Laos,
— Frakkland og Sovétríkin —
vilja nýjan 14 þjóða fund í Genf.
Sagt er, að franska stjórnin sé
mjög óánægð yfir hversu Banda-
ríkjamenn og jafnvel Bretar hafa
tekið tillögúm hennar. Það er þó
sagt, þótt Bretar hafi mælt með til
lögunni um fund í Vientiane, að
franska tillagan sé enn til athugun-
ar. Allt bendir til harðandi átaka
um Laos, og margir óttast, að
þau kunni að breiðast út, og önnur
Suðaustur-Asíuríki flækist inn í
þau.