Vísir - 28.05.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 28.05.1964, Blaðsíða 9
VÍSIR . Fimmtudagur 28. maf 1964. •7 HANN HEFUR SAFNAÐ LISTA VERKUM í 24 ÁR Stutf samtal v/ð HALLSTEIN SVEINSSON, en sýning á lista- verkum úr einkasafni Hans stendur nú ytir i Asmundarsal Alls eru 67 verk á sýningu sem Myndlistarskólinn efnir til — í Ásmundarsal — á lista- verkum úr safni Hallsteins Sveinssonar. Þar kennir margra grasa, enda hefur það tekið Hallstein rúm 24 ár að viða þessu að sér. Meðal verka, sem maður rekur augun í, þegar reikað er um salina, eru mál- verk -eftir Kristján Davíðsson, Nínu Tryggvadóttur, Jóhann Briem, Hafstein Austmann og Þorvald Skúlason, svo að ein- hverjir séu nefndir. Einnig verk eftir Ásmund Sveinsson, bróð- ur Hallsteins. Halisteinn röltir þarna um salina með ánægju- svip og virðir fyrir sér listaverk in. Og þeir sem sjá hann, halda að hann sé einhver sýningargest ur, ef þeir þá gefa honum nokk- um gaum. Þegar fréttamaður Visis hitti Hallstein að máli, bauð hann góðan daginn, vingjarnlega, en með lágum rómi. Röddin var lík rödd Ásmundar. Hann var klæddur grænleitri vinnublússu og gamalli sportskyrtu, hnepptri alveg í hálsinn. Þegar beðið var um stutt viðtal, kinkaði hann kolli annars hugar, og burstaði burtu neftóbakskorn, sem sátu í fellingum á skyrtukraganum. — Þetta eru nokkuð mörg listaverk, sem þú átt hérna, Hallsteinn. - Ojá. — Kemurðu þessu öllu fyrir heima hjá þér? — Onei. — Hefurðu þau kannski í geymslu einhvers staðar? — Ojá. — Þú ert Dalamaður, ekki satt? — Ojú. — Og þú ert ekkert sérlega ræðinn? — Onei. En það léttist samt á honum brúnin og hann brosir vingjarn- lega. — Ójá, segir hann „óvænt“, ég er víst einn af þessum dala- kútum. — Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á að safna að þér listaverkum? — Ég held helzt að ég hafi haft áhuga á listaverkum síðan ég fór eitthvað að vitk- ast. — En ég byrjaði ekki að safna fyrr en um 1940. — Svo að þetta er þá 24 ára verk. Hefur það ekki kost- að þig mikið fé? — Ekki get ég nú 'sagt það. Ég nefndi það svona við þetta fólk, að mig langaði að eiga eitthvað eftir það, og þá vék það svona einhverju að mér. Og það var aldrei talað neitt um peninga í því sambandi. Ég gerði því svo aftur greiða á móti, með því að ramma inn málverk eða eitthvað þvíum- líkt, því að ég er smiður að atvinnu. — Þú sagðir einu sinni við mig, að þú teldir ekki að lista verk gætu orðið eilíf. Og að t.d. Mona Lisa sé dáð í dag af gömlum vana. Ertu enn á þeirri skoðun? —Æ, ég veit ekki. Það er ekki ómögulegt að þessi eilífu lista- verk séu til. Það segja að minnsta kosti menn sem þykj- ast hafa meira vit á en ég. Hallsteinn glottir við: — En þeim getur nú svosem líka skjátlazt. — Á þínum ferli sem safn- ari hefurðu séð listina taka ýms um breytingum. Til dæmis yfir í abstrakt. Hvað finnst þér um þessi nýju listmót? — Ég hef mjög gaman af þeim. Ég hef alltaf gaman af þvf sem er nýtt og ferskt. Landið ljótt. — Þú ert þá ekki svo gamal- dags að þú kunnir síður að meta abstrakt, en figuratívar myndir, eins og t.d. landslag? — Nei, nema síður væri. Ég hef lítið gaman af landslags- myndum. Mér finnst iandið ljótt. Auk þess eru myndimar yfirleitt ekki sannar. Þær sýna yfirleitt sól, sumar og grænan gróður, en ekki snjóinn, rign- Hallsteinn við höggmyndina Öldugjálfur eftir Ásmund bróður sinn. (Ljósm. Vísis, I.M.). inguna og rokið, sem við búum við mestan hluta ársins. — Já, mér finnst landið ljótt endurtekur Hallsteinn og er dátt dillað við hneykslun blaða- manns og ljósmyndara. — Þú hefur ekki nógu rúm- gott hús til þess að koma þess um verkum fallega fyrir, Hall- steinn. Þú liggur kannski á þessu inni í kompu, eins og miðgarðsormur á gulli sínu? Hallsteinn glottir við og það krimtir í honum þegar hann svarar: jtv Ja^, eiginlega ekki. Eins og ég minptist á. áðan, þá kem ég þessu fyrir í geymslu úti í bæ. Ég lána þetta kunn- ingjum, til þess að hafa á sfn- um heimilum. — Og fyrst þú ert nú ein- hleypur, hvað verður þá um listaverkin eftir þinn dag? — Þegar ég er dauður? — Oo, ætli þau fari ekki í ruslatunn- una. — En hver veit. Ég er nú alltaf að reyna að verða mér úti um lóð, til þess að geta byggt almennilega. Og kannski verð ég búinn að koma öllu á einn stað áður en yfir lýkur. Hver veit? — ótj. Heiðursfélagi í Vestmannalaget VESTMANNAEYJAR Þorsteinn Víglundsson fyrr- verandi skólastjóri f Vestmanna eyjum er nýlega kominn heim úr Noregsför. Dvaldist hann þar í fjóra mánuði aðallega til að leggja síðustu hönd á ís- Ienzk-norska orðabók, sem hann hefur unnnið að því að semja síðustu 12 ár. Þar var Þorsteinn kjörinn heiðursfélagi í Vestmannalaget á Sunnmæri, en sá félagsskapur hefur aðeins einu sinni áður kjörið erlendan mann heiðursfélaga. Þorsteinn hefur verið að vinna að orðabók sinni í Fana skammt frá Stend. Er þegar far- ið að prenta fyrstu arkimar af orðabókinni, sem mun koma út um næstu áramót. 1 bókinni verða 53 þúsund uppsláttarorð og 3—4 þúsund orðatiltæki og málshættir. Tilgangurinn með bókinni er bæði að auðvelda Islendingum, sem eru á skóla f Noregi að finna landsmálsorð þegar þeir eru að læra málið og svo hjálpa þeim fjölmörgu Norð mönnum, sem hafa áhuga á að Iæra íslenzku og lesa íslenzkar bækur. En áhugi á nútfma ís- lenzku fer stórlega vaxandi í Noregi, sem sést m.a. af þvf að nú er stefnt að því að fella nið- ur í menntaskólum kennslu á „Gammelnorsk" og taka í stað- inn upp kennslu í íslenzku, hinu lifandi máli. Hefur þegar verið hafin kennsla í henni í Mennta- skólanum í Vintra í Guðbrands- dal. Áttatíu imimtaskólanemar / utankmdsferð AKUREYRI 80 nemendur úr fimmta bekk Menntaskólans á Akureyri fara í dag til Svíþjóðar, á- samt skólameistaranum, Þór- ami Bjömssyni og yfirkennaran um Steindóri Steindórssyni. Hópurinn fer til þess að endur- gjalda heimsókn sænskra nem- enda, sem komu til Akureyrar i fyrra, en í þessum hópi var m. a. skólahljómsveit sem lék á Akureyri og vakti athygli. Akureyringarnir fara til Vest- erás, en þaðan vom sænsku nemendurnir. Flogið er frá Ak- ureyri í dag og farið til Stokk- hólms, en þaðan verður svo haldið með járnbrautarlest til áfangastaðar. Fimmtu bekkingar hafa safn- að peningum í ferðasjóð á margvíslegan hátt m. a. gefið út auglýsingablað, sem borið var í hús á Akureyri og rekið sælgætís- og gosdrykkjasölu í frímínútum í vetur, en það hef- ur ekki verið gert áður í Mennta skólanum á Akureyri. Útgefandi orðabókarinnar er Vestmannalaget á Sunnfæri. Hún er prentuð í prentsmiðju Heyrnar og málleysingja f Björgvin, en samtök nýnorsku- manna munu stuðla að sölu hennar og hafa hana á boöstól- um í öllum bókabúðum sínum f Noregi. Þorsteinn Víglundsson (t. v.) veitir heiðursskjaiinu viðtöku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.