Vísir - 26.06.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 26.06.1964, Blaðsíða 6
I Ví SIR iMmawrwam Föstudcgur 26. júní 1964. tÆSSKSmStl Dómur Framh. af bls. 1. kveðinn var upp í bæjarþingi Reykjavíkur í gær af Magnúsi Thoroddsen, fulitrúa yfirborgardóni ara. Talsmaður stefnanda var Jón Bjamason hrl., en talsmaður stefnda var Páll S. Pálsson hrl. Stefnandi, Hermóður Guðmunds- son, byggði málsókn sína á því að fyrrnefnt 1% búvörugjald væri brot á 67. gr. stjórnarskrárinnar, um friðhelgi eignarréttarins, og 69. g. hennar um atvinnufrelsi. Þeim ástæðum var hrundið fyrir dómin- um. I rökstuðningi fyrir honum er bent á, að tilgangur stofnlánadeiid- arlaganna hafi verið að búvöru- gjaldið kæmi bændum sjálfum til góða, er lánasjóðir Búnaðarbank- ans voru komnir í þrot. og siðan segir orðrétt: Þegar þessi tilgangur laganna er virtur og það er haft í huga, aÍ5 hér er um tiltölulega lágt hundraðs- gjald að ræða, er eigi bitnar á þröngum hóp manna, verður að telja, að 1% álagið á' söluvörar landbúnaðarins falli undir hugtak- ið almennar takmarkanir á eignar- réttinum og því eigi brot á 67. grein stjórnarskrárinnar um frið- helgi eignarréttarins. Skiptir það hér engu máli þótt tekjur þessar séu eigi teknar inn á fjárlög, né ! heldur hvaða aðili hefir á hendi I ákvörðunarvald um lánveitingar úr stofnlánadeildinni. Það breytir og engu um stjórnskipulegt gildi álags- ins þótt það sé ákveðið „I eitt skipti fyrir öll“, svo sem stefnandi hefir, þrðað það, eða þótt það sé að hundraðstölu hið sama á alia gjaldendur þess, án tillits til öíná' .og ástæðna ,eða þess, hvort um raunverulegar nettótekjur sé að ræða, enda löngu viðurkennt bæði i fræði og framkvæmd, að slík gjald heimta á umsetningu hinna ýmsa | atvinnugreina brjóti eigi i bága við | eignarréttarákvæði stjórnarskrárinn i ar- Það styrkir og þessa niðurstöðu, 1 að hér er ríkisvaldinu ekki feng- j inn frjáls umráðaréttur yfir gjald- i inu, heldur á það samkvæmt lög- i unum að renna til eflingar iandbún- ! aðinum, þ. e. a. s. til hagsbóta fyr- ! ir þá stétt, sem það er innheimt [ hjá, og verður ekki fallizt á það ! með stefnanda að það skipti hér nokkru máli, þótt hugsanlegt sé, að einhverjir þeir, er gjaldið inna af hendi, verði eigi lántakendur stofn- lánadeildarinnar eða þótt aðrir að- iljar, er reka starfsemi I þágu land- búnaðarins, hafi þar lánsrétt, án þess að þeir séu gjaldskyldir til stofnlánadeildarinnar. Að þvl er varðar þá málsást.æðu stefnanda að innheimta 1% álags- ins sé brot á 69. grein stjórnar- skrárlnnar um atvinnufrelsi, þar sem hann fái eigi risið undir álagi þessu fjárhagslega og verði því að hætta þeirri atvinnu, er hann hefir gert að ævistarfi sínu, þá verður alls ekki fallizt á það með stefn- anda, að þetta tilvik, þótt sannað væri, brjóti í bága við 69. grein stjórnarskrárinnar, þar sem grein þessi stendur ekki í vegi fyrir þvl að almennar kvaðir séu lagðar á tilteknar atvinnugreinar, jafnvel Jiótt þær leiði til þess að einhverjir aðiljar verði að hætta tiltekinni at- vinnu vegna fjárhagsörðugleika“. Vfsir náði tali af Ingólfl Jóns- syni, landbúnaðarráðherra í morg- un í sambandi við þennan dóm. Hann kvaðst aldrei hafa trúað þvi að málið gæti farið öðru visi en það fór, og kvað ástæðu til að benda á hvað gerzt hefði, ef mál- ið hefði fallið að kröfu þeirra bænda og annarra, sem að því stóðu. Ef búvörugjaldið hefði verið dæmt ólöglegt hefði það bókstaf- lega þýtt það að allar lánveitingar og þar með framkvæmdir til bænda hefðu stöðvazt og glfurlegt málaferli siglt í kjölfarið. Og ekki nóg með það, heldur myndi þá hafa orðið samskonar upplausn, varðandi uppbyggingu, lánakerfa annarra atvinnuvega, svo sem sjáv arútvegsins. r 7 Esiendingcir — Framh. af bls. 1. menn’ i læri, má m.a. þakka þetta þýzkum stjórnarvöldum og þýzka sendiráðinu i Reykja- vík. Islenzku sjömenningarnir láta vel af hag sínum við niðursuða- verksmiðjuna í Cuxhaven, en verksmiðjan kallast Baru'h & Clasen. Þar er m.a. Páll Péturr:- son frá Keflavik 24 ára. Hann tók stúdentspróf 1960 og stund aði síðan nám í verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Síua.n var hann að hugsa um að fara í verkfræðinám 1 Ameríku, en hætti við það og tók boðinu um að fara í fiskiðnaðarnám 1 Þýzkalandi. Þá kemur Gunnar Kristjáns- son 23 ára frá Reykjavík. Sam- hliða námi heima á íslandi hafði hann stundað sjóinn á sumrin. Næst kemur Martin Meyer, hann er af þýzkum ættum, fyrir 30 árum fluttist faðir hans til íslands settist þar að og giftist íslenzkri konu. Martin þurfti eins og hinir félagar hans, að hressa upp á þýzkuna með týéggja m'ánáðá ttániskeiði; áðúr en 'hán’rí'för að 'ýlhná' í riiðiir- i suðuverksmiðjunni.' í; - Birgir Þorvaldsson er 21 árs frá Reykjavík. Hann er ágætur handknattleiksmaður og hefur gengið í lið Cuxhavener SV Handball. Þeim finnst hann nú ómissandi úr liði sínu, vin- sæll og góður félagi. Halldór Þorsteinsson 25 ára og tók stúdentspróf fyrir sex árum. í sumarfríunum vandist hann sjómennsku. Þá kemur yngsti þátttakand- inn. Hann heitir Jóhannes Ara- son og er rétt tvítugur. En liann er þó sá eini þeirra sem er kvæntur og kom hann með konu sína til Cuxhaven, þar sem hann var alveg nýgiftur og vildi ekki skilja konu sina eftir svo skjót- lega eftir hjúskapinn. Loks kemur Magnús Jónsson sem er 24 ára og hefur eins og sumir hinna félaga hans vanizt við sjómennsku á bátum. Allir horfa þeir björtum aug- um til framtíðarinnar. Niðursuðuiðnaðurinn hlýt’ir að eiga mikla framtíð á ís- landi og það er hlutverk þess- ara ungu manna, að ryðja hon- um þar þraut og ýfirvinna þá mörgu erfiðleika, sem áður hafa staðið I vegi. LeSðrétting Sú villa var I fregn hér 1 blað- inu í gær, að sagt var að Jónas Thoroddsen væri fulltrúi borgarfó- geta. Hann er borgarfógeti. íslenzk hjón í Myndsjánni frá London hér I blaðinu í fyrradag var sagt að brezk hjón væru með Páli Að- alsteinssyni skipstjóra í Grimsby á einni myndinni. Hjónin eru hins vegar íslenzk, þau Marteinn Jón- asson skipstjóri og kona hans, Helga Guðnadóttir. Vnrðnrferð — Framhald af bls. 16. Allt verður gert til að ferð- in verði hin ánægjulegasta. Þátttöku skal tilkynna í Sjálf- stæðishúsið, uppi, sími 17100. Farseðlar eru seldir þar til kl. 10 í kvöld. Miðaverði er stillt í hóf, 275 krónur, innifalinn hádegismatur og kvöldverður. 5 slösasðust — Framh. af bls. 16. hans, meiddust báðir og voru flutt ir 1 Slysavarðstofuna. Meiðsli þeirra voru ekki mikil talin. Laust fyrir kl. 7 varð umferð- arslys móts við Njálsgötu 104. — Drengur á 3ja aldursári, Páll Rún ar Pálsson að nafni, varð fyrir bíl og slasaðist, þó ekki alvariega, að talið var. Hrímfaxi — Framhald af bls. 16. ★ Flugvélin hrapaði skvndi- lega til jarðar úr aðflugi að braut um 65 sek. eftir að hún fór yfir fyrri merkjavit ann og var þá um 6 km. frá enda flugbrautarinnar. ■fr Lendingarhjól voru aiðri og læst. Loftbremsur (flaps) voru í 40 gráðum og íseyð- ingartæki á vængjum og stéli ekki á. •fc Flugvélin féll til jarðar í 30 gráðu halla. Allir iireyflar voru á fullum hraða, skrúfu- blöð voru sennilega stillt á 35 gráðu skurð. •k Enginn tæknilegur galli héf- ur fundizt sem skyrt gæti slysið. Heimsókn — Framh. af bls. 16. seta íslands Þar býður forsetinn hann veikominn, en hertoginn svar- ar með stuttri ræðu. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur þjóðsöngva beggja landanna við þetta tæki- færi. Miðvikudaginn 1. júlí verður far- ið til Þingvalla og í Borgarfjörð og dvalið þar fram eftir degi. Þenn an dag kl. 19.00 mun hertoginn ásamt forseta Islands koma msð flugvél til Akureyrar Verður ekið I Lystigarðinn þar sem forseti bæjarstjómar býðar her togann velkominn til Akureyrar, en hann sfarar. Þetta sama kvöld verður flogið til Mývatns, og dvalið þar daginn eftir, fimmtudaginn 2. júlí við fuglaskoðun. Að morgni föstudagsins 3. júlí mun hertoginn fara I heímsókn 1 brezka sendiráðið og hitta þar brezka þegna á Islandi og heldur siðan flugleiðis heim á hádegi þann dag. _______________ Akranes — Framh. af 5 slða inu á liðnum vetri, ávarpaði börn- in og ámaði þeim heilla. Skó'inn var að nokkru þrísetinn I vetur, en 1 sumar verður lokið við við- bótarbyggingu, sem verður tekia 1 notkun. næsta vetur. í skólanum voru 625 böm I 25 bekkjardeildum og 18 kennarar auk skólastjóra. 91 bam lauk bamaprófi að þessu sinni. I. einkunn hlutu 53 börn, II. einkunn 30 og ág. einkunn 7 börn. Hæstu einkunnir hlutu: Danlel Viðarsson 9,44, Jósefína Ólafsdótt- ir 9,37, Inga Þórðardóttir 9,21, Þórð ur Hiimarsson 9,09, Borghildur Al- freðsdóttir 9,05t Björg Jónsdóttir 9,01 og Margrét Halldórsdóttir 9,01. Öll þessi börn fengu bókaverð- laun, gefandi frú Ingunn Sveins- dóttir. Veitt voru og fleiri verðlaun. Eþróftahópur — Framh at bls 16 2 í gærdag. Þurftu þeir að biða þar á vellinum til kl. 3 í nótt. Ástæðan fyrir seinkuninni mun I meginatriðum vera sú, að leiguflugvél sú, sem fengin hafði verið frá flugfélaginu Flying Enterprise bilaði, og bíða varð eftir annarri í hennar stað. Á- ætlað hafði verið, að flugvélin flygi milli Norðurlandanna Dan- merkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og tæki þar hópana frá viðkomandi löndum. Eftir viðkomu í Kaupmannahöfn og Jönköping f Sviþjóð bilaði r'lug- vélin á síðarnefnda staðnum. — Var þá ákveðið að biða eftir vél, sem væntanleg var frá Brazilíu og fljúga með henni til íslands. Dróst koma þeirrar flugvélar, og olli það fyrst og fremst seink- uninni. Eins og fyrr segir kom vélin ekki til íslands fyrr en 3 í nótt og var þá aksturinn til Rvíkur eftir. Komst hópurinn ekki í ró fyrr en um fimmleytið. — 65 manns hafa svefnstað í Mela- skólanum, en 39 á Hótel Garði. Eins og annars staðar kemur fram í blaðinu í dag, hefst Norð- urlandamótið í kvöld kl. 8. Fösludogsgreinin Framh. af bls. 9 lifum í og hann mun upplifa og skilja ennþá eitt, að það er I rauninni alltof litið að panta aðeins 22 verksmiðju og frystiskip I einu. Ef maður vill hafa stórrekstur þýðir ekki annað en að panta tvisvar eða þrisvar sinnum fleiri. Það er ekki tími til að tala um þetta núna, en ég hlakka til að ræða við Iitla Nikita og semja við hann stóra skipasmiðasamn- inga, þegar hann er orðinn stór. TJeimsókn Krúsjeffs til Dan- merkur Iauk i rauninni með sjónvarpssamtali hans og Jens Otto Krag. Þar rákust á andstæðir pólar. Allt fór það sem fyrr fram í góðu, en þar mátti þó heyra betur en áður alvöruna sem undir býr. Þar fóru m. a. fram eftirfarandi orðaskipti: Krúsjeff: — Ég vildi gjarnan bjóða yður, að koma og heim- sækja mig á Krím eða Kákasus, svo að þér getið séð með eigin augum, hvernig það fólk hefur það sem vestrænar þjóðir segja að sé þrælar. Krag: — Ég skil það vel og þannig viljið þér endurgjalda mér, að þér hafið nú fengið tækifæri til að sjá, hvernig hið vesalings kúgaða og arðrænda fólk í Danmörk eyðir ævi sinni. Krúsjeff: — Ég vil nú ekki segja það. Ég álít aðeins, að þið með ykkar möguleikum mynduð lifa betur undir kommúnisma en kapitalisma. Krag: — Eruð þér viss um, að rétta orðið yfir Danmörk sé kapitaliskt land? Það sjónar- mið virðist mér alltof kenni- setningarlegt. Danmörk er land þar sem þjóðin stjórnar og hver einstaklingur fær tæki- færi til að njóta sin og beita sér. Okkur nægir ekki að gera þjóðarbúskapinn upp í krónum og aurum. Við leggjum einmitt mikla áherzlu á frelsið og þá lífsfullnægingu sem hinn ein- staki borgari nýtur. En auö- vitað viljum við líka auka framleiðsluna. Við ættum ef til vill að ræða þetta nánar suður við Svartahaf. Þorsteinn Thorarensen. Byiting — Framh. af 8. síðu Kyrrahafsstrandarinnar vetur- inn 1956 til að kynna sér með- ferð hennar. Eftir að hann hafði skýrt frá ferð sinni hófust tilraunir hérlendis í síldveið- unum 1957. Það var þó ekki fyrr en 1959 að þær tilraunir tóku að bera sýnilegan árangur, enda voru bátarnir ekki byggð- ir með kraftblökk í huga. En Haraldur Ágústsson, skipstjóri, á hinum norskbyggða Guð- mundi Þórðarsyni náði full- komnum árangri með nýjum aðferðum og hefur kraftblökkin siðan verið notuð af Islenzka’ flotanum eftir því sem aðstæð-’ ur hafa leyft. Framlag íslenzkra nótagerðar manna hefur verið þungt á metunum, en þeir hafa endur- bætt nætumar, svo að heims- athygli hefur vakið. Hefur ein slík þegar verið flutt fullgerð til Bandaríkjanna, heimalands snurpinótarinnar. Þangað til 1959 var síldveiðin' með snurpinót bundin við tvo eða þrjá mánuði, norðan og austan við landið. En með til- komu asdic-kraftblakkar-tækn- innar breyttust viðhorfin. Hin nýja tækni gerði mögulegt að hefja veiðar á vetrartorfum, sem syntu djúpt í sjó. Rann- sóknir á vetrarsíldinni voru stórauknar. Síldin hafði verið veidd í reknet á haustin ög fyrstu mánuði vetrar, en vegna þess að síldin hvarf og þorsk- veiðin tók við lauk reknetaveið- inn ætíð fyrir áramót. Eftir að tekizt hafði 1960 að fylgjast með góðum slldartorfum fram í marz, er hrygning hófst, vakn aði áhugi sjómanna á því að halda áfram síldveiðum meira eða minna stöðugt allan vetur- inn 1961 — 62. Hefur verið hald- ið áfram uppteknum hætti, svo að veiðitíminn hefur nú lengzt til muna. Móðir mln DOROTHEA PROPPÉ andaðist fimmtudaginn 25. júni. Jarðarförin ákveðin síðar. Ragnar Sigurðsson. Útför móður okkar MARfU THORODDSEN fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 27. júní kl. 1,30. Sigríður Thoroddsen Jónas Thoroddsen Kristln Kress Gunnar Thoroddsen Valgarð Thoroddsen Margrét Thoroddsen. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.