Vísir - 26.06.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 26.06.1964, Blaðsíða 7
VÍSIR . Föstudagur 26. júnf 1964. «ra I Dómur Hæstaréttur: Sigurbjörn greiði 160 t>ús- und í málskostnað Fyrir nokkru gekk dómur Hæstarétti í einkamáli mill Landsbanka íslands og Sigur bjöms Eiríkssonar, veitinga manns vegna innheimtu Lands bankans á innistæðulausum á vfsunum, að upphæð 1.9 millj sem Sigurbjörn gaf út. Dómur féll á þá leið, aö Hæstiréttur staðfesti áður genginn dóm í bæjarþingi Reykjavíkur og var Sigurbirni gert að greiða allan málskostnað kr. 160 þús. Eins og fyrr segir höfðaði Landsbankinn einkamál gegn Sigurbirni til innheimtu inni- stæðulausra ávísana að upphæð 1.9 millj. kr. Dómur gekk í mál inu í bæjarþingi Reykjavikur og var Sigurbirni gert að grciða þessa upphæð og málsko;tnað kr. 60 þús. að auki. Eftir að dómur féll í uæjar- þingi hóf Landsbankinn fjár- , námsaðgerðir I eignum Sigur- björns, þar á meðal Álfsnesi á Kjalarnesi og krafðist síðan upp boðs. Sigurbjörn áfrýjaði fjár- náminu í Álfsnesi til Hæstarétt ar, en Landsbankinn gagnáfrýj- aði. Stuttu síðar áfrýjaði Sigur björn dómi bæjarþings í heild og öllum þeim fjárnámum sem gerð höfðu verið, til Hæstarétt- ar. Hæstiréttur hefur nú fel't dóm í málinu. Var dómur bæjar þings Reykjavíkur staðfestur og ennfremur fjárnámsaðgerðirnar. Var Sigurbjörn dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Kæsta rétti og undirrétti samtals kr. 160 þús. íslenzka ullin gerð verðmeiri ? 1 dag verður haldinn í Osló fundur í nefnd Islendinga og Norðmanna, sem skipuð var til þess að finna nýja aðferð til þess að skilja að þel og tog en talið er víst, að fyndist slík ný aðferð, mundi verðmæti ull- arinnar stóraukast. Fyrri hluta árs 1963 dvaldi hér á landi Arne Haarr, deildarstj. í norska iðnaðarmálaráðuneyt- inu. Hann var hingað kominn á vegum OECD, Efnahags- og" framfarastofnunar Evrópu, fyrir milligöngu Efnahagsstofnunar íslands, sem sérfræðingur í iðn- aðarmálum. Arne Haarr dvaldist hér um nokkurra mánaða skeið og kannaði ýmis málefni varð- andi íslenzkan iðnað, í samstaifi við ýmsa innlenda aðila, þ. á m,- Iðnaðarmálastofnun íslands. Meðal þeirra iðnaðárgreina, sem athuganir Arne Haarr beind i ust að, var hinn íslenzki uliar- iðnaður. Kunnugt var áður, að skapa mætti þeim iðnaði stór- um betri starfsgrundvöll, með því að nýta íslenzku ullina á annan og betri hátt en nú er gert. Slíkt væri unnt, ef taka.-<t mætti að finna upp aðferð til þess að skilja að þá þræði, sem ullin er mynduð af, þ. e. þel og tog, á stórvirkan og ódýran hátt. Er talið fullvíst að ef slík vinnsla ullarinnar tækist, myndi verðmæti hennar stóraukast og opnast nýir möguleikar til fram- leiðslu á iðnaðarvörum úr ull fyrir erlenda markaði. Þar sem kunnugt er, að ull nokkurs hluta norska sauðfjár- stofnsins hefur sömu eiginleika og íslenzka ullin, og hér var því einnig um hagsmunamál Norðmanna að ræða, leitaði iðn- aðarmálaráðuneytið, samkvæmt tillögu hins norska sérfræðings og Efnahagsstofnunar íslands, eftir því við norsk stjórnarvöld, að stofnað yrði til samvinnu milli Norðmanna og íslendinga er að því miðuðu að finna að- ferð til þess að leysa það verk- efni, sem áður er á minnzt. í framhaldi af þessu beittu iðnað armálaráðuneytið og landbúnað arráðuneytið sér fyrir ,að veitt var fjárveiting, hálf milljón króna, á fjárlögum yfirstandand andi árs, 1 því skyni. I apríl s. 1 lá afstaða Norð- manna fyrir og var hún jákvæð. Hefur því orðið að ráði að Norð menn og íslendingar skipi fimrn manna samstarfsnefnd, er fái það hlutverk að gera sér grein fyrir tæknilegum og hagrænum forsendum þeirra aðferða, sem til greina koma til lausnar þessa verkefnis. Af íslands hálfu skipaði iðn- aðarmálaráðherra í nefndina þá Pétur Sigurjónss., verkfræðing, sérfræðing í tóvinnu og vefnaði, og Stefán Aðalsteinsson, búfræð ing. Kjolvegur uð verðu fær Unnið er þessa dagana að lag- færinguni á Kjalvegi og er vinnu- flokkur frá Vegagerðinni þeirra er- inda nú inni á Kili. ICvaðst vegamálastjóri búast við, að lagfæringum þessum yrði lokið um helgina og ætti þá Kjalvegur að vera fær öllum bílum. Skafl var Iengi á veginu á há Kiii, e,n hann mun væntanlega vera þiðnaðu1*, og ef ekki þá verður hann mok- aður. Þá skýrði vegamálastjóri enn- fremur frá því að ur.nið væri iát- laust að bilakláfnum yfir Tungnaá og bjóst við að hann mundi verða tekinn í notkun í kringum miðjan næsta mánuð. Má búast við að úr því hefjist meiri umferð um Sprengisand en nokkru sinni áður. Fyrir dyrum stendur að me.-kja leiðina, þar sem þess gerist þörf. Leikfélaginu vel tekið í Færeyjum Leikflokkur Leikfélags Reykja- víkur er kominn heim úr leikför sinni til Færeyja. Tókst förin mjög vel og leikflokkurinn fékk góðar móttökur í Færeyjum. Leikfé'agi.ð sýndi „Hart í þak" eftir Jökul Jakobsson 5 kvöíd í röð í Þórshöfn. — Fékk leikurinn mjög góða blaðadóma í færeyskum blöðum. Rætt um breytt náms- efni í menntaskólum Próf við Hóskólu íslunds í maí og júní 1964 í maí og júní hafa eftirtaldir stúdentar’ lokið prófum við Háskóla Islands: Embættispróf í læknisfræði: Aðalsteinn Pétursson Anna Katrín Emilsdóttir Gísli G. Auðunsson Helgi Þ, Valdimarsson Kári Sigurbergsson Matthías Kjeld Páll Þórhallsson Sverrir Bergmann Kandídatspróf í tannlækningum: Halla Sigurjóns Haukur Þorsteinsson Jóhann Georg Möller Kjartan O. Þorbergsson Þórir Gíslason Embættispróf í lögfræði: Benedikt Sveinsson Haraldur Henrysson Hólmfríður Snæbjörnsdóttir Skúli Jón Pálmason Stefán Már Stefánsson Þorsteinn Júlíusson Kandídatspróf í viðskiptafræð- um: Gunnar S. Ragnars Haraldur Magnússon Jón Hjartarson Már Egilsson -Sigurbergur Sveinsson Sveinn Jónsson Kandídatspróf í Islenzkum fræð- um: Davíð Eriingsson B.A-próf: Auður Torfadóttir Ásmundur Jónsson Eyvindur P. Eiríksson Finnbogi Pálmason Gunnlaugur Sigurðsson Halldór G. Ólafsson Pálmar Magnússon Solveig Jónsdóttir Svanlaug Baldursdóttir Fyrri hluti lyfjafræði Iyfsala: Erna Jakobsdóttir Erna Kristjánsdóttir Kristín Einarsdóttir Fyrri hluti verkfræði: Ari Ólafsson Ásgeir Leifsson Edgar Guðmundsson Elías B. Elíasson Guðni G. Sigurðsson Hilmar M. R. Knudsen Jón G. Skúlason Rúnar G. Sigmarsson Sveinn Valfells Þorkell Erlingsson Guðmundur M. Bjarnason “^Athyglisverðar hugmyndir Jóhanns Hannessonar skólameistara Á nýafstöðnum aðalfundi Félags menntaskólakennara, sem haldinn var að Laugarvatni, flutti Jóhann Hannesson skólameistari erindi um breytt námsefni menntaskólanna, m.a. auklð valfrelsi milli náms- greina. Hinar nýju hugmyndir skóla- meistara vöktu mikla athygli, enda í þeim gert ráð fyrir töluverðu val- frelsi milli námsgreina, a.m.k. í tveim efstu bekkjurrf skólanna. Eins og kunnugt er situr nú stjórn skipuð nefnd undir forsæti Krist'rs Ármannssonar rektors, og er henni ætlað að gera tillögur um brevting ar á menntaskólakerfinu. Þess má loks geta, að á fundi að Laugar- vatni 1958 I Félagi menntaskóla- kennara kom fram mjög eindregin áskorun til menntanjálaráðherra um stofnun nýrrar deildar (mið- deildar) við menntaskólana og vöktu þær tillögur mikla og al- menna athygli á sínum tíma. Er þess nú vænzt að skriður komizt á þetta mikilsverða mál. Ýmsar ályktanir voru gerðar á fundinum, t.d. áskorun til rekfo>-s og skólameistara um að láta leggja niður latínukennslu í 4. bekk stærð fræðadeildar, og tillaga um stytt- ingu próftíma í menntaskóhi'ium. Stjórn Félags menntaskólakenn- ara var endurkjörin, en hana skipa: Gunnar Norland form., Guðni Guð- mundsson ritari og Guðmur.d ir rnlaugsson gjaldkeri. Í^TUNDUM verður íslenzk biaðamennska örlítið skringi leg og satt að segja ekki þeim beinlínis til sóma, sem í blöðin rita. Gott dæmi um þetta eru skrif Tímans undanfarið um af komu ríkjssjóðs þegar vinstri stjórnin fór frá völdum. Það ætti þó að vera auðvelt mál að komast til botns í því hver afkoman var vegna þess að fyrir liggja reikningar bank- anna sem öllum eru opnir. En Tíminn fer eins og köttur í kringum heitan graut og viður kennir alls ekki að vinstri stjórnin hafi skilið við gjald- eyrissjóðina galtóma — og reyndar gjaldþrota. Skulu nú færðar á það sönnur. © Sjóðirnir tæmdir. Þegar vinstri stjórnin fór frá völdum voru sáralitlir gjald- eyrissjóðir eftir í landinu eða aðeins rúmar 200 milljónir, reiknað á núverandi gengi. Vinstri stjórnin hafði stjórnað landinu þannig, og skildi þanrt- ig við, að árið eftir voru allir' sjóðir tæmdir og gjaldeyris- skuld bankanna var orðin 143 milljónir króna. Ástandið var 'með öðrum orðum mjög ískyggilegt, Engir varasjóðír voru upþ á að hraupa 'til kaupa á vörum og íífknáúSsynjum og mjög var þr1 verz 1 un landsmanna og öllum gjaldeyr- isviðskiptum vegna þessa slæma viðskilnaðar vin.stri stjórnarinnar. 9 Birtir til. Á öðru ári tók strax að birta í lofti, þegar tekizt hafði að greiða að nokkru úr þeim ó- göngum sem vinstri stjórnin hafði komið efnahag lands- manna í. Eftir fyrsta ár við- reisnarinnar hafði gjaldeyris- staðan batnað um 300 milljón ir og var orðin hagstæð um 151 millj. króna. Sfðan hefir ástandið farið batnandi ár frá ári. Og nú f lok sfðasta árs voru gjaideyrissjóðirnir 1.311 millj. króna, eða nokkuð á ann an milljarð króna. Sýnir það hve gjörsamlega hefir skipt um frá óstjórn vinstri átjórnar innar f þessum efnum sem fleirum. 9 Lán til fram- kvæmda. En þótt Tíminn þegi sem vandlegast um gjaldeyrisstöð- una, er hann kampakátur yrfir skuldum ríkissjóðs. Þær eru nú 350 millj. kr. hærri en í árs- lok 1958 — eða fyrir sex ár- um. Fjarri Iagi er að þessi skuldaaukning sé alvarlegs eðl is, enda er skýring hennar sú að lán hafa verið tekin til stórframkvæmda og atvinnu tækjakaupa. Aukningin er því eðlileg og ber ekki vott usti neina óstjórn. Allar þjóðir vinna stórframkvæmdir fyrir erlent lánsfé. Niðurstaðan verður því sú að tfmamót voru í efnahags- viðskiptum þjóðarinnar við út- lönd þegar viðreisnin tók við völdum. Þá fyrst fór að rofa til.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.