Vísir - 26.06.1964, Side 10

Vísir - 26.06.1964, Side 10
10 LU.itmiÆ V í S I R . Föstudagur 26. júní 1964. TÚNÞÖKUR Seljum góðar túnþökur, flytjum heim ef ósk- að er. Sími 15624. MÓSAIKLAGNIR Annast mosaiklagnir og ráðlegg fólki um litaval o. fl. á böð og eldhús. Pantið í tíma í síma 37272. HANDRIÐAPLAST Tökum að okkur plasthandlista-ásetningu. Útvegum efni ef óskað er. — Höfum til 1,5 tommu og 2 tommu plast. MÁLMIÐJAN s/f 1 Njörvasundi 18 Símar 16193 og 36026 - VINNA - VÉLHREINGERNING , -* ■ Vanlr menn. Þægileg. Fljótleg. Vönduð vinna. ÞRIF — Sími 21857 Rangæingafélngið ætiar að reisa gisti- og samkomuhtís Rangæingafélagið í Reykjavík er á .amt skógræktarféiagi Rangæinga að hefja framkvæmdir við bygg- ingu nokkurs konar samkomustað- ar fyrir þá í Hamragörðum undir Eyjafjöllum. Rangæingafélagið hef- ur lengi haft hug á að eignast að- setursstað fyrir Rangæinga, sem eru brottfluttir úr sveitinni, en sem myndi langa til að eyða þar sum- arleyfum sínum. Og þegar Erlendur Guðjónsson bóndi gaf skógræktarfélagi Rangæ inga jörðina, ákváðu félögin tvö að reisa þar snotran gististað, þar sem sveitungar myndu sitja fyrir um gistingu. Teikningar hafa þegar ver ið gerðar — af Kjartani Sveins- syni — af gisti- og veitingahúsi með 20 herbergjum. Eins og gera má ráð fyrir hindrar fjárskortur allar bráðar framkvæmdir, og til þess að kljúfa hann að einhverju leyti, hefur Rangæingafélagið á- kveðið að hrinda af stað happ- drætti. Vinningar verða sex vetra móalóttur gæðingur frá Ártúnum á Rangárvöllum og glæsileg Opel bif reið. Mikil áherzla verður lögð á að þessi gististaður verði allur hinn vistlegasti, og að þeir sem þar dveljist fái frið og geti notið sveita sælunnar í sem ríkustum mæli. Þeir, sem þekkja til staðhátta þarna, vita, að útsýni er afburða fagurt og býður upp á dásamlegar gönguferðir, og er m.a. auðfarið upp á Eyjafjallajökul. Svo sem fyrr segir verður gisti- húsið reist í Hamragörðum, neðan hamra, en ofan hamra mun skóg- ræktarfélagið vinna að gróðursetn- ingu. Gert er ráð fyrir að það verði tilbúið e.ftir 1—2 ár. Sögulegur útof-akstur Aðfaranótt þriðjudags var bif- reið ekið út af á gatnamótum Grens ásvegar og Bústaðavegar. f bif- reiðinni voru 6 manns, 3 stúlkur og 3 piltar, og var flest flutt f Slysa- varðstofuna vegna meiðsla, sem það hlaut. Þau reyndust bó ekki al varleg. Vegna missagna hjá viðkomandi fólki, þegar lögreglan tók af þvf skýrslu um nóttina, var þremur stungið inn f fangageymslu. þ. e. tveim piltanna og einni stúlk- unni. Hafði stúlkan skrökvað til nafns ng gefið upp nafn frænku sinnar. Við yfirheyrslu hjá rann- sóknarlögreglunni daginn eftir ját- aði hún samt brot sitt og gaf upp hið rétta nafn. A götunni, þar sem billinn lenti út af, lá stór steinn og töldu bfl- verjar hann hafa verið orsök til útafakstursins. Lögreglunni fannst þetta grunsamlegt, og við nánari yfirhéyrslu hjá rannsóltnarlögregl- unni játaði einn farþeganna að hafa borið steininn upp á götuna eftir að bfllinn lenti út af, beinlínis í þvf skyni að kenna steininum um óhappið. Fólkið reyndist allt drukkið í bílnum að undantekinni einni stúlku, sem ók bifreiðinni. Hafði hún tekið bflpróf fyrir fáum vikum og var ekki sem öruggust við akst- urinn. M. a. hafði hún ekið utan í vegfaranda nokkru áður. Hann var síðan tekinn upp í bílinn og var hann meðal farþega þegar óhappið vildi til. Ástæðan fyrir útafakstr- inum mun hafa verið sú, að stúlk- an ók of hratt inn á beygjuna og náði henni ekki. Meðal farþega í bifreiðinni var eigandi hennar, en hann hafði verið sviptur ökuréttindum fyrir skömmu íþréffcsnámskeið Kvenfélag Grensássóknar beit ir sér fyrir 6 vikna íþróttanám- skeiði fyrir unglinga 12 ára og eldri, á Golfvellinum, f knatt- spyrnu og handknattleik. Nám- skeiðin verða á þriðjudags- og föstudagskvöldum kl. 8,30 og hófust sl. þriðjud. Knattspyriu félagið Fram hefur góðfúslega útvegað kennarana. Tepþo- hreinsun húsgagnahreinsun Sími 37389 Teppa. og húsgagnahreinsunin NÝJA TEPPAHREINSUNIN Fullkomnustu vélar ásamt þurrkara. iíi'5 ;á»í Nýía teppa- og húsgagna- i’ hreinsunin. Sími 37434. Vélahreingerning Vanlr og vandvirkir menn. Ódýr og örugg þjónusta. ÞVEGILLINN, sfmi 36281 KÓPAVOGS- 8ÚAR! Ylálið sjálf, við lögum fyrir ykk ur litina. Full- icomin þjónusta. LITAVAL Alfhólsvegi 9 Kópavogi Sími 41585. l®4 [iSAVIÐnrqiiiR* Laugavegi 30. Sími 10260. Gerum við og járnklæðum pök. Setjum I einfalt og tvöfalt gler o.fl. — Útvegum allt efni. TVcntim p prentsmlöja & gúmmlstfmplagerö Efnholtl Z - Slmi 20?í0 Slysavarðstofan Opið allan sólarhringinn. Sími 21230. Nætur og helgidagslæknir í sama síma Næturvakt I Reykjavfk vikuna 20.-27. júní verður í I.auga"egs- apóteki. Næturlæknir 1 Hafnarfirði frá kl. 17 í kvöld: Kristján Jóhannes- son, Mjósundi 15, sími 50056. Utvarpið Föstudagur 26. júní Fastir liðir eins óg venjulega 15.00 Síðdegisútvarp 18.30 Harmonikulög 20.00 Erindi: Um jarðskjálfta og gerð jarðarinnar. Hlynur Sigtryggsson veðurstofu- stjóri. 20.25 Blásarasveit Lundúna leik- ur tvö verk eftir Mozart 20.45 Sumardvalarstarfsemi Mæðrastyrksnefndarinnar í Reykjavík: Þar koma fram Jónína Guðmundsdóttir for- maður nefndarinnar, Aðal- björg Sigurðardóttir og tvær konur, Helga Bjarna- dóttir og Valdís Valdimars dóttir, sem segja frá hvíldardvöl af eigin raun. 21.10 Grfsk þjóðlög: Litsa Liotsi og Zoi Vlahopoulou syngja 21.30 Útvarpssagan: „Málsvari myrkrahöfðingjans,“ eftir i Morris West XVIII. 22.10 Kvöldsagan: „Augun S myrkrinu," síðari hluti smá sögu eftir séra Sigurð Ein- arsson. 22.40 Næturhljómleikar: Sinfónia nr. 5 í B-dúr óp. 100 eftir Serge Prokofjeff. 23.20 Dagskrárlok. Sjónvarpið Föstudagur 26. júni 18.00 Language in Action 18.30 Encyclopedia Britannica 19.00 Afrts news 19.15 The Teienews Weekly 19.30 Current Events 20.00 Rawhide 21.00 The Jack Paar show 22.00 The Fight of the Week. 23.00 Final Editions news 23.15 Northern Light Playhouse „Terror Street." Áheit og gjafir Strandakirkja: Frá gömlum sjó- manni kr. 100. Frá Línu kr. 50. Orðsending Kvenfélag Háteigssóknar fer 1 skemmtiferð fimmtudaginn 2. júll n.k. Farið verður um Borgar- fjarðarhérað. Uppl. í sfmum 11813, 17659 og 37300. W£NNALLdao4M6 BLÖÐUM FLETT <y Nú líður óðum langt á nótt, nú Iykur svefninn flestra brá. Og blærinn sjálfur blundar rótt. Það bærist ekki nokkurt strá. Og sólin blessuð sígur rjóð, hún slðla gengur hvflu til. Hún stráði um loftið gullinglóð. Hún gyllir snemma bæjarþil. Stefán frá Hvítadal. Fleiri eru breyzkir . . . Hvinnsku Ingimundar Króks var mjög á iofti haldið, og ýmsum svörum hans, er sýna hina mestu óskammfeilni. Þegar af honum hafði verið tekið það ,sem hann hafði hnuplað, var hann vanur að segja: „Þú varst heppinn að hafa það“. Einu sinni sem oftar var Ingimund- ur settur í svartholið fyrir drykkjuslark. Var hann þá með brennivins- flösku, sem ekki var að fullu tæmd, og tók fangavörður hana af honum. Morguninn eftir sleppir fangavörður Ingimundi og afhendir honum flöskuna. Tók hann við henni með þessum ummælum: „Fleiri eru breyzkir en Ingimundur, en þetta var svosem guðvelkomið". Með þessu var hann að gefa I skyn, að lækkað hefði í flöskunni. Héraðssaga Borgarfjarðar, I. bindi. Fámennur var hópurinn sem fór um nesjahraun, afturgöngur afturgöngu ýmsa gerðu raun. STRÆTIS- VAGNHNOÐ VIÐLAG: Sagt hefur það verið að Suðurnesjamenn sæju fleira en aðrir — og sjái það enn, Margt er það á kreiki um útnesjar enn, sem ekki mega líta nema einstaka menn. Áður fyrr á Stapanum ýmsum þótti reimt. Nú hafa menn draugsa eða draugsi mönnum gleymt. Þótt enginn trúi á almættið né afturgöngur nú, ganga ýmsir aftur fyrir annarlega trú. Afturgöngur myrtra og aftekin hró, með heilsan frá Stalín, krússa og. kó. Glingruðu þær hlekkjum við göngumanna hlið, svo ýmsum virtist fjölmennt afturgöngulið. Aðrir voru sjóndaprari suður á Strönd, litu ei Jússoff hengdan leiða Jónas undir hönd ... Smátt hundrað ilsárir afturgöngumenn, með hlekkjuðum afturgöngum hundruð tvenn og þrenn .. Sagt hefur það verið að Suðurnesjamenn sæiu fleira en aðrir m

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.