Vísir - 26.06.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 26.06.1964, Blaðsíða 16
5 slösuðust í gær Slys urðu nokkur i Reykjavík i gær, þar af tvö innanhúss. Þýzkur maður — lögreglan hélt að hann héti Göhring — slasaðist í byggingavinnu í Skipholti 35 rétt fyrir hádegið í gær. Talið var að maðurinn hefði dottið milli hæða | Hann hlaut höfuðmeiðsli og var fluttur í Slysavarðstofuna. Annað slys innanhúss skeði í nótt. Kona, Björg Sigurðardóttir | að nafni, hrapaði í stiga á Njarð- argötu 9. Hún var fiutt í Slysa- varðstofuna, en þaðan heim til sín að athugun lokinni. Klukkan rúmlega 2 e. h. í gær varð umferðarslys á mótum Ból- staðarhliðar og Lönguhlíðar. Mað- ur var þar ásamt syni sínum ung- um á ’ ferð í bifreið, en, líkur til að stýrisútbúnaðurinn hafi bilað, og við það missti ökumaður stjórn á farartækinu. Bifreiðin skall á ljósastaur og skemmdist svo mjög að flytja varð hana brott af árekst ursstað. Ökumaðurinn, Tryggvi Sveinsson að nafni, svo og sonur Framh á bls. 6 Stærsti erlendi íþréftahópur sem hingnð hefur komií Þátttakendurnir í Norð- urlandamóti kvenna í handknattleik komu til landsins í nótt — ellefu tímum á eftir áætlun. Stúlkurnar komust ekki í ró fyrr en kl. 5 í morg- un og má mikið vera, ef einhverra áhrifa af löngu og ströngu ferða- lagi gætir ekki á kemp- unum í kvöld. SumarferB VarBar um Amessýslu Hin árlega sumarferð Lands- máiafélagsins Varðar verður far in n. k. sunnudag 28. júní. Farið verður fré Austurvelli og lagt af stað kl. 8 um morguninn. Leiðin liggur um Svínahraun, Þrengslaveg, inn Ölfus, austur Flóann, eftir Skeiðavegi, til norð austurs, upp Hreppana að Gull- fossi og Geysi. Frá Geysi verð- ur farinn hinn nýi vegur út í Laugardal út á Laugarvatnsvelli, en þar verður snæddur kvöld- verður. Eftir það er ekið yfir Gjábakkahrpun og Hrafnagjá yf ir í Þingvallasveit, síðan um Mosfcllsheiði til Reykjavíkur. Af sögustöðum, sem skipta máli i ferðinni að þessu sinni, má nefna kirkjustaðinn Hjalla, þar bjó Skafti Þóroddsson, lög- sögumaður og þangað var Ög- mundur Pálsson biskup sóttur 1541 og fluttur á skip í Hafn- arfirði. I námimda er Hraun, þar var Lénharður fógeti veg- inn. Farið er hjá Áshildarmýri, komið að kirkjustaðnum Hrepp- hólum, en þar sat höfundur Bisk upa-annála. Galtafell, æskuheim ili Einars Jónssonar myndhöggv ara, er í leiðinni austur. Þá er komið að Flúðum, þar voru dýr- mætustu bækur og skjöl íslend- inga geymd á strlðsárunum seinni. Skammt frá Flúðum er Hruni, sem allir kannast við. Framh. á bls. 6. <$>------------------------------ Þegar farkostur íþróttafóiks- ins lenti á Keflavíkurflugveili í nótt, var hingað kominn stærsci erlendi íþróttahópurinn, sem ís- land hefur gist. Samtals voru Skandinavarnir 104, sem með vélinni komu, og er allur sá hópur hingað kominn vegna Norðurlandamótsins. En fleiri voru einnig orðnir langþreyttir vegna seinkunarinn ar. Stjórn HSÍ og flestir meðlim- ir móttökunefndar handknatt- leikssambandsins, hafði haldið suður á KeflavíkurflugvöII kl. Framh. á bls. 6. I Or einni af fyrri ferðum Varðar. í áningarstað, Bjarni Benediktsson forstætisráðherra fiytur ræðu. Heomsókn hertogans: Móttökuathöfu á svöfum Al- þingishússins Samkvæmt fréttatilkynningu er skrifstofa forseta íslands hefur sent frá sér um heimsókn Philip- usar hertoga af Edinborg til ís- lands, mun fara fram móttökuat- höfn á svölum Alþingishússins þriðjudaginn 30. júní, er hertoginn kemur til landsins. Fréttatilkynningin' fer hér á eft- ir: Svo sem áður hefur verið skýrt frá mun Hans konunglega tign hertoginn af Edinborg koma í heimsókn til islands á snekkju konungsfjölskyldunnar „Britannia" og dvelja hér 30. júní trl 3. júlí. ‘ Hertoginn mun stíga á land á Loftsbryggju kl. 17 þriðjudagmn 30. júní og verður ekið þaðan til Alþingishússins, þar sem hann gengur fram á svalimar ásamt for- Framh. á bls. 6 Ranrtsókn Hrímfaxaslyssins lokið: ísing eBa bilun á stillingu skrúfublaBa ? Sérfræðinganefnd sú, cr skip- uð var til þess að rannsaka or- sakir Hrímfaxaslyssins á Forn- ebuflugvelli við Osló hefur nú skilað áliti. Segir í álitinu, að nefndin hafi ekki fundið neina tæknilega galla á flugvélinni og ekkert er bent hafi til neins konar vanrækslu á eftirliti eða unisjón með vélinni. Telur nefndin tvær skýringar á slys- inu einkum kortia til greina, þ. e. ísingu eða bilun á stillingu skrúfublaða. Þegar Viscountvélar ienda' fletja skrúfublöðin sig og virka sem hemlar. Þegar flugvélin hrapaði segja vitni, að heyrzt hafi mikill hávaði frá hreyflun- um, líkt og þegar hemlað er eftir lendingu. Er rétt talið hugs anlegt, að bilun á rafkerfi hafi orðið til þess að skrúfublöðin hafi orðið flöt, en ef svo hefði verið, hefir flugvélin steypzt og gersamlega reynzt ókleift að rétta hana við, svo lágt sem hún var komin. Þessi skýring þykir sennilegri en sú, að ísing á hæðarstýri hafi valdið slysinu en þó er hún einnig talin hugsanleg. Nokkrar af helztu niðurstöð- um rannsóknarnefndarinnar eru þessan •fc Vlðhald og eftirlit flugvélar- innar var lýtalaust. Áhöfnin hafði öll tiLski'.in réttindi og ekkert benti til veikinda eða neins óeðlilegs ástands flugáhafnar. Veðurskilyrði voru yfir lág- markskröfum, sem gerðar eru til aðflugs að Fornebn. Framh. á 6. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.